Morgunblaðið - 03.06.2019, Side 20
20 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 3. JÚNÍ 2019
Smáauglýsingar
Sumarhús
Sumarhús – Gestahús –
Breytingar
Framleiðum stórglæsileg sumarhús
í ýmsum stærðum.
Tökum að okkur stækkun og
breytingar á eldri húsum.
Smíðum gestahús – margar
útfærslur.
Sjáum um almennt viðhald á
sumarhúsum og sólpöllum.
Setjum niður heita potta og
smíðum palla og skjólveggi.
Áratugareynsla –
endilega kynnið ykkur málið.
Trésmiðja Heimis, Þorlákshöfn,
sími 892-3742 og 483-3693,
www.tresmidjan.is
Sjómaður óskar eftur
sumarbústað
Ó.E. sumarbústað í langtímaleigu,
keyrslufjarlægð frá Rvk. Er sjómaður
og því sjaldan í landi en mundi vilja
njóta þegar það er. Reyklaus, reglu-
og tillitssamur. Greiðslugeta 70k per
mánuð. Hafa samband í 55@55.is
Ýmislegt
Raðauglýsingar
Fundir/Mannfagnaðir
Félagsstarf eldri borgara
Árskógar 4 Opin smíðastofa kl. 9-16. Opin handavinnustofa kl. 9 -12.
Handavinnuhópur kl. 12-16. Félagsvist með vinningum kl. 12.45. Opið
fyrir innipútt og 18. holur útipúttvöll. Hádegismatur kl. 11.40-12.45.
Kaffisala kl. 14.45-15.30. Heitt á könnunni. Allir velkomnir. s: 535-2700.
Boðinn Mándagur: Bingó kl. 13. Sundleikfimi kl. 14.30.
Félagsmiðstöðin Hæðargarði 31 Kaffispjall og blöðin við hring-
borðið kl. 8:50. Opin Listasmiðja kl. 9-12. Línudans kl 10. Skemmti-
ganga kl. 10. Hádegismatur kl. 11.30. Félagsvist kl. 13. Handavinnuhor-
nið kl. 13-15. Gáfumannakaffi kl. 14:30. Hugmyndabankinn opinn kl. 9-
12. Allir velkomnir óháð aldri. Nánari upplýsingar í síma 411-2790
Garðabæ Vatnsleikf. Sjál. kl.7.30 /8.15 /15. Kvennaleikf. Sjál. kl. 9.30.
Liðstyrkur. Sjál kl. 10.15. Kvennaleikf. Ásg. Kl.11.15. Gönguhópur fer
frá Jónshúsi kl. 10. Bridge í Jónshúsi kl. 13.
Gerðuberg 3-5 Mánudagur Opin Handavinnustofan kl. 8.30-16.
Útskurður m/leiðb. kl. 9:-16. Leikfimi maríu kl. 10-10.45. Leikfimi Helgu
Ben 11-11:30. Kóræfing kl. 13-15. Allir velkomnir.
Seltjarnarnes Billjard í Selinu kl. 10. Krossgátur og kaffi í króknum
kl. 10.30. Jóga salnum Skólabraut kl. 11. Vatnsleikfimi í sundlauginni
kl. 18.30. Ath. á morgun þriðjudag verður púttað á golfvellinum kl.
13.30. Þeir sem vilja far út á völl mæti á Skólabraut kl. 13.15. Sumar-
dagsrkráin fyrir félagsstarfið tekur gildi þriðjudaginn 11. júní og
verður borin í hús á næstu dögum.
atvinna@mbl.is
Pantaðu pláss fyrir þína atvinnuauglýsingu á
✝ Albert Sig-urjónsson
fæddist 3. október
1963. Hann lést
22. maí 2019 á
líknardeild Land-
spítalans í Kópa-
vogi.
