Morgunblaðið - 25.05.2019, Qupperneq 25

Morgunblaðið - 25.05.2019, Qupperneq 25
25 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 25. MAÍ 2019 Blak á Klambratúni Góða veðrið þessa dagana nýtist vel til leikja og útiveru. Eggert Nítíu ára aldur er hár aldur. Enginn af mínum áum hefur náð þeim aldri. Í tilviki fyrirtækja og fé- lagasamtaka er níutíu ára starfsemi líka langur tími. Í stjórn- málum, þar sem vikan þykir löng, eru 90 ár afar langur tími. Sjálfstæðisflokk- urinn fagnar níutíu ára afmæli í dag. Tölfræðin hér á landi og annars stað- ar í hinum vestræna heimi sýnir það og sannar að þeim fer frekar fjölg- andi flokkunum sem teljast nýir en hinum sem ná að komast á virðulegan aldur. Fyrir því geta verið ýmsar ástæður, að því er manni stundum virðist jafn margar og þeir eru menn- irnir sem að stofnun flokkanna koma. Flokkar spretta upp af minnsta til- efni. Vegna einstakra mála (svokall- aðir einsmálsflokkar) eða vegna per- sónulegs metnaðar þess sem ekki fær framgang í sínum flokki. Dæmi um þetta eru þekkt frá upphafi sögu stjórnmálaflokka. Í síðari tíð hafa reglur um fjármál stjórnmálaflokka svo án efa haft áhrif á fjölda stjórn- málaflokka með því að nú er þeim tryggt fé úr vösum skattgreiðenda að uppfylltum vægum skilyrðum. Flokk- ar sem stofnað er til í þessum tilgangi eiga sjaldan langa lífdaga. Til að end- ast í stjórnmálum þurfa bæði flokkar og fólkið í þeim að eiga erindi. Erindið Sjálfstæðisflokkurinn átti árið 1929 brýnt erindi við landsmenn. Hann var stofnaður með samruna Íhaldsflokks- ins og Frjálslynda flokksins. Heiti þessara þriggja flokka bera með sér allt það sem prýða má góðan stjórn- málaflokk. Íhaldssemi, frjálslyndi og sjálfstæði. Erindi Sjálfstæðisflokks- ins gagnvart þjóðinni var frá upphafi að stuðla að víðsýnni og þjóðlegri um- bótastefnu á grundvelli einstaklings- frelsis og atvinnufrelsis með hags- muni allra stétta fyrir augum. Fullvalda ríki og fullvalda ein- staklingar. Það var erindi Sjálfstæðisflokksins árið 1929. Höfum við náð þessum mark- miðum? Getur verið að erindi Sjálf- stæðisflokksins sé lokið? Það ætti að vera hverjum manni ljóst hver stjórnskipuleg staða Íslands er gagnvart öðr- um ríkjum. Ísland er full- valda og sjálfstæð þjóð og í samanburði við langflest ríki heims er frelsið einna mest hér. Ekkert af þessu kom af sjálfu sér eða í einni sviphendingu og þetta mun ekki tapast í einu lagi. Það er hins veg- ar ekki tryggt að þessir jákvæðu eiginleikar sem við búum við tapist ekki eða skerðist á einhvern hátt. Atvinnu- frelsi manna er á ýmsan hátt tak- markað, að sumu leyti með ómálefna- legum hætti. Síbreytilegir lífshættir, almennt viðhorf manna og þróun í vísindum og tækni gerir þá kröfu til okkar að frelsi einstaklings til orðs og æðis sé stöðugt umhugsunarefni, með það að markmiði að frelsið nái til nýrra þátta sem voru mönnum fram- andi áður fyrr. Vilji menn ekki glata frelsinu þarf að standa vörð um það. Sjálfstæðisflokkurinn á enn brýnt er- indi að þessu leyti. Fullveldi og sjálfstæði getur líka glatast auðveldlega þótt ólíklegt sé að það gerist í einni svipan. Sjálfstæðis- flokkurinn hefur frá upphafi haft for- göngu um samvinnu við aðrar þjóðir. Fátt er mikilvægra einmitt lítilli ey- þjóð. Um leið verður lítil eyþjóð að hafa sína eigin hagsmuni í fyrirrúmi því það gerir engin önnur þjóð fyrir hana þótt vinveitt sé. Með auknu mik- ilvægi alþjóðlegrar samvinnu á öllum sviðum verður það að vera sérstakt markmið stjórnmálamanna að standa vörð um fullveldi og sjálfstæði Ís- lands. Sjálfstæðisflokkurinn á hér einnig brýnt erindi. Óviðjafnanlegur stuðningur Í opnunarhófi hins ágæta Lands- réttar í byrjun síðasta árs varpaði ég fram þeirri spurningu hvort hið litla eyríki okkar, lýðveldið Ísland, væri mögulega farsælasta þjóðfélag ver- aldarsögunnar. Ég hef ekki haft mikl- ar efasemdir um að