Morgunblaðið - 25.05.2019, Side 2
2 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 25. MAÍ 2019
sp
ör
eh
f.
Haust 11
Djúpgrænir skógar og snotur þorp einkenna hóla og hæðir
Svartaskógar. Við gistum í vínræktunarbænum Oberkirch
í hjarta Svartaskógar. Vínakrar, gauksklukkur og kastalar
eru aðalsmerki þessa fallega svæðis. Við förum í spennandi
skoðunarferðir, t.d. til Strasbourg og Heidelberg, ökum
klukkuveginn svokallaða og komum við á verkstæði þar
sem gauksklukkurnar frægu eru smíðaðar.
5. - 12. október
Fararstjórn: Þórhallur Vilhjálmsson
Bókaðu núna á baendaferdir.is
Sími 570 2790 | bokun@baendaferdir.is | Síðumúla 2, 108 Reykjavík
Verð: 184.400 kr. á mann í tvíbýli.
Mjög mikið innifalið!
Haustlitir í Svartaskógi
Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 569 1100 Fulltrúar ritstjóra Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson ritstjorn@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is
Viðskipti Stefán E. Stefánsson vidskipti@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Jón Pétur Jónsson netfrett@mbl.is Smartland Marta María Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf.
Fá aðgang að vaxandi markaði
Bókun við fríverslunarsamning við Kína opnar aðgang fyrir lax og fleiri afurðir á Kínamarkaði
Helgi Bjarnason
helgi@mbl.is
„Það hefur mikla þýðingu fyrir okkur
að fá aðgang að mest vaxandi markaði
fyrir lax í heiminum,“ segir Sigurður
Pétursson, framkvæmdastjóri hjá
laxeldisfyrirtækinu Arctic Fish á
Vestfjörðum, um opnun Kínamarkað-
ar fyrir íslenskar eldisafurðir.
Guðlaugur Þór Þórðarson utanrík-
isráðherra og Ni Yuefeng, tollamála-
ráðherra Kína, undirrituðu í gær
þrjár nýjar bókanir við fríverslunar-
samning landanna. Þær eru um við-
urkenningu á heilbrigðisstöðlum fyrir
fiskeldisafurðir, fiskimjöl og lýsi og
ull og gærur. Verður fríverslunar-
samningurinn sem gerður var fyrir
fimm árum því virkur fyrir þessar af-
urðir.
Veitir samkeppnisforskot
„Þetta er gríðarlega stór markaður
sem fer stækkandi og býður upp á
mikla möguleika. Það hefur verið al-
gert forgangsmál hjá mér að klára
þetta. Nú er búið að ryðja síðustu
hindrununum úr vegi,“ segir Guð-
laugur Þór.
Sigurður Pétursson segir að Kína-
markaður sé mest vaxandi markaður
fyrir íslenskar sjávarafurðir. Það hafi
því mikla þýðingu að hann skuli hafa
verið opnaður fyrir eldisafurðir.
Fríverslunarsamningurinn veitir
tollfrjálsan aðgang að Kínamarkaði.
Aðrir útflytjendur í Evrópu þurfa að
greiða 10-12% toll. Samningurinn
veitir því íslenskum fiskeldisfyrir-
tækjum samkeppnisforskot. Sigurður
upplýsir að Síle hafi einnig slíkan
samning og kaupi Kínverjar mikið af
laxi þaðan.
Arctic Fish og Arnarlax hafa staðið
saman að kynningu í Kína og reiknar
Sigurður með að fyrirtækin muni
vinna saman að útflutningnum.
Kynning Fiskeldismenn voru með kynningu á íslensku fiskeldi fyrir tolla-
málaráðherra Kína og sendinefndina. Kínverjarnir voru afar áhugasamir.
Helgi Bjarnason
Freyr Bjarnason
Málþóf þingmanna Miðflokksins í
síðari umræðu um þingsályktunar-
tillögu utanríkisráðherra um innleið-
ingu þriðja orkupakkans hélt áfram í
gær. Var hún eina málið sem komst
að. Guðlaugur Þór Þórðarson utan-
ríkisráðherra tók þátt í umræðunni
um tíma með Miðflokksmönnum og
kom til nokkuð harðra orðaskipta á
milli þeirra. Umræður stóðu enn
þegar Morgunblaðið fór í prentun
seint í gærkvöldi.
