Morgunblaðið - 18.05.2019, Page 40

Morgunblaðið - 18.05.2019, Page 40
40 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 18. MAÍ 2019 ✝ KolbeinnEinarsson fæddist á Ísafirði 1. ágúst 1984. Hann lést á gjörgæslu- deild Landspítalans 7. maí 2019. Foreldrar hans eru Bergljót Hall- dórsdóttir, f. 1. október 1955, og Einar Garðar Hjaltason, f. 21. jan- úar 1955. Eiginkona Einars er Kristín Sigurðardóttir Hagalín, f. 5. júní 1968. Systkini Kolbeins eru 1) Hjalti, f. 17. nóvember 1979, sambýliskona Vilborg Guðrún Sigurðardóttir, f. 20. júlí 1983. Dætur þeirra eru Ragnheiður 1955, og Anna Sigrún Gunn- laugsdóttir, f. 18. febrúar 1958. Kolbeinn ólst upp á Ísafirði. Hann gekk í Grunnskólann á Ísa- firði og fór í framhaldi af því í Menntaskólann á Ísafirði. Kol- beinn gerði hlé á námi sínu og vann við ýmis störf, þar á meðal við hellulagnir hjá Ásel ehf. og við hlið föður síns við fisk- markað á Kópaskeri. Kolbeinn settist aftur á skólabekk við frumgreinadeild Háskólans í Reykjavík árið 2007 en sneri sér síðan alfarið að sjómennsku. Síðustu árin var Kolbeinn skipstjóri á bátnum Sunnutindi SU 95, sem gerður er út af tengdafjölskyldu hans á Djúpa- vogi, þar til hann veiktist í októ- ber 2017. Kolbeinn og Íris höfðu fest kaup á býlinu Framnesi við Berufjörð og hugðust setjast þar að. Útför Kolbeins fer fram frá Ísafjarðarkirkju í dag, 18. maí 2019, klukkan 14. Elísabet, Hildur Katrín og Vigdís Margrét. 2) Edda Katrín Einars- dóttir, f. 18. janúar 1983, sambýlis- maður Helgi Karl Guðmundsson, f. 26. nóvember 1989. 3) Viktor Máni Ein- arsson Hagalín, f. 2. mars 1994, og 4) Hrafnhildur Eva Einarsdóttir Hagalín, f. 26. jan- úar 1999. Kolbeinn kvæntist 2. septem- ber 2017 Írisi Birgisdóttur frá Djúpavogi, f. 22. maí 1985. Dóttir þeirra er Anna, f. 24. febr- úar 2018. Foreldrar Írisar eru Birgir Guðmundsson, f. 19. ágúst Ég sagði þér allt sem mér lá á hjarta áður en þú kvaddir. Hvað ég elskaði þig og væri þakklát fyrir að þú hefðir valið mig með þér í þetta ferðalag fyrir 10 árum. Okkur óraði ekki fyrir því þá að þetta ætti eftir að fara svona, enda virtust hamingju okk- ar engin takmörk sett rétt áður en veikindin gerðu vart við sig. En ég trúi því að við höfum átt að takast á við þetta saman. Mestu ham- ingjuna og dýpstu sorgina. Ég og þú og Anna. Þú átt þér engan líka og við sem eftir stöndum þurfum að sjá til þess að Anna viti hversu ein- stakan pabba hún átti. Ég ætla að reyna eftir fremsta megni að gefa henni framtíðina sem okkur dreymdi um að eiga saman þó að það verði vissulega erfitt án þín. Þú varst mér allt, Kolbeinn, og ég mun sakna þín svo lengi sem ég lifi. Íris. Sá dagur rann upp að hinn beitti ljár lífsins varð Kolbeini bróður að falli, hann hafði fengið krabbamein og barðist eins og ljón fyrir lífi sínu fram í rauðan dauðann. Við fengum að njóta gleðigjaf- ans Kolbeins þegar hann gisti hjá okkur á Akureyri, sérstaklega þegar hann var í fríum frá grá- sleppuvinnu eða fiskmarkaðinum á Kópaskeri. Við skruppum á bíla- sölur (Hrafnhildur Eva var yfir- leitt heima), við fórum í sund og potta í Akureyrarlaug og þar var hann hrókur alls fagnaðar. Hann sleppti aldrei rokkhátíðinni sinni vestur á Ísafirði, og tala ekki um Mýrarboltann. Var Íslendingur með stórt hjarta, fæddur á Ísafirði og fór víða, hafði keypt jörð á Djúpavogi og varð skipstjóri á Sunnutindi SU. Róið frá Stöðvar- firði og í Djúpinu. Sambandið við hann var alltaf svo skemmtilegt og hann sendi okkur eitt sinn mynd af hreindýri á beit og textinn var „jólasveina- hestur að austan“. Hann tók í vörina og koddinn hans var iðu- lega eins og eftir bílflak en