Morgunblaðið - 25.05.2019, Qupperneq 11
FRÉTTIR 11Innlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 25. MAÍ 2019
TAUBLEIUBÚÐIN ÞÍN
Kíktu á netverslun okkar
bambus.is
Nýbýlavegi 8 – Portið, sími 847 1660, www.bambus.is, bambus@bambus.is
bambus.is bambus.is • Opið mánudaga og fimmtudaga frá kl. 10-14
gisting.dk
499 20 40 (Íslenskur sími) 32 55 20 44 (Danskur sími)
Herbergi frá Dkk 300 Íbúðir frá Dkk 900
Kaupmannahöfn
Flottir
í fötum
Laugavegi 77, 101 Reykjavík - Sími 551-3033
gallabuxur
Opið 11-15 í dag
Bæjarlind 6 | sími 554 7030
Við erum á facebook
Kr. 5.900
Str. M-XXXL
Fleiri litir og munstur
Bolir
10%
-20%
afsláttur
AFSLÁTTUR AF
ÖLLUM YFIRHÖFNUM
Skoðið LAXDAL.is
Skipholti 29b • S. 551 4422
Engjateigi 5 // 581 2141 // hjahrafnhildi.is
Verð 20.980
Stærðir 36-50 – Þrjár síddir
Flottar í golfið
Þessi gullfallega mynd er til sölu.
„Nakin Kona“ stærð 65 x 91 cm.
(79 x 106 cm í ramma)
Máluð í París 1936.
Kauptilboð óskast sent á netfangið:
listaverk2019@gmail.com fyrir 16. júní 2019.
Lágmarkstilboð er frá kr. 15.000.000.
Málverk eftir Gunnlaug Blöndal
Haft var eftir Mörthu Ernstsdóttur í
blaðinu í gær að hún væri fyrsta ís-
lenska móðirin til þess að keppa á
Ólympíuleikum en það er ekki rétt.
Hrafnhildur Guðmundsdóttir sund-
kona eignaðist son 1967 og keppti á
Ólympíuleikunum í Mexíkó árið eft-
ir. Beðist er velvirðingar á mistök-
unum.
LEIÐRÉTT
Hrafnhildur var
mamma á Ól 1968
Alþjóðlegi skjaldkirtilsdagurinn er
í dag. Af því tilefni efnir Skjöldur –
félag um skjaldkirtilssjúkdóma til
fyrirlesturs sem nefnist: Hver ber
ábyrgð á heilsu þinni? Það er Ró-
bert Guðfinnsson athafnamaður
sem fjallar um efnið.
Fyrirlesturinn verður í safnaðar-
heimili Seljakirkju í Reykjavík og
hefst klukkan 13 í dag. Allir eru
velkomnir. Félagsmenn í Skildi fá
endurgjaldslausan aðgang með ein-
um gesti.
Skjöldur hefur í tilefni af skjald-
kirtilsdeginum gefið út upplýs-
ingabækling fyrir nýgreinda
skjaldkirtilssjúklinga og aðstand-
endur þeirra.
Félagið hefur þann tilgang að
upplýsa um sjúkdóma skjaldkirtils-
ins sem og að gæta hagsmuna
þeirra sem sjúkdóminn hafa.
Fyrirlestur um
skjaldkirtilinn
Upplýsingavefurinn Heilsuvera hef-
ur haft merkjanleg áhrif á samskipti
og heimsóknir á heilsugæslustöðvar
á höfuðborgarsvæðinu síðustu árin.
Frá því vefurinn var tekinn í notkun
árið 2014 hefur notkun hans farið sí-
vaxandi og árið 2018 voru liðlega 65
þúsund erindi afgreidd í gegnum
Heilsuveru og rafrænum fyrir-
spurnum til heilsugæslunnar fjölg-
aði um hátt í 17 þúsund milli áranna
2017 og 2018. Þetta kemur fram í
fréttatilkynningu.
Þar segir enn fremur að á sama
tíma hafi hefðbundnum viðtölum á
heilsugæslustöðvum fækkað um lið-
lega 3.500 milli áranna 2017 og 2018
og símtölum fækkað um hátt í 24
þúsund.
Vefurinn heilsuvera.is er sam-
starfsverkefni Heilsugæslu höfuð-
borgarsvæðisins og Embættis land-
læknis. Vefnum er ætlað að koma á
framfæri til almennings áreiðan-
legum upplýsingum um heilsu,
þroska og áhrifaþætti heilbrigðis,
ásamt því að opna aðgengi ein-
staklinga inn á eigin sjúkraskrá og
gera fólki mögulegt að vera í sam-
bandi við heilsugæsluna sína í gegn-
um netið.
Í tilkynningu segir að þjónusta
heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins
hafi verið í stöðugri þróun undan-
farin ár og vefurinn, heilsuvera.is, sé
meðal annars afrakstur þeirrar
vinnu.
Eitt af því sem vefurinn býður
upp á er netspjall á virkum dögum á
dagvinnutíma og hægt er að fá síma-
ráðgjöf í reykbindindi á virkum dög-
um milli kl. 17 og 20.
Heilsuvefur nýtur vinsælda Alþjóðlega verslunarkeðjan COS
opnaði í gær 600 fermetra tísku-
vöruverslun fyrir karla og konur
á tveimur hæðum á Hafnartorgi.
Er þetta fyrsta verslun COS á Ís-
landi en verslunin hefur átt mikl-
um vinsældum að fagna um heim
allan. Verslunin er við Tryggva-
götu 27. Afgreiðslutíminn er
lengri en venja er í miðbæ
Reykjavíkur, eða alla daga frá
10.00-19.00, nema sunnudaga frá
kl. 13.00-18.00. Bílakjallari undir
Hafnartorgi er opinn almenningi
og verður frítt að leggja þar um
helgina.
Verslun COS opnuð á Hafnartorgi