Morgunblaðið - 25.05.2019, Síða 34
34 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 25. MAÍ 2019
✝ Magnús ÞórJónasson fædd-
ist 4. maí 1947. Hann
lést 24. apríl 2019.
Magnús var fædd-
ur og uppalinn á
Grundarbrekku í
Vestmannaeyjum.
Foreldrar hans voru
Jónas Guðmundsson
og Guðrún Magn-
úsdóttir. Hann var
yngstur sex systk-
ina, systkini hans voru þau Jó-
hanna, f. 15.7. 1931, d. 2.10. 1938,
Hilmar, f. 14.4. 1934, d. 16.3. 2016,
Einar, f. 24.11. 1938, Jóhann, f.
bil í samstarfi með félaga sínum
Sigurgeiri Jónssyni. Eftir gos tók
hann við sem framkvæmdastjóri
Vörubílastöðvar Vestmannaeyja,
þá flutti hann með fjölskyldu sína
til Reykjavíkur þar sem hann
starfaði hjá Sjónvarpsmiðstöðinni
um árabil, þá lágu leiðir aftur til
Vestmannaeyja þar sem hann tók
við framkvæmdastjórn Herjólfs
hf.; starfsævinni lauk svo í stól
framkvæmdastjóra dvalar-
heimilisins Hraunbúða í Vest-
mannaeyjum.
Magnús var alla tíð virkur í fé-
lagsstarfsemi, s.s. Lúðrasveit
Vestmannaeyja, Sjálfstæðis-
flokknum, Frímúrarareglunni,
Hvítasunnukirkjunni og Gídeon-
félaginu.
Útför hans fer fram frá Hvíta-
sunnukirkjunni í Vestmanna-
eyjum í dag, 25. maí 2019, klukkan
11.
5.5. 1940, og Sigur-
björg, f. 7.2. 1942.
Magnús giftist
Guðfinnu Óskars-
dóttur, f. 18.12. 1946,
d. 20.5 2009, frá
Siglufirði, hinn 20.5.
1972. Þau eignuðust
saman þrjú börn:
Þórarin, f. 18.5.
1974; Elínu Ósk, f.
23.9. 1975; og Sævar
Þór, f. 31.7. 1984.
Magnús starfaði að loknu námi
við bókhald hjá Vestmanna-
eyjabæ, þá rak hann mat-
vöruverslunina Eyjakjör um ára-
Í dag kveð ég með söknuði
frænda minn Magnús Þór Jón-
asson, eða Magga á Grundó eins
og hann jafnan var kallaður.
Maggi var litli bróðir mömmu og
bjó hann lengst af með fjölskyldu
sinni í næsta húsi við hliðina á
okkur, í botnlanganum á Höfða-
vegi. Það var því ávallt mikill
samgangur og vinskapur á milli
fjölskyldna okkar þegar ég var að
vaxa úr grasi. Það leið varla sá
dagur að einhver úr fjölskyldunni
á 28 kæmi ekki í heimsókn yfir á
26, eða öfugt. Maggi og Guðfinna
voru ávallt dugleg að kíkja í kaffi
til okkar og þá var oft sögustund
hjá Magga, þar sem hann hafði
yfirleitt frá einhverju skemmti-
legu að segja. Maggi var einn af
þessum einstaklingum sem öllum
líður vel í kringum og hann virtist
alltaf vera í „smitandi“ góðu
skapi. Ég er afskaplega þakklát-
ur fyrir að hafa fengið að eiga
Magga að sem móðurbróður og
eftir standa margar góðar minn-
ingar um yndislegan mann sem
ég mun varðveita eins lengi og ég
lifi.
Maggi var ávallt hrókur alls
fagnaðar hvar sem hann kom og
hann var virkur í alls konar fé-
lagastarfsemi. Hann var dyggur
stuðningsmaður ÍBV og stundum
stóð manni reyndar ekki alveg á
sama þegar maður fór með hon-
um í Íþróttahöllina í Eyjum til að
horfa á handbolta eða á Hólinn á
Hásteinsvelli og varð vitni að því
hvernig þessi dagfarsprúði mað-
ur breyttist í „brjálaða bolta-
bullu“ á augabragði. Ég var nú
reyndar oftast sammála honum
þegar hann reiddist dómaranum
eða úthúðaði andstæðingunum
þegar ÍBV átti í hlut. Það var
hins vegar verra þegar enski
boltinn var annars vegar, enda
vorum við þar ósammála um
flestallt.