Foreldrar hans
voru hjónin Sig-
urjón Hall-
grímsson, f. 8.
mars 1932, d. 1.
júní 2002, og Þórkatla Al-
bertsdóttir, f. 21. ágúst 1942,
d. 12. apríl 2016. Bræður Al-
berts eru: Hallgrímur P. Sig-
urjónsson, f. 7. janúar 1965,
eiginkona Kristín V. Helga-
dóttir, og Rúnar S. Sigur-
jónsson, f. 14. ágúst 1969, eig-
inkona Ragnheiður Þ.
Ólafsdóttir.
Steinn Freyr Þorleifsson, f.
17. júlí 1992. Sonur þeirra er
Þorleifur Freyr, f. 12. maí
2017. 3) Sigurpáll, f. 21. júní
1993, sambýliskona Katarzyna
Kujawa, f. 18. nóvember 1990.
Albert ólst upp í Kópavogi
til tólf ára aldurs en þá flutti
fjölskylda hans til Grindavík-
ur. Um svipað leyti byrjaði
hann að fara í sveit á sumrin.
Síðar stundaði hann nám við
Fjölbrautaskóla Suðurnesja og
vann við smíðar hjá Grindinni
ehf. Árið 1987 fór hann svo að
vinna hjá Vísi hf. og starfaði
þar við ýmis stjórnunar- og
uppbyggingarstörf allt til ævi-
loka.
Árið 2000 flutti fjölskyldan
á Ísafjörð, þar sem þau bjuggu
í fimm ár, og starfaði Albert
sem rekstrarstjóri á Þingeyri.
Albert lék fótbolta með
gullaldarliði Grindavíkur. Á
seinni árum stundaði hann
laxveiði og fluguhnýtingar.
Útförin fer fram frá
Grindavíkurkirkju í dag, 3.
júní 2019, klukkan 14.
Albert kvæntist
Svanhvíti Daðeyju
Pálsdóttur sjúkra-
liða í Grindavíkur-
kirkju 23. maí
1987. Hún fæddist
6. desember 1964
og er dóttir Páls
H. Pálssonar og
Margrétar Sig-
hvatsdóttur. Börn
Alberts og Svan-
hvítar eru: 1) Þór-
katla Sif, f. 15. nóvember
1986, eiginmaður Þorleifur
Ólafsson, f. 16. nóvember
1984. Börn þeirra eru: a) Þór-
ey Tea, f. 9. september 2008,
b) Albert, f. 22. maí 2011, c)
Jóhann Daði, f. 12. febrúar
2015, og d) Sif, f. 22. nóv-
ember 2016. 2) Margrét, f. 24.
apríl 1989, sambýlismaður
Elsku pabbi. Mikið er ég
heppin að hafa átt þig sem
pabba. Þú varst traustur, jarð-
bundinn, vinmargur og góður og
börnin mín eiga eftir að sakna
þín mikið. Þú varst góður afi og
gafst þér alltaf tíma til að hlusta
á hvað þau hefðu að segja. Þú
varst afi sem gaf þeim kærleika
og ást. Afi sem alltaf bjargaði
málunum.
Nafni þinn kom oft með hjólið
sitt til þín og þú lagaðir það,
eins og svo margt annað. Við
Þórey Tea tölum um allar heim-
sóknirnar þínar til okkar og um
derhúfuna þína sem henni þótti
svo vænt um. Jóhann Daði talar
um notalegu stundirnar sem þið
áttuð með spjaldtölvuna þína og
nammipokann og Sif man alla
hlýjuna sem þú veittir henni.
Það var erfitt að horfa á þig
ganga í gegnum þessi veikindi
en á sama tíma reyndi ég að
nýta tímann vel með þér. Þegar
ég var í Ljósmyndaskólanum í
vetur var ég svo lánsöm að fá að
mynda þig og við grínuðumst oft
með að þú værir aðalmódelið
mitt. Við borðuðum saman há-
degismat eða fengum okkur
góðan kaffibolla, þú gafst mér
góð ráð og við spjölluðum um
daginn og veginn. Minningarnar
um þennan tíma eru og verða
mér ætíð dýrmætar.