Miðflokksmenn hafa rætt mikið
um þriðja orkupakkann undanfarna
daga og hefur forseti Alþingis sett á
næturfundi. Í gærmorgun var sett
nýtt met. Þá stóð þingfundur til
klukkan 9.04 um morguninn og hafði
fundur þá staðið í sextán klukku-
stundir. Fyrra met var ekki eldra en
frá því á miðvikukdag, þegar um-
ræðunni var frestað klukkan 8.41
eftur 19 klukkustunda fund.
Ekki tími til að ræða annað
Þegar umræðunni var frestað í
gærmorgun hafði hún staðið yfir í
rúmar 70 klukkustundir og þing-
menn Miðflokksins talað í yfir 60
tíma. Steingrímur J. Sigfússon, for-
seti Alþingis, sagði þegar hann sleit
fundi í gærmorgun að hætta væri á
að þingmenn fengju ekki nægan
tíma til að ræða mál vegna mikillar
umræðu um þetta eina mál og að
ekki yrði hægt að ljúka málum sem
biðu þó tilbúin. Hvatti hann forystu-
menn Miðflokksins og þingmenn
hans til að íhuga framhaldið og
spurði hvort þeir væru ekki tilbúnir
að takmarka eða draga úr ræðuhöld-
um svo hægt væri að ljúka um-
ræðunni.
Forystumenn Miðflokksins hafa
ekki svarað þessum tilmælum beint
en Bergþór Ólason, varaformaður
þingflokksins, minnir á að flokkurinn
hafi lagt til að málið yrði tekið af
dagskrá og því frestað til að koma
öðrum málum að en ekkert hafi gerst
í þeim efnum.
Finna stuðning víða
Ragnar Þór Ingólfsson, formaður
VR, sendi miðflokksmönnum bar-
áttukveðjur á Facebook í gær og
stjórn Miðflokksfélags Suðurkjör-
dæmis þakkaði þeim fyrir að sofa
ekki á verðinum. Bergþór segir
ánægjulegt að fá slík skilaboð. „Það
er í takti við þann stuðning sem við
finnum héðan og þaðan úr samfélag-
inu og ekki endilega frá stuðnings-
fólki Miðflokksins. Við vitum að
þetta hefur verið mjög umdeilt mál í
baklandi til dæmis allra ríkisstjórn-
arflokkanna. Það eru að berast
kveðjur víða að þar sem fólk stappar
í okkur stálinu. Það þarf ekki að fara
í felur með að það eru ekki margir
hér á þinginu með okkur í liði,“ segir
Bergþór.
Málþóf Miðflokksins um
orkumálið heldur áfram
Virtu ekki tilmæli forseta Alþingis um að ljúka umræðu
Morgunblaðið/Hari
Alþingi Bergþór Ólason er varafor-
maður þingflokks Miðflokksins.
Landsréttur hafnaði í gær kröfu
bandarísku flugvélaleigunnar ALC
um að fá afhenta farþegaþotu í eigu
fyrirtækisins af gerðinni Airbus
A321 sem var leigð til WOW air áður
en flugfélagið varð gjaldþrota og
staðfesti þar með dóm Héraðsdóms
Reykjavíkur. Lögmaður ALC segir
úrskurðinn vonbrigði og leitað verði
leiða til að áfrýja honum til Hæsta-
réttar.
Málið snýst um það hvort Isavia
hafi verið heimilt að taka veð í far-
þegaþotu ALC vegna vangoldinna
gjalda WOW air upp á um tvo millj-
arða króna eða einungis að krefjast
þeirra gjalda sem beinlínis tengjast
notkun þotunnar.
Landsréttur segir í úrskurði sín-
um að í lögum um loftferðir felist
heimild til þess að beita greiðslu-
þvingun uns gjöld séu greidd vegna
viðkomandi loftfars eða annarrar
starfsemi eiganda þess eða um-
ráðanda.
Kyrrsetn-
ing þotunn-
ar staðfest
Á meðan starfsfólk Icelandair er að endurskoða
flugáætlun félagsins í þriðja sinn á þessu ári og til-
kynna farþegum um breytingar standa fjórar Bo-
eing 737 MAX-8 vélar sem valda vandræðunum
við flugskýli á Keflavíkurflugfelli. Ekki er ljóst
hvenær Boeing afléttir kyrrsetningu þeirra en
hún var ákveðin eftir tvö mannskæð flugslys. Ice-
landair aflýsti 100 flugferðum fyrr í sumar og við
þessa endurskoðun þarf að fækka um 200 ferðir.
MAX-8 vélarnar hvílast á Keflavíkurflugvelli
Ljósmynd/Páll Ketilsson