Þegar ég var smágutti starfaði
Maggi sem framkvæmdastjóri
Vörubílastöðvarinnar í Vest-
mannaeyjum og það fannst mér
að hlyti að vera flottasta starf í
heimi. Stundum fékk ég að koma
í heimsókn á skrifstofuna og það
var algjör draumaheimur að sjá
alla þessa vörubíla og fylgjast
með bílstjórunum á kaffistofunni
og Maggi frændi stjórnaði þessu
öllu.
Ekki minnkaði stoltið af
Magga frænda þegar hann varð
framkvæmdastjóri Herjólfs hf.
þar sem hann var þá orðinn (í
mínum huga að minnsta kosti)
ábyrgur fyrir tengingu Eyjanna
við umheiminn.
Maggi var ávallt afskaplega
ljúfur og skemmtilegur í um-
gengni við okkur krakkana þegar
ég var að vaxa upp. Við peyjarnir
í hverfinu nýttum okkur þessa
góðvild hans meðal annars til að
fá byggingarefni í fjölda kofa sem
reistir voru á svæðinu. Maggi átti
stóran stafla af mótatimbri á bak
við hús sem einhvern veginn
„gufaði“ upp í réttu hlutfalli við
framgang byggingaframkvæmda
okkar vinanna. En aldrei datt
Magga í hug að skammast í okk-
ur út af því.
Árið 2009 féll Guðfinna, eigin-
kona Magga og lífsförunautur til
40 ára, frá eftir stutta baráttu við
krabbamein. Maggi átti erfitt eft-
ir þann mikla missi, auk þess sem
hann átti við heilsubrest að etja
síðustu árin. Það var engu að síð-
ur alltaf gaman að hitta hann og
ávallt var hægt að eiga við hann
ánægjulegt spjall þar sem gleði
og væntumþykja var í fyrirrúmi.
Líf mitt er ríkara fyrir að hafa
átt Magga að sem frænda og vin,
hans verður sárt saknað.
Jónas Rúnar Viðarsson.
Magnús Jónasson frá
Grundarbrekku, eða Maggi á
Grundó eins og hann var ávallt
kallaður, kvaddi okkur óvænt
fyrir skömmu. Þó að heilsa hans
hafi ekki verið eins og best verð-
ur á kosið síðastliðin ár var hann
að braggast og í raun bara við
þokkalega heilsu þegar hann var
skyndilega kallaður burt.
Ég kynntist Magga fyrst í full-
trúaráði Sjálfstæðisfélaganna í
Eyjum þar sem hann var ein af
driffjöðrunum í starfi sjálfstæð-
ismanna í Eyjum. Hann tók þar
að sér mörg vandamikil trúnað-
arstörf og leysti þau öll vel af
hendi. Það var oft gustur í kring-
um Magga en hann sjálfur var
ljúfmenni af bestu gerð. Hann
gekk lengi undir viðurnefninu
„Sprengjusérfræðingurinn“ í
röðum kjarna sjálfstæðismanna,
þar sem hann var alltaf á vett-
vangi þar sem deilur og átök
komu upp innan flokksins. Ekki
var viðurnefnið til komið sökum
þess að Maggi stæði fyrir átökum
heldur líklega vegna þess að
hann hljóp ekki af vettvangi ef
erfið mál komu upp. Var í hring-
iðu átakanna og reyndi að leysa
málin sem upp komu. Þess vegna
var hann oft örugglega á
sprengjusvæði!
Magga kynntist ég þó fyrst al-
mennilega þegar ég tók sæti í
stjórn Herjólfs hf. þar sem hann
var framkvæmdastjóri. Þá
kynntist ég kostum þessa virki-
lega góða manns. Ég var mörg ár
í stjórn félagsins og lengst af
stjórnarformaður. Á þeim tíma
áttum við Maggi mikið og gott
samstarf sem ekki bar skugga á.
Ekki vorum við alltaf sammála en
töluðum okkur alltaf niður á
lausn.
Maggi var afskaplega traustur
og góður samstarfsmaður sem
hægt var að treysta fullkomlega
og hann skilaði störfum sínum
með sóma.
Eftir að samstarfi okkar hjá
Herjólfi hf. lauk vorum við alltaf í
sambandi. Það leið misjafnlega
langt milli þess sem við töluðum
saman en alltaf var sama vinátt-
an og traustið til staðar.
