Morgunblaðið - 18.05.2019, Síða 30
30 UMRÆÐAN
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 18. MAÍ 2019
GOTT & BLANDAÐ
í nammiskálina
Guðrún Kvaran hefur unnið gríðarlegt starf á sviði íslenskrafræða. Fjölmarga fróðleikspistla um málfarsleg efni hefurhún t.d. skrifað á Vísindavefinn (visindavefurinn.is). Í einumþeirra (Auðnæm er ill danska) ræðir hún áhrif dönsku á mál
okkar, sbr. öll dönsku tökuorðin sem snerta heimilishald, búsáhöld,
húsgögn o.s.frv.: gardínur, mublur, sóf(f)i, skammel, fægiskúffa,
skrúbbur, viskastykki.
Guðrún rifjar einnig upp ummæli nokkurra andans manna á liðinni
öld. Einn þeirra, dr. Guðmundur Finnbogason, sagði: „Útlendu orðin
eru hægindi hugsunarletinnar. Þau standa boðin og búin til að fylla í
eyðurnar þegar andinn dottar.“
Og Halldór Laxness hafði þetta að segja: „Fáum er hættara við
dönskuskotnu máli en þeim
Íslendingum, sem litla eða
enga dönsku kunna.“ Þetta á
enn við ef sett er „ensku“ í
stað „dönsku“.
Mér hefur orðið hugsað til
hinna fræðandi og vönduðu
pistla Guðrúnar Kvaran
undanfarna daga þegar
óvenjumikið hefur dunið á
okkur af svartagallsrausi á
vefmiðlum: nú sé íslenskan
endanlega á förum til fjand-
ans. Og sá fær flestar „dreif-
ingar“ og „lík“ sem hæst
hefur. Hvar er bar-
áttugleðin? Svar: Til dæmis
á Vísindavefnum hjá Guð-
rúnu Kvaran.
Kennarinn (órói kominn í
bekkinn enda vor í lofti):
Jæja, krakkar mínir, grein-
um í orðflokka: Hún kynnt-
ist tælandi mönnum í Tælandi.
Nemandi: Tælandi er auðvitað lýsingarorð og síðan nafnorð. Kanntu
annan?
Kennarinn: Já, þessi er erfiðari: Í Sturlungu (Íslendinga sögu Sturlu
Þórðarsonar) stendur, skömmu áður en sagt er frá Flugumýr-
arbrennu: „Margt rak líka upp.“ Í hvaða orðflokki lendir „líka“?
Nemandi: Líka er auðvitað atviksorð.
Kennarinn: Reyndar ekki. Þetta er nafnorð: margt líka (þ.e. mörg
lík) rak á land. „Líka“ er þarna í eignarfalli fleirtölu, sbr. t.d. margt
manna. Hér er lýst einu mesta sjóslysi Íslandssögunnar en aðeins í ör-
fáum línum. Á sjötta tug manna fórst þegar skip á leið til Noregs brotn-
aði við Flateyjardal haustið 1253. Ég ætla að segja ykkur nánar frá
þessu í næsta tíma, en tveir þeirra sem björguðust fóru mánuði seinna
með Eyjólfi ofsa og brenndu bæinn á Flugumýri. Þeir drukknuðu báðir
fimm árum síðar ásamt 48 öðrum „suður fyrir Mýrum“.
Kennarinn heldur áfram: Já, og loks örlítið um setningafræði og
bragfræði: Hver er gerandinn í 2. braglínu í þessum fallegu upphafs-
orðum ljóðsins Lestin brunar eftir Jón prófessor Helgason (við lesum
ljóðið í næsta tíma):
Lestin brunar, hraðar, hraðar,
húmið ljósrák sker,
bráðum ert þú einhvers staðar
óralangt frá mér.
Nemandi 1: Húmið er gerandinn, það sker ljósrákina.
Nemandi 2: Nei, nei, nei, það er ljósrákin sem sker húmið.
Kennarinn: Já, höfundurinn varð að breyta út af „sjálfgefinni orða-
röð“, færa frumlagið úr fyrsta sæti, og setja andlagið fremst (til að geta
látið það stuðla við h-in í hraðar). Rímsins vegna varð svo sögnin að
vera aftast.
Þegar andinn dottar
Tungutak
Baldur Hafstað
hafstad.baldur@gmail.com
Lýðræðisríki Vesturlanda hafa gengið í gegn-um mörg þróunarskeið, ef svo má að orðikomast, frá lokum heimsstyrjaldarinnarsíðari fyrir 74 árum. Styrjöldin snerist um
það að koma alræðisríki nazismans á kné en það var
bandalag lýðræðisríkja og annars alræðisríkis, Sov-
étríkjanna, sem leiddi til falls Þriðja ríkisins.
