Morgunblaðið - 18.05.2019, Page 49

Morgunblaðið - 18.05.2019, Page 49
ÍÞRÓTTIR 49 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 18. MAÍ 2019 Kragar fyrir öll tækifæri Verslun – Snorrabraut 56, 105 Reykjavík Sími 588 0488 | feldur.is Enska knattspyrnufélagið Fulham til- kynnti í gær þá ákvörðun félagsins að virkja klásúlu í samningi Jóns Dags Þorsteinssonar. Samningur Jóns Dags við Fulham var að renna út, en hann er nú samningsbundinn til 2020. Jón Dagur hefur ekki leikið með aðalliði Fulham til þessa og er hann sem stendur að láni hjá danska úrvalsdeild- arliðinu Vendsyssel. Jón er tvítugur sóknarmaður og uppalinn HK-ingur. Hann stóð sig vel með unglinga- og varaliðum Fulham, áður en hann fór til Vendsyssel, þar sem hann hefur skor- að þrjú mörk í átján leikjum. Jón Dag- ur hefur leikið þrjá A-landsleiki og skoraði í þeim eitt mark. Fulham féll úr ensku úrvalsdeildinni.  Hornamaðurinn Guðmundur Árni Ólafsson er genginn í raðir Aftureld- ingar og hefur skrifað undir þriggja ára samning við Mosfellsbæjarliðið. Guðmundur Árni lék með HK í vetur sem tryggði sér sigur í efstu deild á nýjan leik. Guðmundur er uppalinn Selfyssingur og lék með Selfossi og Haukum áður en hann hélt til Dan- merkur þar sem hann lék með Bjerr- ingbro/Silkeborg og Mors-Thy. Hann á að baki 14 leiki með íslenska A- landsliðinu. Eitt ogannað Á SELFOSSI Guðmundur Karl sport@mbl.is Einvígi Hauka og Selfoss um Ís- landsmeistaratitilinn í handbolta er kirsuberið á tertunni í þessari frábæru úrslitakeppni sem staðið hefur yfir síðustu vikur. Haukar sigruðu í leik tvö á Selfossi í gær- kvöldi, 27:26, og jöfnuðu þar með metin í einvíginu, 1:1. Heimavöll- urinn gefur liðunum ekki mikið en í gærkvöldi hefði sigurinn þó getað lent hvorum megin sem var. Haukar lokuðu báðum hálfleikj- unum á furðumörkum og þegar upp var staðið má segja að þau hafi ráðið úrslitum. Eftir að Sel- foss hafði náð fimm marka forskoti í fyrri hálfleik, 14:9, skoruðu Haukarnir tvö síðustu mörkin fyrir hlé. Það síðara skoraði Tjörvi Þor- geirsson úr aukakasti þegar leik- tíminn var liðinn. Lúmsk negla niður í hægra hornið. Eftir jafnan og æsispennandi lokakafla þar sem síðasta sókn Hauka virtist vera að renna út í sandinn tók Daníel Þór Ingason skot utan af velli upp á von og óvon þegar þrjár sekúndur voru eftir. Heilög María! Bæng og mark og Haukarnir fögnuðu gríð- arlega. Mikið um mistök Leikurinn var hraður og bæði lið gerðu mörg mistök. Eflaust finnst leikmönnum og þjálfurum beggja liða að þau eigi ýmislegt inni og það er líklega rétt. Selfyssingar þurfa að halda betur í vörninni og markvarslan var nánast engin í síðari hálfleik. Sölvi Ólafsson tók sjö bolta í fyrri hálfleik en aðeins þrjá í þeim seinni og allir rötuðu þeir aftur í hendur andstæðing- anna. Pawel Kiepulski spilaði í tæpar tíu mínútur í seinni hálfleik en varði ekki eitt skot. Selfoss þarf aftur að finna Sölva í gírnum sem hann hrökk í á Ásvöllum en þá var líka varnarleikur liðsins betri. Sóknarleikur Hauka var furðu brokkgengur og þeir skoruðu til dæmis aðeins eitt mark á rúmlega þrettán mínútna kafla í fyrri hálf- leik. Ásgeir Örn Hallgrímsson sást ekkert í leiknum og Adam Baum- ruk hefur átt betri leiki. Þegar Haukarnir lentu