Morgunblaðið - 18.05.2019, Síða 36
36 UMRÆÐAN Messur á morgun
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 18. MAÍ 2019
AKRANESKIRKJA | Guðsþjónusta kl. 11.
Séra Þráinn Haraldsson, settur sóknarprestur,
prédikar. Séra Jón Ragnarsson þjónar fyrir alt-
ari. Kór Akraneskirkju syngur. Organisti og kór-
stjóri: Sveinn Arnar Sæmundsson. Guðsþjón-
ustunni verður útvarpað á RÚV, Rás 1.
AKUREYRARKIRKJA | Laugardagur 18.
maí. Fermingarmessa kl. 10.30. Prestar Svav-
ar Alfreð Jónsson og Hildur Eir Bolladóttir.
Klassíski kór Akureyrarkirkju syngur. Organisti
Eyþór Ingi Jónsson. Fermingarmessa kl.
13.30. Prestar Svavar Alfreð Jónsson og Hild-
ur Eir Bolladóttir. Klassíski kór Akureyrarkirkju
syngur. Organisti Eyþór Ingi Jónsson.
Sunnudagur 19. maí. Helgistund í kapellu kl.
11. Prestur Svavar Alfreð Jónsson. Organisti
Eyþór Ingi Jónsson.
AKURINN kristið samfélag | Samkoma kl.
14. Biblíufræðsla, söngur og bæn.
ÁRBÆJARKIRKJA | Lagt af stað frá Árbæj-
arkirkju kl. 11 í vorferð safnaðarins í Sveita-
garðinn, sem er 13 km frá Selfossi. Boðið upp
á grillaðar pylsur og safa.
ÁSKIRKJA | Messa kl. 11. Sigurður Jónsson
sóknarprestur prédikar og þjónar fyrir altari.
Bjartur Logi Guðnason leikur á orgelið. Félagar
úr Karlakórnum Esju leiða sönginn.
Aðalsafnaðarfundar Ássóknar 2019 verður
haldinn strax að messu lokinni í Ási, safn-
aðarheimili Áskirkju. Dagskrá: Venjuleg aðal-
fundarstörf. Önnur mál. Kaffiveitingar.
ÁSTJARNARKIRKJA | Messa kl. 11. Kór
Ástjarnarkirkju syngur undir stjórn Keiths Reed
tónlistarstjóra. Prestur er Arnór Bjarki Blomst-
erberg. Hressing og samfélag á eftir.
BORGARNESKIRKJA | Aðalsafnaðarfundur
Borgarneskirkju verður haldinn í safn-
aðarheimili kirkjunnar, Borgarbraut 4, miðviku-
dag 22. maí kl. 20. Dagskrá fundarins: Al-
menn aðalfundarstörf. Tillaga um sölu á
safnaðarheimili kirkjunnar lögð fyrir aðalfund.
Önnur mál.
BREIÐHOLTSKIRKJA | Messa kl. 11. Toshiki
Toma, prestur innflytjenda, prédikar og þjónar
fyrir altari. Örn Magnússon spilar á orgel og
leiðir sálma. Kl. 14 verður messa á ensku hjá
Alþjóðlega söfnuðinum í Breiðholtskirkju. Tos-
hiki og Örn þjóna.
BÚSTAÐAKIRKJA | Djáknaguðsþjónusta kl.
11. Hólmfríður Ólafsdóttir djákni leiðir stund-
ina og flytur hugleiðingu. Félagar úr Kór Bú-
staðakirkju syngja undir stjórn Jónasar Þóris.
Messuþjónar aðstoða. Heitt á könnunni eftir
stundina.
DIGRANESKIRKJA | Messa kl. 11. Prestur
Gunnar Sigurjónsson. Organisti Sólveig Sigríð-
ur Einarsdóttir. Almennur söngur. Veitingar í
safnaðarsal að messu lokinni.