hvernig sem á því stóð var kodd- inn alltaf orðinn hreinn fyrir kvöldið. Allavega minnir okkur það núna. Kolbeinn var vinnuþjarkur og með áræðni varð hann vinsæll hjá starfsfélögum sínum til sjós og vinnufélögum í landi. Snöggur til verka, duglegur og ósérhlífinn. Viktor Máni vann með honum og er voða stoltur af því. Kolbeinn stundaði sjó með færustu línu- skipstjórum, t.d. Finnbirni úr Spýtuhúsinu, á Séra Jóni og var skipstjóri undir það síðasta. Hann reri af krafti og nokkru áður en maðurinn með ljáinn birtist var hann bullandi sjóveikur og með ólýsandi höfuðkvalir, þar kvartaði hann í fyrsta skipti á ævinni. Hann var sendur suður og greind- ist með illvígan sjúkdóm. Í tilefni þess að hann væri veikur skrifaði hann á Facebook-síðu sína „Viðr- ar ekki vel í dag til heilaaðgerða“. Þannig var hans húmor. Þegar hann var kominn á gjörgæslu ári síðar, alveg fárveikur með súr- efnisgrímu og alles á Borgarspít- ala, sagði hann við pabba, því hann kom inn haltrandi: „Hvað er að sjá þig maður, þú lítur hræði- lega út.“ Blessuð sé minning þín, elsku bróðir. Viktor Máni og Hrafnhildur Eva. Okkur er nánast orða vant nú þegar kveðja þarf jafn góðhjart- aðan, skemmtilegan og hreint út sagt einstakan mann eins og hann Kolbein. Og það eru þungar og óskiljanlegar raunir sem hún þarf að ganga í gegnum, litla fjöl- skyldan, sem var rétt að ýta úr vör. Kolbeinn var allt frá barnæsku mikill gleðigjafi fyrir frændfólk sitt og vini, grallari hinn mesti og voru mörg uppátækin ótrúleg. Við bundumst honum vissulega fjöl- skylduböndum í báðar ættir, en hann var þó umfram allt góður vinur okkar. Það kemur enginn í hans stað. Vinirnir segja ýmislegt um manninn, og það sýnir hvers kon- ar maður Kolbeinn var að það er stór hópur góðs fólks sem leit á hann sem sinn besta vin. Það kom því lítið á óvart að þegar hann kvæntist henni Írisi sinni flykktist til Djúpavogs að því er virtist meirihluti Ísfirðinga sem fengu þar einstakar móttökur hjá þeim hjónum Birgi og Önnu og verða þær seint fullþakkaðar. Við vottum Írisi og Önnu litlu, foreldrum, systkinum og öðrum aðstandendum Kolbeins okkar dýpstu samúð. Hvíl í friði, kæri vinur og frændi. Þín er sárt saknað. Gísli Jón og Hálfdán Bjarki. Bróðursonur minn Kolbeinn Einarsson hefur tapað erfiðu stríði. Hann háði harða baráttu, þar sem ekkert var gefið eftir. Mikið var í húfi, nýgenginn í hjónaband með elsku Írisi sinni, nýfædd dóttir, búið að kaupa jörð og hús og mikið verk framundan að koma framtíðarheimilinu á Framnesi í stand. Kolbeinn ólst upp á Ísafirði. Lítill spóaleggur sem var með svo mjóa fætur að ég hræddist að þeir myndu brotna ef hann hljóp eða hoppaði. Afburðagreindur strákur sem lærði í stutta stund fyrir próf og fékk 10. Óborganlegur húmor- isti í ódælasta, ölvaðasta og uppá- tækjasamasta liðinu á Mýrar- boltanum, en varla hefur drullugri maður prýtt forsíðu tímarits en þegar Kolbeinn skreytti forsíðu Reykjavík Grapevine. Kolbeinn ólst upp í faðmi stór- fjölskyldunnar, móðurfjölskyld- unnar á Ísafirði og föðurfólskins í Bolungarvík og naut þess að hafa margmenni í kringum sig. Á ung- lingsárum varð hann hluti af stórum vinahóp sem hefur haldið einstaklega þétt saman, stutt hann í sínum veikindum og syrgir nú góðan félaga. Þegar Kolbeinn sló upp veislu voru gestirnir taldir í tugum ef ekki hundruðum. Kolbeinn átti af- mæli 1. ágúst og þá voru haldnar kleinuhringjaveislur í bústað afa hans og ömmu í skóginum á Ísa- firði. Í eitt skiptið tók ég þátt í bakstrinum með Beggu, mömmu hans og svei mér þá ef kleinu- hringirnir skiptu ekki þúsundum og veitti ekki af. Kolbeinn var ekkert að flýta sér