Morgunblaðið - 25.05.2019, Page 33
MINNINGAR 33
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 25. MAÍ 2019
✝ Arnór PállKristjánsson
fæddist á Eiði í
Eyrarsveit 9.
október 1935.
Hann lést á nýrna-
deild Landspít-
alans 11. maí
2019.
Foreldrar hans
voru Kristján Sig-
urður Jónsson, f.
1901, d. 1969, og
Guðrún Guðný Elísdóttir, f.
1901, d. 1972. Hann var fimmti
í röð sjö systkina en þau voru
Guðmundur, f. 1928, d. 1995,
Jón Jóhann, f. 1929, d. 2010, El-
ínborg, f. 1933, d. 2018, Rúrik,
f. 1934, d. 2019, Jónína Guðrún,
f. 1937, Kristný Lóa, f. 1940,
lést í frumbernsku, og auk þess
átti hann eina uppeldissystur,
Jóhönnu Kristínu, f. 1947.
Þann 22. nóvember 1958
kvæntist Arnór Auði Jónas-
dóttur frá Hagaseli í Stað-
arsveit, f. 31. desember 1934.
Foreldrar hennar voru Jónas
Þjóðbjörnsson, f. 1907 að
Neðra-Skarði í Leirársveit, d.
1977 á Akranesi, og Ketilríður
Elísabet Kristófersdóttir, f.
1909 í Skjaldartröð í
Breiðuvíkurhreppi, d. 1988 á
Þegar Arnór var að alast
upp bjuggu einnig á Eiði móð-
ursystir hans Lilja og Gunnar
Stefánsson maður hennar.
Hann ólst því upp í stórum hópi
systkina og frændsystkina.
Arnór og Auður keyptu síðan
jörðina af foreldrum Arnórs og
Lilju og Gunnari. Þau stunduðu
þar búskap allt þar til Guðrún
og Bjarni tóku við búinu. Þá
byggðu þau sér nýtt íbúðarhús
á gamla bæjarhólnum og fluttu
þar inn.
Arnór sinnti ýmsum félags-
og trúnaðarstörfum með bú-
skapnum, hann var í stjórn
Búnaðar- og ræktunarsam-
bands Snæfellinga, Bún-
aðarfélagsins Búa,
Sauðfjárræktarfélagsins, Skóg-
ræktarfélags Eyrarsveitar og
Mjólkursamlagsins í Búðardal.
Hann var í sóknarnefnd Eyrar-
sveitar í mörg ár og var í
fjörutíu ár umsjónarmaður
kirkjugarðsins á Setbergi þar
sem hann sá um að taka grafir
og ganga frá leiðum eftir at-
hafnir. Arnór var einnig land-
póstur í 30 ár allt þar til póst-
húsið í Grundarfirði var lagt
niður. Viðamesta félagsstarfið
var stofnun og uppbygging
Dvalar- og hjúkrunar-
heimilisins Fellaskjóls og var
hann formaður stjórnar þess í
rúm tuttugu ár.
Útför Arnórs fer fram frá
Grundarfjarðarkirkju í dag, 25.
maí 2019, og hefst athöfnin
klukkan 13.
Akranesi, þau
bjuggu í Hagaseli, í
Neðri-Hól og síðast í
Borgarnesi.
Börn Arnórs og
Auðar eru fimm.
Elst er Elísa Anna
Friðjónsdóttir, f.
1955, bókasafns-
vörður, hennar mað-
ur er Hermann Jó-
hannesson, kennari
og bílamálari, og
eiga þau þrjá syni, Friðjón
Fannar (látinn), Hermann Hann-
es og Hjörvar. Næstur er Óskar,
f. 1959, hann er yfirvélstjóri hjá
HB Granda, hans kona er Rann-
veig Þórisdóttir, f. 1962, skrif-
stofumaður, og eiga þau fjóra
syni, Bjarka, Birki, Kristján og
Arnþór. Þá er Sveinn, f. 1960,
hann starfar hjá Ragnari og Ás-
geiri í Grundarfirði. Næstyngst
er Guðrún Lilja, f. 1964, hennar
maður er Bjarni Sigurbjörnsson,
f. 1962, þau eru bændur á Eiði
og eiga tvö börn; Lilju Björk og
Sigurbjörn. Yngstur er Kári, f.
1966, húsasmíðameistari, hans
kona er Ólöf Ragnhildur Ólafs-
dóttir, f. 1967, sjúkraliði, þau
eiga þrjá syni; Arnór Pál, Ívar
Örn og Viktor Inga. Barna-
barnabörnin eru orðin átta.