Dómkirkja Krists konungs, Landakoti |
Messa á sunnud. kl. 8.30 á pólsku, kl. 10.30
á íslensku, kl. 13 á pólsku og kl. 18 á ensku.
Virka daga kl. 18, og má. mi. og fö. kl. 8, lau.
kl. 16 er vigilmessa á spænsku og kl. 18 er vi-
gilmessa.
DÓMKIRKJAN | Messa kl. 11. Prestur El-
ínborg Sturludóttir, Dómkórinn og Kári Þormar
dómorganisti. Æðruleysismessa kl. 20. Sr.
Díana Ósk Óskarsdóttir, sr. Fritz Már Berndsen
og sr. Elínborg Sturludóttir þjóna. Kristján
Hrannar Pálsson leikur á flygil.
FELLA- og Hólakirkja | Guðsþjónusta kl. 11.
Sr. Jón Ómar Gunnarsson þjónar og predikar.
Kór kirkjunnar syngur undir stjórn Arnhildar Val-
garðsdóttur organista. Kaffisopi eftir stund-
ina.
FRÍKIRKJAN Reykjavík | Guðsþjónusta kl.
14. Hjörtur Magni Jóhannsson safn-
aðarprestur leiðir stundina. Hljómsveitin
Mantra og Sönghópurinn við Tjörnina leiða tón-
listina ásamt Gunnari Gunnarssyni organista.
GRAFARVOGSKIRKJA | Vorhátíð sunnu-
dagaskólans og barnastarfsins í Grafarvogs-
kirkju kl. 11. Fjölskylduguðsþjónusta þar sem
Barnakór Grafarvogskirkju syngur undir stjórn
Sigríðar Soffíu Hafliðadóttur. Á eftir verður
boðið upp á grillaðar pylsur, hoppukastala og
Dr. Bæk kemur og fer yfir hjól og hjólreiða-
hjálma. Einnig verður boðið upp á blessun
reiðhjóla og reiðhjólafólks.
GRENSÁSKIRKJA | Messa kl. 11. Sr. María
Ágústsdóttir, settur sóknarprestur, þjónar
ásamt messuhópi. Organisti er Ásta Haralds-
dóttir. Félagar úr Kirkjukór Grensáskirkju leiða
söng. Heitt á könnunni fyrir og eftir messu.
Sýrlenskur hádegisverður í safnaðarheimilinu
kl. 12 laugardaginn 18. maí. Verð kr. 3.500.
Kyrrðar- og fyrirbænastund á þriðjudag kl. 12.
GRUND dvalar- og hjúkrunarheimili |
Guðsþjónusta í hátíðasal Grundar klukkan 14.
Prestur er Auður Inga Einarsdóttir. Grundarkór-
inn leiðir söng undir stjórn Kristínar Waage org-
anista.
HAFNARFJARÐARKIRKJA | Messa kl. 11.
Prestur Þórhildur Ólafs. Organisti Hilmar Örn
Agnarsson. Forsöngvari Hugi Jónsson. Tón-
leikar Barna- og unglingakórs Hafnarfjarðar-
kirkju kl. 17. Stjórnandi Helga Loftsdóttir. Með-
leikari Hilmar Örn Agnarsson.
HALLGRÍMSKIRKJA | Vorhátíð í Hallgríms-
kirkju hefst með fjölskylduguðsþjónustu kl.
11. Sr. Sigurður Árni Þórðarson og Inga Harð-
ardóttir leiða stundina. Helga Vilborg leikur
undir með krílasálmahópnum. Karítas Krist-
jánsdóttir leikur á fiðlu. Mótettukór Hallgríms-
kirkju leiðir söng. Björn Steinar Sólbergsson
leikur á orgel. Messuþjónar, starfsfólk barna-
starfsins, börn og unglingar úr starfi Hallgríms-
kirkju aðstoða við hátíðina. Hoppkastali, and-
litsmálning, grillaðar pylsur, ávextir og
kandífloss.
Hallgrímskirkja Saurbæ | Guðsþjónusta kl.
