Morgunblaðið - 25.05.2019, Síða 41

Morgunblaðið - 25.05.2019, Síða 41
ÍÞRÓTTIR 41 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 25. MAÍ 2019 Við gyllinæð og annarri ertingu og óþægindum í endaþarmi Krem Þríþætt verkun - verndar, gefur raka og græðir Byggir á náttúrulegum innihaldsefnum Inniheldur ekki stera Hreinsifroða Froðan hreinsar, róar og frískar óþægindasvæðið Byggir á náttúrulegum innihaldsefnum Fyrir hámarksárangur er mælt með notkun á Procto-ezeTM Hreinsi áður en Procto-ezeTM Krem er notað. Fæst í næsta apóteki. HANDBOLTI Svíþjóð Þriðji úrslitaleikur: Alingsås – Sävehof ...............................25:22  Ágúst Elí Björgvinsson varði 17 skot í marki Sävehof.  Staðan er 2:1 fyrir Alingsås. Þýskaland B-deild: Emsdetten – Balingen ........................ 23:27  Oddur Gretarsson skoraði 12/6 mörk fyrir Balingen. Lübeck-Schwartau – Hamburg......... 25:24  Sigtryggur Daði Rúnarsson skoraði 2 mörk fyrir Lübeck-Schwartau.  Aron Rafn Eðvarðsson var ekki í leik- mannahópi Hamburg vegna meiðsla. Frakkland 8-liða úrslit, fyrsti leikur: Nanterre – Elan Bernais .................. 101:65  Haukur Helgi Pálsson skoraði 15 stig fyrir Nanterre. B-deild: St. Chamond – Evreux ..................... 107:74  Frank Aron Booker skoraði 6 stig og tók 1 frákast fyrir Evreux sem endaði í 12. sæti af 18 liðum. Úrslitakeppni NBA Austurdeild, fimmti úrslitaleikur: Milwaukee – Toronto ......................... 99:105  Staðan er 3:2 fyrir Toronto sem er á heimavelli í sjötta leiknum í kvöld. KÖRFUBOLTI KNATTSPYRNA Úrvalsdeild karla, Pepsi Max-deildin: Kórinn: HK – Grindavík ........................ L16 Greifavöllur: KA – ÍBV ..................... L16.30 Eimskipsvöllur: Víkingur R. – KR........ L18 Norðurálsvöllur: ÍA – Stjarnan ............. S17 Würth-völlur: Fylkir – FH................ S19.15 Origo-völlur: Valur – Breiðablik....... S19.15 Úrvalsdeild kvenna, Pepsi Max-deildin: Nettóvöllur: Keflavík – Þór/KA............. S16 1. deild karla, Inkasso-deildin: Grenivíkurvöllur: Magni – Fram .......... L16 2. deild karla: Akraneshöll: Kári – Fjarðabyggð......... L14 Olísvöllur: Vestri – Þróttur V................ L14 Húsavíkurvöllur: Völsungur – ÍR .... L14.30 Fjarðabyggðarhöll: Leiknir F. – KFG.. S14 3. deild karla: Sindravellir: Sindri – Augnablik ........... L16 Borgarnes: Skallagrímur – KF............. L16 2. deild kvenna: Boginn: Hamrarnir – Grótta ................. L13 GOLF Egils Gull-mótið, fyrsta mót GSÍ á „Móta- röð þeirra bestu“ fer fram á Þorlákshafn- arvelli. Leiknir eru tveir hringir í dag og einn á morgun. UM HELGINA! Víðir Sigurðsson vs@mbl.is Þótt allir leikir séu mikilvægir er óhætt að segja að tvær af viður- eignum sjöttu umferðarinnar í úr- valsdeild karla í fótbolta sem leikin er í dag og á morgun séu sér- staklega áhugaverðar. Skagamenn mæta til leiks sem topplið deildarinnar á heimavelli gegn Stjörnunni klukkan 17 á morgun. Nýliðar ÍA, undir stjórn Jóhannesar Karls Guðjónssonar, eru með 13 stig úr fyrstu fimm um- ferðunum en Stjarnan er með 8 stig. Garðbæingar þóttu líklegir til að vera með í toppbaráttunni og ljóst er að þeir mega ekki við því að tapa á Akranesi á morgun. Viður- eign liðanna í deildabikarnum seinnipart vetrar gæti setið í ein- hverjum en ÍA burstaði þá Stjörn- una 6:0 og gaf tóninn fyrir sumarið. Um kvöldið taka svo meistarar Vals á móti Breiðabliki. Slæm byrj- un Hlíðarendaliðsins er umtöluð, lærisveinar Ólafs Jóhannessonar eru bara með 4 stig og einn sigur í húsi á meðan Blikar eru með 10 stig í öðru sæti. Þetta verður fyrsti leik- ur Breiðabliks gegn einu af þeim liðum sem var spáð fimm efstu sæt- unum fyrir mót og því afar áhuga- vert að sjá hvað gerist á Hlíðarenda annað kvöld.  