Morgunblaðið - Sunnudagur - 26.05.2019, Síða 11
26.5. 2019 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 11
„Í dag á ég stóran seglbát sem ég sigli í
Króatíu en bara til gamans í fríum. Ég fer
þangað í 5-6 vikur á hverju sumri.“
Þú virðist hafa mikið keppnisskap og finna
þig vel í samkeppni bæði í leik og starfi?
„Já, mér finnst gaman að keppa og líklega
er ég svolítið eirðarlaus og þess vegna er ég
ekki hættur að vinna. Tengdasonur minn segir
að ég sé búinn að minnka við mig niður í fulla
vinnu,“ segir hann og brosir.
Stoltur af upprunanum
Núverandi kona Svens, Carina Klingberg
Hanson, er mikil hestakona en þau hjón áttu í
aldarfjórðung bóndabæ í Frakklandi sem var
þeirra annað heimili. Sven segist vera sveita-
piltur inn við beinið.
„Dóttir mín Mira er mikið borgarbarn en ég
er algjör andstæða. Þegar ég er ekki á ferða-
lögum kýs ég sveitina en ég á heima í mjög
litlum bæ í Sviss, rétt hjá Zug. Ég vil búa úti í
sveit,“ segir hann.
Sven er sem fyrr segir farinn að venja kom-
ur sínar til Íslands og segist finna mikla teng-
ingu við land og þjóð. „Það er sorglegt að segja
frá því en frá 1946 og til 1974 kom ég aldrei til
Íslands. Svo þegar ég kom það árið áttaði ég
mig á því hvað mér líkaði það vel og byrjaði að
þreifa fyrir mér varðandi viðskipti. Svo bjó
systir mín hér í lok níunda áratugarins og þá
kom ég oftar. Svo núna kem ég árlega og fer í
hjartaskoðun hjá frænda mínum. Við hittumst
einu sinni sem börn og svo einu sinni fyrir
langa löngu í Gautaborg. En þegar við fórum
að hittast svona reglulega áttaði ég mig á því
að við höfum mjög svipaðan smekk, til dæmis
hvað varðar myndlist og tónlist. Við náum vel
saman þrátt fyrir mjög ólíkan bakgrunn,“ seg-
ir hann.
Segir þú fólki að þú sért hálfíslenskur?
„Já, ég geri það með stolti.“
Morgunblaðið/Ásdís
Í seinni tíð hafa Sven Ásgeir og kona hans Carina Klingberg Hanson haft mikinn áhuga á hesta-
mennsku og kaupum og sölu á veðhlaupahestum.
Sven Ásgeir er mikill siglingamaður og landaði
sjötta sætinu á Ólympíuleikunum árið 1968.
’ Ég fór í fyrsta skipti til Íslands í júní árið 1946 ígamalli uppgerðri herflugvélog ég man bara að vélin lét
illa á leiðinni. Ég held reynd-
ar að þetta hafi verið fyrsta
flugið milli Svíþjóðar og
Íslands, því það var getið um
það í sænskum dagblöðum.
Því miður hræddi flugferðin
mömmu svo mikið að hún fór
aldrei aftur til Íslands, sem
var sorglegt.
Sven á ekki langt
að sækja við-
skiptavitið, þar
sem faðir og af-
ar í báðar ættir
voru miklir við-
skiptamenn. Í
minningar-
greinum um
hinn íslenska afa,
Ásgeir Pétursson
stórútgerðarmann, sem finna má á
forsíðu Íslendings í janúar 1943, er
þetta ritað:
„Útgerð Ásgeirs óx mjög ört og
mun hans jafnan verða minnst sem
brautryðjanda á því sviði, og þá
fyrst og fremst síldarútvegsins.
Var hann árum saman langmikil-
virkasti útgerðarmaður norðan-
lands, hafði fjölda skipa að veiðum,
einn eða í félagi við aðra og skip í
förum milli landa að flytja afurð-
irnar á erlendan markað, en kol,
olíu, salt og annað er til útgerðar-
innar þurfti, heim. Fólkið, sem
vann að útgerðinni, á sjó og landi,
skipti oft mörgum hundruðum, en
slíkt athafnalíf hafði í för með sér
mikil ferðalög, umsvif og árvekni,
er eigi hentaði neinum miðlungs-
manni.
Öllum sínum athöfnum stjórnaði
Ásgeir persónulega. Fylgdist alls
staðar með og var alls staðar.
Hann sigldi með varninginn á
markað, fylgdist með sölu og sá
um öll innkaup.
Ásgeiri græddist mikið fé, og
sérstaklega var öll afkoma hans
traust til loka heimsstyrjaldarinnar
fyrri. Sjálfur sagði hann, að aldrei
hefði honum búnast eins farsæl-
lega og á árunum 1905-14. Þá
hefðu verið skemmtilegir tímar,
sígandi velmegun hjá honum og al-
menningi.
Að lokum heimsstyrjaldarinnar
færðist allt úr eðlilegum skorðum.
Framleiðsluvaran var óseljanleg
og allir framleiðendur til lands og
sjávar biðu ógurlegt og óbætanlegt
tjón eins og vitað er. Þá tapaði Ás-
geir stórfé og varð tjón hans því
meira sem rekstur hans var um-
fangsmeiri en annarra. Hann tap-
aði svo hundruðum þúsunda skipti,
ef ekki milljónum. Þó hélt hann
áfram rekstri, – stórhugurinn var
hinn sami og kjarkurinn og þrekið
óbugandi.
Það eitt virtist honum máli
skipta, að hjól framkvæmda hans
snérist, helzt með sívaxandi hraða.
Athafnirnar voru hans líf og yndi.
Ágóðinn aukaatriði.
Ásgeir var allra manna hjálpsam-
astur. Hann mun aldrei hafa neitað
manni um bón, ef hann gat greitt
úr. Hann hafði yndi af að styðja
unga menn til framtaks og dugn-
aðar eða mennta. Hann var manna
mildastur á fé. Hann gaf og veitti
meira og betur en aðrir menn.
Það var unun að sjá, þegar Ásgeir
gladdi börn og gamalmenni eða
þá, sem bágt áttu.“
Ásgeir
Pétursson
Íslenski afinn
var stórút-
gerðarmaður