Morgunblaðið - 03.06.2019, Blaðsíða 12
VIÐTAL
Ásgeir Ingvarsson
ai@mbl.is
„Þrjú fyrirtæki eru í dag í forystu í
kapphlaupinu um að geta komið
vörum til viðskiptavina með fljúgandi
drónum: Google, Amazon og Aha,“
segir Helgi Már Þórðarson, annar
eigenda Aha.is og
hlær dátt, enda
skrítið til þess að
hugsa að íslensk
netverslun standi
hér um bil jafn-
fætis tveimur
stærstu tæknifyr-
irtækjum heims.
Var Aha í for-
grunni í umfjöllun
Wall Street
Journal í mars þar sem farið var í
saumana á tækifærum og áskorun-
um í þróun vörusendinga-dróna.
Bendir blaðamaður WSJ á að eitt af
því sem hafi hjálpað til við þróun
þessarar tækni á Íslandi sé að nokk-
uð greiðlega hefur gengið að fá leyfi
til að gera tilraunir með drónasend-
ingar. Í stórborgum víða um heim
hafa stjórnvöld sett drónaflugi
þröngar skorður og prófanir með
vörusendingar verið takmarkaðar
við lítil þorp eða nokkur hús í til-
teknu hverfi. „Það eru 6-7 ólíkar
stofnanir sem við þurfum að vinna
með og hægt og rólega hefur okkur
verið veitt meira svigrúm eftir því
sem reynslan hefur aukist. Fyrir
tveimur árum voru reglurnar þannig
að drónarnir okkar þurftu að lenda á
einu skilgreindu lendingarsvæði.
Seinna urðu flugleiðirnar fleiri og nú
höfum við fengið leyfi til að láta vör-
una síga niður til viðtakandans.“
Auk stuttra boðleiða og samstarfs-
fúsra stjórnvalda segir Helgi að Ís-
land henti líka vel til drónaprófana
vegna þess að veðurskilyrði eru
krefjandi. „Það sama gildir um okkur
og gildir um Boeing og Airbus sem
senda þotur sínar hingað til að prófa
við erfiðustu skilyrði. Við þurfum að
útbúa dróna okkar þannig að þeir
þoli sterka vinda, frost, úrkomu og
snjó,“ útskýrir Helgi. „Reynslan sem
við höfum byggt upp hérlendis hefur
þegar vakið athygli hjá yfirvöldum
erlendis og erum við reglulega fengin
til ráðgjafar varðandi innleiðingu
drónasendinga í nágrannalöndunum,
og þá helst í Bretlandi.“
Aha.is varð til árið 2010 sem af-
sláttartilboðavefur en óx og þróaðist
og hóf að bjóða upp á heimsendan
mat frá völdum veitingastöðum árið
2014. Árið 2017 hófu Aha og Nettó
samstarf og geta notendur núna gert
matarinnkaupin í Nettó á netinu og
ýmist látið senda heim til sín – með
bíl – hvar sem er innan höfuðborg-
arsvæðisins eða á Akureyri, ellegar
sótt sjálfir þá verslun sem þeim
hentar best.
Fljótari og ódýrari
Undanfarin ár hefur Aha þróað
leiðir til að senda vörur með dróna
og segir Helgi að þessi nýja tækni
geti bæði stytt afhendingartíma og
dregið stórlega úr sendingarkostn-
aði enda sé dróninn sjálfstýrður.
Starfsmaður fylgist með fluginu til
að ganga úr skugga um að allt gangi
vel fyrir sig, og getur vaktað marga
dróna í einu. „Hár kostnaður hefur
verið helsta fyrirstaðan í heimsend-
ingu á vörum og tilbúnum mat hér á
landi en ekki er nóg með að drón-
arnir komi sendingunni á áfangastað
nær alveg sjálfvirkt, heldur ætti til-
tölulega öflugur dróni að kosta mun
minna en bifreið til sömu nota.“
Aha fær drónana í dag frá Kína og
útbýr þá sérstaklega fyrir vöru-
sendingar. Fyrirtækið notar að
mestu aðkeyptar tæknilausnir fyrir
drónaflugið en hefur þó þróað eigin
hugbúnað til samtengingar við önn-
ur hugbúnaðarkerfi fyrirtækisins,
sem verið er að vinna í að fá einka-
leyfi fyrir. Segir Helgi að eftir því
sem betur gengur að koma vöru-
sendingum með drónum í almenna
notkun geti Aha farið að einbeita að
sér að því að gera þekkingu sína á
þessu sviði að útflutningsvöru.
