Morgunblaðið - 03.06.2019, Side 6

Morgunblaðið - 03.06.2019, Side 6
6 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 3. JÚNÍ 2019 Það er um 80% ódýrara að skipta um tímareim miðað við þann kostnað og óþægindi sem verða ef hún slitnar Hver er staðan á tíma- reiminni í bílnum þínum? Hringdu og pantaðu tíma í síma 577 1313 TANGARHÖFÐA 13 577 1313 - kistufell.com BIFREIÐAVERKSTÆÐIÐ Askalind 4 | Kópavogi | Sími 564 1864 | vetrarsol.is Einstök gæði frá 40 ár á Íslandi Sterkir og notendavænir sláttutraktorar Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is „Tengslin við fólkið í landinu eru okkur allt. Fjáröflunarverkefni okkar hafa með öðru þann tilgang að rækta samband okkar við þjóð- ina og koma því á framfæri að björgunarsveitir og slysavarna- deildir okkar eru alltaf til staðar. Við værum í vanda stödd ef fram- lög hins opinbera væru okkar eina tekjulind.“ segir Þór Þor- steinsson sem kjörinn var formað- ur Slysavarnafélagsins Lands- bjargar á landsþingi þess sem haldið var á Egilsstöðum á dög- unum. Alls sátu þingið um 400 manns úr flestum þeim deildum sem félagið mynda. Ríkið styrkir en tekur meira „Fjárhagslega stendur félag- ið ágætlega en við viljum svo sannarlega geta gert betur og stutt betur við einingar félags- ins,“ segir Þór. „Fjáraflanir fé- lagsins standa ekki allar jafn styrkum fótum, sumar dala á meðan aðrar vaxa. Bakvarðasveit félagsins, stærsta björgunarsveit landsins sem ég kalla svo, er orðin gríðarlega mikilvæg fjáröflun en þar styrkir almenningur okkur með mánaðarlegu framlagi. Framlag ríkisins til starfsins er hins vegar lægra en félagið og einingar þess greiða til baka með opinberum gjöldum og of mörg sveitarfélög styðja að mínu mati of lítið við einingar á sínu svæði. Stærsta verkefni næstu ára er svo endurnýjun björgunarskipa fé- lagsins en þau eru nú 13 talsins. Það er þverpólitískur vilji á Al- þingi að styðja okkur í því verk- efni sem við erum afar þakklát fyrir.“ Þegar Slysavarnafélag Ís- lands – einn af forverum núver- andi félags – var stofnað1928 voru björgunaraðgerðir og slysa- varnir við sjóinn mál mála. Með betri skipum og Slysavarnaskóla sjómanna hefur náðst lofsverður árangur svo reglulega koma ár að enginn ferst á sjó við landið. Því hefur nefnt að tímabært sé að beina sjónum að t.d. fyrirbyggj- andi starfi að umferðaröryggi. Upprifjun er hrollvekja „Jú, lengi var nánast for- lagatrú á Íslandi að sjórinn gæfi og sjórinn tæki. Það að missa tugi sjómanna á ári þótti vera tollur fyrir fiskinn úr sjónum. Upprifjun á sjóslysum fyrri tíðar er hroll- vekja en ef við lítum okkur nær má vel vera að við séum sjálf á sama stað nú þegar kemur að um- ferðinni. Stundum er eins og að samfélagið líti á það sem fórn- arkostnað að missa fólk í umferð- inni, oft um 20 manns á ári. Við höfum verið að berjast gegn þess- ari forlagatrú rétt eins og stofn- endur félagsins gerðu varðandi sjóinn. Áratugum saman hefur fé- lagið barist fyrir bættu umferð- aröryggi og ég veit að það starf hefur skilað gríðarlegum árangri og bjargað mörgum mannslífum. Við munum halda baráttunni áfram. Eftir stendur að lögreglan verður að fá aukna fjármuni í um- ferðareftirlit og alltof margir vegir þola ekki uppgefinn há- markshraða,“ segir Þór. Í umferðarslysum síðustu ára hafa erlendir ferðamenn oft átt í hlut og – rétt eins og björgunar- sveitirnar eru oft kallaðar út í leit og björgun þar sem fólk óvant ís- lenskum aðstæðum á í hlut. Í þessu tilliti víkur Þór að verkefn- inu safetravel.is sem ætlað er að fræða innlenda og erlenda ferða- menn og stuðla að ábyrgð á ferða- lögum. Árangurinn af því sé góð- ur. „Slysin eru auðvitað allt of mörg en væru án vafa mun fleiri væru björgunarsveitirnar ekki til taks á öllum tímum. Hálendis- vaktin er orðin rótgróin liður í þessu sem og viðbragðsvaktin í Skaftafelli,“ segir formaðurinn. Samfélagsskylda Þór Þorsteinsson hefur lengi verið í björgunarsveitinni Oki sem starfar í Borgarfjarðar- dölum. Hann gekk í sveitina fyrir um tuttugu árum vegna áhuga á útivist og ferðalögum. Einnig kom til samfélagsskylda. „Fullfrískur ungur maður hlaut að velja sér þennan fé- lagsskap. Reynsluboltar tóku á móti mér, síðan fer maður að mennta sig í fræðunum, kynnist félögum allsstaðar af landinu og áttar sig þá á stærðum og sam- hengi. Eitt leiðir af öðru og svo er ég sá klaufi að fara að skipta mér af málum og vil hafa áhrif. Að vera formaður minnar sveitar, leiðbeinandi við björgunarskól- ann, taka sæti í stjórn og nú for- mennsku; þetta leiddi hvað af öðru. Og Slysavarnafélagið Landsbjörg er hreint út sagt magnaður félagsskapur sem hef- ur gefið mér svo miklu meira en ég hef sjálfur lagt af mörkum.