Morgunblaðið - 03.06.2019, Qupperneq 18

Morgunblaðið - 03.06.2019, Qupperneq 18
18 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 3. JÚNÍ 2019 Sálm. 14.2 biblian.is Drottinn horfir á mennina af himnum ofan til þess að sjá hvort nokkur sé hygginn, nokkur sem leiti Guðs. Okkar ástkæra móðir, tengdamóðir, amma, langamma og langalangamma, GUÐLAUG HINRIKSDÓTTIR, Dvalarheimilinu Höfða, áður Höfðagrund 2, Akranesi, verður jarðsungin frá Akraneskirkju þriðjudaginn 4. júní klukkan 13. Jarðsett verður í Fossvogskirkjugarði. Þeir sem vilja minnast hennar láti Dvalarheimilið Höfða njóta þess. Börn, tengdabörn og ömmubörn ✝ Gísli Guð-mundsson fæddist í Reykja- vík 19. nóvember 1953. Hann lést á Landspítalanum við Hringbraut 21. maí 2019. For- eldrar hans voru Guðmundur Guð- jónsson bílstjóri, f. 5.3. 1916, d. 15.9. 1962, og Ólafía Ingibjörg Sigríður Guðmunds- dóttir húsmóðir, f. 7.8. 1910, d. 20.3. 1984. Systkini Gísla: Ól- ína Þórey Jónsdóttir, f. 16.9. 1932, d. 14.6. 1985, Guð- mundur Jónsson, f. 18.12. 1933, d. 4.8. 1996, Jóna Guð- rún Guðmundsdóttir, f. 19.4. Finni Dellsén. Dóttir þeirra er Katrín Anna, f. 25.2. 2012. 4) Guðmundur Garðar, f. 20.9. 1982. Gísli kvæntist hinn 21.8. 2004 Sólveigu Margréti Ás- mundsdóttur, f. 5.8. 1962. For- eldrar hennar eru Birgit And- ersdóttir, f. 22.8. 1935, og Ásmundur Jónsson, f. 28.8. 1928. Synir Gísla og Sólveigar eru: 1) Ásmundur Óli, f. 6.4. 1993, og 2) Aron Freyr, f. 15.3. 1997, í sambúð með Kötlu Sif Friðriksdóttur, f. 28.2. 1999. Gísli sleit barnsskónum í Bú- staðahverfinu í Reykjavík. Hann útskrifaðist sem húsa- smiður 1977 og fékk síðar meistararéttindi. Hann starfaði sem byggingarmeistari alla sína starfsævi. Útför Gísla fer fram frá Lindakirkju í dag, 3. júní 2019, og hefst athöfnin klukkan 13. 1944, d. 12.4. 2013, og Hrafnhildur Margrét Guð- mundsdóttir, f. 25.9. 1947. Fyrri sambýlis- kona Gísla var Stefanía A. Garð- arsdóttir, f. 31.1. 1953. Börn þeirra eru: 1) Hafdís Gerður, f. 23.11. 1973, gift Bjart- mari Inga Sigurðssyni. Dóttir þeirra er Sóldís Fríða, f. 30.7. 2015. 2) Lilja Björg, f. 26.8. 1976, gift Jóni Baldvini Jóns- syni. Börn þeirra eru Jenný Rebekka, f. 19.3. 2002, og Guð- mundur Árni, f. 19.4. 2006. 3) Erla Guðrún, f. 13.7. 1981, gift Elsku pabbi minn, það er þungt að þurfa að kveðja þig svo snemma. Þú varst stór karakter og skilur eftir þig stórt skarð. Það var alltaf gott að koma í Bergsmárann til ykkar Sollýjar. Þar standa dyrnar manni alltaf opnar eins það væri manns eigið heimili. Þú varst sterkur maður og þrátt fyrir veikindi síðustu vikna mátti varla á þér sjá að lík- aminn væri orðinn þreyttur. Mér þykir óendanlega vænt um þann tíma sem við náðum að eyða saman síðustu vikur á Landspítalanum. Mér verða allt- af minnisstæð þau skipti sem súrefnisupptakan þín var mæld meðan ég var hjá þér. En eins og feðga er von var ég alltaf mæld- ur líka og úr varð keppni hvor kæmi betur út. Það gladdi þig alltaf svo mikið þegar þú komst betur út en ég. En það kom mér heldur ekki á óvart þegar ég komst að því að þú varst búinn að æfa ákveðna tækni við önd- unina til að „svindla“ á mælinum meðan við kepptum. Það var svo vel við hæfi að þú eyddir bróð- urpartinum af þessum tíma í að gera grín að mér fyrir að þora ekki að splæsa bara í drauma- jeppann minn. En þú varst alltaf framtakssamur og ósjaldan sagðir þú við mig þegar ég var að velta mér upp úr hlutunum, „hættu að hugsa