Morgunblaðið - 25.05.2019, Page 26
26 UMRÆÐAN
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 25. MAÍ 2019
Smiðjuvegi 4C | 200 Kópavogur | Sími 587 2202 | hagblikk@hagblikk.is | hagblikk.is
HAGBLIKK
Álþakrennur
& niðurföll
Þakrennurnar eru frá GRÖVIK VERK í Noregi
Þær eru einfaldar í uppsetningu
HAGBLIKK
Ryðga ekki
Brotna ekki
Litir á lager:
Svart, hvítt, ólitað, rautt
silfurgrátt og dökkgrátt
Ég er nýkomin heim frá Winnipeg í Kanada þar sem ég sóttifjölmennt hundrað ára afmælisþing Þjóðræknisfélagsins íNorður-Ameríku og ferðaðist um Íslendingabyggðir viðWinnipegvatn og í Norður-Dakóta. Ég varð djúpt snortin
eins og flestir Íslendingar sem koma í fyrsta sinn á þessar slóðir. Það
er áhrifaríkt að hitta Vestur-Íslendinga, jafnvel af annarri eða þriðju
kynslóð, sem svara manni á kjarnyrtri og safaríkri íslensku og leiða
fjöldasöng með íslenskum
ættjarðarljóðum. Að sönnu
fer þeim fækkandi af yngri
kynslóðinni sem tala ís-
lensku reiprennandi, sem er
ekki að undra, en áhuginn á
Íslandi og upprunanum er
engu að síður lifandi og ein-
lægur. Snorraverkefnið,
sem hefur síðustu tuttugu ár
gefið ungu fólki á aldrinum
18-28 ára af íslenskum upp-
runa tækifæri til að dvelja á
Íslandi til að kynnast landi,
menningu og þjóð, hefur þar
skipt miklu máli.
Íslenskan og íslensk menn-
ing var grunnur menningar-
legrar sjálfsmyndar fyrstu
kynslóða Vestur-Íslendinga,
ekki síst í Nýja Íslandi, en
um leið sneru þeir sér af
alefli að því að taka þátt í
kanadísku og bandarísku
samfélagi, mennta börn sín í
nýja heiminum og kenna þeim ensku svo að þau gætu látið til sín taka á
nýjum stað. Hvorttveggja gat þrifist hlið við hlið, ræktarsemin við
upprunann og uppbygging á nýjum stað. Um vesturíslenskt mál og
menningu má fræðast í nýju riti, Sigurtungu (ritstjórar Ásta Svav-
arsdóttir, Höskuldur Þráinsson og Úlfar Bragason), sem er afrakstur
viðamikillar rannsóknar á þróun vesturíslensku og á menningu ís-
lensku landnemanna og bókmenntum.
Saga vesturferðanna kennir okkur auðmýkt og eflir skilning á flókn-
um aðstæðum innflytjenda í okkar samfélagi, og hve menning hvers og
eins er þeim dýrmæt eins og íslensk tunga og menning var þeim Ís-
lendingum sem fluttu vestur um haf. Rannsóknir sýna einnig að börn
innflytjenda standa höllum fæti í íslensku skólakerfi og eru líklegri til
að hverfa frá námi. Færni í íslensku er höfuðatriði í velgengni þeirra
og því er nauðsynlegt að efla kennslu í íslensku sem öðru máli í skóla-
kerfinu. Einnig þarf að hlúa að móðurmáli þeirra. Þetta er líklega eitt
mikilvægasta verkefnið í menntakerfinu og lausn á því þolir enga bið.
Mennta- og menningarmálaráðherra hefur mælt fyrir þingsályktun
þar sem hvatt er til vitundarvakningar um mikilvægi íslensku. Lögð er
sérstök áhersla á kennslu íslensku sem annars máls og ber að fagna.
Mikilvægt er að öllum innflytjendum sé tryggð vönduð kennsla í ís-
lensku máli, þeim helst að kostnaðarlausu, og sjálfsögð fræðsla um
margslungna sögu byggðar í landinu. Þannig verða þeir virkir og full-
gildir þátttakendur í samfélaginu um leið og við virðum menningu og
tungu þeirra sjálfra.
Móðurmál og
innflytjendur
Tungutak
Guðrún Nordal
gnordal@hi.is
Kennsla „Færni í íslensku er höfuðatriði í vel-
gengni þeirra og því er nauðsynlegt að efla
kennslu í íslensku sem öðru máli í skólakerfinu.“
Morgunblaðið/Hari
Sjálfstæðisflokkurinn á 90 ára afmæli í dag. Áþeirri löngu ævi hefur hann afrekað margt.Flokkurinn var stofnaður um sjálfstæðismáliðog bar það fram til sigurs með stofnun lýðveld-
is á Þingvöllum 17. júní 1944. Það var ekki sjálfgefið á
þeim tíma að sú yrði niðurstaðan og þar var Sjálfstæðis-
flokkurinn ekki einn að verki. Áhrifamikil öfl á vinstri
kantinum vildu bíða.