11 í umsjá séra Sigurðar Grétars Sigurðssonar
og sóknarfólks frá Útskála- og Hvals-
nessóknum. Heimafólki úr Hvalfjarðarsveit og
öðrum kirkjugestum er boðið til pizzuveislu í
sumarbúðum KFUM í Vatnaskógi eftir messu.
HÁTEIGSKIRKJA | Messa kl. 11. Kordía, kór
Háteigskirkju, syngur. Organisti Guðný Ein-
arsdóttir. Prestur Eiríkur Jóhannsson. Eftir
messu verður kirkjuratleikur og boðið upp á
grillaðar pylsur.
HVÍTASUNNUKIRKJAN Fíladelfía | Sam-
koma l. 11. Translation into English. Sam-
koma á spænsku ll. 13. Reuniónes en esp-
añol. Samkoma á ensku kl. 14. English
speaking service. Lofgjörðarkvöld Fíló+ kl. 20.
KEFLAVÍKURKIRKJA | Fjölskylduhátíð kl.
11. Barnakór Keflavíkurkirkju syngur undir
stjórn Freydísar Kolbeinsdóttur við undirleik
Arnórs Vilbergssonar organista. Jón Jónsson
tónlistarmaður kemur fram með kórnum. Að
lokinni stund kemur Blaðrarinn og skemmtir
smáfólkinu í Kirkjulundi. Öllum er boðið upp á
grillaðar pylsur. Sr. Fritz Már og sr. Erla leiða
samveruna ásamt Systu og Helgu.
KÓPAVOGSKIRKJA | Messa kl. 11. Sigurður
Arnarson prédikar og þjónar fyrir altari. Kór
Kópavogskirkju syngur undir stjórn Lenku Má-
téová, kantors kirkjunnar.
KVENNAKIRKJAN | Guðþjónusta í Garða-
kirkju á Álftanesi klukkan 20. Séra Auður Eir
Vilhjálmsdóttir predikar og Aðalheiður Þor-
steinsdóttir leikur á píanó og stjórnar söng. Á
eftir verður messukaffi í Króki.
LANGHOLTSKIRKJA | Söngfélagið Góðir
Grannar syngur í messu kl. 11. Stjórnandi
kórsins er Egill Gunnarsson. Guðbjörg Jóhann-
esdóttir sóknarprestur þjónar og organisti er
Magnús Ragnarsson. Léttur hádegisverður eft-
ir messu í safnaðarheimilinu.
LAUGARNESKIRKJA | Messa kl. 11. Sr. Ása
Laufey þjónar ásamt messuþjónum. Félagar í
Lögreglukórnum leiða söng undir stjórn Matt-
híasar Baldurssonar. Organisti: Arngerður
María. Messukaffi í safnaðarheimilinu á eftir.
22. maí kl. 20. Vortónleikar kórs Laugarnes-
kirkju undir stjórn Arngerðar Maríu Árnadóttur í
Laugarneskirkju. Aðgangur ókeypis.
23. maí, opið hús eldri borgara kl. 12. Kyrrð-
arstund, léttur hádegisverður. Sr. Sigurður
segir frá Georgíuferð sinni.
LÁGAFELLSKIRKJA | Guðsþjónusta kl. 11.
Sr. Ragnheiður Jónsdóttir þjónar fyrir altari og
prédikar. Kvennakórinn Impra syngur og leiðir
safnaðarsöng undir stjórn Ásbjargar Jóns-
dóttur, kórstjóra. Organisti Birgit Djupedal.
Kirkjuvörður Lilja Þorsteinsdóttir.
Aðalsafnaðarfundur Lágafellssóknar 21. maí
kl. 20 í safnaðarheimilinu Þverholti 3.
LINDAKIRKJA í Kópavogi | Sunnudagaskóli
kl. 11. Guðsþjónusta kl. 20. Kór Lindakirkju
syngur undir stjórn Óskars Einarssonar. Sr.
