Morgunblaðið - Sunnudagur - 26.05.2019, Side 29

Morgunblaðið - Sunnudagur - 26.05.2019, Side 29
ur fram sér fólk hvaða áhrif þessi þrekraun hafði á alla; hvað fanga- vistin lagði á fjölskyldur þessara pilta. Það hrikti í stoðum. Engin peningaupphæð getur lagað það. Þetta fólk er ennþá að vinna úr sín- um málum. Mjaka sér fram veginn.“ Gæti endurtekið sig DuVernay er líka gagnrýnin á fjöl- miðla enda þykja fimmmenningarnir eftir á að hyggja ekki hafa notið sannmælis á þeim vettvangi. Sumir hafa meira að segja haldið því fram að hið eiginlega dómhald hafi farið fram í fjölmiðlum og meðal almenn- ings sem sparaði ekki stóru orðin – og það fyrir tíð samfélagsmiðla. Frægt er til dæmis að kaupsýslu- maður nokkur, Donald Trump að nafni, keypti heilsíðuauglýsingu í til- efni af árásinni, þar sem hann hvatti til þess að dauðarefsing yrði tekin upp að nýju í ríkinu. Spurð hvort harmleikur sem þessi gæti endurtekið sig svaraði DuVernay játandi. „Klárlega. Spurningin er hvort við getum farið nógu rækilega yfir það sem gerðist til að fyrirbyggja að það endurtaki sig. Einmitt þess vegna er ég svo mikil áhugamanneskja um sagn- fræði og sækist gjarnan eftir sögu- legu samhengi í verkum mínum. Við getum aðeins lagað ástandið með því að skilja til fulls hvað átti sér stað. Það erum við að bjóða fólki upp á með þessum þáttum.“ Lítt þekktir leikarar fara með hlutverk fimmmenninganna: Jharrel Jerome, Jovan Adep, Chris Chalk, Freddy Miyares og Justin Cunning- ham. Meðal annarra leikenda má nefna Michael K. Williams, Veru Farmiga, John Leguizamo, Famke Janssen og Felicity Huffman úr Að- þrengdum eiginkonum. Verið tilnefnd til verðlauna Ava DuVernay hefur vakið athygli fyrir verk sín á umliðnum árum en henni er réttindabarátta þeldökkra Bandaríkjamanna mjög hugleikin. Þekktust er hún líklega fyrir kvik- myndina Selmu, sem hún var til- nefnd til Golden Globe-verðlauna fyrir, og heimildarmyndina 13, en fyrir hana var hún tilnefnd til ósk- arsverðlauna. Í fyrra leikstýrði hún ævintýramyndinni A Wrinkle in Time og í sjónvarpi hefur hún hing- að til verið þekktust fyrir aðkomu sína að dramaþáttunum Queen Sug- ar sem hún gerir meðal annars í samstarfi við Opruh Winfrey. Úr nýju þáttunum, When They See Us. Netflix Leikstjórinn Ava DuVernay hefur sérstakan áhuga á réttinda- baráttu þeldökkra. AFP 26.5. 2019 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 29 ROKK Rokkdrottningin Joan Jett rifjaði upp óskemmtilega reynslu í samtali við bandarísku útvarpsstöð- ina 93.3 WMMR fyrir skemmstu. Hún var þá að hita upp fyrir málm- bandið Scorpions á Ítalíu, einhvern tíma á níunda áratugnum, og var í orðsins fyllstu merkingu böðuð í hráka frá áhorfendum. Hún botnaði ekkert í þessu á þeim tíma en frétti löngu síðar að þeir skorpjónar hefðu skipt um upphitunarband og þarna hefðu ósáttir aðdáendur hins bandsins verið á ferð. Böðuð í munnvatni á Ítalíu Joan Jett eldhress á eitís-tímanum. Pinterest BÓKSALA 15.