Morgunblaðið - 25.05.2019, Síða 32
32 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 25. MAÍ 2019
✝ Þuríður Ragn-heiður Helga
Sigfúsdóttir Hall-
dórs fæddist á
Akureyri 2. júlí
1932. Hún lést á
Dvalar- og hjúkr-
unarheimilinu
Hjallatúni í Vík í
Mýrdal 8. maí
2019.
Foreldrar Þur-
íðar voru Þor-
björg Helgadóttir Halldórs, f.
1904, d. 1984, og Sigfús Hall-
dórs frá Höfnum, f. 1891, d.
1968. Bróðir Þuríðar er Hall-
dór Halldórs, f. 1934, kona
hans er Sigríður Jóhanns-
dóttir, f. 1939. Þau eignuðust
fjóra syni.
Þann 13. ágúst 1955 giftist
Þuríður Jóhannesi Stefáni
Brandssyni frá Vík í Mýrdal, f.
20. mars 1933. Foreldrar hans
voru Guðrún Jóhannesdóttir,
f. 1914, d. 1988, og Brandur
Jón Stefánsson, f. 1906, d.
1994.
Systkini Jóhannesar eru
Hrönn, f. 1935, d. 2014, Birgir,
f. 1941, d. 2007, og Hörður, f.
býliskona Árný Lúthersdóttir,
f. 1965. Stefán var giftur Hel-
enu Rós Sigmarsdóttur, börn
þeirra: a) Askur Máni, f. 1996.
b) Breki Blær f. 1996. Fyrir
átti Helena, Ástríði Rán, f.
1992, d. 2014, átti eitt barn.
Þuríður var á Akureyri til
tveggja ára aldurs er hún
flutti með foreldrum sínum til
Reykjavíkur þar sem hún ólst
upp. Fyrstu búskaparár sín
bjuggu Þuríður og Jóhannes í
Hlíðunum í Reykjavík. Þau
byggðu í Garðabæ og bjuggu
þar mestallan sinn búskap.
Síðari ár bjuggu þau í Hafn-
arfirði þar til fyrir tæpum
tveimur árum að þau fluttu til
Víkur í Mýrdal þegar Þuríður
fékk inni á hjúkrunarheimili
þar sem hún dvaldi til dán-
ardags.
Þuríður gekk í Kvennaskól-
ann í Reykjavík. Að námi
loknu starfaði hún á Ferða-
skrifstofu Íslands þar til hún
hóf búskap. Hún sinnti ýmsum
störfum samhliða barnaupp-
eldi og var síðar hjúkrunarrit-
ari á Borgarspítalanum til
starfslokaaldurs. Hún sinnti
sjálfboðastörfum fyrir Rauða
krossinn, var í Pólýfónkórnum
til fjölda ára og síðar í Gafl-
arakórnum í Hafnarfirði.
Útför hennar verður gerð
frá Víkurkirkju í dag, 25. maí
2019, klukkan 13.
1948.
Börn Þuríðar
og Jóhannesar
eru: 1) Sigfús, f.
1956, giftur The-
resu A. O’Brien, f.
1957. Þeirra börn
eru: a) Þorbjörg,
f. 1986, sambýlis-
maður Bjarni
Freyr Borgarsson,
f. 1984, eiga þau
eitt barn. b)
Hrund, f. 1990. c) Birkir Snær,
f. 1992. 2) Guðrún, f. 1958,
sambýlismaður Þorvaldur
Daði Halldórsson, f. 1955.
Guðrún var gift Sigurjóni
Karlssyni og eru þeirra börn:
a) Þuríður Ragnheiður, f.
1983, gift Ásmundi Pétri Svav-
arssyni, f. 1976, eiga þau þrjú
börn. b) Brynja, f. 1986, gift
Þórði Vilberg Guðmundssyni,
f. 1986, eiga þau eitt barn. c)
Karl, f. 1989, giftur Rögnu
Lóu Guðmundsdóttur, f. 1988,
eiga þau þrjú börn. d) Bjarki
Freyr, f. 1993, í sambúð með
Lindu Sofie C. Gustafsson, f.