Maggi hafði gríðarlega gaman
af því að heyra og segja góða
brandara og þá tísti í honum og
hann hristist allur af hlátri. Hann
var óspar á að senda í tölvupósti
brandara sem hann heyrði og á
ég sérstaka möppu með hundr-
uðum brandara frá Magga í inn-
hólfinu hjá mér.
Við Maggi áttum líka fé-
lagsskap í hópi fyrrverandi
stjórnenda og endurskoðenda
Herjólfs hf. sem hittast alltaf á
gamlársdag. Það höfum við gert í
áratugi og gerum vonandi áfram.
Þar förum við yfir farinn veg og
framtíðina og skálum fyrir liðn-
um og komandi tímum. Þar var
Maggi hrókur alls fagnaðar og
naut sín vel.
Maggi á Grundarbrekku var
traustur og góður maður. Það var
heiður að fá að starfa með honum
og eiga hann að vini.
Nú þegar hann hefur kvatt
þetta líf eru það minningarnar
um góðan félaga sem koma upp í
hugann.
Ég hefði gjarnan viljað fylgja
Magga vini mínum frá Grundar-
brekku síðustu sporin í þessu
jarðlífi en því miður á ég það ekki
mögulegt vegna vinnu minnar ut-
an landsteina en ég mun hugsa til
vinar míns, Magga, og fylgja hon-
um í huganum.
Ég sendi börnum Magga og
öðrum ástvinum mínar dýpstu
samúðarkveðjur og vona að góð-
ur Guð styrki þau og blessi í sorg-
inni.
Guð blessi minningu Magga á
Grundó.
Grímur Gíslason.
Einn af okkar góðu og traustu
Eyjamönnum hefur nú kvatt
þetta jarðneska líf. Ég kynntist
Magga á Grundarbrekku þegar
við kornungir menn hófum að
starfa í Eyverjum, Félagi ungra
sjálfstæðismanna í Vestmanna-
eyjum.Það var mikill kraftur í
starfi félagsins og við óhressir
með stefnu og verklag gömlu
karlanna í flokknum. Maggi var
mjög virkur, duglegur og sam-
viskusamur í starfinu. Það var
alltaf gaman og skemmtilegt í
kringum Magga.
Þetta samstarf þróaðist svo í
það að við Maggi stofnuðum mat-
vöruverslunina Eyjakjör að
Skólavegi 1. árið 1969. Verslunin
naut strax mikilla vinsælda og
nýttust hæfileikar og góð fram-
koma Magga þar vel. Þessum
verslunarrekstri lauk svo þegar
eldgosið á Heimaey hófst 23. jan-
úar 1973.
Það var oft ansi mikið að gera í
versluninni enda allt þá afgreitt
yfir borðið, allt kjöt sagað og
mikið um heimsendingar. Þetta
var skemmtilegur tími enda
Maggi sérstaklega þægilegur í
samstarfi.
Á þessum verslunarárum vor-
um við Maggi báðir að koma okk-
ur upp fjölskyldu. Eftir að heim
var flutt eftir gos hélt okkar
kunningsskapur áfram og sam-
starfið í Sjálfstæðisflokknum.
Það var gott að leita til Magga til
að fá góð ráð enda hann mjög vel
inni í öllum bæjarmálum.
Eftir að ég flutti frá Eyjum
1990 varð eðli málsins samkvæmt
minna um samskipti. En alltaf
þegar við áttum leið til Eyja var
heilsað upp á Magga og málin
rædd.
Maggi gegndi mörgum
ábyrgðarstörfum í Eyjum. Það
var sama hvaða starf hann tók að
sér, alls staðar naut hann virð-
ingar og þótti einstaklega góður
samstarfsfélagi. Bestu þakkir
fyrir góð kynni í gegnum árin,
Maggi minn. Við Ásta sendum
fjölskyldunni okkar innilegustu
samúðarkveðju á þessum sorgar-
tíma ykkar.
En eitt er víst. Minningin um
góðan mann lifir áfram.
Sigurður Jónsson.
Góður vinur og gleðigjafi,
Magnús Jónasson frá Grundar-
brekku í Vestmannaeyjum,
„Maggi á Grundó“, lést óvænt í
sumarbústað uppi í Borgarfirði
þar sem hann, ekkjumaðurinn,
dvaldist í fríi með tveimur börn-
um sínum nokkra daga.
