Morgunblaðið - 18.05.2019, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 18.05.2019, Blaðsíða 28
28 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 18. MAÍ 2019 Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/ Athyglisverðstaða erkomin upp í orkumálum á meg- inlandi Evrópu. Eins og fram kem- ur í fréttaskýring- unni hér til hliðar höfðaði framkvæmdastjórn Evrópusambandsins fyrir rúmum tveimur mánuðum mál gegn Austurríki, Frakklandi, Þýskalandi, Póllandi, Portú- gal, Svíþjóð, Bretlandi og Ítal- íu fyrir að hafa ekki farið í opin útboð á nýtingarrétti vatns- falla. Lítur framkvæmda- stjórnin á þetta sem samnings- brot á þjónustutilskipun á Evrópska efnahagssvæðinu frá árinu 2006 og reglugerð um opinber innkaup frá 2014. Hafa gerðirnar báðar verið innleiddar á Íslandi, en eins og fram kemur í fréttaskýring- unni er ekki ljóst með hvaða hætti nýtingarsamningar verði gerðir hér og óljóst sé hvernig komist verði hjá því að þeir verði boðnir út. Hér tekur Evrópusam- bandið sér vald til þess að hlutast til um rekstrarform á nýtingu auðlinda og svo virðist sem afleiðingarnar af innleið- ingu þessara gerða hafi ekki blasað fullkomlega við aðild- arríkjunum. Það er eitt að setja reglur um það hvernig viðskipti fara fram og draga úr hindrunum. Annað er að nota Evrópusam- bandið til þess að þrýsta á um ákveðið rekstrarform, hvort rekstur sé á hendi hins opinbera eða einkafyrirtækja. Í lýðræðisríki er það kjósenda að ákveða hvaða öfl- um þeir koma til valda, hvort þeir kjósa talsmenn einkaframtaks eða ríkisafskipta, og hinn póli- tíski pendúll á það til að sveifl- ast. Það er ekki hlutverk Evr- ópusambandsins að binda hendur aðildarríkjanna. Þetta á ekki síst við bæði þegar kemur að nýtingu auð- linda og aðgangi að þeim og greinum þar sem ríkir fá- keppni ef ekki einokun og lög- mál frjálsrar samkeppni ná síður til. Þess utan eru að- stæður ólíkar frá einu landi til annars. Niðurstöðu í málum sem þessum á ekki að knýja fram utan frá. Þessi vinkill á áðurnefndum gerðum var fyrirferðarlítill á ratsjá umræðunnar þegar þær voru teknar upp hér á landi. Hins vegar hefði verið full ástæða til að brjóta hann til mergjar líkt og nú er reynt að gera við þriðja orkupakkann við lítinn fögnuð stuðnings- manna hans. Málsókn framkvæmda- stjórnar ESB á hendur átta að- ildarríkjum (einu reyndar á út- leið) er enn eitt dæmið um það hvað sambandið er komið langt frá því upprunalega fyrirheiti stofnenda þess að hlutast ekki til um það sem hægt er að leiða til lykta heima í héraði. ESB dregur átta að- ildarríki fyrir dóm fyrir að brjóta reglur um útboð nýtingar á orku} Orkunýting boðin út? Ímyndarsmíð ersnar þáttur í samskiptum á okkar tímum. Í slíkum æfingum getur verið betra að innistæða sé fyrir ímyndinni. Þessa dagana siglir Reykja- vík undir gunnfána orðsins athafnaborgin. Sigurður Hannesson, framkvæmda- stjóri Samtaka iðnaðarins, skrifaði í gær grein í Morg- unblaðið undir fyrirsögninni „Athafnaborgin standi undir nafni“. Þar segir hann að borgar- skipulag þar sem iðnaður, verslun og þjónusta þrífist í bland við íbúabyggð tryggi blómlegt samfélag og fagnar því að stjórnendur borgar- innar skuli nú kynna Reykja- vík sem athafnaborg. Hann bendir jafnframt á að það geri „þeim sem reka at- vinnustarfsemi erfitt fyrir í mörgu tilliti“. Tínir hann þar til að fasteignaskattar á fyrir- tæki hafi hækkað hratt síðustu ár og nemi hækkunin 45% umfram verð- lagsþróun á ár- unum frá 2011. Reykjavík nýti sér lögbundið hámark álagningar á meðan dæmi séu um önnur sveitarfélög, sem hafi lækkað hlutfallið um allt að þriðjung. Lítið hafi verið um sam- gönguframkvæmdir innan borgarinnar þrátt fyrir stór- aukna umferð. Fyrir vikið sé fólk 45% lengur að fara í og úr vinnu frá úthverfum að miðju en fyrir nokkrum árum. Þetta komi beint niður á framleiðni og verðmæta- sköpun. Hann bendir einnig á galla þess að ýta atvinnustarfsemi út í jaðar borgarinnar. Ráðamenn í borginni gerðu rétt í að taka þessar athuga- semdir til greina vilji þeir ekki að ímyndarorðið athafna- borgin hljómi eins og háðs- glósa í eyrum almennings. Athafnaborgin er áferðarfallegt orð, en er innistæða fyrir því?