Í kjölfarið hófust átök á milli sigurvegaranna og
Sovétríkjanna, sem okkar megin frá var litið á, sem
átök á milli „frjálsra þjóða heims“ og einræðis sósíal-
ismans. Sú barátta stóð í um fjóra áratugi en endaði
með falli Sovétríkjanna, hálfri öld eftir upphaf heims-
styrjaldarinnar síðari. Það tók sem sagt hálfa öld að
sigrast á alræðisríkjunum í Evrópu.
Þetta var heilagt stríð. Í herbúðum lýðræðisríkj-
anna efuðust fáir um yfirburði lýðræðis gagnvart al-
ræði og það þjappaði fólki saman í þeim stjórn-
málaflokkum, sem börðust fyrir lýðræði. Á árum
kalda stríðsins, litu Sjálfstæðisflokkur, Framsókn-
arflokkur og Alþýðuflokkur á sig sem lýðræðisflokk-
ana í andstöðu við Sameiningarflokk alþýðu – Sósíal-
istaflokk, sem hafði gerzt
málsvari Sovétríkjanna hér og
kannski má segja að sú máls-
vörn hafi náð eins konar tákn-
rænu hámarki í Þjóðviljanum
við lát Stalíns.
Í sigurvímu síðasta áratugar
20. aldarinnar missti kapítalisminn tökin á sjálfum
sér, þegar til urðu gífurlega stór alþjóðleg fyrirtæki í
krafti alþjóðavæðingar, sem í raun snerist um að
nýta hræódýrt vinnuafl í fátækari löndum heims til
þess að raka saman gífurlegum auðæfum á fáar
hendur, sem í alltof mörgum tilvikum urðu lýðræð-
islega kjörnum ríkisstjórnum yfirsterkari. Við sáum
einn anga þessarar þróunar í örmynd hér, fyrst með
tilkomu hins frjálsa framsals kvótans án auðlinda-
gjalds og síðar í framhaldi af einkavæðingu bank-
anna.
Á síðustu árum hefur mátt sjá glitta í enn ljótari
þátt þessarar þróunar, þegar mafíur í ýmsum löndum
virðast hafa læðst inn í alþjóðlega þekkta banka um
bakdyrnar og stundað þar peningaþvott.
Í öllum þessum umbrotum hefur fulltrúalýðræðið
átt undir högg að sækja í vaxandi mæli. Það hefur
átt erfitt með að standast ásókn alþjóðlegra auð-
hringa og er nú á seinni árum í uppnámi vegna áhrifa
nýrra samskiptamiðla, sem óspart eru misnotaðir í
„tröllaverksmiðjum“ í Rússlandi og víðar til þess að
grafa undan lýðræðislegu stjórnarfari.
Það stjórnkerfi hefur svo orðið fyrir ásókn úr ann-
arri átt, sem Jón Steinar Gunnlaugsson, fyrrum
hæstaréttardómari, kallaði „ólögmætt ofurvald emb-
ættismanna“ í athyglisverðri grein hér í blaðinu í
fyrradag.
Henry Alexander Henrysson, doktor í heimspeki,
lýsti ástandinu í okkar samfélagi nú um stundir með
þessum orðum í samtali við Fréttablaðið fyrir viku:
„Að síðustu tel ég að íslenzkt samfélag fari nú í
gegnum ákveðna tortryggniöldu í garð lýðræðis.
Sama alda berst nú yfir flest lönd en hér hefur hún
magnast nokkuð vegna afglapa kjörinna fulltrúa og
tregra viðbragða þeirra til að gangast við ábyrgð.“
Viðbrögð Evrópuríkjanna eftir síðari heimsstyrj-
öldina voru þau, í ljósi tveggja stórstyrjalda, sem
hófust í þeirri heimsálfu, að reyna að binda þjóðir
meginlandsins svo traustum hagsmunaböndum, að
þær hefðu ekki tilefni til að hefja nýtt stríð hver á
hendur annarri. Þannig varð smátt og smátt til það,
sem nú heitir Evrópusamband. Þetta var falleg og
göfug hugsjón. En slíkar hugsjónir er hægt að af-
skræma.
Nú er svo komið skv. frétt, sem birtist í brezka
dagblaðinu Guardian í fyrradag
(blað sem ekki verður sakað um
andúð á ESB), að meira en
helmingur Evrópubúa telur skv.
könnun, að það séu líkur á að
Evrópusambandið sundrist á
næstu 10-20 árum og þrír af
hverjum tíu töldu átök á milli ríkja í Evrópu raun-
hæfan möguleika. Þetta er mat fólks, sem býr í Evr-
ópu, þótt trúin á fagra hugsjón sé um leið mikil.