Við töluðum meðal annars um
það hve þakklát við værum fyrir
hana mömmu. Hún studdi þig í
veikindunum og stóð með okkur
börnunum og fjölskyldum okkar.
Og við vitum að hún á eftir að
gera það áfram
Við fjölskyldan munum ylja
okkur við góðar minningar um
elsku pabba, tengdapabba og
afa sem gaf okkur svo mikið og
var okkur svo mikils virði. Þú
varst og verður fyrirmynd mín í
einu og öllu.
Takk fyrir allt, elsku pabbi.
Þórkatla Sif Albertsdóttir.
Sólargeislarnir gægðust inn
um gluggann þegar þú kvaddir
okkur á erfiðri stundu. Þú varst
ekki tilbúinn að gefast upp og
barðist allan tímann til að fá
lengri tíma hér hjá okkur. Sólin
hefur skinið síðan og ég er viss
um að þú ert á himnum að beina
henni til okkar á þessum erfiða
tíma. Enda gerðir þú alltaf þitt
allra besta til að okkur liði vel.
Pabbi var einstakur maður og
mörgum góðum eiginleikum
gæddur. Hann var vinmargur,
traustur, húmoristi, handlaginn,
talaði vel um náungann, nægju-
samur, nýtinn og svo mætti
lengi telja. Þeir sem þekktu
pabba vita hversu harður hann
var af sér og mikill töffari. Hann
vildi öllum svo vel í kringum sig
en hefði mátt setja sjálfan sig
oftar í fyrsta sæti. Hann var
ekki lengi að stökkva til þegar
einhver þurfti á honum að halda,
hvort sem það var að skjótast á
lyftarann og redda kari eða
hjálpa okkur að setja upp ljós
eða hillur heima.
Pabbi kenndi mér margt sem
ég tek með mér út í lífið. Hann
kom fram við alla af virðingu og
leiðbeindi í stað þess að gagn-
rýna og hvatti okkur systkinin
til að láta drauma okkar rætast.
Hann sagði mér ófáar hetjusög-
ur af sér í fótboltanum og var
hreinskilinn við mig eftir að hafa
horft á leik hjá mér. Ég átti oft
erfitt með að hlusta á það en að
lokum tók ég það til mín og not-
aði til að bæta mig.
Keppnisskapið, viljann og
húmorinn notaði pabbi til að
komast í gegnum veikindin.
Hann var stoð mín og stytta í
gegnum sín eigin veikindi. Þótt
ég reyndi að vera sterk og vera
til staðar fyrir hann endaði það
yfirleitt á því að hann hug-
hreysti mig og faðmaði. Þegar
við spurðum hann hvort við gæt-
um gert eitthvað fyrir hann
svaraði hann „bara brosa“. Ein-
hvern tímann var ekki laust her-
bergi á deildinni svo rúmið hans
var á ganginum. En hann lét
það nú ekki fara í taugarnar á
sér eins og við, heldur sagði
bara sáttur að hann hefði fengið
stærsta herbergið. Hann kom
starfsfólkinu á spítalanum stöð-
ugt á óvart, var orðinn óvenju
vinsæll á dásamlegu 11G-deild-
inni og fékk ósjaldan hrós frá
starfsfólkinu, enda afburða
sjúklingur sem kvartaði aldrei
og þakkaði fyrir hvert innlit.
Þorleifur Freyr átti einstakt
samband við afa sinn. Frá því
hann fæddist var hann mikið hjá
ömmu Svanhvíti og afa Alberti.
Hann varð strax mikill afastrák-
ur og hljóp yfirleitt inn um
dyrnar beint í faðm afa. Vinátta
þeirra var mögnuð allt til enda.
Þegar pabbi gat ekki haldið á
honum lengur og varla leikið við
hann sótti Þorleifur Freyr samt
mikið í að vera nálægt honum
og var alveg sjúkur í að fara til
ömmu og afa eftir leikskóla eða
til afa upp á spítala. Og hann
var ekki sáttur ef hann vissi að
mamma hans væri hjá afa og
hann ekki með.
