Morgunblaðið - 18.05.2019, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 18.05.2019, Blaðsíða 29
29 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 18. MAÍ 2019 Það hefur verið sorglegt að fylgjast með athafnasemi Alþingis að undanförnu við að rýmka heimildir til fóst- ureyðinga. Nú skal barns- hafandi móðir geta án sér- stakra skilyrða mælt fyrir um eyðingu fósturs síns til loka 22. viku meðgöngu. Með þessu eru Íslendingar komnir lengra fram í líf- tíma fóstursins með þessi mörk, heldur en nær allar aðrar þjóðir í kringum okkur. Sú var tíðin þegar rætt var um fóstureyð- ingar að margir töldu að líf barns kviknaði við getnaðinn. Eftir það ætti sér einungis stað vöxtur á líkama og þroska. Voru þá margir þeirrar skoðunar að ekki skyldi leyfa fóstureyðingar nema við alveg sérstakar að- stæður, svo sem ef ofbeldisverk hefði leitt til þungunar eða móður og barni væri alvarleg hætta búin af meðgöngu. Svona tal- ar enginn lengur. Persónulegt frelsi barnshafandi konu er ekki talið leyfa það. Það á þannig að falla undir persónulegt frelsi að fá án skilyrða að deyða líf sem kviknað hefur ef óskir móður falla í þá átt. Þrátt fyrir þetta voru óheftar heimildir til að eyða fóstri fyrir breytinguna miðaðar við miklu skemmri líftíma þess en nú er orð- ið, þar sem kvenfrelsisbaráttan, eins og þetta er kallað, hélt áfram. Í stjórnarskrá okkar er veitt sér- stök vernd fyrir mannslíf. Þannig segir í 2. mgr. 69. gr. hennar að í lögum megi aldrei mæla fyrir um dauðarefs- ingu. Spurning er hvenær líf manneskj- unnar kvikni og öðlist þannig vernd, m.a. þá sem þarna er kveðið á um? Mætti í lögum mæla fyrir um dauðarefsingu fósturs sem talið væri ógna lífi móður sinnar ef svo stæði á að hún vildi ekki deyða fóstrið? Dæmið er sjálfsagt ekki raunhæft en er samt þess eðlis að vert er að leita fræðilegs svars við þessu. Það ætti að vera til þess fallið að auka skilning okkar á málefninu. Hvort er verra? Menn geta spurt sig hvort þeim þyki verra að beita dauðarefsingum á hættuleg- ustu stórglæpamenn eða svipta saklaus börn lífi sem hafið hafa lífshlaupið, þó að ekki hafi ennþá séð dagsljós. Þó að ég sé sjálfur andvígur dauðarefsingum ætti ég ekki í neinum vandræðum með að svara þessu fyr- ir mig. Í 21. gr. erfðalaga er svo að finna svofellt ákvæði: „Barn, sem getið er, áður en arfleif- andi fellur frá, tekur arf eftir hann, ef það fæðist lifandi.“ Hér er ljóst að ófætt barn getur átt réttindi, þó að þau séu bundin því skilyrði að barnið fæðist lifandi. Í ljós hefur komið að til er fólk sem telur að leyfa eigi fóstureyðingu (miklu?) lengur fram á líftíma fósturs en nú var ákveðið. Sjálfur forsætisráðherra þjóðarinnar hefur látið hafa eftir sér að hún styðji slík sjón- armið. Kannski hún vilji leyfa eyðingu á fóstri alveg fram að fæðingu, eins og sést hefur að sumt fólk virðist vilja? Hvers vegna að stoppa þar? Fyrr á tíð brugðust konur við vandamálum sem þær stóðu frammi fyrir vegna barnsfæðinga með því að bera börnin út eftir fæðingu þeirra. Eng- inn þarf að efast um erfið lífsskilyrði þeirra kvenna sem til slíkra ráða gripu. Vilja ein- hverjir taka upp sambærilega hætti nú? Til dæmis forsætisráðherrann? Nú til dags vita menn hvernig börn verða til. Er ekki bara ráðlegt að þær konur, sem ekki vilja