HK með 4 stig tekur á móti Grindavík með 8 stig kl. 16 í dag.  KA með 6 stig tekur á móti ÍBV með 2 stig kl. 16.30 í dag.  Víkingur með 3 stig tekur á móti KR með 8 stig kl. 18 í dag.  Fylkir með 5 stig tekur á móti FH með 10 stig kl. 19.15 annað kvöld. Stórleikirnir á Skag- anum og Hlíðarenda Morgunblaðið/Ómar Helgin ÍA og Valur spila bæði lykil- leiki í deildinni á morgun. Þróttur R. er með fullt hús stiga í 1. deild kvenna í knattspyrnu eftir 4:2-sigur á Tindastóli í Laug- ardalnum í gær þegar þriðja umferðin fór fram. Þróttur er eitt í efsta sæti en FH er með 7 stig eft- ir 2:0-heimasigur á Fjölni. Linda Líf Boama og Rakel Sunna Hjartardóttir komu Þrótti í tvígang yfir en Murielle Tiernan jafnaði í bæði skiptin. Lauren Wade skoraði þriðja mark Þróttar á 63. mínútu og Andrea Rut Bjarnadóttir bætti við því fjórða skömmu síðar. Augnablik er í 3. sæti með 6 stig þrátt fyrir 1:0- tap á heimavelli gegn Haukum þar sem mark Sig- urrósar Guðmundsdóttur kom rétt fyrir leikslok. ÍR er án stiga eftir 5:2-tap gegn Aftureldingu sem er með 4 stig. ÍR komst í 1:0 í Mosfellsbæ, með marki Sigrúnar Drafnar Auðunsdóttur. Haf- rún Rakel Halldórsdóttir jafnaði á 36. mínútu og þær Sigrún Gunndís Harðardóttir og Samira Su- leman bættu við mörkum fyrir hálfleik. Suleman skoraði aftur úr víti og Eydís Embla Lúðvíks- dóttir bætti við fimmta markinu. Sigrún Erla Lár- usdóttir minnkaði muninn fyrir ÍR undir lokin. Margrét Sif Magnúsdóttir og Úlfa Dís Kreye Úlfarsdóttir skoruðu mörk FH í sigrinum á Fjölni sem er með 1 stig í næstneðsta sæti. ÍA er með 5 stig eftir markalaust jafntefli við Grindavík sem er með 4 stig. sport@mbl.is Þróttur með fullt hús í 1. deildinni Morgunblaðið/Eggert Mark Linda Líf Boama skorar fyrsta mark leiksins fyrir Þrótt í Laugardalnum í gær. Víkingur Ólafsvík hefur enn aðeins fengið á sig eitt mark í fyrstu fjórum umferðum 1. deildar karla í knattspyrnu en liðið vann mikilvægan 2:0- sigur á Þór í Ólafsvík í gær. Leiknir R. vann Gróttu á útivelli, 3:2, eftir að hafa komist í 3:0. Víkingar eru nú komnir upp að hlið Keflavíkur á toppi deildarinnar en liðin eru þau einu taplausu í deildinni með 10 stig hvort, stigi á undan Fjölni. Þór er með 6 stig. Mörk Víkings skoruðu Jacob Andersen og Ibrahim Sorie Barrie úr vítaspyrnu. Þórsarar fengu vítaspyrnu á 20. mínútu en Spán- verjinn Nacho Gil náði ekki að skora. Leiknismenn komust í 2:0 á fyrstu fjórum mín- útum leiksins við Gróttu, með mörkum Vuk Osk- ars Dimitrijevic og Nacho Heras, og Stefán Árni Geirsson jók muninn í 3:0 við upphaf seinni háf- leiks. Heimamenn gáfust ekki upp og minnkuðu muninn í 3:2 með mörkum Ólivers Dags Thorla- cius og Péturs Theódórs Árnasonar. Leiknir er nú með 6 stig í 5. sæti deildarinnar en Grótta er með 4 stig í 9. sæti. Greint var frá því í gær að Kristján Ómar Björnsson væri hættur þjálfun Hauka sem eru í næstneðsta sæti. Búi Vilhjálmur Guðmundsson tekur við stjórninni tímabundið. sport@mbl.isMorgunblaðið/Árni Sæberg Ólsarar upp að hlið Keflvíkinga Átök Frá leik Gróttu og Leiknis í kvöldsólinni á Seltjarnarnesi í gær.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.