1992, eiga þau eitt barn. 3)
Stefán Helgi, f. 1965, sam-
Elsku amma mín, um leið og
ég geng með þér síðasta spöl-
inn hryggur í bragði get ég
ekki annað en verið þakklátur á
sömu stundu fyrir öll góðu árin
sem við höfum átt og minning-
arnar. Alla mína æsku var það
einn af hápunktum ársins þegar
fjölskyldan safnaðist saman og
það var flatt út laufabrauð,
skorið og steikt. Það hef ég til-
einkað minni fjölskyldu og höf-
um við haldið þá hefð í heiðri
hér í Danmörku og munum
gera um ókomna tíð. Svo er það
sú fjölskyldustund sem mér
hefur alltaf þótt erfiðast að
missa af, en það voru jóladags-
boðin þín elsku amma mín.
En það eru ekki einungis
mannamót sem sitja eftir þegar
ég hugsa til þín.
Í hjarta mínu á ég fallegar
minningar um þig, hjartahlýja
og elskulega amma mín, sem
hafðir alltaf svo mikinn áhuga á
manni og öllu því sem maður
tók sér fyrir hendur að stund-
um leið manni eins og maður
sætti yfirheyrslum í réttarsal,
hvort sem umræðuefnið var
gulrótarkökubakstur, námið,
stelpurnar eða Ragna. Góða
ferð, elsku amma mín.
Þinn
Karl, Ragna Lóa,
Eydís Anna, Arndís
Eva og Hrafndís Ylva.
Elsku amma. Það er frekar
skrítin tilfinning að sitja hér og
skrifa til þín en mig langar það
samt alveg ofboðslega mikið því
ég hef svo margt að segja þér.
Það er margs að minnast og
manni hlýnar hratt og vel um
hjartaræturnar við að rifja upp
minningarnar sem við, hvort
sem er við tvær, með afa, með
minni fjölskyldu eða stórfjöl-
skyldunni, höfum búið til saman
en allar eiga það sameiginlegt
að þú ert miðpunktur þeirra og
ég sit með stjörnur í augunum
við að hugsa um þær. Minn-
ingar eins og fyrsta strætóferð-
in, allar rútuferðirnar til ykkar
afa í Sunnuflötina, laukurinn
sem ég tel þig klárlega hafa
kennt mér að nota í eldhúsinu,
KFC-ferðirnar því djúpsteiktur
kjúklingur var svo góður,
gönguferðirnar um Vífils-
staðavatn eða upp í brekkur í
sveitinni í leit að blóðbergi,
sumardagsinsfyrstaferðirnar
ykkar afa til okkar í sveitina,
fjölskylduferðirnar hingað og
þangað um landið þar sem bíll-
inn ykkar var iðulega fullur af
barnabörnunum ykkar, laufa-
brauðshittingarnir til skiptis
hjá ykkur og Halldóri og Siggu
þar sem flött voru út laufa-
brauð í tugavís, skorin út og
steikt, mæðgnaferðirnar okkar
til Danmerkur, Edinborgar og
Dublin, jólaboðin þar sem fram-
reidd var hver kræsingin á fæt-
ur annarri og stórfjölskyldan
átti notalega stund saman, ferð-
irnar með gönguhópnum ykkar
afa, sólbaðsstundirnar á pall-
inum í Glitó eða Vík, prófund-
irbúningur, rúntarnir um allan
bæ sem þú varst alltaf boðin og
búin að fara og síðast en ekki
síst allar notalegu stundirnar í
eldhúsinu hjá ykkur hvort sem
var í Sunnuflötinni eða í Glitv-
anginum þar sem rætt var allt
milli himins og jarðar og ósjald-
an var eitthvert bakarísbak-
kelsi eða kexkruðerí á boðstól-
um. Það er gaman að rifja þetta
upp. Ég er svo þakklát fyrir að
hafa átt þig að því þú varst
minn helsti stuðningsmaður, í
öllu sem ég gerði, sýndir mér
og mínum alltaf óbilandi áhuga
og svo varst þú mér svo mikil
fyrirmynd. Allt sem þú tókst
þér fyrir hendur var svo vel
gert og af mikilli fagmennsku
og það var alveg sama hvað það
var. Þú varst líka ótrúlega öfl-
ug við það að koma fjölskyld-
unni saman og finna tilefni til
að hittast. Ég hef tamið mér
margt af þessum verkum sem
þú varst svo öflug í en að búa
um rúm, strauja eða þurrka
af … það kemur vonandi einn
daginn. Þú varst ótrúlega flott
og töff manneskja, alveg sama í
hvaða aðstæðum það var, og ég
er mjög stolt af að eiga þig sem
ömmu. Ég sakna þín mikið en
veit líka að þú hefur það svo
gott núna, trillandi um alla
koppa og grundir vinnandi upp
síðustu kyrrsetutíma, og það er
það sem skiptir máli. Mig lang-
ar að segja þér í lokin hvað ég
er glöð í hjartanu að hafa feng-
ið að vera hjá þér þegar þú
kvaddir okkur og hvað börnin
mín eru heppin að hafa fengið
að kynnast þér því þú varst og
ert alveg einstök manneskja.