Síðustu ár voru honum erfið,
eiginlega síðan Guðfinna, kona
hans, lést eftir hart stríð við
krabbamein 2009. Hann fann sig
aldrei eftir það. Þessi einstæði
reglu- og gleðimaður tapaði
neistanum og eftir starfslok syrti
enn í álinn. Það tók á okkur, vini
hans.
Ég kynntist Magga fyrst þeg-
ar ég hóf nám í Gagnfræðaskóla
Vestmannaeyja. Ég fékk að taka
þátt í árlegri leiksýningu á full-
veldisdaginn, 1. desember, það
ár. Maggi var í hópnum, tveim ár-
um eldri. Leikæfingar voru síð-
degis. Hann var í þykkara lagi á
þessum árum, hafði einstæðan
smitandi hlátur, gott skap og ríka
kímnigáfu. Það fór því oft eins og
dæmi eru um að leikhópurinn
sprakk úr hlátri þegar Maggi
birtist á sviðinu með því pati og
hljóðum sem hlutverkið sagði
honum, og æfingin fór úr skorð-
um hvað eftir annað.
Margs konar samstarf í fé-
lögum ungra manna, við útgáfu
blaða og annað stúss, batt síðan
milli okkar vináttubönd sem
héldu lengi. Það var alltaf líf og
fjör í kringum Magga.
Örlögin höguðu því svo til að
ég kynntist ungur Jónasi, föður
hans, í sumarvinnu. Miseldri var
afar mikið með okkur en vináttan
varð náin og einlæg. Jónas var
ótrúlega ungur í anda og mesti
ærslabelgur. Ég tók svo að venja
komur mínar á Grundarbrekku
og kynntist Guðrúnu, konu hans,
og átti þar marga góða stund í
eldhúsinu. Það var ekki ónýtt fyr-
ir Magga að fá að alast upp í
þessu húsi.
Magga gekk vel í skóla og þess
mátti vænta að hann færi til frek-
ara náms „upp á land“. En það
gat hann sennilega ekki hugsað
sér, að hverfa úr hreiðri sínu og
átthögum. Hann fór að vinna eft-
ir gagnfræðapróf. Honum voru
strax falin vandasöm ábyrgðar-
störf við bókhald og fjármál, hjá
bæjarsjóði, bílastöðinni, var
framkvæmdastjóri Herjólfs og
lauk starfsferli sem forstöðumað-
ur dvalarheimilis aldraðra 2015.
Þá fluttist hann til Reykjavíkur.
Allt var í reglu þar sem hann var.
Um tíma rak hann matvöruversl-
un með vini okkar, Sigurði Jóns-
syni, og búnaðist vel, enda natinn
og greiðvikinn við viðskiptavini.
Þegar þau giftu sig, Maggi og
Guðfinna, bjuggu þau strax vel
um sig í Grænuhlíð, og eftir gosið
byggðu þau fallegt einbýlishús
við Höfðaveg, við hlið systur
hans, Sigurbjargar.
Við sjúkrabeð Guðfinnu sá ég
Magga í síðasta sinn líkan sjálf-
um sér. Hann vék ekki frá henni,
stóð sem klettur við hlið hennar.
Hann bar sig ótrúlega vel fyrst
eftir áfallið en er á leið varð eftir-
leikurinn honum erfiður. Aldrei
hurfu honum þó vinsemd og ein-
lægni í garð okkar vina hans.
Ég kveð einn besta og
skemmtilegasta vin minn frá
fyrri árum, trygglyndan gleði-
gjafa, og sendi um langan veg
kveðjur mínar í Hvítasunnukirkj-
una í Eyjum þar sem börn hans
þrjú, aðstandendur og vinir
syngja yfir honum og syrgja góð-
an mann. Hann verður mér ávallt
minnisstæður förunautur.
Helgi Bernódusson.
Við vorum nú ekki háir í loft-
inu þegar við gerðumst kúasmal-
ar á Grundarbrekku, sem var
æskuheimili Magga og hann
ávallt kenndur við. Rákum við þá
beljurnar annaðhvort upp fyrir
Hvíld eða vestur á Brimhóla og
svo þurfti að sækja þær á kvöld-
in. Ekki svo sjaldan struku þær
og blönduðust öðrum beljuhóp-
um í bænum, gat þá verið ansi
erfitt að stía þeim í sundur. Kom
það sér vel að þetta var ekki stór
hópur sem við þurftum að gæta
en hann stóð saman af tveim
beljum, Svörtu og Skjöldu. Bú-
skapurinn lagðist af þegar Skóla-
vegurinn var malbikaður, því það
var allt of mikið vesen að hlaupa
með skóflurnar á eftir beljunum
sem virtu að vettugi nýskverað
strætið.