Við hér á Íslandi komumst vel frá átökum kalda
stríðsins. Á þeim tíma náðum við yfirráðum yfir auð-
lindum hafsins í kringum Ísland, m.a. með mik-
ilvægum stuðningi Bandaríkjamanna á bak við tjöldin
og við styrktum stöðu lýðveldis okkar m.a. vegna
þess að við nutum þess skjóls, sem fylgdi aðild að
Atlantshafsbandalaginu og varnarsamningnum við
Bandaríkin.
Við komumst hins vegar ekki hjá því að horfast í
augu við að við lifum í viðsjárverðum heimi, sem get-
ur verið smáríkjum, að ekki sé talað um örríkjum,
erfiður. Framundan eru harðari átök um yfirráð á
norðurslóðum, sem öflugustu ríki heims stefna á, með
Bandaríkin, Rússland og Kína í fararbroddi.
Og Evrópusambandið, sem kann að vera að sundr-
ast, berst harðri baráttu við að gera Bretum útgöng-
una eins erfiða og mögulegt er. Og hefur ekki gefist
upp við að seilast til yfirráða yfir íslenzkum auðlind-
um.
Það er þessi harði veruleiki, sem Alþingi Íslend-
inga virðist ekki koma auga á, hvort sem er í (barna-
legum) samskiptum við brosandi og viðmótsþýða tals-
menn stórríkisins, sem er að rísa í Asíu eða þegar
„ólögmætt ofurveldi embættismanna“ með hjálp-
arhellum á Alþingi reynir að opna bakdyrnar fyrir
Evrópusambandið inn í eina af þremur helzu auðlind-
um okkar, orku fallvatnanna.
Alþingi er að bregðast. Það er þjóðin ein, sem get-
ur leitt það á rétta braut, hvort sem er í þjóð-
aratkvæðagreiðslu eða þingkosningum.
Alþingi er að bregðast
Þjóðin ein getur
leitt það á rétta braut
Af innlendum
vettvangi …
Styrmir Gunnarsson
styrmir@styrmir.is
Í bókinni Fjármagni á 21. öld held-ur Thomas Piketty því fram, að
auður sé að hlaðast upp í höndum ör-
fárra manna svo að þjóðskipulagið
sé að verða svipað því sem var á
fyrri hluta 19. aldar þegar dreifing
tekna og eigna var mjög ójöfn. Pi-
ketty vitnar óspart í skáldsögu
Honorés de Balzacs, Föður Goriot,
máli sínu til stuðnings en hún kom út
í íslenskri þýðingu Sigurjóns
Björnssonar árið 2017.
Þegar sú saga er hins vegar lesin
sést að hún er ekki um það að auð-
urinn festist í höndum einstakra
manna, heldur einmitt um hitt,
hversu fallvaltur hann sé. Goriot var
auðugur kaupmaður sem elskaði
dætur sínar tvær út af lífinu og hafði
afhent þeim nær allt sitt fé. Hann er
dæmi um mann, sem lætur ástríður
ráða, ekki fégirnd. Dætur hans, sem
giftust aðalsmönnum, eru báðar í
fjárhagsvandræðum, því að friðlar
þeirra eru þurftafrekir, en eig-
inmennirnir naumir á fé. Grípur
önnur þeirra til þess óyndisúrræðis
að hnupla ættardýrgripum eig-
inmannsins og selja.
Aðalsöguhetjan, sem býr á sama
fátæklega gistiheimilinu og Goriot,
hinn ungi og metnaðargjarni Eu-
gène de Rastignac, lifir langt um-
fram efni. Piketty vitnar óspart í
ræðu sem dularfullur náungi á gisti-
heimilinu, Vautrin, heldur yfir Rast-
ignac um hvernig hann eigi að öðlast
frama með því að brjóta öll boðorð.
En Vautrin hafði sjálfur fórnað
starfsframa sínum fyrir myndar-
legan afbrotamann sem hann hafði
lagt ást á (og er þetta ein fyrsta lýs-
ingin í franskri skáldsögu á samkyn-
hneigð). Vautrin er að lokum hand-
tekinn fyrir ýmsa glæpi og getur því
varla talist heppilegur kennari um
það hvernig eigi að safna auði og öðl-
ast frama.
Í lok ræðu sinnar segir Vautrin að
á bak við illskýranleg auðæfi leynist
jafnan einhver óupplýstur glæpur
sem eigi eftir að gleymast. Mario
Puzo, höfundur Guðföðurins, ein-
faldaði síðar þessi orð: „Á bak við
mikil auðæfi leynist ætíð glæpur.“
Er sú afdráttarlausa fullyrðing
miklu hæpnari en hin, sem Balzac
lagði í munn Vautrins. Hvað sem því
líður er skáldsagan Faðir Goriot
ekki um auð, heldur vöntun hans.
Athugasemdir og leiðréttingar vel þegnar
Hannes H. Gissurarson
hannesgi@hi.is
Fróðleiksmolar úr sögu og samtíð
Auðnum fórnað
fyrir ástríður