Ég mun sakna þín svo mikið,
elsku pabbi minn. Þú ert fyr-
irmynd mín í lífinu og ég mun
ávallt heiðra minningu þína,
minnast þín og segja Þorleifi
Frey frá frábæra afa sínum. Líf-
ið er ekki alltaf sanngjarnt og
ég mun aldrei geta sætt mig við
það að þú sért farinn, svona
ungur að aldri. En ég hugga
mig við að þér líður betur núna,
með afa Sigurjóni og ömmu
Köllu í draumalandinu.
Þín
Margrét.
Með þakklæti í huga kveð ég
yndislegan svila og félaga sem
tekinn var alltof snemma frá
fjölskyldu sinni. Þegar Albert
kom inn í fjölskyldu okkar var
tengdapabbi ekki lengi að sjá
eiginleikana sem hann bjó yfir
og fékk hann til að koma í vinnu
hjá sér. Þannig voru örlögin
ráðin og við tengdasynirnir urð-
um vinnufélagar. Samstarfið var
farsælt frá fyrsta degi, Albert
var duglegur og ósérhlífinn en
hans helsti kostur var hvað
hann var góður í samskiptum.
Hann var allra og með sínu jafn-
aðargeði vann hann hug og
hjarta þeirra sem kynntust hon-
um.
Albert var skemmtilegur og
þægilegur veiðifélagi en í veiði-
ferðum hópsins var ég svo lán-
samur að deila með honum
stöng og herbergi. Það verður
skrýtið að fara í næstu veiðiferð
og hafa ekki minn besta vin með
í för.
Albert var góður nágranni og
þar eins og annars staðar var
hann alltaf tilbúinn að rétta
hjálparhönd ef á þurfti að halda.
Elsku Svanhvít, Þórkatla,
Margrét, Sigurpáll og fjölskyld-
ur, hugur minn er hjá ykkur.
Megi góður Guð styðja ykkur og
styrkja á þessum erfiða tíma.
Ágúst Þór Ingólfsson.
Okkar kæri Albert. Við trúum
því að lífið hafi tilgang og fáum
stundum á tilfinninguna að við
séum að framfylgja handriti sem
Skaparinn hefur skrifað. Í því
handriti vorum við svo heppin
að fá að ganga með þér hátt í
fjörutíu ár. Sem mágur þinn og
svilkona fengum við að fylgjast
með hvernig þú umgekkst fjöl-
skyldu þína af alúð, ást og
ábyrgð. Sem veiðifélagar kynnt-
umst við þér vel og sáum þann
góða dreng sem þú hafðir að
geyma, en eins og þú veist felur
sig enginn fyrir sjálfum sér í
veiðitúr.
Sem vinur varstu okkur
sterkur og traustur. Við nutum
einnig þeirra forréttinda að fá
að vinna með þér allan okkar
starfsaldur og aldrei bar skugga
þar á. Þú varst ávallt æðrulaus
og jákvæður, settir sjálfan þig
aldrei í forgrunn og varst óspar
á að hvetja aðra til dáða. Fyrir
það erum við þakklát.
En jafn hamingjusöm og við
höfum verið með handritið fram
að þessu getum við ég ekki ann-
að en verið sár og reið yfir þeim
kafla sem við lifum nú. Að þú
skulir falla fyrstur af okkur fé-
lögum er óskiljanlegt og ekki í
takt við neitt. Fjölskylda þín
þarf nú að lifa án þín, vinir fá
þig ekki í heimsókn og vinnu-
félagar þurfa að ráða fram úr
sínum málum sjálfir. Einu með-
ölin sem við höfum til að takast
á við þessa áskorun eru minn-
ingarnar um þig. Orð þín, ráð og
viðhorf verða okkur til fyrir-
myndar og eftirbreytni í sárum
söknuði. Stærsta hjálpin mun
samt sem áður verða sú að
halda áfram að trúa því að lífið
hafi tilgang, jafnvel þótt við
skiljum hann ekki.