drengur og bara gerðu þetta, restin redd- ast“. En það lýsti þér vel. Þú gerðir hlutina, framkvæmdir, og oftast redduðust þeir líka. Þrátt fyrir hrjúfa iðnaðarmanninn sem þú varst, þá varstu hlýr og góður þegar á reyndi. Þú skynjaðir allt- af þegar eitthvað bjátaði á hjá mér og þá mættir þú manni með hlýju og skilningi. Ég þurfti aldrei að afsaka eða útskýra sjálfan mig við þig. Það verður skrýtið og tómlegt að hafa þig ekki lengur hjá okkur. En þú skilur okkur eftir með margar góðar minningar um góðan mann. Mann sem mátti ekkert aumt sjá og var alltaf til í að rétta út hjálparhönd. Ég kveð í dag mann sem ég get stoltur kallað pabba minn. Að kvöldi þess dags er þú kvaddir komu í huga mér marg- ar hugsanir og enn fleiri orð sem urðu að eftirfarandi ljóði. Með þessu ljóði langar mig að kveðja þig, elsku pabbi minn. Hvíldu í friði. Í minningu föður Ég þarf ekki að sakna að fá þig að sjá, því alltaf þú verður hug mínum hjá. Þarf ekki að sakna hve heitt þú annt mér, því hjartað mitt geymir þá ást er þú gafst mér. Ég þarf ekki að sakna nærverustundar, því inni í mér minning þín ævilangt blundar. Það leynist þó söknuður í þitt skarð. Ég sakna þess aðeins sem aldrei varð. (Guðmundur Garðar Gíslason) Þinn sonur Guðmundur Garðar Gíslason. Elsku besti pabbi minn, ég trúi ekki að þú sért farinn frá okkur, ég veit að við náðum ekki alltaf saman en þú gafst samt aldrei upp á mér. Sama hvað gekk á varstu alltaf til staðar fyrir mig þótt ég ætti það ekki alltaf skilið og ég verð ævinlega þakklátur fyrir það og allt sem þú hefur gert fyrir mig. Ég vildi að þú værir ennþá með okkur því ég þarf að bæta þér svo mikið upp, en ég veit að þú áttir þér draum og ég lofa þér að uppfylla hann. Ég er þakklátur fyrir alla tím- ana okkar saman, góðu og slæmu, og það eru forréttindi að hafa fengið að vera sonur þinn. Þú varst besti maður sem ég hef kynnst, með hjarta úr gulli og ég hefði ekki getað óskað mér betri pabba. Ég elska þig. Hvíldu í friði, elsku pabbi minn. Þinn sonur Ási. Ásmundur Óli Gíslason. Okkur langar í örfáum orðum að minnast Gísla tengdasonar okkar sem er borinn til grafar í dag. Þar fór hlýr og hjálpsamur maður sem tók okkur alltaf opn- um örmum og vildi allt fyrir okk- ur gera. Þótt Gísli hefði ætíð um nóg að hugsa gaf hann sér alltaf tíma til að ráðleggja okkur og aðstoða ef þörf var á og það var gert af áhuga og einlægni. Heim- sóknirnar til fjölskyldunnar í Bergsmáranum voru óteljandi og þar mætti okkur alltaf velvild og vinátta sem við verðum æv- inlega þakklát fyrir. Við syrgjum góðan mann sem féll allt of fljótt frá og þökkum af hlýhug sam- fylgdina. Birgit (Bigga) og Ásmundur (Ási). Mágur minn er fallinn frá langt fyrir aldur fram eins og svo allt of margir. Tíminn líður hratt og þegar ég frétti að Gísli hefði kvatt okkur áttaði ég mig á því að það eru komin þrjátíu ár síðan leiðir okkar lágu fyrst saman þegar hann varð einn af fjöl- skyldunni. Gísli var húsasmíða- meistari og byggði systur minni og tveimur sonum þeirra hús í Bergsmára í Kópavogi þar sem ég leigði af þeim á neðri hæðinni á tímabili nokkrum árum seinna. Samveran var einstaklega þægi- leg og ég var alltaf velkominn í kaffi á efri hæðina. Það hefur alla tíð verið gott að kíkja við í Bergsmáranum. Gísli vildi öllum vel og var sérstaklega hjálplegur við tengdaforeldra sína. Hann var vanur að opna sitt heimili á gamlárskvöld þar sem fjölskyld- an safnaðist saman og