Það var stór ákvörðun sem við
þurftum að taka um sumarið 1998
þegar pabbi og mamma buðu okk-
ur Bjarna að koma vestur að Eiði
til að taka við búskapnum sem þau
höfðu stundað saman síðan 1958,
þegar mamma flutti frá N-Hól í
Staðarsveit til pabba að Eiði í
Eyrarsveit. Þau voru nú samt ekki
alveg tilbúin að sleppa hendinni af
öllu. Mamma unni skepnunum
sínum og var vakin og sofin gagn-
vart þeim. Þegar við hugsum til
baka þá áttum við mikið ólært í
sambandi við búskap yfirleitt. Það
er nú bara þannig að maður þarf
að vera svolítið góður í öllu því
fjölbreytileikinn í sveitinni er
gífurlegur, oft þarf að taka stórar
og skjótar ákvarðanir. Þetta vissu
mamma og pabbi upp á hár. Pabbi
vildi miðla okkur þessu sem hann
sjálfur átti í reynslubanka sínum
frá unga aldri. Þó svo ég hafi alist
upp við þessa vinnusemi ásamt
systkinum mínum alla tíð í sveit-
inni minni hefur svo margt komið
mér á óvart, hvað má lítið út af
bera til að hlutirnir gangi hrein-
lega ekki upp.
Þegar ég var stelpa vildi ég
miklu frekar vera úti og hjálpa
pabba við útiverkin. Hann vildi
svo oft senda mig inn til mömmu
til að hjálpa henni við eldhúsverk-
in og hann hafði svo oft á orði við
mig að girðingarvinna og skíta-
mokstur væri ekki kvenmanns-
verk. Mér fannst svo gaman að
vera með pabba í þessu, klára
verkin og sjá árangurinn.
Ég hafði líka mjög gaman af að
hjálpa mömmu við eldhús- og hús-
verk en hún var alltaf miklu stífari
við mig. Ég held ég hafi verið
pabbastelpa og hann gaf meira
eftir í minn garð.
Við systkinin fórum öll í fram-
haldsnám og sá hluti af uppeldinu
að koma okkur til manns var
kostnaðarsamur. Pabbi vann mik-
ið við ýmis störf utan búskaparins
og þá sá mamma alfarið um búið
en hann undirbjó vel fyrir mömmu
til að létta henni verkin heima.
Hann tók þátt í félagsstörfum á
mörgum stöðum, oft sem for-
maður. Hann var vinsæll, víðsýnn
og framsýnn. Við Bjarni höfum
tekið við sumum af þessum verk-
efnum sem best við getum.
Það var gott fyrir börnin okkar
að hafa ömmu og afa á hlaðinu og
þau hlupu oft yfir til þeirra og
nutu þess að spjalla meðan borðað
var brauð með súkkulaði.
Nú í seinni tíð höfðu veikindi
tekið mikið á hjá pabba og síðustu
tvö ár, eftir að hann greindist með
krabbamein, fórum við margar
ferðirnar saman til Reykjavíkur
til læknis. Í þeim ferðum spjöll-
uðum við mikið um það sem kæmi
þegar fólk fær ólæknandi sjúk-
dóm. Þá var pabbi réttsýnn, það
þyrfti að hlúa að mömmu. Pabba
fannst gaman að skrifa og hann
skrifaði skemmtilega og alltaf var
hann glettinn, húmorinn alltaf til
staðar. Hann sagði mér frá því að
æviágripið hans væri tilbúið og
hvernig hann vildi hafa sína útför
þegar þar að kæmi. Hann vildi að
konur myndu bera kistuna hans út
kirkjugólfið og þær var hann bú-
inn að velja svo ég gat stolt beðið
þær að vinna þetta kvenmanns-
verk.
Hvíldu í friði, elsku pabbi minn.
Þú ert mín fyrirmynd, sterkur og
gefst ekki upp.
Þú trúir ei, en samt mun sjást
og sagt verður einum rómi,
að til þín býr hjartans eilíf ást
í angan frá hverju blómi.
Þín dóttir,
Guðrún Lilja.
Elsku afi. Mig langar að byrja á
bæn sem minnir svo á þig á þess-
um tímamótum.
Í bljúgri bæn og þökk til þín,
sem þekkir mig og verkin mín.
Ég leita þín, Guð, leiddu mig
og lýstu mér um ævistig.
Ég reika oft á rangri leið,
sú rétta virðist aldrei greið.
Ég geri margt, sem miður fer,
og man svo sjaldan eftir þér.
Sú ein er bæn í brjósti mér,
ég betur kunni þjóna þér,
því veit mér feta veginn þinn,
að verðir þú æ Drottinn minn.