Stendur núna yfir leit að fjárfest-
um og markið sett á að afla um 100-
200 milljóna króna, og í framhaldinu
mun fara fram fjármögnun erlendis
til að standa undir frekari þróun og
markaðssetningu utan íslenska
markaðarins.
Verslunarmiðstöðvum
gefið nýtt hlutverk
Aha hefur einkum verslunarmið-
stöðvar í sigtinu og sjá stjórnendur
fyrir sér að þær geti orðið n.k. vöru-
hús fyrir flota af drónum, vélmenn-
um og bílum sem skjótast með vörur
til viðskiptavina. Helgi bendir á
verslunarmiðstöðvar um allan heim
glími við þann vanda að komum við-
skiptavina fari fækkandi enda velji
æ fleiri að versla á netinu. Vandi
netverslana, aftur á móti, sé sá að
það stóreykur hjá þeim kostnaðinn
ef viðskiptavinur vill skila eða skipta
vöru og oft þarf að senda varninginn
langar leiðir – jafnvel á milli landa –
til að koma honum frá viðskiptavini
aftur í vöruhús.
„Okkar markhópur eru verslun-
armiðstöðvar með 250.000 – 1 millj-
ón íbúa í 5-10 km radíus. Viðskipta-
vinur færi þá inn á vefsíðu
verslunarmiðstöðvarinnar og pant-
aði sér t.d. treyju frá Calvin Klein.
Starfsmaður sendir bolinn síðan
jafnóðum af stað með dróna, eða
öðrum sendingarmáta eftir því sem
við á, og ef í ljós kemur að treyjan
passar ekki þá er hægt að skila
henni sömu leið, hratt og örugglega.
Sérhæfing okkar felst í því að lág-
marka kostnað með hjálp tækninnar
og láta allt ferlið frá kaupum til
tínslu og afhendingar vinna snurðu-
laust saman, hvort sem verið er að
flytja vöru með dróna, vélmenni eða
bíl,“ segir Helgi og bendir á hvernig
þetta nýti fjárfestingu í verslunar-
miðstöðvum betur, stytti afhending-
artíma og lágmarki kostnað vegna
vöruskila.
Í útrás með íslenska lausn
Ljósmynd/Aha
Ómissandi Drónarnir eru mikilvægur hlekkur í heimsendingarlausn Aha.
Ísland hefur hentað fyrirtækinu vel fyrir metnaðarfullar drónatilraunir.
Kerfi Aha gæti lagað tilvistarvanda verslunarmiðstöðva á tímum netverslunar
Helgi Már
Þórðarson
12 FRÉTTIRViðskipti | Atvinnulíf
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 3. JÚNÍ 2019
Smiðjuvegi 9 · 200 Kópavogi
Sími 535 4300 · axis.is
Vandaðar íslenskar innréttingar
Skannaðu kóð-
ann til að sjá
gengið eins og
það er núna á
3. júní 2019
Gengi Kaup Sala Mið
Dollari 123.76 124.36 124.06
Sterlingspund 155.73 156.49 156.11
Kanadadalur 91.24 91.78 91.51
Dönsk króna 18.465 18.573 18.519
Norsk króna 14.066 14.148 14.107
Sænsk króna 12.934 13.01 12.972
Svissn. franki 123.19 123.87 123.53
Japanskt jen 1.1376 1.1442 1.1409
SDR 170.49 171.51 171.0
Evra 137.91 138.69 138.3
Meðalgengi/Viðskiptavog þröng 168.9957
Hrávöruverð
Gull 1276.45 ($/únsa)
Ál 1761.5 ($/tonn) LME
Hráolía 66.24 ($/fatið) Brent
Í síðustu viku hélt
stjörnufjárfest-
irinn Warren
Buffett árlegt
góðgerðarupp-
boð sitt í 20. sinn.