kvaddi gamla árið. Gísli tók afar vel á móti fólki og hann gaf öðru fólki gjarnan meira af sjálfum sér en hann sjálfur fékk til baka frá öðrum. Sem húsasmíðameistari skildi Gísli eftir sig margar byggingar en því miður er því nú oft á tíðum svo háttað að menn- irnir fá ekki alltaf að sjá árangur verka sinna. Stutt veikindi urðu til þess að Gísli lést aðeins tíu dögum áður en hann átti að skila af sér sinni nýjustu byggingu, nýju og glæsilegu hóteli á Sel- fossi. Samúðarkveðjur til allra að- standenda frá mér og Bettinu og sérstaklega til allra í Bergsm- áranum. Takk fyrir samfylgdina. Hún hefði mátt verða lengri. Bergur. Elsku afi, þín verður saknað. Nú legg ég augun aftur, Ó, Guð, þinn náðarkraftur mín veri vörn í nótt. Æ, virst mig að þér taka mér yfir láttu vaka þinn engil svo ég sofi rótt. (Sveinbjörn Egilsson) Þín barnabörn, Jenný Rebekka, G. Árni, Katrín Anna og Sóldís Fríða. Fallinn er frá frændi minn Gísli Guðmundsson húsasmíða- meistari. Við vorum nánir og góðir vinir. Ég vil minnast hans með fáum orðum og rifja upp góðar minningar. Móðir hans og amma mín voru systur. Ég man fyrst eftir Gísla um það bil sex ára er hann kom með móður sinni og systrum á Þinghóls- brautina. Það var miklu algeng- ara hér fyrr á tímum að fara í óundirbúnar heimsóknir og ég man eftir mér á Hólmgarðinum hjá Lóu og Gísla. Það er sterkt í minningunni, þegar við vorum litlir strákar, hve Gísli var alltaf flottur og fínn, svo af bar á þeim tíma. Það var alltaf fagnaðarfundur hjá okkur Gísla, þegar við hitt- umst og gaman að tala við hann og spjalla. Hann var einstakur persónuleiki og gegnheill maður. Við vorum alls ekki alltaf sam- mála en það gerði bara samræð- urnar skemmtilegri. Hann var ekki dómharður á annað fólk og hallmælti ekki öðrum. Gísli var einstaklega heiðarlegur maður, bæði gagnvart sjálfum sér og öðrum. Nærvera hans var góð og gott að eiga við hann samskipti. Mér er efst í huga, þegar ég minnist Gísla, hversu einlægur hann var í öllum samskiptum og hreinn og beinn. Hann var ekk- ert að draga af hlutunum né heldur fegra. Þess vegna var Gísli helsti ráðgjafi minn og ég leitaði mjög oft til hans. Ég hef gert mér far um að hitta hann oft undanfarin ár. Hann var einstak- lega fróður um allt sem viðkom byggingum og ekki síst hinu flókna regluverki sem nú er í gangi. Gísli var alltaf reiðubúinn að aðstoða og hjálpa mér og minni fjölskyldu. Frændrækni Gísla var einstök. Gísli er einhver sá duglegasti verkmaður sem ég hef kynnst og afskaplega ósérhlífinn. Það er al- veg ótrúlegt hvað hann hefur af- kastað á stuttri ævi. Hann hefur byggt hundruð íbúða og sjö hótel og núna næstu daga verður opn- að glæsilegt hótel á Selfossi. Honum entist ekki aldur til að vera við formlega opnun hótels- ins. Margar byggingar bera merki hans um ókomna tíma. Hann var ötull við að gera upp og endursmíða gömul hús í mið- borginni. Allt þetta ber merki um einstakan mann, sem er fall- inn frá allt of snemma. Lífið lék ekki alltaf við Gísla og voru mörg áföll í lífi hans, en hann var sigurvegarinn, sem lét ekki bugast þó á móti blési. Því miður var góðmennska hans oft misnotuð af óheiðarleika og sá óheiðarleiki var honum svo fjarri. Þess vegna urðu áföllin honum þungbærari. Sorgin er stór og missirinn mikill og maður ásakar sjálfan sig fyrir að hafa ekki ræktað samskiptin meir og betur. Alltaf var ég á leiðinni en núna er það of seint. Andlát hans kom eins og þruma