að verða fullorðinn. Hann var ró- legur, æðrulaus og fljótur að sjá kómíska hlið mála en segja má að hann hafi verið einstaklega góður í því sem í dag kallast núvitund. Hann var orðinn dugmikill sjó- maður sem gerði út frá Djúpavogi og lagði drög að framtíðinni þar. Á brúðkaupsdaginn í september 2017 tilkynntu þau Íris að von væri á barni og tilhlökkunin var mikil. Mánuði eftir brúðkaupið komu í ljós fyrstu merki um að veikindi steðjuðu að og við tók erfiður tími. Öll ríghéldum við í hálmstrá von- arinnar og því er áfallið mikið að missa þennan dásamlega dreng. Elsku Íris mín. Það hefur verið aðdáunarvert að fylgjast með ykk- ur Kolbeini umvefja nýja lífið sem kom inn í tilveru ykkar, á sama tíma og þið háðuð erfiða baráttu við það mein sem hefur ógnað lífi Kolbeins síðustu mánuði. Í þessum dimma dal sorgarinnar sjáum við ljósið í því að þú varðst hluti af lífi okkar og nú eigum við yndislegu Önnu okkar. Önnu sem nú er bók- staflega að stíga sín fyrstu skref í lífinu, óstöðug og völt en styrkari í hverju nýju skrefi. Megi guð gefa ykkur styrk í ykkar sorg og missi. Foreldrum, systkinum, mökum þeirra og bræðradætrum, ásamt tengdafjölskyldu Kolbeins votta ég mína dýpstu samúð. Hugur minn er hjá ykkur öllum stundum. Blessuð sé minning Kolbeins. Elísabet Hjaltadóttir. Elsku Kolbeinn minn er farinn frá okkur! Þvílíkur gleðigjafi sem við áttum. Það sem hann gaf okkur síðustu dagana sem hann lifði. Alltaf mættur til ömmu og afa með Írisi og Önnu. Sennilega mjög þjáður, en alltaf gefandi og reyndi að njóta samvista við fólkið sitt svo fallega. Kveð fallegan dreng, of fljótt fyrir okkur öll. Með söknuði, Ranka frænka. Ragnheiður Halldórsdóttir. Elsku, elsku Kolbeinn, frændi okkar og vinur. Þetta er mjög erf- itt að skilja og það passar illa að skrifa minningargrein um þig. Mikið hafa síðustu dagar verið skrítnir, mikil sorg sem gengur yfir í bylgjum, en svo er alltaf stutt í hláturinn þegar þú ert í huga manns. Þú áttir pláss fyrir alla í hjarta þínu og passaðir vel upp á að rækta sambandið við þá sem þér voru kærir. Samferðatíminn sem við feng- um að njóta með þér er ómetan- legur og munu allar góðu minn- ingarnar ylja okkur um hjarta og vekja gleði og hlátur um ókomna tíð, því að þeir sem að þig þekktu vita að þegar þú varst annars veg- ar voru skemmtilegir hlutir að gerast. Íris og Anna, hugur okkar er hjá ykkur og tíminn einn mun hjálpa ykkur að lifa við þennan missi. Við munum halda minningu Kolbeins á lofti, og búa til nýjar með ykkur. Valgerður og Ingimar. Hvernig skrifar maður um mann eins og þig, Kolbeinn? Hvernig er hægt að ramma inn svo þverstæðukennda manneskju; einfalda en svo flókna í senn? Bloggið þitt punkturpunktur- .blogspot.com virðist fanga kjarna þinn að einhverju leyti. Þótt síð- asta færsla sé 12 ára gömul glittir hvergi jafn vel í pælarann, hugs- uðinn og heimspekinginn sem þú hafðir að geyma. Um leið kemst maður ekki hjá því að hlæja við að lesa allar pælingarnar þínar; lit- aðar einlægri forvitni og óbeisluðu ímyndunarafli. Það er nánast ómögulegt annað en að bresta í grát þegar það rennur upp fyrir manni að þessi lestur er það sem kemst næst því að sitja með þér og hlusta á það sem fer í gegnum huga þinn. Svo er það bókin Hver er sinnar gæfu smiður: Handbók Epiktets. Það er erfitt að segja að þú hafir lifað eftir bókinni í einu og öllu, en það er kannski tvennt sem lýsir þér sérstaklega vel: Að frelsi og hamingja felist í því að vera sjálfum sér trúr. Það er erfitt að finna manneskju jafn frjálsa í samskiptum og sátta í eigin skinni eins og þú varst. Og að það eru tvenns konar hlutir í heiminum; þeir