Morgunblaðið - 03.06.2019, Side 2

Morgunblaðið - 03.06.2019, Side 2
Morgunblaðið/Sigurður Jónsson Borg Verslunin fyrir 13 árum. Versluninni Borg í Grímsnesi hefur verið lokað „Þetta er mjög mikill missir,“ segir Ása Valdís Árnadóttir, oddviti Grímsnes- og Grafnings- hrepps, um málið. Skellt var í lás í versluninni fyrir páska. „Það átti að loka henni í nokkra daga vegna viðgerða en svo hefur ekkert verið opnað aftur.“ Ása segir ástæðu lokunarinnar á huldu enda hafi ferðamannastraumur ekki minnkað að undanförnu. Lokunin muni hafa slæm áhrif á hreppinn. „Þetta er náttúrlega bara litla búðin okkar. Þrastalundur er auðvitað opinn en hann er í jaðri hreppsins á meðan verslunin Borg er á Borg, sem er þéttbýlið okkar,“ segir Ása. Um 20 kílómetrar eru í næstu matvöruverslun. Auk íbúa í Grímsnes- og Grafn- ingshreppi hefur fjöldi sumarhúsa- eigenda skipt við verslunina svo ár- um skiptir. Heimildir Morgunblaðsins herma að unnið sé að því að opna verslunina að nýju þótt ekki sé víst hvenær það verður. ragnhildur@mbl.is Skellt í lás í verslun- inni Borg  Hefur slæm áhrif á fólkið í hreppnum 2 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 3. JÚNÍ 2019 Rafstilling ehf Dugguvogi 23, 104 Reykjavík, sími 581 4991, rafstilling@rafstilling.is Opið mán.-fim. 8-12 og 13-18, fös. 8-14 Hröð og góð þjónusta um allt land Áratug a reynsla Startar bíllinn ekki? Við hjá Rafstillingu leysum málið Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 569 1100 Fulltrúar ritstjóra Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson ritstjorn@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is Viðskipti Stefán E. Stefánsson vidskipti@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Jón Pétur Jónsson netfrett@mbl.is Smartland Marta María Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf. Þinglok ekki fyrir dyrum  Þrætt um hvaða málum verði frestað  Stjórnarandstaðan kemst ekki að sam- komulagi  Krónu á móti krónu skerðingum verði breytt í 65 aura á móti krónu Snorri Másson snorrim@mbl.is Lítil eining ríkir um það meðal formanna stjórn- málaflokkanna á þingi hvaða mál beri að klára á þessu löggjafarþingi og hvaða málum megi fresta fram á næsta haust. Formennirnir funduðu allir í Alþingishúsinu í gær í von um að komast að nið- urstöðu um þetta. Eftir fundinn sat stjórnarand- staðan ein eftir og fundaði áfram. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir í samtali við Morgunblaðið að stjórnarandstaðan sé ekki sammála um hvaða mál hún óski eftir því að verði kláruð á þessu þingi en að ágreiningurinn sé að verða minni og minni. „Við höfum verið að reyna að draga fram hvaða mál þessir flokkar vilja setja á oddinn áður en þingi lýkur,“ segir Katrín. „Það sem er líka flókið í þessari stöðu er að stjórnarandstaðan er ekki sameinuð um hvaða mál það eru, heldur eru það mjög ólík mál hjá hverjum flokki,“ segir hún. Katrín sér að óbreyttu ekkert því til fyrirstöðu að þingið standi langt fram á sumar, jafnvel fram í ágúst: „Annað eins hefur gerst.“ Hún segir að vel komi til greina að fresta málum sem illmögulegt er að klára á þessu þingi en að orkupakkinn sé ekki dæmi um slíkt, þar séu allar röksemdir komnar fram og þær muni ekki breytast þótt málið bíði. Atkvæðagreiðsla um 13 mál Þingi ætti að verða frestað ekki á morgun heldur hinn samkvæmt starfsáætlun en morgunljóst er orðið að svo fer ekki. Í dag hefst þingfundur klukk- an 9.30 en fyrir hann funda þingflokksformenn með forseta þingsins. Að loknum óundirbúnum fyrir- spurnatíma hefst atkvæðagreiðsla um 13 mál sem er búið að afgreiða út úr umræðum, þar á meðal eru