“ Slysavarnafélagið Landsbjörg er magnaður félagsskapur, segir nýr formaður Morgunblaðið/Sigurður Bogi Formaður Slysin væru án vafa mun fleiri væru björgunarsveitir ekki til taks, segir Þór Þorsteinsson. Barist gegn forlagatrú  Þór Þorsteinsson fæddist 1972 og hefur starfað sem kerfisfræðingur og forritari frá árinu 1998.  Hefur starfað innan Björg- unarsveitarinnar Oks í um 20 ár, er leiðbeinandi við björg- unarskólann og hefur setið í stjórn Slysavarnafélagsins Landsbjargar sl. tvö ár. Hver er hann? Nokkur vandræðagangur hefur ver- ið á förgun salernisúrgangs við Höskuldsskála í Hrafntinnuskeri á Laugavegi undanfarin ár. Nú er lausn í sjónmáli, að sögn Páls Ey- steins Guðmundssonar, fram- kvæmdastjóra Ferðafélags Íslands, sem rekur skálann. Vonast er til þess að í seinasta lagi síðsumars verði ruslageymsla reist á svæðinu. Hún á að verða til þess að minna almennt sorp slæðist með salernisúrgangin- um þangað sem hann er grafinn. Við Höskuldsskála er einn þurr- kamar. Þar geta þeir gengið örna sinna sem eiga leið hjá og fer sá úr- gangur í rotþró þar við. Sá úrgangur er svo tekinn með reglulegu millibili og grafinn í vikurbrekkur um 200 metra frá svæðinu. Þar hefur öllu jöfnu farið lítið fyrir honum, hann leysist upp í náttúrunni. Það gera blautþurrkur og dömubindi hins vegar ekki og þegar mikið magn af slíku fær að fljóta með vill það fljóta upp á yfirborðið. Það gerir niður- grafinn úrganginn sýnilegri, sem er verra. Ef almennt sorp fær hins veg- ar að fara í sorpgeymslu, er sá vandi úr sögunni og grafa má úrganginn áfram í sömu gryfjur. Rotþrærnar eru tæmdar tvisvar eða þrisvar á ári og úrgangnum kom- ið í gryfjurnar. Á öðrum stöðum væri úrgangurinn fluttur með haugsugu til byggða til þess að farga honum þar en aðstæður til aksturs slíkra ökutækja eru óheppilegar á þessum slóðum, svo óheppilegar raunar að oft hefur mátt litlu muna að slys verði og traktorar velti í brekkum, að sögn Páls. Því er talið æskilegra að farga úrganginum á staðnum, sem er töluverður. Árlega eiga 12- 14.000 manns leið um Laugaveg. Það er meira en að segja það að reisa mannvirki á friðuðum svæðum. Skýrslur sem hafa verið gerðar um málið benda þó til þess að sorp- geymsla sé æskileg lausn á svæðinu. Og Ferðafélagið bíður boðanna frá Umhverfisstofnun. „Við erum til- búnir um leið og leyfi fæst,“ segir Páll. snorrim@mbl.is Kamar njóti fulltingis ruslageymslu  Salernisúrgangur grafinn í Hrafntinnuskeri  Óheppilegt að dömubindi fljóti með  Ruslageymsla lausn Ljósmynd/Ferðafélag Íslands Höskuldsskáli Of torfært er að Fjallabaki til að flytja úrgang þar landleiðis. Fylgi Miðflokksins og Vinstri grænna breyttist mest á milli mán- aða, samkvæmt nýjum þjóðarpúlsi Gallup. Fylgi Miðflokksins fer úr 8,9% í 10% en fylgi Vinstri grænna dalar lítið eitt og fer úr 13,3% í 12,4%. Sjálfstæðisflokkurinn mælist aft- ur stærsti flokkur landsins með 23,4% en fylgið var áður 23,6%. Framsóknarflokkurinn bætir ör- litlu fylgi við sig og mælist með 8,5% stuðning, en hann var áður 8%. Samanlagt styðja 44,3% svarenda flokka sem mynda ríkisstjórn en 44,9% sögðust styðja hana í síðustu könnun Gallups. Óvíst er hvort Flokkur fólksins næði kjöri ef kosið væri í dag en fylgi hans hefur fallið úr 4% í 3,2%. Sósíalistaflokkurinn mælist með hærra fylgi en Flokkur fólksins eða 3,7%. Litlar breytingar eru á fylgi annarra flokka. Samfylkingin mælist stærsti stjórnarandstöðu- flokkurinn og næststærsti flokkur landsins í könnuninni með 16,6% fylgi en flokkurinn fékk 16,2% síð- ast. Bæði Píratar og Viðreisn mæl- ast með nánast óbreytt fylgi, sá fyrrnefndi með 11,2% fylgi en sá síðarnefndi með 11%. Miðflokkur bætir við sig, Vinstri grænir dala

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.