-21. MAÍ Listinn er tekinn saman af Eymundsson 1 Sumareldhús Flóru Jenny Colgan 2 Þín eigin saga: Draugagangur Ævar Þór Benediktsson 3 Þín eigin saga: Piparkökuhúsið Ævar Þór Benediktsson 4 Röskun Íris Ösp Ingjaldsdóttir 5 Gamlinginn sem hugsaði með sér að hann væri farinn að hugsa of mikið Jonas Jonasson 6 Pax 2 – uppvakningurinn Åsa Larsson/Korsell/Jonsson 7 Þegar kona brotnar – og leiðin út í lífið á ný Sirrý Arnardóttir 8 Handbók fyrir Ofurhetjur 4 – vargarnir koma Elias/Agnes Vahlund 9 Independent People Halldór Laxness 10 Gullbúrið Camilla Läckberg 1 Þín eigin saga: Draugagangur Ævar Þór Benediktsson 2 Þín eigin saga: Piparkökuhúsið Ævar Þór Benediktsson 3 Pax 2 – uppvakningurinn Åsa Larsson/Korsell/Jonsson 4 Handbók fyrir Ofurhetjur 4 – vargarnir koma Elias/Agnes Vahlund 5 Brandarar fyrir grínendur Walt Disney 6 Kettlingurinn sem enginn vildi eiga Holly Webb 7 Barist í Barcelona Gunnar Helgason 8 Hvar er mamma Chris Haughton 9 Hver vill hugga krílið? Tove Jansson 10 Kormákur dýravinur Jóna Valborg/Elsa Nielsen Allar bækur Barnabækur Þar sem skömmin skellur er ný bók eftir Önnu Dóru Antonsdóttur sagnfræðing. Skárastaðamálið í Húnavatnssýslu er 160 ára gamalt sakamál. Ung- barn deyr voveiflega og annað barn kemur ekki í ljós hvernig sem leitað er. Reglur samfélagsins eru brotnar og yfirvöld skerast í leikinn. Fleiri brot koma til kasta sýslumanns, málin gerast snúin og tímafrek í réttarkerfinu. Þungir dómar falla. Í bókinni er skyggnst í dóma- bækur og fleiri samtímaskjöl, framburði vitna gerð skil og lesið í eyður. Að lokum er fylgst með sakborningum eftir að dómar eru kveðnir upp. Skárastaðamálið hefur lengi legið í þagnargildi, nú er þögnin rofin. Espólín gefur út. ÁHUGAVERÐAR BÆKUR Undanfarnar tvær vikur hef ég að- allega lesið frumvörp og athuga- semdir við þau þar sem ég tók nokkuð óvænt sæti á Alþingi sem varaþingmaður. Þessi plögg eru misskemmtileg frá fagurfræðilegu sjónarhorni svo að blessunarlega hef ég fleira að grípa í fyrir svefninn. Ég er meðlimur í stórskemmti- legum og metnaðarfullum bóka- klúbbi, Angústúru, en þaðan rata til mín vandaðar þýðingar frá ólíkum heimshornum. Nýj- asta bókin Glæpur við fæðingu fjallar um uppistandarann og stjórnmálaskýr- andann Trevor Noah. Mér leiðast sögur af stór- stjörnum svo ég byrjaði ekki strax á henni, en ég át alla slíka fordóma ofan í mig þegar ég hóf lesturinn. Nýlega las ég Svik- arann eftir Lilju Magnúsdóttur, sem er ágætis frumraun og hentaði vel sem afþreying í lok langra daga. Ég er líka að lesa Ráðgátuna Henri Pick eftir David Foenkinos í þýðingu Yrsu Þórðardóttur. Fram- an af fannst mér eins og bókin væri aðallega gefin út af því að hún fjallar um bókaútgefanda, að útgef- endur hefðu loksins fengið bók sem speglar þeirra eigin veruleika, sem ég hef samúð með, enda eru þeir sjaldséðir sem aðalpersónur. En svo tekur bókin meira flug og nú er ég að nálgast lokametrana. Síðast en ekki síst, þá verð ég að nefna barnabækurnar en þær les ég meira og ítrekaðar en nokkuð annað þessi misserin, í fé- lagi við dóttur mína sem er á öðru ári. Hún hef- ur mestan áhuga á dýrabókum en það er áhugavert að bækur minnar barnæsku virðast höfða mikið til hennar. Við liggjum yfir Orðabelg sem var gefin út af Erni og Örlygi árið 1980 og Lifandi heimi dýranna sem Setberg gaf út árið 1988. Emma öfugsnúna vekur líka lukku suma daga, en aðra daga vill dóttir mín ekki líta við henni. Við erum öll Emma öfugsnúna, stundum. HALLA ER AÐ LESA Meðlimur í Angústúru Halla Gunnars- dóttir er ráðgjafi ríkis- stjórnar og varaþingmaður. Dusty Hill og Billy Gibbons. ZZ Top hefur starfað í óbreyttri mynd síðan 1970.

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.