Morgunblaðið - 18.05.2019, Side 26
26 FRÉTTIRErlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 18. MAÍ 2019
Askalind 4 | Kópavogi | Sími 564 1864 | vetrarsol.is
Einstök gæði frá
40 ár
á Íslandi
Sterkir og
notendavænir
sláttutraktorar
S. 896 8767
www.egfasteignamiðlun.is
36,9 millj.
sunnudag milli kl. 13 og 13:30.
einar@egfasteignamidlun.is
Björt og falleg 2ja herbergja íbúð á 1. hæð í þessu vinsæla fjölbýlishúsi fyrir
63 ára og eldri á góðum stað miðsvæðis í Reykjavík. Húsið er sambyggt
félagsmiðstöð á vegum Reykjavíkurborgar og þangað er hægt að sækja
félagsstarfsemi og afþreyingu af ýmsu tagi.
HÆÐARGARÐUR 33
Sóltún 20
OPIÐ HÚS
Traust og ábyrg fasteignamiðlun í 24 ár
miðstöð slíkra dúfnakeppna í heim-
inum.
Og fæstar komu þær aftur
Mary Grace San Jose, 38 ára
dúfnaræktandi og fjármálakona frá
Manila, segir að margar ástæður
séu fyrir því að bréfdúfnakeppnir
njóti mikilla vinsælda á Filipps-
eyjum. Ein þeirra sé að allir geti
tekið þátt í þeim.
Manila. AFP. | Keppnin er 600 kíló-
metra löng þrekraun og keppend-
urnir þurfa að þola steikjandi hita
og mikið mótviðri yfir opnu hafi,
auk þess sem þeir standa frammi
fyrir hættulegum afræningjum og
mönnum sem eru staðráðnir í að
stela þeim. Aðeins einn af hverjum
tíu þeirra lifa keppnina af.
Þetta er MacArthur-keppnin –
lengsta kappflug bréfdúfna á Fil-
ippseyjum. Hún er mikil eldraun
fyrir keppnisfuglana og eigendur
þeirra segjast vera „að deyja úr
spenningi“ þegar dúfurnar þreyta
langflugið.
„Hér eru mjög margir ránfuglar
og veiðimenn sem skjóta fuglana,
miðað við Evrópu og Bandaríkin,“
sagði Jaime Lee, 68 ára viðskipta-
jöfur og einn af þekktustu bréf-
dúfnaræktendum Filippseyja.
„Veiðinet eru sett upp í fjöllunum
til að hremma fuglana. Það er mik-
ið vandamál nú til dags.“
Lee segir að dæmi séu um að
braskarar kaupi keppnisdúfu fyrir
jafnvirði 2.000 króna og selji hana
síðan á hundruð þúsunda eða millj-
ónir króna. Keppnisdúfur hafi
hækkað mjög í verði vegna mikilla
vinsælda slíkra keppna á Filipps-
eyjum. Í landinu eru að minnsta
kosti 300 bréfdúfnafélög, með þús-
undir félaga. Þetta áhugamál nýtur
einnig vaxandi vinsælda í öðrum
Asíulöndum, einkum Indlandi,
Taívan og Kína.
Borgaði 170 milljónir
fyrir dúfuna
Hæsta verð sem greitt hefur ver-
ið fyrir keppnisdúfu er 1,4 milljónir
bandaríkjadala, jafnvirði rúmra
170 milljóna króna. Kínverskur
dúfnaáhugamaður greiddi það á
uppboði í mars síðastliðnum þegar
besta langflugsbréfdúfa allra tíma í
Belgíu var boðin upp. Fyrsta lang-
flugskeppni bréfdúfna fór fram í
Belgíu árið 1818, að því að fram
kemur í alfræðibókinni Encyclo-
pedia Britannica. Margir dúfna-
áhugamenn líta enn á landið sem
Eddie Noble, starfsmaður félags
bréfdúfnaræktenda í Manila, viður-
kennir að vonin um skjótan gróða
laði marga að þessu áhugamáli.
„Það lítur ekki vel út en tækifærið
sem gefst til veðmála er hluti af
þessu,“ sagði hann. Hann bætti þó
við að ein af helstu ástæðunum fyr-
ir vinsældum keppnanna væri að
margir dúfnaáhugamannanna væru
heillaðir af ratvísi keppnisfuglanna.
Nelson Chua, sem stjórnar Mac-
Arthur-keppninni, segir að í mesta
lagi 10% fuglanna, komist á leiðar-
enda. Talið sé að 50-70% fuglanna
séu veidd í net, skotin eða verði
ránfuglum að bráð. Margir
fuglanna drepist vegna örmögn-
unar eða slæms veðurs – steikjandi
hita eða jafnvel fárviðris á leið
keppninnar sem tekur að minnsta
kosti tíu klukkustundir.
MacArthur
LEYTE
Erfiðasta kappflug bréfdúfna í landinu
MacArthur-keppnin
600 km
Kappflug bréfdúfna í heiminum
100 km
MANILA
Dúfnakynin, sem ræktuð eru til kapp-
flugs, eru komin af bjargdúfum
Hver dúfa keppir að meðaltali í
þrjú til fjögur ár
Dúfurnar fljúga
í a.m.k. tíu
klukkustundir í
steikjandi hita
Aðeins um 10%
fuglanna komast á
leiðarenda
Helstu hindranir:
Hæfustu fuglarnir fljúga rúmlega
1.000 km í langflugskeppnum
Hæsta verð sem greitt hefur verið
fyrir keppnisdúfu: Jafnvirði 170
milljóna króna
Meðalhraði keppnisfuglanna:
80-120 km/klst
Talið er að rekja megi íþróttina til
ársins 220 e. Kr. en hún varð vinsæl
í Evrópu snemma á öldinni sem leið
Kappflug bréfdúfna á Filippseyjum
Heimildir: AFP/Oli SCarff/RPRA/pigeonracinguk.co.uk
Kort: maps4news.com
Net sem dúfnaþjófar
setja upp
A.m.k. 300 bréf-
dúfnafélög eru
í landinu,
með þúsundir
félaga
Veiðimenn
Ránfuglar
Örmögnun
Aðeins 10% lifa
kappflugið af
Bréfdúfnakeppnir vinsælar í Asíu
Bogi Þór Arason
bogi@mbl.is
Marta Lovísa Noregsprinsessa hef-
ur verið hvött til að afsala sér prins-
essutitlinum vegna þess að hún hef-
ur notað hann til að markaðssetja
fyrirtæki sitt og auglýsa fyrirlestra
sína með nýjum unnusta sínum, Du-
rek Verrett, sem hefur lýst sér sem
„seiðmanni“.