} Ímynd og veruleiki E itt mikilvægasta skref sem stigið hefur verið í þeim tilgangi að hjálpa ungu fólki að eignast hús- næði sem og að létta undir með fólki er að veita almenningi kost á því að nýta séreignarsparnað sinn skatt- frjálst til þess að lækka höfuðstól húsnæðis- lána og fyrir fyrstu kaupendur til að nýta í út- borgun. Þessar leiðir tóku gildi árin 2014 og 2017, eftir að Sjálfstæðisflokkurinn hafði sett þetta á dagskrá á landsfundi flokksins árið 2013 undir forystu Bjarna Benediktssonar, for- manns Sjálfstæðisflokksins og fjármálaráð- herra. Heimildin fyrir fyrstu kaupendur til að nýta séreignarsparnaðinn í útborgun hefur verið framlengd til frambúðar. Heimildin til að greiða niður húsnæðislán, sem upphaflega náði til ársins 2017, var framlengd til ársins 2019 og mun því renna út í lok júní nk. Nú hefur Bjarni Bene- diktsson þó lagt fram frumvarp á Alþingi þar sem heim- ildin til að nýta séreignarsparnað inn á húsnæðislán er framlengd um tvö ár, eða fram á mitt ár 2021. Framlengingin er liður í aðkomu ríkisins að nýlegum lífskjarasamningum aðila vinnumarkaðarins. Þó ber að geta þess að það hafði verið nokkuð um það rætt að fram- lengja þessa heimild engu að síður þar sem ljóst er að hún nýtist almenningi vel. Árangurinn talar sínu máli. Frá árinu 2014 hafa heim- ilin í landinu nýtt um 56 milljarða króna skattfrjálst til að greiða hraðar niður húsnæðislán sín. Hér er um að ræða samanlögð framlög einstaklinga sjálfra og mótframlög launagreiðenda. Að jafnaði var ið- gjöldum ráðstafað inn á lán um 23 þúsund ein- staklinga í hverjum mánuði á síðasta ári. Ef horft er aftur til ársins 2014 er um að ræða mun fleiri einstaklinga samtals, en á þeim tíma sem liðinn er hafa margir gert upp lán sín og um leið létt almenna greiðslubyrði heimilisins. Stór hluti af því unga fólki sem er að koma sér upp húsnæði er í þeirri stöðu að eiga lítið eigið fé og hefur jafnvel nýlokið námi, en er þó komið út á vinnumarkaðinn og á þess kost að hafa reglulegar tekjur. Það að leyfa fólki að nýta séreignarsparnaðinn sinn skattfrjálst með þessum hætti er mikið framfaraskref. Þessi lausn snýr að frelsi fólks að ráðstafa sín- um eigin sparnaði og eignast sitt eigið hús- næði. Með þessu móti koma stjórnmálamenn meðal annars til móts við ungt fólk í þeim til- gangi að gera þeim kleift að eignast húsnæði. Fyrir flesta er fjárfesting í eigin húsnæði stærsta fjár- festingin í lífinu. Það er mikill hagur í því fyrir samfélagið að sem flestir eigi þess kost að eignast sitt eigið húsnæði og öðlast þannig fjárhagslegt sjálfstæði og öryggi. Það er því til mikils unnið þegar hægt er að bjóða upp á skatt- frjálsar leiðir eins og þessa. Við þurfum að hugsa í lausn- um sem gagnast almenningi og hér er gott dæmi um slíka lausn. Áslaug Arna Sigurbjörns- dóttir Pistill Lausn sem virkar Höfundur er formaður utanríkismálanefndar og ritari Sjálfstæðisflokksins. aslaugs@althingi.is STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Ritstjóri: Davíð Oddsson Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal Ritstjóri og framkvæmdastjóri: Haraldur Johannessen BAKSVIÐ Gunnlaugur Snær Ólafsson gso@mbl.is Nýtt nýtingarform vatns-falla í eigu ríkis og sveit-arfélaga til raforku-framleiðslu getur haft í för með sér að þar til gerðir nýting- arsamningar fari í útboð þegar samningstíma lýkur. Þetta stað- festir Guðni A. Jóhannesson orku- málastjóri. Hafa slíkir samningar þegar verið gerðir við einkarekin fé- lög, en samningarnir munu í fram- tíðinni einnig vera gerðir um nýt- ingarrétt opinberra raforkufélaga. Árið 2016 barst íslenskum stjórnvöldum tilkynning frá Eftir- litsstofnun EFTA, ESA, um