eignast börn, beiti sjálfsákvörð- unarrétti sínum þannig að ekki sé hætta á að þær verði barnshafandi? Ég bara spyr. Eftir Jón Steinar Gunnlaugsson »Kannski hún vilji leyfa eyð-ingu á fóstri alveg fram að fæðingu, eins og sést hefur að sumt fólk virðist vilja? Hvers vegna að stoppa þar? Jón Steinar Gunnlaugsson Höfundur er lögmaður. Hvenær kviknar líf? Sameining og samstaða er yfirleitt talin til bóta. Slagorðið „sameinaðir stöndum vér, sundraðir föllum vér“ tengjum við ósjálfrátt sögu Bandaríkj- anna og Evrópu, hinna vest- rænu lýðræðisríkja. Samstaðan styrkir lönd heillar álfu og sam- einingarkrafturinn er ótvíræður. Það má segja um samstöðuna líkt og um trúna, að hún getur flutt fjöll. Sameining og samruni stofn- ana og fyrirtækja verður oftar en ekki til þess að styrkja þau. Það hefur trúlega verið í þeim anda sem ríkisstjórn Íslands og Al- þingi ákváðu að ráðast í sameiningu sýslu- mannsembætta í landinu árið 2015. Átti ekki örugglega að bæta þjónustuna við almenning, efla embættin og styrkja? Og var það ekki meginmarkmið laganna að „sýslumannsembættin verði miðstöðvar stjórnsýslu ríkisins í héraði“? Raunin hefur orðið allt önnur. Sýslumenn standa frammi fyrir ófremdarástandi og horfa nú hver á annan með undrunarsvip og spyrja: Er það niðurstaðan að sameinaðir föllum vér? Sameiningunum áttu að fylgja nægilegar fjárveitingar til af- greiðslu ótal málategunda, betri þjónustu, aukinnar tæknivæð- ingar, fleiri verkefna, rafrænnar stjórnsýslu og yfirleitt alls kyns umbætur því sameining er jú af hinu góða. Sameinuð stöndum vér. Komið hefur á daginn að ný sameinuð sýslumannsembætti eru stórlega vanfjármögnuð þrátt fyrir að litlar sem engar breytingar hafi orðið á verk- efnum þeirra. Þetta hefur óhjá- kvæmilega leitt til skertrar þjónustu, styttingar afgreiðslutíma, lengri málsmeðferðartíma og uppsagna starfsfólks. Þjónustan við almenning hefur versnað og starfsfólk sýslumannsembættanna veit varla í hvorn fótinn það á að stíga. Botninum virðist náð. Í nýlegri úttekt Ríkisendurskoðunar á stöðu sýslumannsembættanna eftir samein- ingu kemur fram að ekki var nægilega vel staðið að fjárhagslegum undirbúningi breyt- inganna og innleiðing rafrænnar stjórnsýslu hafi verið hæg. Þá var embættunum gert að taka á sig hluta af halla eldri embætta fyrri ára og „vinna hann niður“. Það hefur hins vegar reynst ógerlegt og hallarekstur sýslu- mannsembættanna er viðvarandi. Í áliti meirihluta stjórnskipunar- og eft- irlitsnefndar Alþingis um skýrslu Ríkisend- urskoðunar segir að skilgreina þurfi þau verkefni sem embætti sýslumanna eigi að sinna og hvaða þjónustu eigi að veita borg- urunum, þjónustu sem í mörgum tilvikum muni ávallt krefjast nálægðar við borgar- ana. Einnig að fjármögnun embættanna þurfi að standa undir þessum verkefnum. Að sjálfsögðu hefði fullnægjandi undir- búningsvinna átt að vera frumskilyrði fyrir sameiningu og forsvaranlegar áætlanir um fjármögnun hefðu skilyrðislaust átt að liggja fyrir áður en haldið var af stað í þessa vegferð. Þá verður að gera þá kröfu að opinber starfsemi sé fjármögnuð m.t.t. núverandi útgjaldaþarfar en ekki óvissu um þróun og framtíðarrafvæðingu verkefna. Hvers eiga sýslumenn að gjalda? Stað- reyndir málsins eru þessar: Beinar upp- sagnir starfsfólks vegna