Æskan leið við leik og störf.
Áður en varði tók alvaran við hjá
okkur með stofnun heimila.
Maggi stofnaði fyrsta heimilið
sitt í Grænuhlíð 9 með eiginkonu
sinni, Guðfinnu Óskarsdóttur.
Ekki höfðu þau búið þar lengi
þegar eldgosið hófst en húsið
þeirra fór undir hraun. Eftir gos
komu þau aftur til Eyja og
byggðu sér hús við Höfðaveg, í
stykkinu sem við rákum beljurn-
ar í forðum og tilheyrði Grund-
arbrekku. Guðfinna lést fyrir
nokkrum árum, langt um aldur
fram, og varð það Magga mikið
áfall og sótti einmanaleiki að hon-
um og depurð.
Maggi reyndist mér sannur
vinur þegar mest á reyndi með
heimsóknum sínum á Landspít-
alann og síðar á Reykjalund.
Ekki leið á löngu þar til Maggi lét
innrita sig í tækjasalinn á
Reykjalundi og var undravert að
sjá hvað hann styrktist fljótt,
bæði andlega og líkamlega.
Gleðin og kátínan umlukti hann
eins og forðum. Þarna var Maggi
kominn aftur í essið sitt.
Í síðasta skiptið sem við hitt-
umst töluðum við um hvað biði
okkar hinum megin þegar þess-
ari jarðvist lyki, nokkuð sem við
ræddum yfirleitt aldrei um. Ein-
læg var trú hans og vissa á líf eft-
ir þetta líf og að hann myndi hitta
Guðfinnu aftur í sumarlandinu
þar sem alltaf er sól og gott veður
eins og í bernskuminningum
okkar.
Elsku Maggi minn! Þín er sárt
saknað en við sjáumst síðar í
sumarlandinu. Við fjölskyldan
viljum votta börnum þínum, Þór-
arni, Sævari og Elínu, og öðrum
eftirlifandi ættingjum þínum
samúð okkar.
Þinn vinur,
Örn.
Ég kveð í dag góðan vin og
yndislegan félaga sem farinn er
frá okkur langt um aldur fram-
.Leiðir okkar hafa legið saman í
áratugi. Maggi vinur minn hefur
um nokkurt árabil átt við van-
heilsu að stríða. Eftir veru hans á
Reykjalundi í vetur virtist vera
að rofa til og heilsan að lagast.
Ég batt miklar vonir við að sum-
arið og sólin myndu veita honum
góð tækifæri til gönguferða og
endurhæfingar og ræddum við
það skömmu áður en andlát hans
bar að. Andlát Guðfinnu, yndis-
legrar eiginkonu hans, tók mikið
á hann og má segja að hann hafi
aldrei náð sér eftir það. Söknuð-
urinn var honum stundum óbæri-
legur og ræddi hann oft við mig
hve mikið hann saknaði konu
sinnar. Alls staðar þar sem
Maggi var í tengslum við ein-
hvern félagsskap var hann fljót-
lega kosinn til trúnaðarstarfa.
Trúnaðarstörf sem hann hefur
sinnt eru fjölmörg og á ólíkum
sviðum. Á góðum stundum var
hann sérlega glaðvær, hlátur-
mildur og skemmtilegur. Hann
var ætíð traustur vinur og mat
mikils það sem gert var fyrir
hann eða fjölskyldu hans. Á sam-
ferð okkar á lífsins leið áttum við
margar góðar og gefandi sam-
verustundir. Maggi og fjölskylda
hans áttu nokkra húsbíla og ferð-
uðust á þeim vítt og breitt um
landið. Fyrir nokkrum árum átti
hann stóran og glæsilegan húsbíl
sem þarfnaðist verulegra endur-
bóta. Bíllinn var fluttur upp að
sumarhúsi okkar Iðunnar að
Þingvöllum. Þar vann ég í bílnum
nokkrar vikur og gerði hann í
stand, þannig að hann varð verð-
mæt söluvara á eftir. Það var svo
ánægjulegt að gera Magga
greiða því að hann var alltaf svo
þakklátur og mat vinargreiða svo
mikils. Honum fannst hann alltaf
standa í þakkarskuld ef honum
var rétt hjálparhönd og vildi end-
urgjalda það með ýmsu móti.