að þeim bæri að setja lög sem krefjast þess að greitt sé markaðsverð fyrir nýtingarrétt á náttúruauðlinda í al- mannaeigu með það fyrir augum að framleiða rafmagn. Var jafnframt kveðið á um að allir gildandi samn- ingar yrðu endurskoðaðir þannig að það sem eftir væri af samningstíma yrðu raforkufyrirtæki að greiða fyr- ir nýtingarréttinn. Sama ár var skipaður starfshópur fjögurra ráðu- neyta til þess að bregðast við fyrir- mælum ESA og starfar hann enn. Útboð að skyldu Reglur Evrópusambandsins um nýtingarrétt voru til þess gerð- ar að tryggja að sanngjarnt verð fengist fyrir nýtingu náttúru- auðlindanna og var slíkt nýtingar- samningsform tekið upp innan sam- bandsins fyrir nokkru. Þegar nýtingarsamningarir runnu sitt skeið varð þó deila milli fleiri aðild- arríkja og framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins um hvernig bæri að endurnýja umrædda samn- inga og tilkynnti framkvæmda- stjórnin þann 7. mars síðastliðinn að hún hefði höfðað samningsbrotamál gegn Austurríki, Frakklandi, Þýskalandi, Póllandi, Portúgal, Sví- þjóð, Bretlandi og Ítalíu fyrir að hafa ekki farið í opin útboð á nýting- arrétti vatnsfalla og tilheyrandi vatnsaflsvirkjunum. Í síðasta mánuði boðuðu verka- lýðsfélög í Frakklandi til verkfallla við vatnsaflsvirkjanir í eigu ríkis- orkufyrirtæksins EDF í þeim til- gangi að mótmæla málshöfðun framkvæmdastjórnarinnar þar sem félögin telja að verið sé að einka- væða nýtingarrétt vatnsfalla, sem í dag eru að mestu nýttar af EDF. Sömu reglur á Íslandi Samningsbrotamálið sem fram- kvæmdastjórn Evrópusambandsins hefur höfðað byggist á þjónustu- tilskipuninni frá 2006 annars vegar og reglugerð um opinber innkaup frá 2014 hins vegar. Þessar gerðir hafa verið innleiddar í löggjöf hér á landi, sú fyrri árið 2011 og sú síðari haustið 2016. Leiða má því líkur að því að gild- andi samningar um nýtingu vatnsafls við opinber fyrirtæki á borð við Landsvirkjun og Orkuveitu Reykja- víkur verði boðnir út þegar samn- ingstími þeirra rennur út. Jafnframt mun þurfa að endurskoða samn- ingana með það fyrir augum að fyrir- tækin greiði þar til gerð gjöld eftir atvikum til ríkis eða sveitarfélaga. Birt voru á samráðsgátt stjórn- valda á föstudag drög forsætisráðu- neytisins að stjórnarskrárákvæði um auðlindir náttúru Íslands. Fyrsta grein draganna segir meðal annars að „veiting heimilda til nýtingar á náttúruauðlindum og landsréttindum sem eru í þjóðareign eða eigu ís- lenska ríkisins skal grundvallast á lögum og gæta skal jafnræðis og gagnsæis. Með lögum skal kveða á um gjaldtöku fyrir heimildir til nýt- ingar í ábataskyni“. Þá segir í grein- argerð að slík gjaldtaka geti meðal annars farið fram með nýtingar- samningum og er vísað til nýlega samninga ríkisins um nýtingarheim- ildir vatnsafls. Óuppgert Að því er Morgunblaðið kemst næst er óuppgert með hvaða hætti nýtingarsamningar verða gerðir, en ekki verður hjá því komist að slíkir nýtingarsamningar muni einnig þurfa að vera gerðir við opinber fyrirtæki sem nýta fallvötn í eigu ríkis og sveitarfélaga. Þá er óljóst hvernig sé hægt að komast hjá því að þeir nýtingarsamningar verði boðnir út þegar samningstíma lýkur án þess að skerða til muna aðkomu einkaaðila að rafmagnsframleiðslu, auk þess er ekki er vitað hvort starfshópurinn sé yfir höfuð að vinna markvisst að slíku markmiði. Meðal þeirra lausna sem eru til skoðunar er svokallað opið valferli sem felur í sér þrengri skilyrði en í almennu útboði. Þar sem vinna starfshópsins stendur enn yfir er ekki vitað hvaða tillögur munu koma frá honum í þessum efnum. Jafnframt er óvíst hvaða tillögur ríkisstjórnin mun leggja fram þegar vinnu starfshóps- ins lýkur. EES-reglur kalla á útboð nýtingarréttar Morgunblaðið/RAX Vatnsafl Starfshópur hefur unnið í þrjú ár til þess að bregðast við skipun ESA um breytt fyrirkomulag samninga um nýtingarheimildir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.