sem við getum haft áhrif á og þeir sem við getum ekki stjórnað. Í veikindum þínum skein þetta viðhorf í gegnum æðruleysið og húmorinn sem fylgdi þér í gegn- um þetta ferli allt saman. Þú varst einhvern veginn gæddur þeim einstaka eiginleika að geta fundið sameiginlegan flöt með nánast hverjum sem er. Það er sennilega það sem rammar inn þennan vinahóp okkar, Geml- ingana. Við erum svo margir og svo ólíkir en samt náðir þú til okk- ar allra. Dróst okkur saman og varst það sem við eigum allir sam- eiginlegt. Það hefur verið sagt oft- ar en einu sinni að þú sért límið sem hélt hópnum saman. Og á síð- ustu dögum hefur það komið í ljós að minningin um þig og karakter- inn þinn fylgir okkur áfram. Við erum til dæmis enn að gera kjána- lega hluti saman. Það birtist til að mynda í tilraun til að keyra þig í kistunni vestur á firði á L300. Þessi hópur ólíkra og óskipu- lagðra manna, sem eiga oft erfitt með að reima sínar eigin skóreim- ar, hefur aldrei verið jafn skipu- lagður, samheldinn og staðfastur í að koma þér heim á þessari 26 ára gömlu smárútu. Við erum meira að segja með plan B; auka smár- úta mun elta okkur og taka þig upp í ef (lesist: þegar) L300 hrynur. Við erum þjakaðir af sorg og síðustu dagar hafa verið mjög erf- iðir. Þegar við komum saman bú- umst við enn við að sjá þig þegar við lítum til hliðar. Svo áttar mað- Kolbeinn Einarsson Við önnumst alla þætti undirbúnings og fram- kvæmd útfarar ásamt vinnu við dánarbússkiptin. Við þjónum með virðingu og umhyggju að leiðarljósi og af faglegum metnaði. Magnús Sævar Magnússon, umsjón útfara Við erum til staðar þegar þú þarft á okkur að halda Útfararþjónusta & lögfræðiþjónusta Vesturhlíð 9, Fossvogi | Sími 551 1266 | útför.is Með kærleik og virðingu Útfararstofa Kirkjugarðanna Sálm. 10.14 biblian.is Þú gefur gaum að mæðu og böli og tekur það í hönd þér. Hinn bágstaddi felur þér málefni sitt, þér sem hjálpar munaðarlausum. Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, GUÐRÚN JÓNASDÓTTIR frá Hátúni í Skagafirði, lést á Landspítalanum Vífilsstöðum miðvikudaginn 8. maí. Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk Guðrúnar. Jónas Gunnar Einarsson Kristín Margrét Einarsdóttir Sigurður Oddgeirsson barnabörn og barnabarnabörn Hjartanlegar þakkir fyrir auðsýnda samúð við andlát og útför föður okkar, tengda- föður, afa og langafa, KRISTJÁNS ÁSGEIRSSONAR, fyrrv. framkvæmdastjóra, Álfhóli 1, Húsavík. Sérstakar þakkir til starfsfólks HSN og dvalarheimilisins Hvamms, Húsavík, fyrir góða umönnun. Ásgeir Kristjánsson Anna Ragnarsdóttir Helgi Kristjánsson Elín Kristjánsdóttir Þyri Kristjánsdóttir Ingvar Hafsteinsson barnabörn og barnabarnabörn Innilegar þakkir færum við öllum þeim sem sýndu okkur samúð og hlýju við andlát og útför ástkærrar eiginkonu minnar, móður, tengdamóður, ömmu og langömmu, ÁRNÝJAR GUÐJÓNSDÓTTUR, Hamravík 30, Borgarnesi. Ingólfur Andrésson Haraldur V. Ingólfsson Helga L. Arngrímsdóttir Guðjón Ingólfsson J. Guðmunda Hreinsdóttir barnabörn, barnabarnabörn og fjölskyldur Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð við andlát og útför ástkærrar eiginkonu minnar, móður, stjúpmóður, dóttur, systur og mágkonu, INGVELDAR GEIRSDÓTTUR blaðamanns, sem lést 26. apríl. Útför fór fram í Grafarvogskirkju 14. maí. Þeim sem vilja minnast hennar er bent á að styrkja Ljósið, Kraft eða Krabbameinsfélagið. Kristinn Þór Sigurjónsson og börn Geir Ágústsson Margrét Jónína Stefánsdóttir Þórdís Geirsdóttir Þórir Jóhannsson Stefán Geirsson Silja Rún Kjartansdóttir Hugrún Geirsdóttir Hörður Sveinsson

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.