Morgunblaðið - 25.05.2019, Síða 36

Morgunblaðið - 25.05.2019, Síða 36
36 DÆGRADVÖL MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 25. MAÍ 2019 60 ára Matthías er Reykvíkingur, húsa- smíðameistari og rekur eigið fyrirtæki. Maki: Guðríður Lofts- dóttir, f. 1959, heima- vinnandi. Börn: Loftur Guðni, f. 1980, Margrét, f. 1984, og Rannveig Sól, f. 1997. Barnabörn: Matthías Bogi og Þorgeir Goði Loftssynir, og Júlía Róbertsdóttir. Foreldrar: Hjálmtýr Hjálmtýsson, f. 1933, d. 2002, bankastarfsmaður og söngvari, og Margrét Matthíasdóttir, f. 1936, d. 1995, læknaritari og söngkona. Matthías Bogi Hjálmtýsson Stjörnuspá 21. mars - 19. apríl  Hrútur Sígandi lukka er best. Haltu í gleðina því hún auðveldar lífið til muna. Vinir þínir koma þér á óvart. 20. apríl - 20. maí  Naut Þótt þér leiðist lognið til lengdar skaltu ekki grípa til neinna örþrifaráða. Þér finnst best að vinna ein/n en ættir að prófa að vinna með öðrum líka. 21. maí - 20. júní  Tvíburar Þú ert kraftmikil/l þessa dagana og kemur miklu í verk. Vertu vandlát/ur á þá sem þú eyðir tíma þínum með. Maki þinn kemur þér rækilega á óvart. 21. júní - 22. júlí  Krabbi Það getur tekið á að þurfa stöðugt að sýna einbeitni gagnvart öðrum. Láttu ekki sérvisku þína koma í veg fyrir sam- vinnu við aðra. 23. júlí - 22. ágúst  Ljón Nú skiptir það sköpum að fara gæti- lega í fjármálunum og velta hverri krónu. Leyfðu huga þínum að reika og reyndu að slaka betur á. 23. ágúst - 22. sept.  Meyja Hafðu þá mikilvægu staðreynd í huga að það er erfiðara að taka við gagn- rýni en að gagnrýna. Þú hefur fundið leið til þess að skera þig úr fjöldanum. 23. sept. - 22. okt.  Vog Hvort sem þú trúir því eður ei þá er þetta rétti tíminn til að halda út á nýjar brautir. Farðu samt rólega í hlutina, góðir hlutir gerast hægt. 23. okt. - 21. nóv. Sporðdreki Þú þarft að fá útrás fyrir sköpunarhæfileika þína. Vel unnið verk tal- ar sínu máli og þú munt uppskera laun erfiðis þíns. 22. nóv. - 21. des. Bogmaður Það er sóst eftir vináttu þinni og það svo að þú átt fullt í fangi með að stjórna aðsókninni. Leggðu þig fram við að sýna fólki skilning. 22. des. - 19. janúar Steingeit Mundu að sýna öðrum þol- inmæði, þú átt auðvelt með að missa stjórn á skapi þínu. Gömul vandamál leys- ast af sjálfu sér. 20. jan. - 18. febr. Vatnsberi Þú skalt fara eftir ráðum góðs vinar í samskiptum við ættingja þinn í dag. Mundu að þú ert nógu góð/ur. 19. feb. - 20. mars Fiskar Það er stutt í einhvern stóratburð sem þú þarft að vera reiðubúin/n fyrir hvað sem það kostar. Þú færð góðar frétt- ir fljótlega. kvennafræðum (seinna RIKK), og stofnandi RannKyn rannsóknarstofu um jafnrétti, kyngervi og menntun á Menntavísindasviði HÍ árið 2010. Rannsóknir Guðnýjar voru framan af á sviði vitræns þroska barna og ungs fólks, samanber meistara- mörg mál, m.a. fæðingarorlof og um- hverfismál.“ Guðný hefur setið í fjölmörgum nefndum og ráðum á vegum Háskóla Íslands og á vettvangi stjórnmála. Hún var ein af stofnendum og fyrsti stjórnarformaður Rannsóknastofu í G uðný Sigurbjörg Guð- björnsdóttir fæddist 25. maí 1949 í Reykjavík, en ólst upp í Keflavík frá unga aldri. Guðný gekk í Myllubakkaskóla og Gagnfræða- skóla Keflavíkur. Hún var virk í íþróttum, í sundi og handbolta og í skátastarfi. Síðan lá leiðin í Mennta- skólann að Laugarvatni, en þaðan varð Guðný stúdent frá stærð- fræðideild 1969. Háskólanám stund- aði Guðný í Bandaríkjunum og í Eng- landi. Hún lauk BA-prófi í sálarfræði frá Vassar College í New York, M.Sc. í sálarfræði frá Manchester Univers- ity, 1974, og doktorsprófi (Ph.D) í uppeldis- og menntunarfræði 1987 frá The University of Leeds. Guðný stundaði ýmis sumarstörf með námi 1965-1974, m.a. við almenn störf og launaútreikninga í frystihúsi og við afgreiðslustörf á Keflavíkur- flugvelli. Þá starfaði hún hjá Fræðsluskrifstofu