Morgunblaðið - 25.05.2019, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 25.05.2019, Blaðsíða 48
laugardaga frá kl. 11 til 17 sunnudaga frá 13 til 17 Sími 568 9512 Opið virka daga frá kl. 11 til 18 Suðurlandsbraut 54 bláu húsin (við faxafen) 40-70% afsláttur af öllum vörum Troðfull verslun af merkjavöru Hallveig Rúnarsdóttir sópransöng- kona og Flensborgarkórinn koma saman fram á tónleikum í Hafnar- borg í Hafnarfirði í dag, laugardag, kl. 16. Á efnisskránni er kórtónlist sem sjaldan eða aldrei hefur verið flutt hér á landi, meðal annars verk frá Baskalandi, Lettlandi og Lapp- landi. Stjórnandi kórsins er Hrafn- hildur Blomsterberg. Hallveig og Flensborg- arkórinn koma fram LAUGARDAGUR 25. MAÍ 145. DAGUR ÁRSINS 2019 5 6 9 0 9 0 0 0 0 0 9 0 0 Í lausasölu 1.150 kr. Áskrift 7.240 kr. Helgaráskrift 4.520 kr. PDF á mbl.is 6.420 kr. iPad-áskrift 6.420 kr. Sími: 569 1100 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is mbl.is: netfrett@mbl.is „Ég er í hörkuformi um þessar mundir,“ sagði Hilmar Örn Jónsson, Íslandsmethafi í sleggjukasti, í gær en hann tryggði sér í fyrradag þátt- tökurétt í sleggjukasti á bandaríska háskólameistaramótinu í frjáls- íþróttum þriðja árið í röð. Rætt er við Hilmar í blaðinu í dag en hann kastaði lengst allra í Austurdeild NCAA. »40 Hilmar á lokamótið á sannfærandi hátt Arngunnur Árnadóttir klarínettu- leikari og Ben Kim píanóleikari koma á morgun, sunnudag, kl. 16 fram á tónleikum í Norðurljósasal Hörpu. Yfirskrift tónleikanna er Brahms: Opus 120 og eru þeir í tón- leikaröðinni Sígildir sunnudagar. Á efnisskrá eru báðar klarínettusón- ötur Johannesar Brahms auk Vier Stücke fyrir klarínettu og píanó frá árinu 1913 eftir Alban Berg. Arngunnur, sem einnig er rithöf- undur, nam klar- ínettuleik í Reykjavík og Berlín en Ben Kim er banda- rískur og starfar í Berlín. Arngunnur Kim koma fram í Norðurljósum ÍÞRÓTTIR FÓLK Í FRÉTTUM Anna Lilja Þórisdóttir annalilja@mbl.is Detta. Velta niður fjallshlíð. Rotast. Slást. Vera skotin/n með byssu. Bera sig að eins og þrautþjálfaður og þungvopnaður sérsveitarmaður. Að leika þetta allt og margt fleira verður kennt á námskeiðinu Stunt 101, þar sem systkinin og áhættu- leikararnir Jón Viðar og Ingibjörg Helga Arnþórsbörn kenna áhuga- sömum helstu atriðin í áhættuleik. Námskeiðið verður 15. júní og skráning er á Facebook-síðu þess. Jón Viðar segir að meðal þess sem kennt verði séu fimm mismunandi viðbrögð við því að rotast; hálfrotast, steinrotast þar sem fólk stirðnar upp og fellur niður, að lyppast niður, detta fram fyrir sig eða rotast þann- ig að það slökknar á öllu. Það sama gildir um mismunandi viðbrögð við því að vera skotin/n. Systkinin eru engir nýgræðingar í þessu fagi því þau hafa tekið að sér og leikstýrt áhættuleik í nánast hverri einustu íslensku kvikmynd og sjónvarpsþáttum sem gerð hafa ver- ið frá árinu 2005. Bæði hafa sótt námskeið í áhættuleik erlendis og segja að þetta sé í fyrsta skiptið sem slíkt námskeið sé haldið hér á landi af Íslendingum, en áður hafi erlend- ir aðilar haldið slík námskeið hér. Þau Ingibjörg og Jón hafa bæði stundað og þjálfað bardagaíþróttir í yfir 20 ár og er Jón meðal stofnenda og eigenda bardagaíþróttafélagsins Mjölnis. Nýverið stofnuðu þau svo ISR Matrix, þar sem kennd er neyðarvörn og öryggistök. Rúllaði bundin niður fjallshlíð Spurð hvort eitthvert áhættu- atriði sé henni ofarlega í huga segir Ingibjörg að það sé atriði í Ófærð 2. „Þar sem ég datt niður fjallshlíð sem persónan Þórhildur, bundin á hönd- um og fótum. Það var límt fyrir munninn, mér komið fyrir ofarlega í fjallinu og sagt að detta niður.“ – Og þetta gerðir þú sjálfviljug? „Já. Og þetta var ótrúlega skemmti- legt. Adrenalínið streymir í svona aðstæðum og þetta er ekki eins vont og margir halda,“ segir Ingibjörg. Jón bætir við að ströngum öryggis- reglum sé fylgt við öll áhættuatriði sem þau hafi tekið þátt í og leikstýrt og tiltölulega sjaldgæft sé að fólk slasi sig. – Einhverjum gæti fundist skrýtið að hafa gaman af þessu... „Já, við höfum alveg heyrt það,“ segir Ingi- björg. „Þetta er adrenalínfíkn. En mér finnst fullkomlega eðlilegt að takast á. Mín störf snúast um átök, en ég held að enginn sé jafn mikið á móti ofbeldi og ég,“ segir Jón. – Hafið þið einhverntímann neitað að taka þátt í áhættuatriði þegar ykkur hefur ekki litist á blikuna? „Nei, það höfum við aldrei gert.“ Nú þegar er um 60 manna hópur hér á landi þegar Jón þarfnast áhættuleikara í kvikmyndir eða sjónvarpsþætti. Flestir í þeim hópi hafa stundað bardagaíþróttir eða fengið þjálfun sem lögreglumenn, þörf er á að stækka hópinn og meðal annars er námskeiðið haldið vegna þess. – Geta allir orðið áhættuleikarar? „Já, alveg klárlega,“ svarar Jón. „Karlar og konur, ungir og gamlir. Þetta geta allir.“ Systkinin voru í viðtali í þættinum Ísland vaknar á K100 á fimmtudag- inn. Hlusta má á það á mbl.is. Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Áhætta Ingibjörg Helga og Jón Viðar segja að allir geti orðið áhættuleikarar. Læra má listina á námskeiði þeirra. Þetta er adrenalínfíkn  Systkinin Jón Viðar og Ingibjörg Helga kenna áhættuleik

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.