Guðni Már Harðarson þjónar fyrir altari. Kaffi
og samfélag á eftir.
NESKIRKJA | Vorhátíð Neskirkju hefst kl. 11
með fjölskylduguðsþjónustu. Barnakórar Nes-
kirkju syngja. Að henni lokinni verður farið út í
garðinn. Þar verða hoppukastalar og andlits-
málning og pylsur verða grillaðar ofan í gesti,
allt undir harmonikkuleik Ara. Umsjón starfs-
fólk barnastarfs Neskirkju.
SALT kristið samfélag | Sameiginlegar sam-
komur Salts og SÍK kl. 17 alla sunnudaga í
Kristniboðssalnum Háaleitisbraut 58-60, 3.
hæð. Barnastarf. Túlkað á ensku.
SELFOSSKIRKJA | Krossamessa kl. 11. Þeir
unglingar sem ljúka störfum hjá kórnum eru
heiðraðir og fá afhent sérsmíðað hálsmen frá
kirkjunni. Kirkjukórinn og Unglingakórinn
syngja og verður kórsöngurinn í fyrirrúmi í at-
höfninni. Stjórnandi Unglingakórsins er Eyrún
Jónasdóttir og organisti er Ester Ólafsdóttir.
Prestur Guðbjörg Arnardóttir.
SELJAKIRKJA | Guðsþjónusta kl. 11, sr.
Bryndís Malla Elídóttir þjónar og Tómas Guðni
Eggertsson leikur á orgel, félagar úr Kór Selja-
kirkju syngja, messukaffi í lokin.
SELTJARNARNESKIRKJA | Kl. 9.30 leggur
Alma D. Möller landlæknir blómsveig að minn-
ismerki um Bjarna Pálsson landlækni við Nes-
stofu í tilefni af 300 fæðingarafmælis hans.
Fræðslumorgunn í Seltjarnarneskirkju kl. 10.
Ágúst Einarsson, prófessor emeritus, flytur er-
indið Brautryðjandinn Bjarni Pálsson, land-
læknir. Guðsþjónusta kl. 11. Alma D. Möller
landlæknir flytur ræðu. Sóknarprestur þjónar.
Kaffiveitingar og samfélag eftir athöfn í safn-
aðarheimilinu. Aðalsafnaðarfundur kl. 12.40 á
neðri hæð kirkjunnar.
SKÁLHOLTSDÓMKIRKJA | Messa kl. 11.
Sr. Skírnir Garðarsson annast prestsþjón-
ustuna. Organisti er Jón Bjarnason.
STRANDARKIRKJA | Messa kl. 14. Þrjú börn
fermd. Kór Þorlákskirkju. Ester Ólafsdóttir.
Prestar Baldur Kristjánsson og Guðmundur
Brynjólfsson.
ÚTSKÁLAKIRKJA | Kristniboðsmessa kl. 19.
Ásta Bryndís Schram, kórfélagi og formaður
Kristniboðssambandsins, flytur hugvekju og
kynnir kristniboðsstarfið í máli og myndum.
Kirkjukórinn syngur sálma undir stjórn Keith
Reed.
VÍDALÍNSKIRKJA | Messa kl. 11. Sr. Jóna
Hrönn Bolladóttir predikar og þjónar fyrir altari
ásamt messuþjónum. Félagar í kór Vídal-
ínskirkju syngja og organisti er Jóhann Bald-
vinsson. Kaffi og djús í safnaðarheimilinu að
lokinni messu.
VÍÐISTAÐAKIRKJA í Hafnarfirði | Guðs-
þjónusta kl. 11. Kór Víðistaðasóknar syngur
undir stjórn Helgu Þórdísar Guðmundsdóttur
og Bragi J. Ingibergsson sóknarprestur þjónar.
Hressing í safnaðarsal á eftir.
Orð dagsins:
Sending heilags anda.