rekstrarvanda, frestun nýráðninga við starfslok, þjón- ustuskerðing, styttri afgreiðslutími og al- mennt fjársvelti. Og nær engin ný verkefni hafa verið vistuð hjá embættunum eins að var stefnt. Tímabært er að stjórnvöld opni augun og láti hendur standa fram úr ermum. Klára þarf sameiningu sýslumannsembættanna með viðeigandi fjárhagslegri endur- skipulagningu, ítarlegri skilgreiningu á verkefnum og nauðsynlegum fjárveitingum til innleiðingar rafrænnar stjórnsýslu og annarra brýnna verkefna. Jafnframt að nýta þá fjárfestingu sem liggur í embætt- unum og það traust sem landsmenn bera til þeirra. Meira en helmingur landsmanna nýtur þjónustu embættanna ár hvert. Vel má vera að rafræn stjórnsýsla hljómi eins og einhver töfralausn árið 2019 en það vita þeir sem reynt hafa að hún krefst fjár- magns, vilja og frumkvæðis. Tökum höndum saman og klárum málið því sameinuð stöndum vér, sundruð föllum vér! Eftir Ásthildi Sturludóttur » Sýslumannsembættin búa við fjársvelti eftir samein- ingu þeirra. Átti ekki örugg- lega að styrkja embættin heima í héraði? Raunin hefur orðið allt önnur. Ásthildur Sturludóttir Höfundur er bæjarstjóri á Akureyri. asthildur@akureyri.is Sameinaðir föllum vér? Íslendingar hafa í gegnum ald- irnar verið víðförlir, sótt sér menntun og leitað sóknarfæra víða. Dæmi um íslenska mennta- og listamenn sem öfluðu sér þekkingar erlendis eru Snorri Sturluson sem á 13. öld fór til Noregs og Svíþjóðar, Einar Jónsson myndhöggvari sem á 19. og 20. öldinni dvaldi í Kaup- mannahöfn, Róm, Berlín og Am- eríku og Gerður Helgadóttir, einnig myndhöggvari, sem nam við skóla í Flórens og París. Það er jákvætt hversu margir velja að læra erlendis. Við eigum að hvetja ungt fólk til að afla sér þekkingar sem víðast og skapa því viðeigandi umgjörð sem gerir því það kleift. Í störfum mínum sem mennta- og menningarmálaráðherra legg ég mikla áherslu á að styrkja íslenskt menntakerfi, til dæmis með því að bæta starfsumhverfi kenn- ara, en ekki síður að við horfum út í heim og ræktum góð samskipti við aðrar þjóðir á sviði mennta-, vísinda- og menningarmála. Und- anfarið hafa náðst ánægjulegir áfangar á þeirri vegferð sem fjölga tækifærum okkar erlendis. Merkur áfangi í samskiptum við Kína Í vikunni var í fyrsta sinn skrifað undir samning við Kína um aukið samstarf í menntamálum. Samningurinn markar tíma- mót fyrir bæði íslenska og kínverska náms- menn en hann stuðlar að gagnkvæmri við- urkenningu á námi milli landanna og eykur samstarf á háskólastiginu. Kína hefur gert hliðstæða samninga við rúmlega 50 önnur ríki, þar á meðal við hin norrænu löndin. Rúmlega 30 kínverskir námsmenn stunda nú nám á Íslandi en um 30 Ís- lendingar stunda nám í Kína á ári hverju en íslenskir háskólar eiga þegar í margvíslegu sam- starfi við kínverska háskóla. Vægi utanríkisviðskipta í landsframleiðslu á Íslandi er umtalsvert, eins og hjá öðrum litlum opnum hagkerfum. Greiður aðgangur að erlendum mörkuðum er lykilatriði hvað varðar hagsæld og efnahagslegt öryggi til frambúðar. Mikilvægi Kína sem framtíð- arvaxtarmarkaðar í þessu samhengi er veru- legt. Margvísleg tækifæri felast í samskiptum við Kína og viðskipti milli landanna hafa auk- ist undanfarin ár. Þjónustuútflutningur til Kína hefur aukist um 201% en heildarþjón- ustuútflutningur