Morgunblaðið - 18.05.2019, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 18.05.2019, Blaðsíða 20
20 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 18. MAÍ 2019 Vantar þig ráðleggingar við sölu eignar þinnar? s 893 6001 Kópavogi | Selfossi | s 893 6001 | beggi@fasteignasalan.is Guðbergur Guðbergsson Löggiltur fasteignasali og leigumiðlari Eltak sérhæfir sig í sölu og þjónustu á vogum Bjóðum MESTA úrval á Íslandi af smáum og stórum vogum ÚR BÆJARLÍFINU Jónas Erlendsson Mýrdal Í Mýrdalnum gengur allt sinn vana gang. Þeir örfáu sauð- fjárbændur sem enn eru eftir eru uppteknir við að sinna sauðburði sem víðast hvar er vel á veg kom- inn. Allur gróður lifnar snemma þetta vorið þannig að vel lítur út með að ærnar komist snemma á fjall.    Ferðamennirnir koma og fara, en eitthvað hefur verið minna af þeim í vor en þó er alltaf töluvert af fólki úti um allt.    Það er þó ekkert stopp í byggingarframkvæmdum á svæð- inu, Olís er að byggja 500 fermetra þjónustumiðstöð í tengslum við eldsneytisafgreiðslu, í byggingunni verður þjónusta fyrir almenning auk aðstöðu til að þjónusta bifreið- ar. Þetta verður þá þriðji aðilinn til að selja eldsneyti í Víkinni en fyrir eru N1 og Orkan.    Einnig er verið að byggja íbúðarhúsnæði, sem hefur virkilega vantað og hamlað því að fólk komi og setjist að á svæðinu.    Fjörulallarnir nefnist fé- lagskapur áhugamanna um ásýnd Víkurþorps og uppgræðslu á Vík- urfjöru. Öll þeirra vinna er unnin í sjálfboðavinnu og hefur hún skilað greinilegum árangri. Landgræðsla ríkisins veitti þeim Landgræðslu- verðlaun á síðastliðnum aðalfundi sínum.    Heilbrigðiseftirlit Suður- lands hefur hrint af stað hreins- unarátaki í umdæmi sínu, átakið er áskorun til lóðarhafa íbúa og land- eigenda á Suðurlandi að þeir gangi í það að hreinsa af lóðum sínum og lendum allt það sem valdið getur ónæði, mengun og lýti á umhverf- inu. Jafnframt verður hægt að krefjast lagfæringa á lóðum girð- ingum og öðrum mannvirkjum ef þurfa þykir, auk þess sem heimilt er að fjarlægja númerslausar bifreiðar, gáma og annað sambærilegt drasl að undangenginni viðvörun. Fyrsta skref í þessu átaki í Mýrdalshreppi verður þjónustulóðir í elsta hluta Víkurþorps. Morgunblaðið/Jónas Erlendsson Fjórlemd Ærin Vespa með lömbin sín fjögur en þau eru undan hrútnum Bingó. Byggingarfram- kvæmdir í fullum gangi í Mýrdalnum Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is Einstakt bókasafn sem varðveitt hefur verið bak við luktar dyr í turni Skálholtskirkju verður vænt- anlega flutt þaðan nú í sumar í svo- nefnt vígslubiskupshús sem stend- ur skammt frá kirkjunni. Þar á að gera safnið að- gengilegt svo það nýtist til dæmis fræða- fólki, en það hef- ur verið á kirkju- loftinu frá árinu 1967 og öðrum en útvöldum lok- að. Kristján Björnsson vígslu- biskup hefur unnið í bókasafnsmálinu síðustu mánuði og segir lausn vera í sjón- máli. Breytingar hafa á síðustu árum verið gerðar á húsaskipan í Skál- holti. Bústaður vígslubiskups er nú annar en var – og það hús sem honum tilheyrði lengst er nú orðið gestastofa. Í kjallara þess verður bóksafninu komið fyrir. Sigurbjörn Einarsson varð bisk- up Íslands árið 1959 og á fyrstu embættisárum hans var Skálhols- staður og viðreisn hans mjög í brennidepli. Dómkirkjan í Skálholti var vígð 1963 og seinna var þar settur á laggirnar lýðháskóli sem starfræktur var í nokkur ár. Með þessu var ætlunin að Skálholt væri alhliða mennta- og menningarsetur. Í því tilliti þótti mikilvægt að góður bókakostur væri á staðnum, en það var árið 1965 sem þjóðkirkjan keypti stórt safn sem var upp- haflega í eigu Þorsteins Þorsteins- sonar, sýslumanns í Búðardal. Síð- ar eignaðist safnið Kári Borgfjörð Helgason, kaupmaður í Reykjavík, sem seldi það kirkjunni það. Frá upphafi íslensks prentverks Í Skálholtssafninu er margt það markverðasta sem út kom á Íslandi frá upphafi prentverks á Íslandi fram undir 1960. Nefna má Guðbrandsbiblíu frá 1584, Þor- láksbiblíu frá 1644 og Steinsbiblíu frá Hólum sem kom út snemma á átjándu öldinni. Einnig er í safninu fjöldi annarra kirkjurita, svo sem fyrsta útgáfa Passíusálmanna frá 1666, Grallarinn í ýmsum útgáfum, guðsorðabækur og fjöldi ævisagna, ljóðabóka, skáldverka, handrit ým- iskonar og smáprent. Talið er að í safninu séu um 10 þúsund bækur og minnst 4.000 bindi tímarita. Mörg þessara rita eru fágæti og ekki er vitað til þess t.d. að frumútgáfa Sálma og kvæða eftir Hallgrím Pétursson frá árinu 1755 sé annars staðar til. Á seinni árum hefur ýmislegt nýtt bæst við safnið, svo sem bækur úr eigu Jón- asar Gíslasonar sem var vígslu- biskup í Skálholti 1989-1994 og ým- islegt úr safni Sigurbjörns Einarssonar. Flutningur þarf skipulag „Flutningur á safninu kallar á útsjónarsemi og gott skipulag,“ segir Kristján Björnsson. „Skrán- ingin á safninu má ekki raskast við flutningana, en þar ætlum við að fá björgunarsveitina hér í Bisk- upstungum okkur til aðstoðar. Í biskupshúsinu þarf svo að ganga tryggilega frá öllu, en á núverandi stað hefur alltaf verið hætta á rakaskemmdum og slíku. En stóra málið og okkar framtíðarsýn – sem nú er til umræðu – er að styrkja Skálholtsstað og gera safnið og söguna aðgengilegri en verið hef- ur.“  Einstakt bókasafn í Skálholti brátt að- gengilegt  Bak við luktar dyr frá 1967 Skálholt Bækurnar fara úr kirkjunni í vígslubiskupshúsið sem hér sést. Kjörgripir Margt fágæti má finna í safninu. Skírnir Garðarsson staðar- prestur í Skálholti sýndi blaðamanni bækurnar nú í vikunni. Kristján Björnsson Morgunblaðið/Sigurður Bogi Safnið verður senn flutt úr turninum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.