Morgunblaðið - 25.05.2019, Page 22
BAKSVIÐ
Pétur Hreinsson
peturh@mbl.is
Landsbankinn og Íslandsbanki
hafa báðir í skoðun að lækka hluta
útlánavaxta sinna í kjölfar 0,5 pró-
senta stýrivaxtalækkunar Seðla-
banka Íslands frá því á miðviku-
dag. Í gær kom fram að Arion
banki hefði lækkað óverðtryggða
íbúðalánavexti sem hefur áhrif á ný
íbúðalán og lán
sem bera breyti-
lega vexti.
Breytilegir vext-
ir á vöxtum
óverðtryggðra
íbúðalána Arion
banka lækka um
0,5% og fara í
6,1%. Fastir
vextir lækka jafn
mikið og verða
6,45%. Segir í til-
kynningu að vaxtaákvarðanir
Seðlabankans hafi fyrst og fremst
áhrif á óverðtryggða vexti. Að sögn
Elínborgar V. Kvaran, markaðs-
fulltrúa Landsbankans, mun bank-
inn lækka vexti í kjölfar ákvörð-
unar Seðlabankans. Endanleg
niðurstaða liggur þó ekki fyrir en
ný vaxtatafla Landsbankans verður
kynnt í næstu viku. Breytingar á
vaxtastigi eru sömuleiðis til skoð-
unar hjá Íslandsbanka að sögn
Eddu Hermannsdóttur, samskipta-
stjóra bankans.
125 þúsund á ári
Ásgeir Jónsson, dósent og for-
seti hagfræðideildar Háskóla Ís-
lands, segir þessa þróun eðlilega
og af hinu góða enda nýtur al-
menningur góðs af lægri vöxtum.
Hægt er að taka einfalt dæmi af 25
milljóna króna íbúðaláni til 25 ára
og lækkun um hálfa prósentu.
Myndi sú lækkun hafa í för með
sér lækkun á greiðslubyrði um 125
þúsund krónur á ári. „Það eru
verulegir peningar. Við munum
væntanlega sjá allt vaxtarófið
hliðrast niður hérlendis sem skilar
verulegum ábata fyrir almenning,“
segir Ásgeir í samtali við Morgun-
blaðið.
Ásgeir nefnir einnig að frekari
vaxtalækkanir séu mikilvægar fyrir
íslenskan efnahag í heild sinni en
raddir um kólnun hagkerfisins hafa
orðið sífellt háværari að undan-
förnu, sér í lagi í ljósi samdráttar í
ferðaþjónustunni.
„Það liggur fyrir að það er að
hægja á ferðaþjónustunni. Aðrar
greinar þurfa nú að taka við kefl-
inu. Lægri vextir ættu vonandi að
hvetja áfram fjárfestingu og fram-
tak í öðrum atvinnugreinum,“ segir
Ásgeir.
Eins og aðrar þjóðir
„Þetta hefur verið dálítið öfug-
snúið hjá okkur – þar sem við höf-
um þurft að hækka vexti í upphafi
samdráttarskeiða til að styðja við
krónuna. Ástæðan er sú að innlend
eftirspurn fór yfirleitt úr böndun-
um á hagvaxtarskeiðum – sem
leiddi til viðskiptahalla og ójafn-
vægis á greiðslujöfnuði. Svo þegar
efnahagslífið tók að kólna leiddi
það yfirleitt til veikingar á krón-
unni – sem aftur kallaði á
peningalegt aðhald og jafnvel
vaxtahækkanir ofan í niðursveifl-
una. Þetta hefur verið þannig síðan
vextir urðu frjálsir, eða frá 1985,“
segir Ásgeir og heldur áfram:
„Núna fyrst erum við farin að geta
notað vexti eins og aðrar þjóðir; til
þess að mýkja niðursveifluna. Sem
er mjög jákvætt,“ segir Ásgeir og
játar því að um ákveðið þroska-
merki sé að ræða á íslensku hag-
kerfi. „Það hefur átt sér stað kerf-
isbreyting. Ísland var land með
stöðugan viðskiptahalla – nokkurn
veginn frá stríðslokum – sem flutti
inn fjármagn. Við höfum breyst í
land með viðskiptaafgang – land
sem flytur út fjármagn. Það mun
leiða til þess að langtímavaxtastig
hérlendis – sérstaklega ef litið er
til raunvaxta – mun færast nær því
sem þekkist erlendis. Lífeyriskerf-
ið okkar á stóran þátt í þessu – en
það hefur kallað fram gríðarlegan
sparnað hérlendis,“ segir Ásgeir.
Hann nefnir að vextir til lengri
tíma hafi lækkað á markaði að und-
anförnu. Til að mynda hafi vextir á
verðtryggðum ríkisbréfum farið úr
6% niður í tæp 4% á nokkrum
mánuðum. Þá hafi íbúðabréf Íbúða-
lánasjóðs, auðkennd sem HFF 44,
sem jafnan eru viðmiðið í verð-
tryggðum vöxtum, lækkað úr 1,8%
í 1% á sex mánuðum.
