Morgunblaðið - 25.05.2019, Side 28
28 UMRÆÐAN
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 25. MAÍ 2019
Smart
lands
blað
Fylgir Morgunblaðinu
föstudaginn 31. maí
Í Smartlandsblaðinu verður fjallað um
tískustrauma í fatnaði, förðun, snyrtingu, sólar-
kremum, sólgleraugum, sumarskóm og sundfatnaði
PÖNTUN AUGLÝSINGA:
Til kl. 16 mánudaginn 27. maí
NÁNARI UPPLÝSINGAR GEFUR:
Katrín Theódórsdóttir
Sími: 569 1105 kata@mbl.is
–– Meira fyrir lesendur
SÉRBLAÐ
63 skákmenn eru skráðir til leiks
á opna Íslandsmótinu sem hefst í
dag í salnum Hamrar í menning-
arsetrinu Hofi í miðbæ Akureyr-
ar. Mótið er haldið í tilefni 100
ára afmælis Skákfélags Akureyr-
ar og er jafnframt minningarmót
um Guðmund Arason, fyrrum for-
seta SÍ, sem einnig fæddist árið
1919 en fyrirtækið sem hann
stofnaði, Guðmundur Arason
smíðajárn er helsti styrktaraðili
mótsins.
„Opna Íslandsmótið“ var haldið
fyrst fyrir nokkrum árum og
skipulag þess dregur dám af
Reykjavíkurskákmótunum; tefld-
ar verða níu umferðir á átta dög-
um eftir tímamörkunum 90 30 á
40 leiki og 30 30 til loka skákar,
allir geta verið með og eru 15 er-
lendir skákmenn á þátttakenda-
listanum. Fara þar fremstir stór-
meistararnir Ivan Sokolov og
Tiger Hillarp Persson. Þá eru
fjórir indverskir skákmenn meðal
þátttakenda og einn frá Íran.
Elsti keppandinn kemur frá
Bandaríkjunum, Viktors Pupols,
en hann er fæddur árið 1934,
tefldi við Bobby Fischer á banda-
ríska unglingameistaramótinu ár-
ið 1955 – og vann!
Hannes Hlífar Stefánsson, Héð-
inn Steingrímsson, Helgi Áss
Grétarsson, Guðmundur Kjart-
ansson, bræðurnir Bragi og Björn
Þorfinnssynir, Þröstur Þórhalls-
son eru stigahæstir okkar manna.
Vignir Vatnar sigraði
á Meistaramóti
Skákskóla Íslands
Vignir Vatnar Stefánsson varð
efstur í A-flokki Meistaramóts
Skákskóla Íslands sem fram fór
um síðustu helgi. Þar tefldu skák-
menn með meira en 1600 elo-stig
allir við alla og hlaut Vignir 6 ½
vinning af sjö mögulegum. Í 2.
sæti varð Aron Thor Mai með 6
vinninga af sjö og í 3. sæti kom
Gauti Páll Jónsson 4 ½ vinning.
Í flokki skákmanna undir 1600
elo stigum voru þátttakendur 22
og þar sigraði Benedikt Þórisson
með glæsibrag, hlaut 7 ½ vinning
af átta. Jafnteflið er til komið
vegna yfirsetu í 4. umferð sem
var á dagskrá á meðan Eurovision
söngvakeppnin fór fram. Stefán
Davíðsson varð í 2. sæti með 5 ½
vinning og í 3. – 6. sæti komu
Tómas Möller, Ingvar Wu Krist-
ján Dagur Jónsson, Ingvar Wu og
Iðunn Helgadóttir með 5 vinninga.
Meistaramótið hefur verið
sterkasta unglingamót sem fram
fer hér a landi ár hvert en keppt
er um fjölmarga ferðavinninga.
Aðalstyrktaraðili mótsins var
GAMMA.
