Morgunblaðið - 25.05.2019, Qupperneq 37

Morgunblaðið - 25.05.2019, Qupperneq 37
DÆGRADVÖL 37 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 25. MAÍ 2019 Verið velkomin í verslun okkar Opið virka daga kl. 8:30–17:00 Síðumúli 16 I 108 Reykjavík I Sími 580 3900 I fastus.is fastus.is • Mjög auðvelt og fljótlegt í notkun • Tilbúið til matreiðslu á 3-4 mínútum • Afkastamikið og öflugt • Mjög góð hitastýring á kolum • Ytra byrði hitnar ekki • Færanlegt á meðan það er í notkun • Auðvelt að þrífa • Má fara í uppþvottavél • Taska fylgir • Mikið úrval aukahluta STÓRSNIÐUGT GRILL Í GARÐINN, Á PALLINN EÐA Í FERÐALAGIÐ Í klípu eftir Mike Baldwin eftir Jim UngerHermann Ferdinand Hrólfur hræðilegi Grettir ÉG HUGSA ÁÐUR EN ÉG FRAMKVÆMI OG HUGSA OG HUGSA OG HUGSA … HRÓLFUR! ÞÚ VERÐUR AÐ HÆTTA AÐ BORÐA LÖÐRANDI DJÚPSTEIKTAN MAT! EN SÆTT! ÞÚ ERT SVO UMHYGGJU- SÖM! AUÐVITAÐ ER ÉG UMHYGGJUSÖM! ÞETTA ER GLÆNÝTT RÚMTEPPI!! „ÞETTA FLOKKAST SEM LÍKAMSÁRÁS, HÓTANIR OG FRELSISSVIPTING. SLEPPTU MÉR OG ÉG FÆ ÞETTA FELLT NIÐUR.” „HVORT VILTU FREKAR - ÍS MEÐ DÝFU EÐA HÁSKÓLAMENNTUN?” ... að kúra saman. Fjölskylda Eiginmaður Guðnýjar er Gísli Pálsson, f. 22. desember 1949, pró- fessor og rithöfundur. Foreldrar hans voru Páll Ólafur Gíslason, f. 3. mars 1922, d. 25. maí 2002, verkamað- ur og afgreiðslumaður í Vestmanna- eyjum og Reykjavík, og eiginkona hans Bára Sigurðardóttir, f. 16. des- ember 1925, d. 14. apríl 2015, hús- móðir. Börn Guðnýjar og Gísla eru 1) Páll Óskar Gíslason verkfræðingur, f. 2. mars 1976. Maki: Anna Þorbjörg Jónsdóttir hagfræðingur, f. 4. sept- ember 1976. Börn: Jón Bjarni Pálsson, f. 25. maí 2010, og Gísli Þór Pálsson, f. 27. júlí 2012, búsett á Seltjarnarnesi; 2) Rósa Signý Gísla- dóttir, vísindamaður hjá Íslenskri erfðagreiningu og lektor í almennum málvísindum við HÍ, f. 11. maí 1983. Maki: Bjarki Bergmann Gunnlaugs- son framkvæmdastjóri, f. 6. mars 1973. Börn: Saga Rós Bjarkadóttir, f. 27. september 2014, og Úlfur Berg- mann Bjarkason, f. 2. janúar 2018, búsett í Reykjavík. Alsystkin Guðnýjar eru Guð- mundur Bjarni Guðbjörnsson, tækni- fræðingur í Reykjanesbæ, f. 27. nóvember 1952; Björn Herbert Guð- björnsson, tæknifræðingur í Reykjanesbæ, f. 20. jan. 1955; Róbert Þór Guðbjörnsson, rafvirkjameistari í Reykjanesbæ, f. 7. október 1956. Samfeðra systkin eru Hjördís Guð- björnsdóttir, fv. skólastjóri í Hafnar- firði, 27. júlí 1943, og Gunnar Guð- björnsson, fv. pípulagningamaður í Reykjanesbæ, f. 9. nóvember 1944. Foreldrar Guðnýjar voru Guðbjörn Herbert Guðmundsson, rafvirkja- meistari í Keflavík, f. 25. júní 1919, d. 10. júlí 1997 og eiginkona hans, Rósa Guðnadóttir, húsmóðir í Keflavík, f. 7. september 1918, d. 7. maí 1997. Guðný Guðbjörnsdóttir Ingveldur Guðmundsdóttir húsfreyja á Búðarhóli Guðlaugur Sigurðsson bóndi á Búðarhóli í A-Landeyjum Sigurbjörg Guðlaugsdóttir húsmóðir á Stokkseyri Guðni Guðnason formaður á Stokkseyri Rósa Guðnadóttir húsmóðir í Keflavík Ingveldur Nikulásdóttir bústýra í Álftarhól og á Búðarhóli Guðni Guðmundsson vinnumaður íA-Landeyjum Hólmfríður Guðmundsdóttir húsmóðir á Hellissandi Ásbjörn Gilsson útvegsbóndi á Hellissandi Guðrún Ásbjörnsdóttir húsmóðir í Hafnarfirði Guðmundur Guðbjörnsson skipstjóri í Hafnarfirði Guðríður Helga Jónsdóttir húsfreyja á Sveinsstöðum Guðbjörn Ólafur Bjarnason bóndi á Sveinsstöðum utan Ennis, Snæf. Úr frændgarði Guðnýjar Guðbjörnsdóttur Guðbjörn H. Guðmundsson rafvirkjameistari í Keflavík Gátan er sem endranær eftirGuðmund Arnfinnsson: Torsótt oft því er að ná. Á uggum fiska mátti sjá. Ýmsir setja afar hátt. Gegn andstæðingi verja mátt. Þessi er lausn Hörpu á Hjarðar- felli: Torsótt marki mun að ná. Markið fiska uggum á. Sumir markið setja hátt. Sókn að marki verja mátt. Eysteinn Pétursson leysir gátuna þannig: Ef markið er hátt skal mikið á sig reyna. Mark er á uggum fiska milli steina. Í lífinu er einatt skotist milli skerja. Sé skotið fast er erfitt mark að verja. Sigmar Ingason svarar: Margan þreytir marki að ná Markið segir hver fiskinn á Markmið of há margur setur Markvörður grípur ef hann getur Guðrún Bjarnadóttir leysir gát- una þannig: Takmark stundum torsótt. Telgt í ugga mark ljótt. Set mark á HM mjög hátt. Mark ver liðið, þá kátt. Helgi Seljan á þessa lausn: Örðugt mun takmarki oft að ná, uggana á fiskum merkjum þá. Langæðsta markið margir sjá, markvörðurinn skal boltann fá. Hér kemur lausn Helga R. Ein- arssonar: Er línur fjórar lít hér á lausnar- fæ ég -spark í endann, því nú er að sjá að allt snúist um mark. Sjálfur skýrir Guðmundur gát- una þannig: Marki settu mun ei létt að ná. Mark á uggum fiska leit ég þá. Margir setja markið afar hátt. Í marki þínu verja skotin átt. Þá er limra: Þeir kalla Jón hlaupara „hérann“, það hlægir margan, er sér’ann markinu ná, að másandi þá og síðastur yfirleitt er’ann. Og síðan er ný gáta eftir Guð- mund: Lifnar þys um borg og bý, brosir sólin gegnum ský, kyssir blómin, björt og hlý. Birtist gáta enn á ný: Í andliti má einatt sjá. Öldukast í gljúfraþröng. Lítill spölur landi frá. Líður vofa um bæjargöng. Halldór Blöndal halldorblondal@simnet.is Vísnahorn Hitt í mark

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.