Morgunblaðið - 03.06.2019, Síða 13

Morgunblaðið - 03.06.2019, Síða 13
FRÉTTIR 13Erlent MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 3. JÚNÍ 2019 Seljavegur 2 | Sími: 511-3340 | Fax: 511-3341 | www.reyap.is | reyap@reyap.is Apótekið þitt í gamla Héðinshúsinu við Seljaveg 2 Afgreiðslutími: 9-18:30 virka daga 10-16:00 laugardaga Reykjavíkur Apótek býður upp á allar tegundir lyfja. Mikið og fjölbreytt úrval af heilsuvörum, bað- og ilmvörum, gjafavörum auk ýmissa annarra góðra kosta. Reykjavíkur Apótek er sjálfstætt starfandi apótek sem leggur áherslu á persónulega þjónustu og hagstætt verð. • Öryrkjar og eldri borgarar njóta sérkjara hjá okkur • Frí heimsendingarþjónusta Ljóst er að ekki einungis á Íslandi hafa ung- menni gaman af því að stinga sér til sunds. Þess- ir vösku kappar skelltu sér í laugina í útjaðri borgarinnar Amritsar á Norður-Indlandi í gær þegar hitabylgja reið yfir. Hitinn fór sums stað- ar yfir 50 gráður á celsíus og var því kærkomið að geta kælt sig aðeins í lauginni. Íslendingar munu mögulega þurfa að leika þetta eftir í dag, þar sem hiti gæti farið upp í ellefu gráður. AFP Kærkomið að kæla kroppinn í lauginni Teitur Gissurarson teitur@mbl.is Donald Trump Bandaríkjaforseti lét Brexit-málefni sig varða enn á ný í gær þegar hann ráðlagði Bretum að yfirgefa Evrópusambandið (ESB) án samnings, ef það væri það sem til þyrfti. „Ef þau fá ekki það sem þau vilja, myndi ég ganga í burtu. Ef þú færð ekki samninginn sem þú vilt, ef þú færð ekki sanngjarnan samning, þá gengurðu í burtu,“ sagði Banda- ríkjaforsetinn sem eins og margir vita er þekktur fyrir að vera harður í horn að taka í samningaviðræðum. Theresa May mun láta af embætti sem forsætisráðherra Bretlands næstkomandi föstudag. Í Brexit- samningnum sem hún barðist fyrir, en kom ekki í gegn í breska þinginu, er gert ráð fyrir að Bretar greiði 45 milljarða evra vegna útgöngu Bret- lands úr ESB. Um þetta sagði Trump: „Ef ég væri í þeirra stöðu myndi ég ekki greiða [45 milljarða]. Það er ég. Ég myndi ekki greiða, þetta er gríðarhá tala.“ Viðskiptasambandið undir Ummæli Trumps koma á áhuga- verðum tímapunkti því opinber heim- sókn hans til Lundúna hefst í dag. Mun hann bæði eiga fund með Elísa- betu Englandsdrottningu og Karli Bretaprins, auk þess að funda með May. Líklegt þykir að hann og May, sem eins og áður segir gegnir emb- ætti forsætisráðherra út vikuna, muni ræða hvernig viðskiptasambandi þjóðanna tveggja verði háttað þegar Bretar hafa formlega yfirgefið ESB. Þykir niðurstaða um slíkt viðskipta- samband vera sérstaklega mikilvæg fyrir Breta, ekki síst ef þeir yfirgefa ESB án samnings. Hafa sumir lýst yf- ir áhyggjum yfir því að Bretar muni neyðast til að samþykkja samkomu- lag sem væri þeim óhagstæðara en Bandaríkjamönnum, þá sérstaklega vegna þess hve Trump hefur viðhald- ið sterkri „Bandaríkin fyrst“ afstöðu sinni í viðræðum við önnur ríki, og hrist upp í viðskiptasamningum við Mexíkó, Kína, Kanada o.fl. Líst vel á Boris Eins og víða hefur komið fram bendir flest til þess að Boris Johnson, fyrrverandi utanríkisráðherra Bret- lands, taki við af May sem leiðtogi Íhaldsflokksins og líst Trump vel á það, eins og hann lýsti í viðtali við The Sun nú á dögunum. „Mér hefur alltaf líkað vel við hann. Ég veit ekki hvort hann verður kjörinn en ég held að hann sé virkilega góður maður og mjög hæfileikarík manneskja,“ sagði Trump. Þá sagði hann að Nigel Farage, for- maður Brexit-flokksins, hefði mikið til málanna að leggja og ætti að taka þátt í samningaviðræðum Breta við ESB. Ræður Bretum heilt  Trump hvetur Breta til að yfirgefa ESB án samnings  „Ég myndi ekki greiða“  Heimsækir Elísabetu í dag  Hefur lýst yfir velþóknun á Boris Johnson Donald Trump Theresa May Ný fimm flokka ríkisstjórn Antti Rinne, formanns jafnaðarmanna í Finnlandi, er tilbúin og búið er að raða í ríkis- stjórnarstólana. Frá þessu greindi Rinne á twitter í gær en samkvæmt finnska miðlinum Yle má búast við að ríkisstjórnarsamstarfið verði til- kynnt snemma í dag. Auk jafnaðarmanna Rinne eiga sæti í nýju ríkisstjórninni Mið- flokkur fráfarandi forsætisráð- herra Juha Sipilä, Græningjar, Vinstra bandalagið og Sænski þjóð- arflokkurinn. Fimm flokka finnsk ríkisstjórn tilbúin Antti Rinne FINNLAND Frans páfi baðst fyrirgefningar þegar hann heimsótti rómafólk í Rúmeníu í gær. „Ég biðst fyrirgefn- ingar í nafni kirkjunnar fyrir augnablikin í tímans rás sem við höfum mismunað, farið illa með eða vantreyst [rómafólki],“ sagði páfinn í ræðu sinni til rómafólks í bænum Blaj í Rúmeníu. Rómafólk heldur aðallega til í Mið- og Suður-Evrópu en um 10% rúmönsku þjóðarinnar eru rómafólk. Stór hluti er án vinnu og býr við fátækt. Baðst fyrirgefningar í ræðu til rómafólks RÚMENÍA Andrea Nahles, formaður Jafn- aðarmanna- flokksins í Þýskalandi, samstarfsflokks Kristilegra demókrata í rík- isstjórn Angelu Merkel, til- kynnti afsögn sína sem for- maður flokksins í gærmorgun. Nahles var undir þrýstingi um að segja af sér eftir að flokkur hennar fékk afar slæma kosningu í Evrópuþingskosningunum í síð- ustu viku. Merkel Þýskalands- kanslari sagði síðar í gær að rík- isstjórnin myndi halda áfram með sína vinnu, en ríkisstjórnarsam- starfið milli flokkanna tveggja hefur þótt viðkvæmt frá byrjun. „Við munum halda áfram með okkar vinnu af alvöru og ábyrgð,“ sagði Merkel í gær. ÞÝSKALAND „Ríkisstjórnin held- ur vinnunni áfram“ Andrea Nahles

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.