Hefur legið í loftinu
„Þessir löngu vextir hafa verið
að lækka og hafa lækkað áður en
Seðlabankinn lækkaði vexti. Þar
spila inn í væntingarnar um að
Seðlabankinn myndi lækka vexti.
Seðlabankastjóri var búinn að lýsa
því yfir að vextir gætu lækkað og
því hefur það legið í loftinu í dálít-
inn tíma,“ segir Ásgeir og nefnir að
verðbólguvæntingar hafi haldist í
skorðum þrátt fyrir blikur á lofti í
upphafi þessa árs hvað varðar
kjarasamninga. Það verkefni hafi
verið leyst með betri hætti en
flestir bjuggust við.
Vaxtarófið hliðrast niður
Vextir Seðlabankans frá janúar 2000 til maí 2019
20%
15%
10%
5%
0%
2000 2001 2002 2003 2004 2005 2006 2007 2008 2009 2010 2011 2012 2013 2014 2015 2016 2017 2018 2019
Heimild: Seðlabanki Íslands
Frá 21. maí 2014
Vextir á 7 daga
bundnum innlánum
Fram til og með 7. apríl 2009
Vextir á lánum gegn veði
8. apríl til 29. september 2009
Vextir á viðskiptareikningum
30. september 2009
til 20. maí 2014
Einfalt meðaltal vaxta
á viðskiptareikningum
og hámarksvaxta á
innstæðubréfum með
28 daga binditíma
Ísland er loksins farið að geta notað vexti til þess að mýkja niðursveifluna
Bankarnir þegar byrjaðir að lækka útlánavexti í kjölfar stýrivaxtalækkunar
22 FRÉTTIRViðskipti | Atvinnulíf
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 25. MAÍ 2019
Vantar þig
ráðleggingar
við sölu eignar
þinnar?
s 893 6001
Kópavogi | Selfossi | s 893 6001 | beggi@fasteignasalan.is
Guðbergur
Guðbergsson
Löggiltur fasteignasali
og leigumiðlari
Eltak sérhæfir sig í sölu
og þjónustu á vogum
Bjóðum MESTA úrval
á Íslandi af smáum
og stórum vogum
Skannaðu kóð-
ann til að sjá
gengið eins og
það er núna á
25. maí 2019
Gengi Kaup Sala Mið
Dollari 123.84 124.44 124.14
Sterlingspund 156.55 157.31 156.93
Kanadadalur 91.88 92.42 92.15
Dönsk króna 18.452 18.56 18.506
Norsk króna 14.129 14.213 14.171
Sænsk króna 12.826 12.902 12.864
Svissn. franki 122.71 123.39 123.05
Japanskt jen 1.1246 1.1312 1.1279
SDR 170.41 171.43 170.92
Evra 137.81 138.59 138.2
Meðalgengi/Viðskiptavog þröng 167.8938
Hrávöruverð
Gull 1275.95 ($/únsa)
Ál 1746.0 ($/tonn) LME
Hráolía 70.86 ($/fatið) Brent
Stýrivaxtalækkun hefur það m.a. í för með sér að lána-
kjör bankanna gagnvart Seðlabankanum batna. En afar
háar eiginfjárkröfur hér á landi, sem eru á bilinu 18,8-
20,5%, samkvæmt Hvítbók, hafa sett útlánavexti
skorður. Tilgangur þeirra er að gera banka betur í stakk
búna til þess að standa af sér erfiðleika. Ari Teitsson,
formaður stjórnar Sparisjóðs Suður-Þingeyinga, segir
sjóðinn glíma við stöðugt hækkandi eiginfjárkröfur en
þær námu 8% fyrir hrun. „Það eru þrír möguleikar til
þess að auka eigið fé. Í fyrsta lagi að græða. Í öðru lagi
að sækja aukið stofnfé. Í þriðja lagi er heimilt að taka
víkjandi lán til þess að mæta hluta af kröfunni,“ segir
Ari. „En það þarf að hafa í huga að
þessar háu kröfur um eigið fé eru
kostnaður. Ef eigið fé er víkjandi lán
þá er það langdýrasta fjármögnunin
sem hægt er að fá. Og þeir sem
leggja til hlutafé gera auðvitað kröf-
ur um arð.“ Ari nefnir að sjóðurinn
hefði getað lánað 5-10% meira ef
ekki væri fyrir þessa háu eiginfjár-
kröfu. „Allar svona kröfur kosta. Og
það liggur í augum uppi að allur aukinn kostnaður við
fjármálakerfið endar bara í vöxtunum.“
Aukinn kostnaður við fjármálakerfið
EIGINFJÁRKRÖFUR Á BANKA OG SPARISJÓÐI
Ari Teitsson
Ásgeir
Jónsson