Morgunblaðið - 03.06.2019, Blaðsíða 22
Á HM 2018 Klara ásamt Guðrúnu Ingu Sívertsen,
þáverandi varaformanni KSÍ, á opnunarleiknum.
Fimman táknar fimm úrslitakeppnir landsliðsins.
Fjölskyldan Þóra og
Klara ásamt Óskari Þór.
lega og fín aðsókn hefur verið á
marga leiki og veðrið hefur verið að
hjálpa okkur.“
Klara var í stjórn Kayakklúbbsins
og var formaður þar í um tvö ár og
var í stjórn Siglingasambands Ís-
lands í um tvö ár. Hún sat í stjórn
Samtakanna 78 rúm fimm ár í
kringum aldamótin. „Ég var í
stjórninni þegar lögin um staðfesta
samvist voru samþykkt og þarna
voru fyrstu gay pride-göngurnar.
Ég var í stjórninni þegar Magga
Pála [Margrét Pála Ólafsdóttir] var
formaður og það var lærdómsríkt
tímabil.“
Aðaláhugamál Klöru eru fótbolti,
kayak og útivist, en Klara varð Ís-
landsmeistari á kayak árið 2015.
„Ég fer mikið á skíði, bæði göngu-
skíði og svigskíði og fór í fyrsta sinn
erlendis núna í febrúar á skíði þegar
við fórum til Bandaríkjanna og á
klárlega eftir að gera það aftur.“
Klara hefur hins vegar oft verið er-
lendis á kayak. „Það hefur verið vin-
sælt hjá Íslendingum að fara til
Wales í æfingabúðir og fórum við
K
lara Ósk Bjartmarz
fæddist 3. júní 1969 í
Reykjavík og ólst upp í
Smáíbúðahverfinu.
„Ég dvaldist í sveit í
skemmri tíma, en aðaltími fjölskyld-
unnar fór í hestaferðir um landið.“
Hún æfði fótbolta og handbolta með
Víkingi og spilaði síðan fótbolta í
meistaraflokki með Víkingi, KR og
Stjörnunni og handbolta með með
Gróttu.
Klara gekk í Breiðagerðisskóla,
Réttarholtsskóla og Menntaskólann
við Sund. Klara lauk BA-gráðu í fé-
lagsfræði frá Háskóla Íslands 1993
og hefur eftir það sótt endur-
menntun og aðra tilfallandi mennt-
un. „Ég hóf meistaranám en lauk
ekki og það sama gerðist með nám í
viðburðastjórnun frá Háskólanum á
Hólum. Það er alltaf sama bjartsýn-
in að ætla að taka nám með vinnu.“
Klara lauk þó diplómanámi í stjórn-
un knattspyrnumála í Swiss
Graduate School of Public Admin-
istration (IDHEAP) í Lausanne.
Klara hefur unnið hjá Knatt-
spyrnusambandi Íslands, KSÍ, síðan
1994 og tók við framkvæmdastjóra-
starfi 2015. „Þetta er lifandi og
skemmtilegt starf og hver dagur ber
með sér nýjar áskoranir og þú veist
aldrei hvað bíður þín á morgnana.“
Það er enda búinn að vera mikill
uppgangur í knattspyrnunni á þess-
um tíma og íslensk A-landslið hafa
fimm sinnum komist í lokakeppni;
kvennalandsliðið hefur þrisvar sinn-
um komist á EM og karlalandsliðið
hefur einu sinni komist á HM og
einu sinni á EM. „KSÍ er ekki sama
fyrirtækið og það sem ég byrjaði
hjá, öll umgjörð er orðin miklu
stærri og umfangsmeiri rekstur,“ en
25 manns starfa hjá KSÍ að með-
töldum þjálfurum en þar fyrir utan
eru síðan allir dómararnir.
„Ég held að fáir hafi verið að spá í
að við myndum komast á heims-
meistaramótið þegar ég byrjaði hjá
KSÍ,“ segir Klara aðspurð. „Við vor-
um svo langt frá því takmarki, en
þegar við komumst í umspil þá fór
þetta að vera raunhæft markmið.
Næstu skref eru að komast á EM
karla 2020 og EM kvenna 2021, en
sumarið núna er hefðbundnara og
við getum einbeitt okkur að íslenska
boltanum. Tímabilið byrjar ágæt-
Klara Bjartmarz, framkvæmdastjóri Knattspyrnusambands Íslands – 50 ára
Á kayak Klara og Þóra að loknum Reykjavíkurbikar Kayakklúbbsins árið 2015.