Útsmogin gildra á
heimsbikarmótinu í Moskvu
Á heimsbikarmótinu í Moskvu
sem nú stendur yfir hófu 16 stór-
meistarar útsláttarkeppni um síð-
ustu helgi. Keppt er um tvö sæti í
átta manna áskorendamóti sem
fram fer á næsta ári. Nú standa
eftir Nepomniachtchi, Nakamura,
Grischuk og Wojtaszek. Einvígin
byrja með tveim kappskákum og
verði jafnt, 1:1, er gripið til at-
skáka, 25 10. Í slíkum mótum eru
vinningarnir harðsóttir því þessir
menn skilja flest og kunna allt. En
gildran sem heimsmeistarinn í at-
skák, Danill Dubov féll í gegn Na-
kamura var óvenjulega útsmogin:
Heimsbikar í Moskvu 2019; 3.
umferð:
Daniil Dubov – Hikaru Naka-
mura
Síðasti leikur hvíts var 33. Ha8-
d8. Nakamura gat varist með 33.
... Bxc5 34. dxc5 Be4 með jafn-
teflislegri stöðu en hann valdi
annan leik:
33. ... Be7! 34. Hxd5?
Þetta hefði hann betur látið
ógert.
34. .. Bc8! 35. Kf1 Hb5!
Hrókurinn á d5 er í herkví. Eft-
ir
36. Ke2 Be6 37. Rxe6 Hxd5
var svartur skiptamun yfir en
úrvinnslan ekki einföld. Nakamura
tókst þó að vinna eftir 79 leiki.
Skák
Helgi Ólafsson
helol@simnet.is
Skákmenn Agnar Tómas Möller leikur fyrsta leikinn á Meistaramóti Skák-
skóla Íslands fyrir sigurvegarann sem síðar varð, Vigni Vatnar Stefánsson.
Einn sem vann
Fischer með á „Opna
Íslandsmótinu“
Tæknin þróast hratt.
Hún mótar líf okkar og
skapar í sífellu nýj-
ungar sem breyta líf-
inu, hvort sem við vilj-
um eða ekki. Til verður
nýr tæknilegur vett-
vangur sem skapar ný
líkön, nýjar reglur og
nýjan veruleika.
Okkur reynist flest-
um erfitt að halda í við
örar tæknibreytingar.
Við vitum þó að tæknibreytingum
fylgja einnig mikil tækifæri til fram-
fara og aukinna lífsgæða. Nú snýst
allt um hraða, skilvirkni og sjálf-
virkni. Við búum okkur undir að nýta
betur möguleika gervigreindar og
vélmenna ásamt því að njóta æ meir
upplifunar í umhverfi hins svokallaða
sýndarveruleika, sem gerir okkur
kleift að sjá og nema með öðrum
hætti en áður.
Til að halda fyrirtækjum okkar og
iðnaði samkeppnishæfum til fram-
tíðar þurfum við á hæfu og vel mennt-
uðu fólki að halda, sem býr ekki að-
eins yfir hugviti og verkviti, heldur
ber einnig skynbragð á að nýta
tæknina á hátt sem rúmast innan
þeirra siðferðilegu marka sem þjóðfé-
lagið setur. Þetta má kalla siðvit. Við
þurfum fólk sem er forvitið og tilbúið
til að halda áfram því sem vel er gert,
samhliða því að skapa nýja hluti.
Stór gagnasöfn eru
ný tegund auðlindar
Hin nýja tækni byggist m.a. á hag-
nýtingu upplýsinga úr stórum gagna-
söfnum um fólk sem unnið er með á
vélrænan og sjálfvirkan hátt. Með
forritun má byggja upp svokallaða
gervigreind í tölvum og snjalltækjum
sem aðstoðar okkur með ýmsum
hætti, eftir því sem við á og óskað er
eftir.
Það er mikilvægt að gera sér grein
fyrir þeim ógnum og áhættum sem
fylgja því að treysta æ meir á þau
reiknirit (algrím) sem gervigreind
byggir á. Sem dæmi má nefna að lík-
legur fylgifiskur umræddrar tækni
verður mismunun af ýmsu tagi.