þessi spurning eigi rétt á sér. Hún er hið minnsta umræðunnar virði þótt það hvarfli ekki að nokkrum manni að slíkum spurningum um mannlegt samfélag megi svari í eitt skipti fyrir öll. Til þess er maðurinn blessunarlega of flókið og hverfult viðfang. Einmitt það gerir hann að manns gamni að við erum sjálfstæðir einstaklingar, við erum fjölbreytt og fögnum því þótt við séum öll af sömu þúfunni. Húðlit- ur, landsvæði og trúarbrögð hafa engan einkarétt á fjölbreytninni. Hver einstaklingur er einstakur óháð ytri einkennum. Ég segi ætíð með nokkru stolti frá því að ég er alin upp á miklu sjálf- stæðisheimili. Með því á ég við að virðing var borin fyrir sjálfstæði í tvennum skilningi en ekki ótengdum. Fyrir sjálfstæði einstaklingsins. Og fyrir sjálfstæði þjóðarinnar. Það er þannig að á meðan við ákveðum að deila lögunum þurfum við að hafa sjálfdæmi um hver lögin eru og hver setur þau. Það er því gegn öllum rökum að sjálfstæðir ein- staklingar í sjálfstæðu ríki lúti fyrir- mælum annarra. Þess vegna voru mér það sár von- brigði að sjá íslensk stjórnmál, fjöl- miðla og réttarkerfið falla á kné þeg- ar erlend nefnd sem ekkert umboð hefur frá sjálfstæðum Íslendingum gerði atlögu að dómskerfi okkar Ís- lendinga. Aldrei áður í sögu lýðveld- isins höfðu handhafi framkvæmda- valds, handhafar löggjafarvalds og handhafar dómsvalds á Íslandi, auk jafnvel forseta Íslands umfram skyldu, fest nýja stofnun í sessi með jafn afgerandi hætti. Landsréttur og dómararnir fimmtán sem réttinn skipa hafa einstakan stuðning þeirra er málið varðar. Ég treysti því að þegar frá líður verði litið á þessa atlögu frá pólitísk kjörnum dómurum í Strassborg með sömu augum og minnihlutinn gerði. Sem umboðslaust pólitískt at. Næstu ár Við sem höfum verið kjörin til starfa á lýðræðislegum vettvangi, í landsmálum eða sveitarstjórnum, til lengri eða skemmri tíma fyrir hönd Sjálfstæðisflokksins hljótum að þakka landsmönnum samfylgdina í 90 ár. Ég lít bjartsýn til næstu 90 ára í sögu Sjálfstæðisflokksins. Eftir Sigríði Ást- hildi Andersen » Það er því gegn öll- um rökum að sjálf- stæðir einstaklingar í sjálfstæðu ríki lúti fyrir- mælum annarra. Sigríður Á. Andersen Höfundur er alþingismaður. Sjálfstæði Frumvarp um sér- staka gjaldtöku í fisk- eldi liggur fyrir Al- þingi. Samtök fyrirtækja í sjávar- útvegi hafa lýst sig mótfallin frumvarp- inu. Gjaldtaka í ein- hverju formi er hins vegar ekki útilokuð þegar rekstur í fisk- eldi er orðinn tryggur og löggjöf skýr. Sú er staðan ekki í dag. Fiskeldi í sjó á Íslandi er ung at- vinnugrein sem hefur mikla mögu- leika, en er enn að slíta barns- skónum. Þannig er greinin sem heild rekin með tapi og hefur verið það síðustu árin. Ekkert þeirra fyr- irtækja sem hafa undirbúið eða hafið starfsemi eru komin með fulla rekstrargetu. Umfangsmikil fjár- festing er því framundan. Á slíkum tímapunkti þarf að gæta vel að þeim jarðvegi sem stjórnvöld skapa með lögum og reglum. Mælanlegur skaði Í fyrirliggjandi frumvarpi er lagt til að fiskeldisfyrirtæki greiði 3,5% af tekjum í sérstakan skatt, auk annarra fyrirtækjaskatta og opin- berra gjalda. Aukinheldur greiðir greinin bæði umhverfisgjald, sem er fyrirhugað að hækka um 67%, og aflagjald. Þessi gjöld þekkjast ekki í helstu samkeppnislöndum. Þá verður ekki fram hjá því litið að flutn- ingskostnaður og launakostnaður er töluvert hærri hér á landi en í helstu sam- keppnislöndum og vörugjöld eru greidd við útflutning. Ætla má að skerðing á sam- keppnishæfni með hinni íslensku skattheimtu nemi því hátt í 8% af söluverði afurða. Þar af er auðlindagjaldið tæplega helmingur. Markmið fjarlægist Markmið laga um fiskeldi hér á landi er að skapa atvinnugreininni skilyrði til uppbyggingar, svo hún verði burðug efnahagsstoð og hafi jákvæð áhrif á byggð í landinu. Með auknum umsvifum fiskeldis munu tekjur sveitarfélaga og ríkis eðli