Guð blessi og styrki Svan-
hvíti, börnin, tengdabörnin,
barnabörnin og bræður þína í
sinni djúpu sorg.
Pétur og Ágústa.
Yndislegur mágur okkar og
vinur er látinn eftir löng og erfið
veikindi. Okkur systrum þótti
afskaplega vænt um þennan
magnaða mann. Hann kom inn í
líf fjölskyldunnar í Mánagerði
fyrir rúmum þremur áratugum
og var ekki lengi að vinna hjörtu
okkar með brosinu sínu bjarta.
Albert var einstakur á svo
margan hátt. Hann var alltaf já-
kvæður og úrræðagóður og
hafði sérstakt lag á að láta fólki
líða vel, hvort sem var í vinnu
eða í daglegu lífi. Þrátt fyrir
veikindin síðustu ár var Albert
alltaf hress og kátur, tapaði
aldrei húmornum og fékk okkur
til að hlæja fram á síðustu
stundu.
Minningarnar eru margar og
eiga eftir að ylja okkur um
ókomin ár. Samverustundir eru
dýrmætar og það er gott að
geta rifjað þær upp og fundið
fyrir kærleikanum sem umvafði
okkur í návist Alberts.
Systir okkar, börn hennar,
tengdabörn og barnabörn hafa
staðið þétt saman í gegnum
þessa erfiðu tíma. Þessi hug-
rakka og fallega fjölskylda hefur
sýnt okkur að ástin sigrar allt.
Hvíl í friði, elsku Albert. Við
lofum að passa systur okkar og
fólkið þitt vel, við vitum hve
heitt þú elskaðir þau.
Kristín, Margrét og
Sólný Pálsdætur.
Við kveðjum góðan og traust-
an vin.
Það er með trega að við vina-
hópurinn kveðjum Albert Sig-
urjónsson. Við höfum haldið
hópinn í áratugi en konurnar
eru æskuvinkonur úr Grindavík
og karlarnir komu inn í hópinn
eftir því sem árin liðu.
Við hittumst við ýmis tilefni
en hið árlega þorrablót var orðið
fastur punktur í tilverunni þar
sem allir lögðu eitthvað til. Al-
bert sá þá alltaf um hákarlinn,
sem að sjálfsögðu kom að vest-
an, en þar bjó fjölskyldan um
tíma.
Albert fór sér að engu óðs-
lega, var hæglátur maður og
vandvirkur, hugsunarsamur og
hafði sérstaklega þægilega nær-
veru. Það var líka ávallt stutt í
húmorinn. Glettin tilsvör fram á
síðasta dag og lúmskt brosið
bræddi alla.
Alberti fannst aldrei mikið
mál að keyra vestur eða austur
á firði og aftur til baka, sam-
dægurs ef þess þurfti. Hann var
enda mikill bílaáhugamaður og
hugsaði alltaf vel um bílana sína.
Þeir voru ætíð stífbónaðir og
hreinir. Það sama gilti reyndar
um allar hans eigur. Hann hélt
öllu í röð og reglu, hvort sem
það var dótið í bílskúrnum eða
flugurnar í fluguboxinu. Hann
var harður af sér í dagsins önn
og leið vel í vinnunni. Vílaði ekki
fyrir sér að mæta fyrstur og
hætta síðastur. Hann var jaxl,
sem best kom fram í fótbolt-
anum því annar eins varnarjaxl
var vandfundinn. Allt sem hann
gerði gerði hann með stæl en
hinu sleppti hann.
Lífið er fátæklegra eftir frá-
fall Alberts og við eigum eftir að
sakna hans. Minningin um góð-
an dreng, vin og félaga lifir hins
vegar og við munum skála fyrir
honum í þorrablótum framtíð-
arinnar.
Elsku fjölskylda, Svanhvít,
Þórkatla, Margrét, Sigurpáll og
aðrir aðstandendur, við sendum
ykkur innilegar samúðarkveðj-
ur.
Jóhanna, Jón, Runný,
Aðalsteinn, Sólveig
og Eiríkur.
Albert
Sigurjónsson