umferðarlög og heilbrigðisstefna. Fjármálaráð- herra mælir að þeim atkvæðagreiðslum loknum fyr- ir breyttri fjármálastefnu, sem Katrín leggur áherslu á að verði afgreidd. Hið sama segir Katrín um frumvarp sem félags- og barnamálaráðherra mun mæla fyrir, sem mun fela í sér breytingu úr skerðingu um krónu á móti krónu á launum örorku- lífeyrisþega í skerðingu um 65 aura á móti krónu. Um næsta mál þar á eftir er Katrín ekki eins vongóð að sátt ríki en það er þingsályktunartillagan um þriðja orkupakkann. Sigmundur Davíð Gunnlaugs- son, formaður Miðflokksins, sagði í samtali við mbl.is í gær að Miðflokkurinn hygðist ræða orku- pakkann áfram með óbreyttu sniði yrði honum ekki frestað fram á haust, eins og er krafa þeirra. Rósa Margrét Tryggvadóttir rosa@mbl.is Stjórn fyrirtækisins Hlemmur mat- höll ehf. hefur óskað eftir viðræðum við Reykjavíkurborg um stækkun Hlemms þar sem fyrirtækið rekur vinsæla mathöll. Þetta staðfestir Þór Sigfússon, eigandi fyrirtækisins, í samtali við Morgunblaðið. „Við höfum áhuga á að stækka Hlemm með það fyrir augum að geta haft rými bæði fyrir gesti og líka hugsanlega sem bændamarkað í borginni,“ segir Þór. Málið enn á byrjunarstigi Hann segir að hugmynd fyrir- tækisins sé að stækka byggingu Hlemms um um það bil 200 fermetra í austurátt. Hann leggur þó áherslu á að málið sé á byrjunarstigi enda hafi enn ekkert svar fengist frá Reykja- víkurborg. „Við sendum þetta inn í því ljósi að við vitum að borgin er að hugsa sér breytingar á svæðinu,“ seg- ir Þór. Þór er einnig eigandi Mathallarinn- ar á Granda sem opnaði í fyrradag fiskmarkað. „Þar erum við að kynna sjávarútveginn en við viljum með sama hætti gera eitthvað af þessu tagi á Hlemmi,“ segir Þór. Gróðurhús í miðborginni Hann segir að slíkar viðbætur og þær viðtökur sem þær hafi fengið séu góðs viti. „Þetta segir okkur að við eigum að geta haldið áfram með þess- ar mathallir með því að tengja okkur betur við grunninn eins og landbún- aðinn, bændur og sjávarútveginn,“ segir Þór. „Við höfum áhuga á að skoða eins konar gróðurhús í mið- borginni sem ég held að geti verið skemmtileg viðbót í borgarlífið,“ seg- ir hann. „Við erum alltaf að hugsa eitthvað. Það verður bara að koma í ljós hvort það er áhugi á þessu.“ Vilja stækka Hlemm um 200 m²  Óska eftir stækkun Hlemms í ljósi breytinga á miðbænum Morgunblaðið/Árni Sæberg Hlemmur mathöll Hefur frá opnun verið afar vinsæll matsölustaður. Svo virðist sem ekkert flug með bandaríska flugfélaginu Delta Air Lines frá JFK flugvelli í New York hingað til lands verði flogið næsta vetur. Á heimasíðu flugfélagsins var í gær aðeins hægt að bóka ferðir til Íslands fram til tuttugasta október og svo ekki að nýju fyrr en þriðja mars á næsta ári. Félagið hefur boð- ið upp á áætlunarflug á þessum legg frá því árið 2011. Fyrst um sinn var aðeins um sumarflug að ræða, en síðustu þrjá vetur hefur félagið einn- ig flogið hingað yfir veturinn. Delta hættir vetrar- flugi til Íslands „Þetta hefur verið besta hátíðin til þessa,“ segir Össur Hafþórsson sem stendur fyrir Íslensku tattúráðstefnunni sem haldin var í fjórtanda sinn um helgina í Gamla bíói. „Þetta heppnaðist alveg afskaplega vel. Við fengum ofsalega góðar og fallegar undirtektir.“ Össur segist ekki vera með tölu á því hversu margir sóttu ráðstefnuna en telur það vera á þriðja þúsund. Hann segir eft- irtektarvert hversu mikið var um að eldra fólk fengi sér tattú á hátíðinni. „Hópurinn er að stækka, þetta er ekki bara ungt fólk sem fær sér tattú.“ Fólk á öllum aldri húðflúrað á tattúráðstefnu Morgunblaðið/Hari

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.