Morgunblaðið - 25.05.2019, Side 7

Morgunblaðið - 25.05.2019, Side 7
FRÉTTIR 7Innlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 25. MAÍ 2019 upp aðra innviði, eins og öflugar al- menningssamgöngur. Hver einasta króna nýtist þar gríðarlega vel, á sama tíma og þetta hefur jákvæð áhrif á umferðina, með því að minnka hana.“ Hún segir aðspurð slík tafagjöld til skoðunar í Reykjavík. „Sveitarfélögin á höfuðborgar- svæðinu eru að skoða þessa leið. Það hefur þó engin ákvörðun verið tek- in,“ segir Sigurborg Ósk. Hún segir aðspurð óvíst að rafbíl- ar verði undanþegnir slíkum gjöld- um til frambúðar. Á umbreytingar- skeiðinu fram undan, á næstu 10-15 árum, muni umferðarmenningin breytast. Meðal annars kalli unga fólkið eftir aðgerðum í loftslagsmál- um. Rauður þráður á ráðstefnunni Sigurborg Ósk segir ræðumenn á ráðstefnunni í Ósló hafa lagt mikla áherslu á þéttingu byggðar. „Umræðuefnin hafa spannað vítt svið; allt frá lýðheilsu og lífsgæðum til loftslagsmála. Þetta tengist allt við það sem þau eru að gera í Ósló í skipulagi og hönnun. Meðal annars með göngugötum og notkun ólíkra fararmáta. Við erum að hluta til á sömu vegferð í Reykjavík. Við erum að þétta byggð og til dæmis að byggja við höfnina. Svo eru tvö önn- ur verkefni, stækkun Bryggjuhverf- is og nýi Skerjafjörðurinn, sem eru sambærileg við það sem Norðmenn hafa gert við höfnina í Ósló en þau verkefni þykja hafa tekist vel. Það má segja að þetta sé ákveðin stað- festing á því að við séum á réttri leið. Raunar eru borgir um allan heim almennt að gefa fólki meira pláss í borgunum og minnka rýmið sem einkabíllinn fær. Það er gegnum- gangandi þema hjá fulltrúum borga á þessari ráðstefnu.“ Sjálfbærni að leiðarljósi Sigurborg Ósk útskrifaðist árið 2012 með meistaragráðu í lands- lagsarkitektúr frá Arkitektaskólan- um í Ósló. Hún segir margar áherslur í náminu hafa verið að birt- ast í uppbyggingu Óslóar á síðustu árum. „Verkefni sem nemendur lögðu til urðu að bæta umhverfið og vera sjálfbær. Það opnaði augu mín þeg- ar ég var í náminu. Þá hafði maður tíma til að sökkva sér í ýmis fræði, meðal annars loftslagsfræðin. Mér fannst það sláandi þegar ég áttaði mig á stöðunni og hvert stefnir í þeim málum. Lokaverkefni mitt var að þróa sjálfbært samgöngukerfi á höfuð- borgarsvæðinu. Gekk út frá því að í framtíðinni hefðum við ekki einka- bílinn eins og við þekkjum hann í dag heldur myndu flestir ferðast með almenningssamgöngum. Að samgöngukerfið og innviðir væru ekki skilgreind eftir því hvort ferðast væri með bíl eða hjóli, held- ur eftir ferðahraðanum. Þá lagði ég til að hámarkshraðinn yrði 40 km í þéttbýli. Það er mjög gaman að sjá að það sama er nú í gangi í Ósló. Innan ákveðinna þéttbýlismarka í borginni fer hámarkshraðinn ekki yfir 40 km á klukkustund,“ segir Sigurborg Ósk. Hún vann áður sam- bærilegt verkefni fyrir Lillestrøm, sem er lítil borg utan Óslóar. í Ósló Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is Brúarvinnuflokkur Munck á Ís- landi ætlaði nú með morgninum að hefjast handa við að koma nýju brúnni yfir Eldvatn í Skaftártungu fyrir á stöplum sínum. Það var í febrúar síðastliðnum sem brúin kom tilsniðin á staðinn og und- anfarna mánuði hafa pólskir járn- iðnaðarmenn verið að setja bitana saman. Því verki er nú lokið og næst er að draga stykkið út yfir ána og til þess verða notaðir stórir vökvatjakkar. Frágengin mun brú- in sem er 80 metra löng, hvíla á landstöplum á sínum hvorum enda. Í tilfæringum dagsins verður hún lögð á tvo bráða- birgðastólpa sem eru úti í miðju fljótinu en verða fjarlægðir að framkvæmdum loknum. Hægt verð- ur að fylgjast með framvindu mála við Eldvatn um helgina. Vegagerðin hefur sett upp mynda- vél á verkstað þar sem hægt verð- ur að fylgjast með hverning miðar, og nýjar myndir fara í loftið á 5-10 mínútna fresti. „Gangurinn í þessu verkefni er góður gangur, en þessu á að verða lokið í september næstkom- andi,“ segir Einar Már Magnússon, umsjónarmaður Vegagerðarinnar á verkstað, þegar Morgunblaðið ræddi við hann eystra í gær. Munck Íslandi ehf. er verktaki við brúarsmíðina en Framrás hf. í Vík hefur vegagerð með höndum. Nýja brúin kemur, sem kunnugt er í stað eldri brúar sem lakaðist mik- ið í Skaftárhlaupi haustið 2015. Þá gróf mikið undan eystri landstólpa svo brúin var lokuð allri umferð fyrst á eftir, en síðar þyngri öku- tækjum. Nýja brúin er kippkorn neðar en sú eldri og tekur stað- arval hennar mið af árflóðum sem koma nokkuð regulega á þessum slóðum. Brúin sett á stöpla um helgina Morgunblaðið/Sigurður Bogi Eldvatn Svona var umhorfs á verkstað í gærdag. Brúin er á syðri bakkanum og verður nú dregin út á gulu stöplana. Framkvæmdum við nýja brú yfir Eldvatn í Skaftártungu miðar vel Einar Már Magnússon

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.