Ég bið að heilsa öllu frændfólki
mínu þarna uppi, hvort sem það
er í 3., 4., eða 8. ættlið, því þau
eru vissulega öll skyld mér og
ég veit líka að þið fylgist með
okkur hér niðri. Elsku amma,
takk fyrir allt.
Bestu kveðjur.
„Hún sjálf“
Þuríður Ragnheiður.
„Maður verður að spyrja til
að vita,“ sagði Þuríður stundum
þegar Jói undraðist fram-
hleypni hennar og hispursleysi.
Hún var sannarlega hreinskipt-
in og kom til dyranna eins og
hún var klædd, en maður vissi
líka alveg hvar maður hafði
hana. Hún fór sko ekkert í
launkofa með það ef henni leist
ekki á einhverjar ákvarðanir en
gat líka hrósað og hvatt ef
henni leist vel á. Hún var
heimsborgari, borgardama sem
naut þess að renna í bæinn á
Benzinum og fara á kaffihús
eða í búðir og svo söng hún í
Pólýfónkórnum. Það fannst mér
mjög flott.
Þau áttu mikið fallegt heimili
hjónin. Þegar ég man fyrst eftir
mér bjuggu þau á Sunnuflötinni
í Garðahreppi, stóru og glæsi-
legu húsi með fallegum hús-
gögnum, en viðmótið, hlýjan og
gestrisnin var ekki síðri. Það
var ekki daglegt brauð að
bruna úr Víkinni í bæinn,
kannski tvisvar á ári, en þá var
alltaf komið á Sunnuflötina og
oftar en ekki gist. Þuríður
skutlaði mömmu í búðir og
heimsóknir og svo var alltaf
góður matur á borðum. Þar
smakkaði maður oft í fyrsta
skipti eitthvað sem bara fékkst
fyrir sunnan. Þegar ég lærði á
bíl og fór í bílprófið fékk ég að
búa hjá þeim og á kvöldin leið-
beindi hún mér við saumavél-
ina. Afraksturinn varð feikna-
falleg, bleik skyrta í stíl við
bleiku stretsbuxurnar sem þá
voru í tísku og náðu undir hæl.
Ég man þær stundir þegar
tekið var slátur heima í Vík. Þá
stóð sko mikið til, Þuríður
mætti og amma og mamma og
Þura og Brynja og það var ver-
ið heila helgi að kalka og þrífa
vambir, sníða og sauma, brytja
mör og fela uppí eins og kallað
var, bursta sviðin og allt það
sem fylgdi. Það var glatt á
hjalla og mikill handagangur í
öskjunni, enda röggsamar kon-
ur á ferð, en þær unnu þó eins
og ein kona, svo samhentar
voru þær. Ég hélt lengi fram
eftir aldri að það væri ekki
hægt að taka slátur einn.
Við Þuríður höfum átt marg-
ar gæðastundir síðustu árin.
Það kom nú helst til af því að
ég gaf mér loksins tíma til að
setjast niður og stoppa og
spjalla. Hún var ekkert alltaf
viss hvaða dagur var endilega
en það var hægt fram á síðustu
stund að fletta upp í henni eins
og alfræðiorðabók, sérstaklega
þegar kom að ættartengslum
og lífssögu fólks. Hún las blöðin
og vissi nákvæmlega hvað var
að gerast úti í hinum stóra
heimi. Hún hafði óbilandi áhuga
á fólki, bæði sínu nánasta og
öðrum og því sem það tók sér
fyrir hendur, og hún mundi það
allt saman. Enda verður maður
að spyrja til að vita!
Að fylgjast með þeim hjónum
síðasta spölinn þeirra saman
var einstakt. Hlýjan, kærleik-
urinn, samheldnin, gagnkvæm
virðingin og þrautseigjan, allt-
umlykjandi. Ég vil þakka Þuríði
samfylgdina og góðvildina og
bið góðan Guð að varðveita
hana í faðmi sínum. Aðstand-
endum votta ég innilega samúð.
Margrét St. Guðjónsdóttir.
