Morgunblaðið - 03.06.2019, Side 8

Morgunblaðið - 03.06.2019, Side 8
8 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 3. JÚNÍ 2019 DALVEGI 10-14 | 201 KÓPAVOGI | SÍMI 540 7000 | FALKINN.IS Veldu öryggi SACHS – demparar ÞAÐ BORGAR SIG AÐ NOTA ÞAÐ BESTA Því er haldið fram að enginhætta sé á ferðum vegna þriðja orkupakkans vegna þess að Alþingi muni ákveða að Alþingi þurfi að veita leyfi fyrir raforku- sæstreng, annars verði hann ekki lagður. Í því sambandi er athygl- isvert það sem Arnar Þór Jónsson héraðsdómari ritaði um þetta mál í liðinni viku í fram- haldi af viðtali við Katrínu Jakobs- dóttur forsætisráð- herra, þar sem Katrín sagðist ekki vilja sæstrenginn en að allir lögfræð- ingar væru sam- mála um að þriðji orkupakkinn fæli ekki í sér sæstreng nema með ákvörðun þingsins.    Arnar Þór segistekki treysta sér til að tala fyrir munn allra lög- fræðinga eins og forsætisráð- herrann, en bendir á: „Fyrirvarar Alþingis munu engu skipta þegar búið verður að fjármagna þennan sæstreng (hvort sem það verður innlent eða erlent fyrirtæki sem gerir það). Ástæðan er sú að ef ís- lenska ríkið reynir þá enn að standa í vegi fyrir því að streng- urinn verði lagður mun verða höfð- að samningsbrotamál gegn Íslandi. Íslenska ríkið mun augljóslega tapa því máli þar sem orka er vara, sbr. fjórfrelsisákvæðið um frjálst flæði á vörum.    Þetta er nokkuð sem menn hefðuþurft að ræða heiðarlega (og ítarlegar) á fyrri stigum. Í fram- haldinu hefði þá verið hægt að ræða efnislega um hagkvæmni / kostnað, kosti / galla þess að senda íslenska raforku til annarra landa. Í þeim þætti umræðunnar hefðu ís- lenskir stjórnmálamenn a.m.k. fast- ara land undir fótum en forsætis- ráðherrann hefur í þessu viðtali.“ Arnar Þór Jónsson „Fyrirvarar Alþingis munu engu skipta“ STAKSTEINAR Katrín Jakobsdóttir Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://mbl.is/mogginn/leidarar/ Höskuldur Daði Magnússon hdm@mbl.is „Yfir vetrartímann hafa bílar verið að keyra út á túnið, sérstaklega þegar norðurljósin hafa verið sterk. Á góðum dögum er svo mikil bílaumferð að það er lagt þvers og kruss og yfir göngustíginn. Við viljum sporna við utanvegaakstri og verja bæði umhverfið og gangandi vegfarendur,“ segir Hannes Tryggvi Hafstein, formaður umhverfis- nefndar Seltjarnarness. Vegfarendur um útivistarsvæðið við Gróttu á Seltjarnarnesi hafa veitt því athygli að ráðist hef- ur verið í endurbætur þar. Hringtorgið við Snoppu hefur verið endurhannað á smekklegan hátt og vegurinn hefur verið varðaður með stein- um til að koma í veg fyrir að bílar keyri utan veg- ar. Ferðabann er um friðlandið við Gróttu frá 1. maí ár hvert og fram til 15. júlí. Að sögn Hannesar hefur landvörður frá Umhverfisstofnun gætt frið- landsins við upphaf varptímans í ár og er það í fyrsta skipti frá því eyjan var friðlýst árið 1974. Þá munu líffræðinemar við Háskóla Íslands sinna náttúruvörslu og rannsóknum á framgangi fugla- varps og mögulegum hættum er steðja að varpinu í sumar. Óheimilt er að vera með hunda á vest- ursvæðunum á varptíma og er mælst til þess að kattaeigendur setji bjöllu á kettina og haldi þeim innandyra þar til varptíminn er yfirstaðinn. Bregðast við utanvegaakstri á Nesinu Morgunblaðið/sisi Við Gróttu Steinum hefur verið raðað við veginn. Rósa Margrét Tryggvadóttir rosa@mbl.is Íslendingar fóru tómhentir heim af hátíðlegri athöfn í Hörpu á laugar- daginn var en þar voru norrænu matarverðlaunin, Embluverðlaunin, afhent í viðurvist ríflega 300 gesta. Danir, Finnar og Færeyingar hlutu tvenn verðlaun hverjir og Svíar ein. Var verðlaunaafhendingin haldin í tengslum við norrænt þing mat- reiðslumeistara sem fór fram á föstudag og laugardag auk þess sem úrslit í kokkakeppnum Norður- landanna voru tilkynnt samhliða af- hendingunni. Embluverðlaunin eru samstarfsverkefni allra bænda- samtaka á Norðurlöndunum og eru veitt á tveggja ára fresti með það að markmiði að upphefja norræna mat- armenningu og vekja athygli á fólk- inu í matvælageiranum. Tilnefndir frá Íslandi voru Gísli Matthías Auð- unarson matreiðslumaður, fyrir- tækið Matartíminn, veitingadeild IKEA, Hákon Kjalar Herdísarson í Traustholtshólma, Íslensk hollusta og bændurnir á Erpsstöðum í Dölum og Vogabúi í Mývatnssveit. Fjöldi matgæðinga á Embluverðlaununum Morgunblaðið/Hari Embluverðlaunin Kristján Þór Júlíusson afhenti verðlaun í Hörpu.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.