Tæknina má nota til að
skerða atvinnutækifæri
fólks og búa til svarta
lista, án þess þó að við-
komandi einstaklingar
hafi möguleika á að
andmæla eða viti jafn-
vel nokkurn tíma
hvernig á því stóð að
þeir voru útilokaðir.
Nú þegar eru til lyga-
mælar sem greina með
fullkomnum hætti and-
litshreyfingar og tilfinn-
ingaviðbrögð fólks.
Einnig eru til hugbúnaðarlíkön sem
geta með mun áreiðanlegri hætti en
dómari sagt fyrir um líkur á því að
einstaklingur sem framið hefur af-
brot og fengið dóm, fremji fleiri af-
brot og verði jafnvel síbrotamaður.
Að greina hegðunargögn
á heiðarlegan hátt
Víða í stærri fyrirtækjum eru
mannauðsstjórar farnir að treysta á
sérhannaðan hugbúnað til að velja úr
umsækjendum um störf. Stór gagna-
söfn, sem á íslensku eru oft nefnd
gríðargögn, gera kleift að fram-
kvæma margs konar persónugrein-
ingar. Það hefur þegar sýnt sig vera
mikil freisting og von um ábatasöm
viðskiptatækifæri fyrir suma, að
greina persónuleika fólks og spá fyrir
um hegðun þess, t.d. kauphegðun.
Einnig eru mörg dæmi um fyrirtæki
sem nýta sér tæknina til að hafa áhrif
á tiltekna hópa fólks og móta skoð-
anir þess í kosningabaráttu eða við
markaðssetningu vöru og þjónustu.
Segja má að í þessu felist alvarleg
ógn við lýðræðið eins og dæmin sýna.
Rafræn gögn eru að verða auðlind
á borð við þá sem olían var eitt sinn.
Út frá því sjónarmiði má segja að
upplýsinga- og persónuvernd sé hin
nýja umhverfisvernd.
Olía og rafræn gögn
Eftir Svönu Helen
Björnsdóttur
»Rafræn gögn eru
að verða auðlind
á borð við þá sem
olían var eitt sinn.
Svana Helen
Björnsdóttir
Höfundur er verkfræðingur
og framkvæmdastjóri Stika ehf.
Upplýsingaöryggi
Snorri Páll Snorrason fæddist
í Rauðavík á Árskógsströnd
22. maí 1919. Foreldrar hans
voru Snorri Halldórsson hér-
aðslæknir og oddviti á Breiða-
bólstað á Síðu og Þórey Ein-
arsdóttir.
Eftir að hafa lokið prófi í al-
mennri læknisfræði við Há-
skóla Íslands fór Snorri til
framhaldsnáms í lyflækn-
ingum með sérstöku tilliti til
hjartasjúkdóma í Harvard
University School.
Snorri hóf störf á lækninga-
deild Landspítalans, varð
deildarlæknir og síðan yfir-
læknir 1970-1989. Snorri var
lektor við læknadeild HÍ 1959,
dósent frá 1966 og prófessor
við læknadeild Háskólans frá
1983, kenndi við Hjúkrunar-
skóla Íslands og við Kennara-
skóla Íslands.
Snorri var formaður
Læknafélags Íslands 1971-
1974, sat í stjórn Hjarta-
sjúkdómafélags íslenskra
lækna, var ritari Styrkt-
arfélags lamaðra og fatlaðra
1952-1954. Hann var einn af
stofnendum Hjartaverndar og
sat í stjórn 1964. Hann hlaut
fálkaorðuna 1980.
Eiginkona Snorra var
Karólína Waagfjörð hjúkr-
unarkona, f. 1923, d. 2011, og
eignuðust þau tvö börn.
Snorri lést 16. maí 2009.
Merkir Íslendingar
Snorri Páll
Snorrason
Atvinna