Reykjavíkur, sál- fræðideild skóla og var stundakenn- ari við Kennaraháskóla Íslands og Fósturskóla Íslands 1974-1975. Guðný var skipuð lektor í uppeldis- og menntunarfræði við Háskóla Ís- lands árið 1975, dósent að loknu dokt- orsprófi 1987 en það stundaði hún með lektorsstarfinu 1979-1986. Guðný fékk framgang í starf prófess- ors árið 2000 og hefur gegnt því til þessa dags, fyrst á Félagsvísindasviði en frá 2009 á Menntavísindasviði HÍ, vegna skipulagsbreytinga innan há- skólans. Guðný var einn af stofnendum Kvennalistans og Kvennaframboðs- ins í Reykjavík og virk í starfinu 1982-1999. Hún var varaþingmaður 1991-1995 og kjörin alþingismaður Reykvíkinga fyrir Samtök um Kvennalista árin 1995-1999. Hún var einn af stofnendum Samfylkingar- innar og starfaði með þingflokki hennar vorið 1999. „Ég er mjög stolt af starfi mínu og þingmálum Kvennalistans. Sér- staklega má nefna í ljósi #Metoo að ég flutti þingsályktunartillögu og frumvarp um bann við kynferðislegri áreitni árið 1996-1997. Það að rödd Kvennalistans komst í hátalara Alþingis hafði mjög mikil áhrif á prófsritgerð frá 1974: „Divergent and Operational Thinking: Their promo- tion and relevance for educational selection in two cultures“, og dokt- orsritgerð frá 1987: „Cognitive Deve- lopment, Gender, Class and Educa- tion: A longitudinal study of Icelandic early and late cognitive developers“. Síðari árin hafa rannsóknir Guðnýjar mest beinst að jafnréttisfræðslu, kyn- gervi og menntun, samanber bók hennar Menntun, forysta og kynferði (2007). Jafnrétti kynjanna er hjartans mál Guðnýjar og því hefur hún sinnt bæði í stjórnmálastörfum sínum, rannsóknum og kennslu. Að auki hef- ur hún rannsakað menningarlæsi ungs fólks, stjórnun menntamála og söguleg málefni og birt fjölmargar fræðigreinar um þessi efni. „Ég hef verið í skertu starfshlut- falli í nokkur ár og við hjónin erum nú í rannsóknarmisseri í Cambridge. Þangað komu börnin og fjölskyldur þeirra í tilefni afmælisins um síðustu helgi en á afmælisdaginn verður fagnað með góðum vinum. Fram- undan eru formleg starfslok, en við taka frekari rannsóknir, gönguferðir, ferðalög, meira sumarbústaðalíf og að sinna barnabörnunum fjórum.“ Guðný Guðbjörnsdóttir, prófessor á Menntavísindasviði við Háskóla Íslands – 70 ára Fjölskyldan Frá vinstri: Bjarni, Anna Þorbjörg, Gísli Þór, Páll Óskar, Guðný, Gísli, Bjarki Bergmann með Úlf Bergmann, Saga Rós og Rósa Signý stödd í Cambridge um síðustu helgi. Kvennabaráttan hjartans mál Kvennalistakonur Þingmenn Kvennalistans í Alþingishúsinu í tilefni af 100 ára afmæli kosningaréttar kvenna árið 2015. Atli Viðar Jóhannesson og Benna Stefanía Rósantsdóttir eiga 50 ára brúðkaupsafmæli á morgun. Þau gengu í hjónaband 26. maí 1969 í Akureyrarkirkju og gaf sr. Pétur Pétursson þau saman. Atli og Benna eru bæði frá Akureyri og bjuggu þar fyrstu árin í sínum búskap. Fljótlega fluttu þau austur á Eskifjörð og bjuggu þar í rúm 40 ár. Nú eru þau aftur flutt til Akureyrar og hafa búið þar í fimm ár. Atli og Benna eiga fjórar dætur, 13 barnabörn og fjögur barna- barnabörn. Þau munu fagna þessum tímamótum með stórfjölskyldunni erlendis í sumar en verða á afmælisdaginn á heimili sínu í Brekkugötu 45 á Akureyri. Árnað heilla Gullbrúðkaup 40 ára Sigrún Inga er Reykvíkingur en býr í Hafnarfirði. Hún er leikskólakennari að mennt og er sér- kennslustjóri á leik- skólanum Sunnuhvoli í Garðabæ. Maki: Jóhanna Birna Gísladóttir, f. 1964, leikskólakennari og hárgreiðslumeistari og er deildarstjóri á leikskólanum Hörðu- völlum í Hafnarfirði. Sonur: Reynir Örn, f. 2010. Foreldrar: Reynir Sverrisson, f. 1949, ráðgjafi hjá Allianz, og Vilborg Jóhanns- dóttir, f. 1952, sjúkraliði. Þau eru búsett í Kópavogi. Sigrún Inga Reynisdóttir Til hamingju með daginn

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.