máls samkvæmt aukast. Sér- staka gjaldtöku þarf ekki til. Gjaldtaka sem frumvarpið boðar mun draga úr þrótti fyrirtækja og minnka tekjur sem samfélagið fær frá starfseminni. Stjórnvöld verða að horfa til samkeppnisstöðu út- flutningsfyrirtækja og hafa að leið- arljósi að ekki séu lagðar þyngri byrðar á þau en á sambærileg fyrirtæki í öðrum löndum. Skert samkeppnisstaða dregur úr fjár- festingu og þar með verðmæta- sköpun, hægir á hjólum efnahags- lífsins og þar með fjölgun starfa og veikir skattstofna til lengri tíma, bæði hjá sveitarfélögum og ríki. Með öðrum orðum verður allra tap, sem gengur þvert á markmið lag- anna. Erfið samkeppni Noregur, Síle, Skotland og Kan- ada innheimta ekki sérstakan skatt á laxeldi. Færeyjar eru í sérflokki bæði hvað varðar lágan rekstrar- kostnað og hærra markaðsverð og hefur laxeldi þar í landi átt afar góð rekstrarár undanfarið. Þar er greiddur 4,5% skattur af tekjum. Færeyingar lögfestu auðlinda- skatt þegar framleiðsla þar í landi var orðin margfalt meiri en hér- lendis. Í Færeyjum eru aðstæður til laxeldis einkar ákjósanlegar og er framleiðslukostnaður á eldisaf- urðum einn sá lægsti í heiminum. Þá er fyrirtækjaskattur lægri í Færeyjum en á Íslandi. Þess vegna búa Færeyingar nú þegar yfir ákveðnu samkeppnisforskoti. Þessu til viðbótar selst eldislax frá Færeyjum á talsvert hærra verði en frá öðrum löndum, en markaðir í Rússlandi og Kína standa þeim opnir. Til dæmis er verð á eldislaxi frá Færeyjum að jafnaði um 10 til 20% hærra en verð á eldislaxi frá Noregi. Allar þessar aðstæður hafa leitt til þess að fiskeldi í Færeyjum hefur skilað verulegum hagnaði á undanförnum fjórum árum og greinin er nánast skuldlaus. Þess má jafnframt geta að Norð- menn voru búnir að stunda arð- bært fiskeldi í um 40 ár áður en umræða um auðlindaskatt hófst þar í landi. Stjórnarflokkar í Nor- egi hafa hins vegar nýlega slegið út af borðinu sérstaka skattlagningu á sjávarútveg og fiskeldi. Þeir telja mikilvægara að fyrirtækin hafi svigrúm til fjárfestinga í heima- byggð. Ábati þess er talinn skila sér betur til samfélagsins heldur en skattheimta. Í því samhengi er rétt að geta þess að fram- leiðslukostnaður á Íslandi er tug- um prósenta hærri en í Noregi og ljóst er að munurinn eykst enn frekar sé auðlindagjaldi bætt við hér á landi. Það má því sjá í hendi sér hversu skaðleg fyrirhuguð gjaldtaka er. Noregur og Færeyjar eru aug- ljóslega í yfirburðastöðu í saman- burði við Ísland. Í báðum þessum löndum var fiskeldisfyrirtækjunum gefið verulegt svigrúm til þess að stækka og dafna án opinberra hindrana. Sú ákvörðun reyndist farsæl og skilaði sér í stórauknum gjaldeyristekjum. Hagsæld liggur í hafi Til að viðhalda 3% hagvexti til næstu 20 ára, án þess að auka skuldsetningu, þarf að auka út- flutningstekjur þjóðarinnar um 1.000 milljarða króna. Það er 50 milljarða króna aukning á hverju einasta ári næstu 20 árin. Miðað við þróun útflutningstekna á liðn- um árum er verkefnið ærið. Í ljósi þessa er sérstaklega brýnt að styðja við útflutningsgreinar, frek- ar en að draga úr þeim mátt með ótímabærri skattlagningu. Aukning útflutningsverðmæta frá nýjum at- vinnugreinum í vexti er nauðsynleg til að tryggja hagsæld til framtíðar. Með ótímabærri skattlagningu á tekjur, þegar verulega brennur á að fjárfesta í tækjum, búnaði og markaðsstarfi, er verið að fyrir- gera því að fyrirtækjum takist að byggja upp arðbæra og umhverfis- væna framleiðslu með bestu fáan- legu tækni. Það getur varla verið niðurstaða sem löggjafinn batt von- ir við með smíði frumvarpsins. Heiðrún Lind Marteinsdóttir » Sérstaklega er brýnt að styðja við útflutningsgreinar, frekar en að draga úr þeim mátt með ótíma- bærri skattlagningu. Heiðrún Lind Marteinsdóttir Höfundur er framkvæmdastjóri SFS. Frumbernska fiskeldis skattlögð

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.