Sjálfstæðisflokkurinn hafði líka forystu um mótun ut-
anríkisstefnu hins unga lýðveldis, ásamt Framsóknar-
flokki og Alþýðuflokki, á viðsjárverðum tímum. Þar
voru aðild að Atlantshafsbandalaginu 1949 og varnar-
samningurinn við Bandaríkin 1951 lykilþættir.
Sjálfstæðisflokkurinn var líka leiðandi þegar fyrstu
skrefin í útfærslu fiskveiðilögsögunnar voru tekin með
útfærslu í fjórar sjómílur. Honum skrikaði fótur þegar
kom að 50 mílna útfærslunni og vildi heldur miða þá út-
færslu við 400 metra dýptarlínu, sem enginn kjósandi
skildi. Úrslit þingkosninganna 1971 voru líka í samræmi
við það.
Flokkurinn náði sér á strik með því að hafa forystu
um útfærslu í 200 sjómílur 1975 og með
því að leiða þá útfærslu til lykta þegar
Bretar hörfuðu af Íslandsmiðum 1. des-
ember 1976.
Þetta er glæsileg saga. En nú er öld-
in önnur og þessi 90 ára gamli flokkur
er ekki svipur hjá sjón miðað við það sem áður var í
fylgi meðal kjósenda. Þess vegna er kominn tími á um-
fangsmikla endurnýjun sjálfstæðisstefnunnar. Hér eru
nokkrar tillögur um slíka endurnýjun:
Eitt mikilvægasta skrefið í þá átt er að næsti lands-
fundur Sjálfstæðisflokksins taki af öll tvímæli um þá
nýju sjálfstæðisbaráttu sem þessi litla þjóð kemst ekki
hjá að heyja á breyttum tíma. Það verður bezt gert með
því að landsfundurinn, æðsta vald í málefnum flokksins,
taki af skarið eftir þau mistök sem þingflokkur sjálf-
stæðismanna er að gera á Alþingi þessa dagana og sam-
þykki að aldrei skuli lagður sæstrengur til aðildarríkis
ESB. Með því eina móti er hægt að koma í veg fyrir að
fyrrnefnd mistök leiði til þess að ein helzta auðlind okk-
ar, orka fallvatnanna, falli undir regluverk ESB. Og
jafnframt, hafi Alþingi sjálft ekki afturkallað með form-
legum hætti aðildarumsókn Íslands að ESB, sem ráð-
herrar flokksins 2015 tóku þátt í alvarlegum blekking-
arleik um að hefði verið gert með einu bréfi, samþykki
landsfundur fyrirmæli til þingflokksins um það efni.
Annað grundvallarmál er að Sjálfstæðisflokkurinn
beiti sér af festu fyrir því, að ákvæði verði tekið upp í
stjórnarskrá um sameign þjóðarinnar á auðlindum
hennar, sem nú eru að mestu þrjár, þ.e. fiskimiðin, orka
fallvatnanna og ósnortin náttúra Íslands og að greiða
beri gjald fyrir nýtingu þeirra allra.
Frá því að lýðveldið var stofnað 1944 hefur lýðræð-
islegt stjórnarfar þróast með margvíslegum hætti.
Veikleikar fulltrúalýðræðisins eru núorðið öllum ljósir
og það verður sífellt algengara að þegnar einstakra
þjóðríkja taki ákvarðanir um meginmál í þjóð-
aratkvæðagreiðslum. Í fámennu samfélagi eins og okk-
ar blasir við að þjóðin sjálf á að taka milliliðalaust virk-
an þátt í grundvallarákvörðunum, sem Alþingi síðan
útfærir.
Sjálfstæðisflokkurinn á að sýna að hann skynjar þá
framtíðarstrauma sem eru á ferð og taka upp lifandi
baráttu fyrir því að beint lýðræði verði kjarninn í nýrri
stjórnarskrá lýðveldisins.
En hann á að gera fleira. Hann á að taka upp beint
lýðræði í eigin ranni, með þeim hætti að helztu trún-
aðarmenn flokksins verði kjörnir í kosningum, sem allir
flokksbundnir meðlimir geti tekið þátt í og með sama
hætti verði grunnstefna flokksins ákveðin.
Reynsla síðustu þriggja áratuga sýnir að það er kom-
inn tími á róttæka endurnýjun þeirrar
löggjafar sem skapar rammann utan
um íslenzkt atvinnulíf. Helzti veikleiki
þess hefur smátt og smátt komið í ljós.
Vegna þess hve fá við erum og mark-
aðurinn lítill, virka lögmál frjálsrar
samkeppni alls ekki á veigamiklum sviðum og of tak-
markað á öðrum sviðum. Þess vegna verður aftur og
aftur til einkarekin einokun, sem er ekki betri en rík-
iseinokun. Um þær breytingar sem þurfa að verða í
málefnum atvinnu- og viðskiptalífs eiga að fara fram
víðtækar umræður á vettvangi flokksins og í framhaldi
af þeim tillögur um breytingar á löggjöf á Alþingi.