(Jóh. 16)
Morgunblaðið/ Sigurður ÆgissonVíðimýrarkirkja í Skagafirði
Nú má rifja upp þá daga 1936-1937
er Útgerðarfélagið Kveldúlfur hf. var
miðpunktur íslenskra stjórnmála.
Stærsta útgerðarfélag landsins, sem
var að öllum líkindum um tíma
stærsta fiskvinnslufyrirtæki í einka-
eign í heiminum, rambaði á barmi
gjaldþrots. Þá réru Thorsbræður líf-
róður til að bjarga sínu mikla fyrir-
tæki. Ólafur Thors flutti þá áhrifaríka
ræðu, margir segja þá bestu sem
hann flutti á ferli sínum, á Varðar-
fundi fyrir sneisafullu Gamla bíói og
gjallarhornum komið fyrir í Varðar-
húsinu. Rakti opinskátt sögu Kveld-
úlfs, fjármál hans og fjölskyldunnar.
Dró ekkert undan. Veð fyrir öllum
skuldum.
Ólafur skýrði frá því að Kveldúlfur
hf. hefði greitt frá upphafi milli 50 og
60 milljónir kr. í verkalaun. Stjarn-
fræðileg upphæð á núvirði. Þá sagði
hann að verkafólk félagsins hefði haft
lengri og betur borgaða atvinnu en
víðast annars staðar og alltaf fengið
sitt fé viðstöðulaust með fullum skil-
um. Hefði Kveldúlfur hf. oft tekið á
sig án allra skuldbindinga útgjöld, er
námu miklu fé, til að létta undir með
ekkjum og munaðarleysingjum
starfsmanna, er látist höfðu í þjón-
ustu félagsins. Og á margan annan
hátt reynt að greiða fyrir sínu fólki.
Thorsararnir lifðu hátt á kostnað
landsins, sagði Jónas Jónsson frá
Hriflu. Ólafur hrakti það lið fyrir lið.
Björgunaráætlun Jónasar
og Ólafs Thors
Jónas setti svo upp það fræga
hægra bros, öllum að óvörum og allt
féll í ljúfa löð milli manna sem lítt
höfðu talast við lengi. Þeir Ólafur og
Jónas sömdu frið og „björguðu“
Kveldúlfi hf. í Landsbankanum og
reyndar Sambandinu um leið. Áætlun
þeirra gekk upp eftir mikil átök.
Heilmikið af vatni er til sjávar
runnið síðan þessi saga gerðist.
Landið, eins og Jónas frá Hriflu kall-
aði það opinbera oft, hefur á ýmsum
tímum orðið að hlaupa undir bagga
og bjarga fyrirtækjum sem störfuðu
undir hf.-nafninu. Kveldúlfur hf. mal-
aði gull í þjóðarbúið í mörg ár eftir
1937. Þegar félagið hætti öllum
rekstri, var það gert upp á eðlilegan
hátt. Skilanefndarmaður Kveldúlfs,
Guðlaugur Þorláksson, skrifar 30.
okt. 1972 til Landsbankans, að félagið
eigi 25 millj. kr. umfram eignir. Svip-
að var með Sambandið þegar það var
gert upp. (Sjá Matthías Johannessen:
Ólafur Thors 1. og 2. og Guðjón Frið-
riksson: Ljónið öskrar)
Einar Guðfinnsson hf. í Bolungar-
vík og Hafskip hf. voru sett í þrot.
Hvorugt þeirra var í raun gjaldþrota.
Til dæmis greiddust 50% af almenn-
um kröfum hjá Hafskip eftir að veð-
kröfur og forgangskröfur höfðu verið
greiddar að fullu. Eimskip hafði þá
löngu fengið skip félagsins og alla að-
stöðu á silfurfati. Fall þessara stoð-
fyrirtækja hafði gífurlega neikvæð
áhrif. Þegar eingöngu er um að ræða
hagsmuni eins eða fleiri eigenda í
gjaldþrotum eru mál einfaldari. En
þegar atvinna, heill og velfarnaður
jafnvel þúsunda manna eru líka til
staðar gerast málin flóknari.