(Pétur Þórarinsson)
Þú varst alltaf svo vinnusamur
og hvetjandi, ekkert var látið sitja
á hakanum. Ég man svo ótrúlega
vel eftir því í fyrsta skipti sem ég
tók eftir að það vantaði á þig fing-
urinn, mér brá heldur betur í brún
en þú gerðir alltaf lítið úr því, það
er þessi harka og dugnaður sem
lýsti þér svo einstaklega vel. Það
var ekki fyrr en undir lokin að ég
áttaði mig fullkomlega á dugnað-
inum í þér, eitt kvöldið þegar ég
sat með þér uppi á Landspítala
læddist að mér sú hugsun að ég
hefði aldrei séð þig liggja fyrir inni
í rúmi. Mér fannst svo skrítið að
sjá þig liggja út af þreyttan og
veikan, en það var ekki að ástæðu-
lausu, þú varst orðinn mjög
veikur. Ég man svo vel eftir þeim
ótal póstferðum sem ég fór með
þér þar sem þú keyrðir og ég stökk
út með póstinn. Það sem stendur
hæst upp úr þar er auðvitað þegar
við keyrðum saman fyrst allra yfir
Kolgrafafjörðinn eftir að hann var
brúaður. Ég held mjög mikið upp á
þá mynd sem er til af okkur. Þú
loksins búinn að fá draum þinn
uppfylltan. Ég gerði mér ekki
grein fyrir því fyrr en einhverju
seinna hvað þetta var mikil bylting
fyrir mann eins og þig sem hafðir
keyrt fjörðinn í ótal skipti í nánast
hvaða veðri sem er.
Það má með sanni segja að það
hafi verið mikil forréttindi að alast
upp bæði með foreldrum mínum
og ömmu og afa á sama blettinum.
Mikið sem það var alltaf gott að
hlaupa yfir til ykkar í kaffinu og fá
sér hressingu, eða þegar eitthvað
vantaði. Þú og þið bæði voruð alltaf
tilbúin að hjálpa bæði okkur systk-
inunum og mömmu og pabba. Þú
keyrðir mig í skólann heilan vetur
og þótti það sjálfsagt. Þegar þú
fórst að slappast var áfram sama
orkan og krafturinn í huganum
þótt líkaminn fylgdi ekki alveg á
eftir, þú varst orðinn hundlasinn
en keyrðir ennþá og lést lítið fyrir
því fara. Þú sagðir oft að þetta væri
nú bara aumingjaskapur en það
líkaði mér ekki því það var svo
sannarlega ekki rétt hjá þér. Þú
fórst svo langt á hörkunni einni
saman. Þú hafðir sterkar skoðanir
á ýmsu og við vorum ekki alltaf
sammála, en við virtumst vera
sammála um litla leyndarmálið
sem ég hvíslaði að þér nokkrum
dögum áður en þú sofnaðir svefn-
inum langa og fyrir það er ég afar
þakklát.
Elsku afi, ég veit að það skiptir
þig miklu að við hlúum að ömmu og
að henni líði sem best, það munum
við að sjálfsögðu gera.
Góða ferð í draumalandið.
Þín
Lilja Björk.
Elsku afi, mikill er söknuður-
inn. Það er erfitt að sjá þig fara frá
okkur en blessunarlega eigum við
margar góðar minningar sem við
rifjum óspart upp. Þið amma
kennduð okkur tvíburunum á lífið,
að hlutir eru ekki sjálfgefnir. Til
ykkar komum við í sveit í mörg
sumur sem börn og unglingar og
hjálpuðum til við búskapinn. Við
lærðum að mjólka kýr, gefa dýr-
unum, viðhalda tækjum og húsum
og að sjálfsögðu var heyskapurinn
stór hluti af sveitalífi okkar
bræðranna.
Við byrjuðum ungir að hjálpa
til við heyskapinn og ekki vorum
við háir í loftinu. Þetta þýddi líka
að við þyrftum út fyrir þæginda-
rammann. Í fyrsta skiptið sem við
keyrðum Zetor-dráttarvélina þína
var ekki annað í stöðunni en að
hjálpast að þar sem hvorugur okk-
ar náði niður á olíugjöfina og kúpl-
ingin var allt-alltof langt í burtu.
Við brugðum á það ráð að hafa
annan okkar á stýrinu og olíugjöf
og hinn á kúplingu og gírstöng.
Við það var allt í einu ekkert mál
að vera stuttur í annan endann.
Öll þessi þekking og kunnátta
nýtist okkur enn þann dag í dag.
Við vinnum báðir hjá Danfoss í
Danmörku við að byggja traktora
og hjólaskóflur og hvar værum við
án þess að hafa fengið að koma til
ykkar og hjálpa til í sveitinni?
Við berum ástar- og saknaðar-
kveðjur að utan.
Birkir og Bjarki
Óskarssynir.
Stjórn Dvalar- og hjúkrunar-
heimilisins Fellaskjóls í Grundar-
firði þakkar hér með Arnóri Krist-
jánssyni fyrir hans óeigingjörnu
störf við uppbyggingu heimilisins
fyrir þrjátíu árum. Hann stýrði
því síðan vakinn og sofinn í yfir
tuttugu og fimm ár.