Velferðarkerfið á Íslandi er orðið úrelt. Hið sama á
við um skólakerfið. Þar þarf að verða bylting. Hún á að
snúast um að öll áherzla verði á fyrstu árin í lífi ein-
staklinga. Í henni á að felast viðurkenning á því að leik-
skólastigið er mikilvægasta skólastigið. Ekki há-
skólastigið. Undirbúningur að þessari byltingu er
reyndar hafinn með hljóðlátum hætti. Sjálfstæðisflokk-
urinn á að taka upp virka baráttu með stuðningi við þær
víðtæku breytingar í málefnum barna, sem Ásmundur
Einar Daðason, félags- og barnamálaráðherra, hóf und-
irbúning að á fyrsta degi sínum í ráðherrastól.
Og loks er ljóst að stærsta mál næstu ára og áratuga
verða loftslagsmálin. Á því sviði á Sjálfstæðisflokkurinn
að taka frumkvæði sjálfur en ekki hlíta forsögn ann-
arra. Loftslagsmálin kalla á gjörbreytingu á lífsháttum
fólks.
Þessar hugleiðingar eru settar fram, grasrót Sjálf-
stæðisflokksins um allt land til umhugsunar.
Frumkvæði hennar og framtak er forsenda þess að
Sjálfstæðisflokkurinn nái að endurnýja sjálfan sig og
stefnu sína.
Ítarlegri umfjöllun um framangreint er að finna í bók
minni um Uppreisnarmenn frjálshyggjunnar, sem út
kom haustið 2017.
Tillögur um endurnýjun
sjálfstæðisstefnunnar
Til umhugsunar fyrir
grasrót flokksins.
Af innlendum
vettvangi …
Styrmir Gunnarsson
styrmir@styrmir.is
Í áróðri sínum fyrir ofursköttum áauðmenn vitnar franski hag-
fræðingurinn Thomas Piketty
óspart í skáldsögur þeirra Honorés
de Balzacs og Jane Austen: Nú sé
dreifing tekna og eigna að verða
eins ójöfn og á dögum þeirra, á önd-
verðri nítjándu öld. Ég hef þegar
bent á, að skáldsaga Balzacs, Faðir
Goriot, er ekki um óviðráðanlega
upphleðslu auðs, heldur fallvelti
hans. Skáldsaga Austen, Viska og
viðkvæmni (Sense and sensibility),
styður ekki heldur hugmyndir Pi-
kettys.
Flestir þekkja eflaust þessa
skáldsögu af verðlaunamynd Emmu
Thompson. Hún er um Dashwood-
systurnar þrjár, sem standa skyndi-
lega uppi tekjulágar og eignalitlar,
eftir að faðir þeirra fellur frá og
eldri hálfbróðir þeirra efnir ekki lof-
orð um að sjá fyrir þeim. Hrekjast
þær ásamt móður sinni af óðalinu,
þar sem þær höfðu alist upp. En
þetta segir okkur ekkert um þá
tekjudreifingu samkvæmt frjálsu
vali á markaði, sem Piketty hefur
þyngstar áhyggjur af, heldur sýnir
aðeins, hversu ranglátur óðalsrétt-
urinn forni var, þegar elsti sonur
erfði ættarjörðina óskipta. Þetta
sýnir líka, hversu ranglátt það var,
þegar stúlkur nutu ekki erfða til
jafns við syni. Nú á dögum eru báð-
ar þessar reglur fallnar úr gildi.
Leiða má þetta í ljós með hinum
kunna Gini-mælikvarða á tekju-
dreifingu. Þegar einn aðili í hóp hef-
ur allar tekjurnar er Gini-stuðullinn
1 en þegar allir í honum hafa sömu
tekjur er hann 0. Hefðu Dashwood-
systurnar erft sama hlut og hálf-
bróðir þeirra, eins og verið hefði á
okkar dögum, hefði Gini-stuðullinn
um tekjur þeirra eða eignir verið 0.
En af því að hálfbróðirinn erfði allt
einn var hann 1.
Elsta Dashwood-systirin, Elinor,
er skynsöm og jarðbundin, en systir
hennar, Marianne, lætur iðulega til-
finningarnar ráða. Marianne verður
ástfangin af hinum glæsilega John
Willoughby, sem lætur fyrst dátt við
hana, en kvænist síðan til fjár, eftir
að hann hafði sólundað arfi sínum,
og er það eitt dæmið af mörgum úr
skáldsögum Balzacs og Austen um
fallvelti auðsins. Allt fer þó vel að
lokum. Marianne lætur skynsemina
ráða, og þær Elinor giftast mönn-
um, sem þær treysta. Nú á dögum
hefðu þær líka haldið út á vinnu-
markaðinn og orðið fjárhagslega
sjálfstæðar. Kapítalisminn leysti
fólk úr álögum, ekki síst konur.
Athugasemdir og leiðréttingar vel þegnar
Hannes H. Gissurarson
hannesgi@hi.is
Fróðleiksmolar úr sögu og samtíð
Viska og viðkvæmni
í sögu Austens