Eftir sölu þessa stóra húsbíls
keypti hann tvo aðra gamla hús-
bíla, sem báðir fóru í „andlitslyft-
ingu“ að Þingvöllum. Þegar hann
hafði heilsu og tíma vildi hann
taka þátt í öllum framkvæmdum
og var þá oft glatt á hjalla og mik-
ið hlegið. Hann hafði mörg falleg
orð um það sem tókst vel hjá okk-
ur í þessu brölti og var sérlega
gefandi að vera í návist hans.
Fjölmargt annað tókum við okk-
ur fyrir hendur saman og skilja
allar samverustundir okkar eftir
einstaklega góðar minningar.
Við kveðjum í dag góðan vin
með miklum söknuði og votta
elskulegum börnum hans og ætt-
ingjum, okkar dýpstu samúð og
þökkum einstaklega ljúfa og gef-
andi samferð.
Af óviðráðanlegum ástæðum
getum við ekki fylgt honum til
grafar í dag.
Við biðjum algóðan Guð að
blessa minningar um góðan
dreng og vin.
Iðunn og Ólafur Gränz.
Kveðja frá sjálfstæðisfélög-
unum í Vestmannaeyjum
Magnús Þór Jónasson frá
Grundarbrekku var í framvarð-
arsveit sjálfstæðisfélaganna í
Vestmannaeyjum í rúma fjóra
áratugi. Áhugi hans á félags- og
stjórnmálum kom snemma í ljós.
Árið 1968 þegar Magnús stóð á
tvítugu var hann kosinn í stjórn
Eyverja, félags ungra sjálfstæð-
ismanna, og um svipað leyti tók
hann sæti í ritnefnd Fylkis, blaðs
flokksins í Eyjum. Þetta var upp-
hafið að langri þátttöku Magnús-
ar í félagsstarfi fyrir flokkinn.
Það sem ávallt einkenndi störf
hans var samviskusemi og mikil
vinnusemi, sem skiptir miklu í fé-
lagsstörfum og lífinu almennt.
Magnús var formaður Eyverja
1975-1978, en 1979 tók hann við
formennsku í fulltrúaráði sjálf-
stæðisfélaganna í eitt ár og aftur
1986-1989 og loks 2000-2004.
Magnús var ábyrgðarmaður
Fylkis 1978-1982 og 2000-2003.
Þá var Magnús formaður Sjálf-
stæðisfélags Vestmannaeyja
1995-2001 og aftur 2003-2007 en
þá voru sjálfstæðisfélögin í
Eyjum, Sjálfstæðiskvennafélagið
Eygló og Sjálfstæðisfélag Vm.,
sameinuð undir nafni þess síðar-
nefnda. Af þessari upptalningu
má sjá að aðkoma Magnúsar í
flokksstarfinu var mjög mikil í
marga áratugi. Til að standa und-
ir slíku þarf í senn mikinn áhuga
og trú á þann málstað sem starf-
að er fyrir.
Þar með var aðkomu Magnús-
ar að félagsstörfum fyrir flokkinn
í Eyjum ekki lokið því hann átti
áfram sæti í ritnefnd Fylkis til
2017, en þá stóð hann á sjötugu
og mjög sáttur við að standa upp
frá borði. Lengst af allan þennan
tíma tíma vann Magnús við
kröfuhörð störf við stjórnun fyr-
irtækja og stofnana.
Það skiptast jafnan á skin og
skúrir í lífinu. Fráfall Guðfinnu
eiginkonu hans árið 2009 var
Magnúsi, börnum þeirra og fjöl-
skyldunni mikið áfall og fann
Magnús sig ekki eftir það og
heilsan gaf sig nokkrum árum
síðar. Það er mikill sjónarsviptir
þegar Magnús á Grundarbrekku
hverfur af sviðinu. Sjálfstæðis-
félögin í Eyjum, fulltrúaráð
flokksins og ritnefnd Fylkis
senda fjölskyldunni innilegar
samúðarkveðjur á erfiðum tím-
um. Guð blessi minningu Magn-
úsar Jónassonar.
Arnar Sigurmundsson.
Magnús Þór
Jónasson