Mikill uppgangur í boltanum
22 DÆGRADVÖL
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 3. JÚNÍ 2019
40 ára Ingólfur er
Reykvíkingur en býr í
Garðabæ. Hann er við-
skiptafræðingur að
mennt og er sérfræð-
ingur hjá Origo.
Maki: Una Björg Guð-
mundsdóttir, f. 1983,
hjúkrunarfræðingur og teymisstjóri í
heimahjúkrun.
Börn: Alex Máni Mikkaelsson, f. 2002,
og Birgir Salvador Björnsson, f. 2009.
Foreldrar: Guðmundur Ingólfsson, f.
1939, d. 1991, píanóleikari, og Birna
Þórðardóttir, f. 1949, blaðamaður. Hún
er búsett í Reykjavík.
Ingólfur Björn
Guðmundsson
Stjörnuspá
21. mars - 19. apríl
Hrútur Þótt það sé í góðu lagi að hafa mik-
ið að gera þarftu að gæta þess að fá tíma
fyrir þig. Einhver leggur stein í götu þína.
20. apríl - 20. maí
Naut Allt er að gerast í dag – vertu viðbú-
in/n óvæntum uppákomum. Jafnvægi er
það sem þú vilt ná.
21. maí - 20. júní
Tvíburar Þótt hlutirnir líti vel út á papp-
írunum er ekki þar með sagt að þeir séu
borðleggjandi gróði. Taktu ákvarðanir um
hvernig eignum og peningum skuli skipt
komi til þess.
21. júní - 22. júlí
Krabbi Þú munt sennilega eiga mikilvægar
samræður við konu í fjölskyldunni þinni í
dag. Enginn sagði að samstarf væri auðvelt,
en þú kaust þetta af vissri ástæðu.
23. júlí - 22. ágúst
Ljón Geturðu ekki fundið þér einhverja ör-
litla tilbreytingu, þó ekki væri nema ný leið
til og frá vinnu? Treystu sjálfum/sjálfri þér
betur því það er engin ástæða til annars.
23. ágúst - 22. sept.
Meyja Að hlusta og viðurkenna einhvern
sýnir meiri ástúð en allar gjafir sem má
kaupa í búð. Hafðu vaðið fyrir neðan þig í
öllu sem snýr að bílaviðskiptum.
23. sept. - 22. okt.
Vog Félagslífið ætti að ganga vel hjá þér í
dag. Hikaðu ekki við að bjóða fram aðstoð
þína. Þú ert með alla þræði í hendi þér í
vissu máli í fjölskyldunni.
23. okt. - 21. nóv.
Sporðdreki Láttu ekki koma að þér með
hendur í skauti þar sem þú átt að vera við
vinnu. Þú ert óþarflega langlynd/ur, verst
fyrir þig. Gáðu hvort þú getir ekki breytt um
takt.
22. nóv. - 21. des.
Bogmaður Eitthvað á eftir að koma þér svo
á óvart að þú munt undrast eigin viðbrögð.
Sýndu öðrum kurteisi.
22. des. - 19. janúar
Steingeit Þér hefur vegnað vel og mátt því
svo sannarlega gleðjast yfir árangrinum
með þínum nánustu vinum. Varastu að van-
rækja vin sem þarf á þinni aðstoð að halda.
20. jan. - 18. febr.
Vatnsberi Í dag hefur þú meiri áhyggjur en
aðra daga. Gjafmildi er einn af þínum góðu
kostum, passaðu samt að fólk misnoti hann
ekki.
19. feb. - 20. mars
Fiskar Þetta er ekkert verri tími en hver
annar til þess að brydda upp á nýjungum.
Láttu kné fylgja kviði í nágrannadeilum.
40 ára Sigursteinn er
Reykvíkingur og er
með meistarapróf í
leikjahönnun frá New
York háskóla. Hann er
annar eigenda leikja-
fyrirtækisins Tasty
Rook.
Maki: Auður Ákadóttir, f. 1989,
hönnuður.
Börn: Brynja Sigursteinsdóttir, f. 2015,
og Vaka Björg Sigursteinsdóttir, f. 2018.
Foreldrar: Gunnar Hersveinn, f. 1960,
heimspekingur, og Margret Guttorms-
dóttir, f. 1957, leiklistarkennari. Þau eru
bús. í Reykjavík.
Sigursteinn Jóhannes
Gunnarsson
Til hamingju með daginn
Reykjavík Vaka Björg Sig-
ursteinsdóttir fæddist 3. júlí
2018. Hún vó 4.328 g og var
54 cm löng. Foreldrar hennar
eru Auður Ákadóttir og
Sigursteinn Jóhannes
Gunnarsson.
Nýr borgari