úr heiðskíru lofti. Þó veit ég að hann hefur farið í margar hjartaaðgerðir, en samt var hann svo hress og hreystin uppmáluð síðast þegar ég hitti hann fyrir nokkrum vikum. Ég votta fjölskyldu Gísla dýpstu samúð. Blessuð sé minn- ing hans. Steinþór Ólafsson. Það tekur á að skrifa minning- arorð um mann sem maður hefur mætur á og sérstaklega þegar andlátið bar brátt að. Gísli mág- ur okkar hafði átt við veikindi að stríða og verið inn og út af spít- ala í nokkurn tíma. Veikindin ágerðust hratt og símhringingin um ótímabært andlát hans var óvænt. Gísla kynntumst við fyrst fyrir rúmum 30 árum þegar hann og Sollý systir okkar tóku saman. Þar fór kraftmikill og vinnusamur maður, svipsterkur og indæll í allri viðkynningu. Gísli var byggingameistari og hafði brennandi áhuga á því sem hann var að byggja í hvert sinn. Við hittumst gjarnan á heimili þeirra Sollýjar og umræðuefnið var oft framkvæmdirnar sem hann vann að. Þó byggingar væru Gísla mikið áhugamál þá var fjölskyldan honum meira virði og velferð hennar gekk fyr- ir. Gísli átti fjögur börn af fyrra hjónabandi og með tímanum fæddust þeim Sollý synirnir Ás- mundur Óli og Aron Freyr. Sam- gangur allra systkinanna var mikill og náinn og sérstaklega eftir að Gísli og Sollý fluttu í Bergsmárann. Með tímanum komu tengdabörn og barnabörn og gleðin var við völd þegar allur hópurinn kom saman. Á slíkum stundum leið Gísla vel en gat orðið annars hugar því hann var alltaf að velta einhverju fyrir sér og var ekki mikið fyrir að sitja kyrr. Hann þurfti að ganga um og voru vangaveltur hans iðu- lega tengdar þeim framkvæmd- um sem unnið var að. Eftir að þau fluttu í húsið í Bergsmáran- um buðu þau foreldrum og systkinum Sollýjar alltaf í ára- mótafagnað og sá siður hefur haldist í um 20 ár. Eldri börn Gísla og þeirra fjölskyldur litu einnig inn og því var þetta fjöl- menn og skemmtileg fjölskyldu- samvera. Það var alltaf stór- veisla útbúin af húsmóðurinni og Gísli naut þess að snúast í kring- um fólkið og bera því veitingar. Það vildi enginn missa af ára- mótunum í Bergsmáranum og ljósadýrðinni sem náði hámarki um miðnætti En lífið er ekki alltaf dans á rósum og það komu tímabil sem voru erfiðari en önnur bæði í persónulegu lífi og vinnu. Gísli gat tekið það inn á sig en lundin var létt og stutt í góðlátlegu glettnina gagnvart fjölskyldunni. Það birti alltaf til og verkin urðu stærri og umfang þeirra jókst með tímanum. Gísli vildi skila af sér vönduðu verki og lagði metn- að sinn í að efni og frágangur væri í hæsta gæðaflokki. Inn- kaupaferðir þeirra hjóna voru margar og þar var lögð áhersla á að finna vandað efni sem hann flutti sjálfur til landsins. En aldrei gleymdist fjölskyldan og hann hugsaði alltaf vel um sína nánustu. Sjálfur vildi hann hafa snyrtilegt í kringum sig og lagði áherslu á að garðurinn væri fal- legur og vel hirtur. Þar gat hann gengið lengi um og velt ýmsu fyrir sér. Gísla verður sárt saknað og dapurt að sjá á bak góðum manni sem féll allt of snemma frá. Elsku Sollý, Ásmundur Óli, Aron Freyr, Erla, Lilja, Hafdís og Guðmundur, okkar innileg- ustu samúðarkveðjur og megi góðar minningar veita ykkur gleði á erfiðri stundu. Lovísa, Jón, Guðmundur og fjölskyldur. Það tekur á að skrifa minning- arorð um mann sem maður hefur mætur á og sérstaklega þegar andlátið ber brátt að. Gísli mág- ur okkar hafði átt við veikindi að stríða og verið inn og út af spít- ala í nokkurn tíma. Veikindin