Hæstbjóðandi
fær að fara út að
borða með Buff-
ett á steikhúsinu
Smith & Wol-
lensky á Manhatt-
an og má ræða um hvað sem er við
fjárfestinn aldna nema hverju hann
hyggst fjárfesta í næst.
Hæstbjóðandinn að þessu sinni
var nafnlaus, en mun greiða
4.567.888 dali fyrir málsverðinn. Er
það nærri þriðjungi hærra en fyrra
met frá 2016.
Afrakstur uppboðsins rennur til
góðgerðarsamtaka sem hjálpa fá-
tækum, heimilislausum og fíklum í
San Francisco. Samtals hafa uppboð
Buffetts aflað samtökunum 34,3
milljóna dala frá árinu 2000.
ai@mbl.is
Metverð fyrir máls-
verð með Buffett
Warren
Buffett
Tim Clark, for-
stjóri risaflug-
félagsins Em-
irates, telur að
vegna erfiðleika í
samstarfi flug-
málayfirvalda í
Bandaríkjunum
og öðrum löndum
verði að teljast
ólíklegt að flug-
vélar af gerðinni Boeing 737 MAX,
sem hafa verið kyrrsettar frá því um
miðjan mars, fari aftur í notkun fyrr
en a.m.k. eftir jól.
Lét hann þessi orð falla á aðal-
fundi IATA, Alþjóðasambands flug-
félaga, sem fram fór í Seúl um
helgina. Stangast þetta á við vænt-
ingar fluggeirans um að MAX-
vélarnar geti farið aftur í loftið strax
í júlí. Bloomberg greinir frá þessu
og bendir á að Emirates noti ekki
flugvélar frá Boeing, en það geri aft-
ur á móti lágfargjaldaflugfélagið
FlyDubai, systurfélag Emirates.
Clark segir jafnframt að jafnvel
þó MAX-vélarnar fari aftur í notkun
megi vænta þess að gerð verði krafa
um að flugmenn bæti við sig þjálfun
í 737 MAX flughermum. Eru aðeins
nokkrir slíkir í notkun á heimsvísu
og myndi það valda enn frekari töf-
um. ai@mbl.is
Tap MAX-vélar
sitja óhreyfðar.
Telur Boeing-
vélar ekki
fljúga í bráð
Nýlega var tilkynnt um útvíkkun á
samstarfi Aha og Nettó. Nær sam-
vinnuverkefnið núna til 14 af 21
verslun Nettó um allt land og er nú
hægt að fá matinnarinnkaupin
send heim að dyrum á Akureyri og
í Reykjavík, en sækja þarf inn-
kaupapokana þar sem þeir bíða til-
búnir í verslunum á stöðum eins
og Selfossi, Grindavík, Egils-
stöðum, Ísafirði og Höfn í Horna-
firði.
Helgi segir vinsældir þessarar
þjónustu vaxa hægt en örugglega
og að þeir sem komist upp á lagið
geti yfirleitt ekki hugsað sér að
gera matarinnkaupin með öðrum
hætti. Að fá matinn sendan heim
spari fólki bíltúrinn, en jafnvel ef
innkaupin eru sótt í verslun – s.s.
á heimleið úr vinnu – þá felist í því
töluverður tímasparnaður að þurfa
ekki að þræða ganga verslananna,
raða ofan í körfu og bíða í röð á
kassa.
Næsta skref er að koma fyrir
læstum skápum þar sem við-
skiptavinir geta nálgast innkaupin
utan afgreiðslutíma. „Við erum
þegar með þannig skápa í notkun
á einum stað og eru þeir ýmist fyr-
ir þurrvöru, kælivöru eða frysti-
vöru. Viðskiptavinurinn kemur
þegar honum hentar, slær inn
kóða, og þá opnast þeir skápar
sem geyma pöntunina hans.“
Pokarnir bíða í búðinni
Æ FLEIRI KAUPA Í MATINN Á NETINU