Með þessum fáu orðum lang-
ar okkur að þakka Þuríði fyrir
samfylgdina í gegnum árin. Það
var alltaf svo gott að koma til
hennar og Jóa enda var oft
mannmargt hjá þeim. Hún
reyndist okkur alla tíð vel og á
kveðjustund sendum við fjöl-
skyldunni samúðarkveðjur.
Hörður Brandsson frá
Vík og Guðrún Birta.
Þuríður R.H. Sig-
fúsdóttir Halldórs
Morgunblaðið birtir minn-
ingargreinar endurgjalds-
laust alla útgáfudaga.
Skil | Þeir sem vilja senda Morg-
unblaðinu greinar eru vinsam-
lega beðnir að nota innsendikerfi
blaðsins. Smellt á Morgunblaðs-
lógóið í hægra horninu efst og
viðeigandi liður, „Senda inn
minningargrein,“ valinn úr felli-
glugganum.
Minningargreinar
Útfararþjónusta
& lögfræðiþjónusta
Við önnumst alla þætti undirbúnings og fram-
kvæmd útfarar ásamt vinnu við dánarbússkiptin.
Við þjónum með virðingu og umhyggju að
leiðarljósi og af faglegum metnaði.
Helga Guðmundsdóttir,
umsjón útfara
Við erum til staðar
þegar þú þarft á
okkur að halda
Vesturhlíð 9, Fossvogi | Sími 551 1266 | útför.is
Með kærleik og virðingu
Útfararstofa Kirkjugarðanna
Sálm. 6.3
biblian.is
Líkna mér, Drottinn,
því að ég er
magnþrota,
lækna mig, Drottinn,
því að bein mín
tærast af ótta.
Hjartans þakkir færum við öllum sem sýndu
okkur samúð og hlýju við andlát og útför
ástkærs eiginmanns míns, föður okkar,
tengdaföður, afa, langafa og bróður,
GÍSLA HALLDÓRSSONAR
verslunarmanns,
Lækjasmára 8.
Sérstakar þakkir viljum við færa
starfsfólki blóðlækningadeildar og gjörgæsludeildar
Landspítalans við Hringbraut fyrir góða umönnun
og þá miklu umhyggju sem Gísla var sýnd.
Ása Margrét Ásgeirsdóttir
Guðrún Katrín Gísladóttir Kristján Páll Ström
Ágústa Friðrika Gísladóttir Gísli Guðmundsson
Svava Halldórsdóttir Ágúst Árnason
barnabörn og barnabarnabörn
Ástkær eiginmaður minn, faðir, fósturfaðir,
sonur, tengdasonur og bróðir,
BRYNJÓLFUR HARALDSSON
vélfræðingur,
Lyngholti 3, Akureyri,
varð bráðkvaddur 15. maí.
Útförin fer fram frá Akureyrarkirkju miðvikudaginn
29. maí klukkan 13:30.
Jóhanna Kristín Birgisdóttir
Haraldur Brynjólfsson
Hanna María, Birgitta Elín og Fannar
Sigurbjörg Sigurðardóttir
Birgir Helgason
Sigurður, Ingibjörg, Guðrún og Arndís
Okkar ástkæra
ELSA JÓHANNA ÓSKARSDÓTTIR
andaðist á sjúkrahúsinu á Blönduósi
laugardaginn 18. maí.
Útförin fer fram frá Blönduóskirkju
laugardaginn 1. júní klukkan 14.
Gunnar Sig. Sigurðsson
Kristín Gunnarsdóttir Lúðvík Vilhelmsson
Óskar Gunnarsson
Sigurður Gunnarsson Jóhanna Kjartansdóttir
og barnabörn
Eiginmaður minn,
GUNNAR RAGNARSSON
frá Lokinhömrum í Arnarfirði,
andaðist á Landspítalanum við Hringbraut
mánudaginn 20. maí.
Anna Sigríður Skarphéðinsdóttir
Ástkær eiginmaður minn, faðir, afi
og bróðir,
HILMAR PÉTUR ÞORMÓÐSSON
blaðamaður,
lést á líknardeild Landspítalans föstudaginn
10. maí. Útför hans hefur farið fram í
kyrrþey, að eigin ósk.
Fyrir okkar hönd og annarra ástvina,
Björg Atladóttir
Atli Örn Hilmarsson
Steinþór Óli Hilmarsson
Hilmar Ársæll Steinþórsson Katrín Baldvinsdóttir
Steinunn Helga Steinþórsd.
Ásgeir Þormóðsson Valgerður Ólafsdóttir