ágerðust hratt og símhringingin um ótímabært andlát hans var óvænt. Gísla kynntumst við fyrst fyrir rúmum 30 árum þegar hann og Sollý systir okkar tóku saman. Þar fór kraftmikill og vinnusamur maður, svipsterkur og indæll í allri viðkynningu. Gísli var byggingameistari og hafði brennandi áhuga á því sem hann var að byggja í hvert sinn. Við hittumst gjarnan á heimili þeirra Sollýjar og umræðuefnið var oft framkvæmdirnar sem hann vann að. Þó að byggingar væru Gísla mikið áhugamál var fjölskyldan honum meira virði og velferð hennar gekk fyrir. Gísli átti fjögur börn af fyrra hjóna- bandi og með tímanum fæddust þeim Sollý synirnir Ásmundur Óli og Aron Freyr. Samgangur allra systkinanna var mikill og náinn og sérstaklega eftir að Gísli og Sollý fluttu í Bergsmár- ann. Með tímanum komu tengda- börn og barnabörn og gleðin var við völd þegar allur hópurinn kom saman. Á slíkum stundum leið Gísla vel en gat orðið annars hugar því hann var alltaf að velta einhverju fyrir sér og var ekki mikið fyrir að sitja kyrr. Hann þurfti að ganga um og voru vangaveltur hans iðulega tengd- ar þeim framkvæmdum sem unnið var að. Eftir að þau fluttu í húsið í Bergsmáranum buðu þau foreldrum og systkinum Sollýjar alltaf í áramótafagnað og sá sið- ur hefur haldist í um 20 ár. Eldri börn Gísla og þeirra fjölskyldur litu einnig inn og því var þetta fjölmenn og skemmtileg fjöl- skyldusamvera. Það var alltaf stórveisla útbúin af húsmóður- inni og Gísli naut þess að snúast í kringum fólkið og bera því veit- ingar. Það vildi enginn missa af áramótunum í Bergsmáranum og ljósadýrðinni sem náði há- marki um miðnætti En lífið er ekki alltaf dans á rósum og það komu tímabil sem voru erfiðari en önnur bæði í persónulegu lífi og vinnu. Gísli gat tekið það inn á sig en lundin var létt og stutt í góðlátlegu glettnina gagnvart fjölskyldunni. Það birti alltaf til og verkin urðu stærri og umfang þeirra jókst með tímanum. Gísli vildi skila af sér vönduðu verki og lagði metn- að sinn í að efni og frágangur væri í hæsta gæðaflokki. Inn- kaupaferðir þeirra hjóna voru margar og þar var lögð áhersla á að finna vandað efni sem hann flutti sjálfur til landsins. En aldrei gleymdist fjölskyldan og hann hugsaði alltaf vel um sína nánustu. Sjálfur vildi hann hafa snyrtilegt í kringum sig og lagði áherslu á að garðurinn væri fal- legur og vel hirtur. Þar gat hann gengið lengi um og velt ýmsu fyrir sér. Gísla verður sárt saknað og dapurt að sjá á bak góðum manni sem féll allt of snemma frá. Elsku Sollý, Ásmundur Óli, Aron Freyr, Erla, Lilja, Hafdís og Guðmundur, okkar innileg- ustu samúðarkveðjur og megi góðar minningar veita ykkur gleði á erfiðri stundu. Lovísa, Jón, Guðmundur og fjölskyldur. Gísli Guðmundsson  Fleiri minningargreinar um Gísla Guðmundsson bíða birtingar og munu birtast í blaðinu næstu daga. Ástkær móðir okkar, amma og tengdamamma, ERNA ASPELUND sjúkraliði, Björtuhlíð 13, lést á Landspítalanum 26. maí eftir stutt veikindi, umvafin ást og kærleik fjölskyldu sinnar. Útförin fer fram fimmtudaginn 6. júní klukkan 15 frá Fossvogskirkju í Reykjavík. Júlíana H. Aspelund Guðmundur Hjartarson Berglind B. H. Aspelund Guðmundur Guðjónsson Helena H. Aspelund Davíð Ö. Hansson Jóhanna Katrín Þórhallsdóttir Snæfríður, Sóllilja, Erna Dagný, Þorbjörg Tinna, Ernir, Guðjón Andri, Hákon Kári, Dagbjört Lilja, Jökla og Halla Bergrún

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.