Íslands um 46% frá árinu 2013. Ljóst er að fjölmörg tækifæri eru í samstarfi ríkjanna hvað varðar menntun, við- skipti, rannsóknir og nýsköpun. Vísinda- og rannsóknasamstarf við Jap- an Vilji er til þess að efla tengsl Íslands og Japans á sviði mennta- og vísindamála og var ákveðið á fund okkar Masahiko Shibayama, menntamálaráðherra Japans, nýverið að hefja vinnu við gerð rammasamkomulags um rannsókna- og vísindasamstarf íslenskra og japanskra háskóla. Að auki hafa löndin ákveðið að halda sameiginlega ráðherrafund vísindamálaráðherra um málefni norðurslóða árið 2020. Þess má geta að japanska er næst- vinsælasta erlenda tungumálið sem kennt er í Háskóla Íslands en japönskudeildin hefur verið starfrækt síðan árið 2003. Einnig er mikill áhugi á menningu og sögu Japans við Háskóla Íslands. Viðskipti við Japan hafa verið nokkuð stöð- ug en mikill áhugi er á vörum frá Íslandi. Þar má nefna sjávarútvegsafurðir, lambakjöt og snyrtivörur. Ljóst er að japanska hag- kerfið er öflugt með stóran heimamarkað, sem hægt er að efla enn frekar á komandi árum. Horft til Suður-Kóreu Ísland og Suður-Kórea munu auka sam- starf sitt í mennta-, vísinda- og þróunar- málum í framhaldi af fundi mínum með Kim Sang-Kon, menntamálaráðherra og varafor- sætisráðherra Suður-Kóreu, árið 2018. Af- rakstur þess fundar er í farvatninu en vinna við formlegt samkomulag milli ríkjanna um samvinnu í menntamálum er á lokametr- unum. Mun það meðal annars ná til kenn- aramenntunar og tungumálanáms ásamt því að löndin hvetji til frekari nemendaskipta og samvinnu milli háskóla. Suður-Kórea hefur getið sér gott orð fyrir þróttmikið og öflugt menntakerfi og hagkerfi landsins er eitt það þróaðasta í heimi. Aukum samstarf við Breta Við leggjum áherslu á að efla samstarf við Bretland á sviði mennta- og vísindamála óháð niðurstöðu Brexit. Á fundi með Chris Skid- more, ráðherra háskóla-, nýsköpunar- og vís- indamála Bretlands, nýverið ræddi ég mögu- leika á lækkun skólagjalda fyrir íslenska námsmenn í Bretlandi. Íslensk stjórnvöld leggja áherslu á að jafnræði ríki meðal landa á evrópska efnahagssvæðinu þegar kemur að skólagjöldum í breska háskóla eftir Brexit. Þetta myndi þýða mögulega lækkun á skóla- gjöldum fyrir íslenska námsmenn við breska háskóla en sem stendur greiða íslenskir nem- endur hærri skólagjöld við breska háskóla en námsmenn frá ríkjum Evrópusambandsins. Slíkt væri til þess fallið að auka tengsl land- anna enn frekar og skapa frekari hvata fyrir íslenska námsmenn til að líta til Bretlands. Jákvæð áhrif Íslenska menntakerfið á í umfangsmiklu samstarfi við fjölmörg ríki í Evrópu, Asíu, Norður-Ameríku og víðar. Okkur miðar vel áfram í að auka alþjóðlegt menntasamstarf og eru framangreind dæmi um aukið sam- starf við ein stærstu hagkerfi veraldar gott dæmi um slíkt. Ég er sannfærð um að ávinn- ingurinn fyrir íslenskt samfélag verði veru- legur og muni hafa jákvæð áhrif á lífskjör Ís- lands til framtíðar. Vöxtur í alþjóðlegu menntasamstarfi Eftir Lilju Dögg Alfreðsdóttur Lilja Dögg Alfreðsdóttir » Við eigum að hvetja ungt fólk til að afla sér þekk- ingar sem víðast og skapa því viðeigandi umgjörð sem gerir því það kleift. Höfundur er mennta- og menningar- málaráðherra.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.