Gjaldþrot WOW air
Og nú er það WOW-ævintýrið. Fé-
lagið flutti þrjár og hálfa milljón far-
þega á liðnu ári. Auðurinn í starfsfólki
félagsins og vörumerki margra millj-
arða virði. Öllu kastað fyrir borð á
flugi. Nú má vera að þetta dæmi hafi
verið vonlaust. Samt sem áður má
spyrja hvort ekki hefði verið heppi-
legra að sletta einhverjum millj-
örðum tímanlega í WOW, handstýra
nauðlendingunni og losna við eftir-
leikinn í bili: Aldrei hafa jafn margir
misst vinnuna í einu í Íslandssögunni.
Ótrúlegar hliðarverkanir í þjóðfélag-
inu ef fer sem horfir. Atvinnuleysis-
tryggingasjóður = Einn maður 563
þúsund kr. á mánuði. Þúsund menn
563 milljónir pr. mánuð. Svo geta
menn reiknað fram og aftur. „Maður
verður klökkur og sorgmæddur“ seg-
ir starfsfólk WOW.
Sagan segir okkur blákalt að það
verður stundum að handstýra í þessu
bananalýðveldi okkar. Hvað ef stjórn-
völd hefðu ekki sofið svefni hinna
réttlátu fyrir hrun?
Ríkisstjórnin alveg klár
með neyðaráætlun
Núverandi stjórnvöld hafa unnið
sína vinnu vel. Höfum fylgst vel með
öllu, segja ráðherrarnir. Nema hvað.
Voru alveg klárir með neyðaráætlun.
En raunhæfar aðgerðir? Nei, það
mátti ekki. Þetta var nefnilega hluta-
félag! Svo eigum við 30 milljarða
handan við hornið ef illa fer, segja
ráðamennirnir. Ríkisstjórn sem
þekkti ekki sinn vitjunartíma. Ýmsir
málsmetandi menn vöruðu að vísu við
afskiptum. Og Alþingi úti að aka að
vanda.
Þetta WOW-mál snýst ekki bara
um það hlutafélag. Ekki frekar en
vandinn takmarkaðist við eigendur
Kveldúlfs hf. á sínum tíma. Það er allt
landið og miðin sem er undir að vissu
leyti.
Það er eins og menn átti sig ekki
alltaf á því, að ábyrgð hluthafa tak-
markast við framlagt hlutafé. Og er
þá nákvæmlega sama hvort hluta-
félag er í eigu ríkisins eða ein-
staklinga. Skuldabréfaeigendur
nefndu, að til að koma félaginu í
rekstrarhæft form, þyrfti einhverja 5
milljarða eða jafnvel minna. Það hefði
verið áhættan hjá ríkissjóði. Hvað
neyðaráætlun ríkisstjórnarinnar get-
ur kostað veit enginn á þessu stigi.
Kannski 10-20 milljarða? Fyrir utan
andlegar þrengingar þúsunda
manna. Beinar og óbeinar tekjur rík-
issjóðs af WOW hafa numið hundr-
uðum milljarða, segir Mogensen.
Minna mátti nú gagn gera. En þetta
reddast allt eins og þar stendur!
Málið snerist ekki
síður um hagsmuni
landsins en WOW air
Eftir Hallgrím Sveinsson,
Guðmund Ingvarsson og
Bjarna G. Einarsson
Hallgrímur Sveinsson
» Spyrja má hvort ekki
hefði verið heppilegra
að sletta nokkrum millj-
örðum í WOW, hand-
stýra nauðlendingunni
og stjórna eftirleiknum
alla vega um stund.
Hallgrímur er bókaútgefandi,
Guðmundur fyrrverandi stöðvarstjóri
Pósts og síma á Þingeyri og Bjarni
fyrrverandi útgerðarstjóri KD
á Þingeyri.
Bjarni G. EinarssonGuðmundur Ingvarsson