Hans brautryðjandastörf og
umhyggja til áratuga verða ei full-
þökkuð. Hér á eftir fara vísur um
Eyrarsveit eftir Jakob Bjarnason
frá Hellnafelli, með innilegri sam-
úðarkveðju til eiginkonu og ætt-
ingja.
Yndisfagra, unaðsblíða,
ástkæra feðrasveit.
Aldrei hef ég augum litið
unaðsfegri sælureit.
Hér leit ég fyrst guðs ljósið bjarta,
ljúfi besti faðirinn
og gladdist barnsins góða hjarta
gaf mér sýn í himin þinn.
Fellið mitt og Hyrnan fríða,
Helgrindur með fannahjúp.
Fjörðurinn speglast fagur víða
við flóans breiða regindjúp.
Ég vil svo að leiðarlokum
leggjast í mína feðrafold.
Þar munu líkamsleifar hvíla
og blandast þinni gróðurmold.
Og svo þegar andinn líður
upp frá þessari jarðarrönd,
annar Grundarfjörður fríður
fagnar mér á lífsins strönd.
Hildur Sæmundsdóttir.
Arnór Páll
Kristjánsson
Virðing,
reynsla
& þjónusta
Allan
sólarhringinn
571 8222
Svafar:
82o 3939
Hermann:
82o 3938
Ingibjörg:
82o 3937
www.kvedja.is
svafar & hermann
HJARTAVERND
Minningarkort
535 1800
www.hjarta.is
Kærar þakkir til allra þeirra sem sýndu
okkur samúð og vináttu vegna fráfalls
HÖSKULDAR SVEINSSONAR
arkitekts.
Helena Þórðardóttir
Sveinn Skorri Höskuldsson
Sólveig Lóa Höskuldsdóttir
Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og
vináttu við andlát og útför
HARÐAR SIGURGESTSSONAR,
fyrrverandi forstjóra.
Sérstakar þakkir til starfsfólks Hlíðabæjar
og Landspítala Fossvogi fyrir afar góða
umönnun.
Áslaug Ottesen
Inga Harðardóttir Vicente Sánchez-Brunete
Jóhann Pétur Harðarson Helga Zoega
Áslaug Kristín, María Vigdís, Hörður
Aldís Clara og Victor Pétur
Við þökkum auðsýnda vináttu og samúð
við andlát og útför
NIKULÁSAR Þ. SIGFÚSSONAR
læknis.
Sérstakar þakkir til starfsfólks hjartadeilda
LSH fyrir hlýhug og góða umönnun.
Guðrún Þórarinsdóttir
Sigfús Þ. Nikulásson
Hjálmfríður L. Nikulásdóttir Ari Harðarson
Sigríður A.E. Nikulásdóttir Jón Hörður Jónsson
Sigrún Nikulásdóttir
Sólveig Nikulásdóttir Arnar Arnarsson
barnabörn og barnabarnabörn
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma
og langamma,
HALLDÓRA RAGNA PÉTURSDÓTTIR,
Hafnartúni 6, Siglufirði,
sem lést á Heilbrigðisstofnun Norðurlands
Siglufirði mánudaginn 20. maí, verður
jarðsungin frá Siglufjarðarkirkju fimmtudaginn 30. maí
klukkan 14.
Halldóra Salbjörg Björgvinsdóttir, Ólafur Þór Ólafsson
Jón Ólafur Björgvinsson
Sigurður Tómas Björgvinsson
barnabörn og barnabarnabörn
Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð við
andlát og útför ástkærrar eiginkonu minnar,
móður okkar, tengdamóður, ömmu og
langömmu,
ANGELU BALDVINS.
Stefán Valur Pálsson
og fjölskylda
Morgunblaðið birtir minn-
ingargreinar endurgjalds-
laust alla útgáfudaga.
Skilafrestur | Ef óskað er eftir
birtingu á útfarardegi verður
greinin að hafa borist eigi síðar
en á hádegi tveimur virkum dög-
um fyrr (á föstudegi ef útför er á
mánudegi eða þriðjudegi).
Þar sem pláss er takmarkað get-
ur birting dregist, enda þótt
grein berist áður en skilafrestur
rennur út.
Lengd | Minningargreinar sem
birtast í Morgunblaðinu séu ekki
lengri en 3.000 slög. Ekki er unnt
að senda lengri grein. Lengri
greinar eru eingöngu birtar á
vefnum. Hægt er að senda ör-
stutta kveðju, HINSTU
KVEÐJU, 5-15 línur. Ekki er
unnt að tengja viðhengi við síð-
una.
Minningargreinar