Marta Lovísa er eldra barn Har-
alds 5. konungs og Sonju drottn-
ingar og fjórða í erfðaröð norsku
krúnunnar, á eftir Hákoni bróður
sínum og börnum hans. Hún giftist
norska rithöfundinum Ari Behn ár-
ið 2002 en þau fengu lögskilnað
2017. Hún kynnti nýja unnustann
sinn á samfélagsmiðlum á sunnu-
daginn var og seinna var greint frá
því að þau hygðust fara saman í
fyrirlestraferð undir yfirskriftinni
„Prinsessan og seiðmaðurinn“.
Fyrsti fyrirlesturinn verður haldinn
í Kaupmannahöfn á morgun, sunnu-
dag, að sögn fréttavefjar Aften-
posten. Fyrirlestrarnir verða haldn-
ir á vegum einkafyrirtækis
prinsessunnar, Prinsesse Märtha
Louise Kulturformidling. Dag-
bladet hefur eftir framkvæmda-
stjóra prinsessunnar að hún hyggist
stofna nýtt hlutafélag innan
skamms.
Norska blaðið Fædrelandsvennen
sagði í forystugrein í fyrradag að
Marta Lovísa þyrfti að afsala sér
prinsessutitlinum vegna þess að
ekki væri við hæfi að hún notaði
hann til að markaðssetja fyrirtæki
sitt. Blaðið sagði að prinsessan gæti
valið sér unnusta að vild og hefði
skoðanafrelsi en hún og unnusti
hennar gætu ekki notað titil hennar
í viðskiptatilgangi.
Umdeildur heilari
Marta Lovísa sagði í sjónvarps-
viðtali í fyrradag að hún hefði ekki
íhugað að afsala sér titlinum. „Ég
er í konungsfjölskyldunni og verð
það áfram,“ sagði hún.
Fjölmiðlafulltrúi konungsfjöl-
skyldunnar sagði að hún fylgdist
með umræðunni um málið og hygð-
ist ræða við prinsessuna um mark-
aðssetningu fyrirtækis hennar, að
sögn Aftenposten.
Unnustinn kallar sig Shaman Du-
rek, eða Seiðmanninn Durek, og
hann lýsir sér sem „andlegum leið-
beinanda og hæfileikaríkum
heilara“ á vefsíðu sinni. Hann kom
hingað til lands árið 2015 til að
halda námskeið og bjóða upp á
einkatíma. Fram kom í Morgun-
blaðinu á þeim tíma að hann liti á
sig sem „miðlara milli efnisheims og
andaheims“.
Heilunarstarfsemi seiðmannsins
hefur verið mjög umdeild. Formað-
ur Hvítblæðisfélagsins í Noregi var-
aði nýlega við „viðvaningslegum
ummælum“ hans og skírskotaði
einkum til staðhæfinga hans um að
sjúkdómurinn stafaði af ójafnvægi í
beinunum. Ennfremur hafa samtök
norskra flogaveikissjúklinga varað
þá við honum.
Marta Lovísa afsalaði sér titlinum
„konungleg hátign“ og lífeyri frá
konungshöllinni árið 2002 og sagð-
ist þá vilja frelsi til að sinna áhuga-
málum sínum. Hún rak lengi engla-
skóla ásamt samstarfskonu sinni,
Elisabeth Nordeng, og þær skrifuðu
tvær bækur til að hjálpa fólki að
komast í samband við engla. Sam-
starfi þeirra lauk í fyrrahaust.
AFP
Prinsessan og seiðmaðurinn Marta Lovísa Noregsprinsessa og nýr unn-
usti hennar, bandaríski heilarinn Durek Verrett, í Ósló í fyrradag.
Hvött til að afsala sér prinsessutitlinum
Marta Lovísa Noregsprinsessa notaði titilinn til að kynna fyrirtæki sitt og auglýsa fyrirlestra sína
og unnusta síns, seiðmannsins Dureks Unnustinn bauð upp á námskeið og einkatíma á Íslandi
Viðræðum Ther-
esu May, for-
sætisráðherra
Bretlands, og
Jeremys Cor-
byns, leiðtoga
Verkamanna-
flokksins, var
slitið í gær án
samkomulags um
útgöngu landsins
úr Evrópusambandinu. Corbyn
sagði viðræðurnar hafa farið út um
þúfur vegna „vaxandi veikleika og
óstöðugleika stjórnarinnar“. May
sagði ágreining innan Verka-
mannaflokksins um hvort efna ætti
til nýrrar þjóðaratkvæðagreiðslu
um brexit hafa torveldað viðræð-
urnar. May hefur lofað að láta af
embættinu eftir atkvæðagreiðslu á
þinginu um brexitsamninginn við
ESB í vikunni sem hefst 3. júní.
BRETLAND
Viðræðum við
Corbyn slitið
Theresa May