á Selfossveggnum voru þeir stirðir og ráðalausir og enginn virtist ætla að taka af skar- ið. Þrátt fyrir þessa upptalningu bjóða liðin upp á frábæran hand- bolta og þetta einvígi er algjörlega mögnuð skemmtun. Tvö góð lið og allt undir. Það er ekki hægt að biðja um það betra enda voru stuðnings- menn beggja liða í miklum gír í gærkvöldi. Þetta stríð er rétt að byrja. Þriðji úrslitaleikur liðanna fer fram í Schenker-höllinni á Ásvöllum klukkan 18 á morgun. Daníel hetja Haukanna  Tryggði Haukunum sigurinn með flautumarki  Staðan 1:1 í úrslitaeinvígi liðanna og þriðji úrslitaleikurinn fer fram á heimavelli Hauka annað kvöld Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Hetjan Daníel Þór Ingason fær hér óblíðar móttökur hjá varnarmönnum Selfyssinga á Selfossi í gær. Ólafía Þórunn Kristinsdóttir lék þriðja og síðasta hringinn á Symetra Classic-mótinu í golfi á 75 höggum í gær eða á þremur höggum yfir pari og spilaði samtals á átta höggum yfir pari. Valdís Þóra Jónsdóttir og Guð- rún Brá Björgvinsdóttir komust ekki í gegnum niðurskurðinn á Soto- grande Invitational-mótinu á Evr- ópumótaröðinni. Valdís lék á þremur höggum yfir pari í gær en Guðrún á sex höggum yfir pari. Hún var sam- tals á átta höggum yfir pari en nið- urskurðurinn miðaðist við sjö högg yfir pari. Valdís var á níu yfir pari. Ólafía aftur á þremur yfir Morgunblaðið/Árni Sæberg Golf Ólafía Þórunn lék þriðja hring- inn á þremur höggum yfir pari. Alfreð Gíslaon og Bjarki Már El- ísson mætast í úrslitaleik EHF- bikarkeppninnar í handknattleik í Sparkassen-höllinni í Kiel í kvöld. Lærisveinar Alfreðs í Kiel höfðu betur gegn Tvis Holstebro í undan- úrslitunum í gær 32:26. Vignir Svavarsson skoraði þrjú af mörkum Holstebro. Füchse Berlín, sem á titil að verja, vann Porto í hinum undan- úrslitaleiknum 24:20 þar sem Bjarki Már skoraði þrjú af mörkum Berlínarliðsins. gummih@mbl.is Íslendingaslagur í úrslitaleiknum Ljósmynd/Füchse Berlín Í úrslit Bjarki Már Elísson skoraði þrjú mörk fyrir Füchse Berlín. Hleðsluhöllin, annar úrslitaleikur karla, föstudag 17. maí 2019. Gangur leiksins: 2:2, 6:5, 6:7, 8:9, 11:9, 14:11, 16:14, 18:16, 20:20, 23:22, 24:25, 26:27. Mörk Selfoss: Haukur Þrastarson 7, Nökkvi Dan Elliðason 5/2, Elvar Örn Jónsson 5, Árni Steinn Stein- þórsson 4, Alexander Már Egan 2, Atli Ævar Ingólfsson 1, Hergeir Grímsson 1, Guðni Ingvarsson 1. Varin skot: Sölvi Ólafsson 10. Utan vallar: 4 mínútur. Mörk Hauka: Orri Freyr Þorkelsson SELFOSS – HAUKAR 26:27 8/3, Tjörvi Þorgeirsson 5, Daníel Þór Ingason 4, Adam Haukur Baumruk 3, Halldór Ingi Jónasson 3, Atli Már Báruson 2, Einar Pétur Pétursson 1/1, Heimir Óli Heim- isson 1. Varin skot: Grétar Ari Guðjónsson 12, Andri Sigmarsson Scheving 7/3. Utan vallar: 12 mínútur. Dómarar: Bóas Bóasson og Gunn- ar Óli Gústafsson. Áhorfendur: 987 (uppselt).  Staðan er 1:1. Frakkland B-deild: Evreux – Nancy ................................... 85:91  Frank Aron Booker skoraði fimm stig fyrir Evreux, tók þrjú fráköst og gaf þrjár stoðsendingar. Úrslitakeppni NBA Vesturdeild, annar úrslitaleikur: Golden State – Portland .................. 114:111  Staðan er 2:0 fyrir Golden State. KÖRFUBOLTI

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.