Morgunblaðið - 03.06.2019, Page 26

Morgunblaðið - 03.06.2019, Page 26
26 ÍÞRÓTTIR MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 3. JÚNÍ 2019 SÉRBLAÐ Grillblað • Grillmatur • Bestu og áhugaverðustu grillin • Áhugaverðir aukahlutirnir • Safaríkustu steikurnar • Áhugaverðasta meðlætið • Svölustu drykkirnir • Ásamt fullt af öðru spennandi efni fylgir Morgunblaðinu föstudaginn 14. júní PÖNTUN AUGLÝSINGA: Til mánudagsins 11. júní. NÁNARI UPPLÝSINGAR GEFUR: Jón Kristinn Jónsson Sími 569 1180, jonkr@mbl.is I Gul spjöldRodrigo Gómez (Grindavík), Josip Zeba (Grindavík), Gunnlaugur Fannar Guðmundsson (Víkingi R.) I Rauð spjöldGunnlaugur Fannar Guð- mundsson (Víkingi R.) GRINDAVÍK – VÍKINGUR R. 0:0 M Gunnar Þorsteinsson (Grindavík) Marc McAusland (Grindavík) Marinó Axel Helgason (Grindavík) Atli Hrafn Andrason (Víkingi R.) Gunnlaugur Fannar Guðmundsson (Víkingi R.) Þórður Ingason (Víkingi R.) Dómari: Jóhann Ingi Jónsson, 8. Áhorfendur: 457. 7. UMFERÐ Bjarni Helgason Jóhann Ingi Hafþórsson Kristján Jónsson Arnar Gauti Grettisson Kristófer Kristjánsson Guðmundur Steinn Hafsteinsson, framherji Stjörnunnar, sendi Ís- landsmeistara Vals í neðsta sæti úr- valsdeildar karla í knattspyrnu, Pepsi Max-deildarinnar, í Garðabæ í gær en Guðmundur skoraði á 90. mínútu í 2:1-sigri Stjörnunnar. Ólafur Karl Finsen kom Val yfir á 33. mínútu eftir mikinn vandræða- gang í vörn Stjörnunnar en Þorri Geir Rúnarsson jafnaði metin fyrir Stjörnuna á 64. mínútu af stuttu færi úr teignum. Garðbæingar sýndu mikinn kar- akter í gær en þeir voru undir í hálf- leik, 1:0, eftir að hafa gefið Vals- mönnum mark í fyrri hálfleik. Þeir héldu hins vegar áfram að berjast og þegar upp var staðið var sigur þeirra sanngjarn. Þeir sköpuðu sér hættu- legri færi og spiluðu til sigurs og það skilaði þeim þremur stigum að lok- um. Valsmenn færðu sig aftar á völlinn í seinni hálfleik og freistuðu þess að halda fengnum hlut. Valsarar sköp- uðu sér fá marktækifæri og þegar þeir komust upp kantana vantaði menn í vítateiginn til þess að klára sóknirnar. Þá var varnarleikur liðs- ins hikstandi og enn og aftur voru einstaklingsmistök að kosta liðið. Vonandi fyrir Garðbæinga þá verður þetta leikurinn sem verður ákveðinn vendipunktur á tímabilinu en Íslandsmeistarar Vals eru úr leik í toppbaráttunni og þurfa einfaldlega að hysja upp um sig buxurnar ef þeir ætla ekki að leika í 1. deildinni næsta sumar. Breiðablik upp í toppsætið Breiðablik er komið upp í topp- sætið eftir 4:1-stórsigur á FH á heimavelli. Eftir nokkuð jafnan fyrri hálfleik sýndu Blikar allar sínar bestu hliðar í seinni hálfleik og áttu FH-ingar einfaldlega engin svör. Vörn Breiðabliks var afar sterk, Gunnleifur Gunnleifsson góður þar fyrir aftan og Andri Rafn Yeoman var eins og kóngur í ríki sínu á mið- svæðinu. Aron Bjarnason og Thomas Mikkelsen léku svo vörn FH-liða illa. Í hvert skipti sem Breiðablik fór fram völlinn skapaðist hætta við mark FH. Breiðablik var einfaldlega sterkara á öllum sviðum og voru margir leikmenn sem spiluðu vel. Það ber að taka Breiðablik alvarlega í titilbaráttunni. Að sama skapi gerðu FH-ingar liðsmönnum Breiðabliks oft auðvelt fyrir. Vörn FH er mjög brothætt með óöruggan Vigni Jóhannesson í markinu. FH-ingar sakna Gunnars Nielsen og hefur illa gengið að ná stöðuleika. Sumarið virðist beint framhald af vonbrigðasumrinu í fyrra Seigla í KR-ingum KR-ingar virðast líklegir til þess að blanda sér í baráttuna um Íslands- meistaratitilinn af alvöru í fyrsta sinn í nokkur ár. KR sýndi seiglu í gær þegar liðið landaði 1:0 sigri gegn KA þrátt fyrir að vera aðeins tíu inni á vellinum frá því á 53. mínútu leiksins. Dómari leiksins tók þá stóra ákvörðun þegar hann gaf Kennie Chopart síðara gula spjaldið fyrir að reyna að fiska vítaspyrnu. Mér sýnd- ist þessi ákvörðun vera röng og sé það rétt mat þá er hún afdrifarík: KR fær ekki víti, er manni færra út leik- inn og Chopart fær leikbann. KR-ingar hafa aðeins tapað einum af fyrstu sjö leikjunum þrátt fyrir skakkaföll í vörn liðsins en nokkrir miðverðir glíma við meiðsli. Í því ljósi telst til dæmis mjög gott að halda hreinu gegn KA. Þótt leikir KR séu ekki stanslausar flugeldasýningar því virðist liðið vera nokkuð stöðugt. KA hefur ekki náð sama stöð- ugleika í sumar með nýjan þjálfara og talsverðar breytingar á leik- mannahópnum á milli ára. Það er svo sem skiljanlegt. Í gær tókst liðinu ekki að nýta sér liðsmuninn. Er það visst veikleikamerki jafnvel þótt um leik á útivelli gegn sigursælu félagi sé að ræða. Fyrsti sigur ÍBV kom gegn ÍA ÍBV varð fyrsta liðið til þess að sigra ÍA. Eyjamenn unnu verðskuld- aðan 3:2 sigur í bráðfjörugum leik á Hásteinsvelli sem hafði allt upp á að bjóða. Skagamenn komust yfir snemma leiks með marki frá Tryggva Hrafni en þrjú næstu mörk leiksins voru Eyjamanna en þau skoruðu Jonathan Glenn, Breki Óm- arsson og Víðir Þorvarðarson. Það var ekki að sjá í leiknum að Eyja- menn væru á botninum og Skaga- menn á toppnum en Eyjamenn voru mun betri í fyrri hálfleik og spiluðu á köflum frábæran fótbolta. Eyjamenn misstu hins vegar Diogo Coelho af velli með rautt spjald undir lok fyrri hálfleiksins þegar hann gaf Halli Flosasyni oln- bogaskot. Undirritaður sá atvikið ekki nægilega vel til þess að vera dómbær á það hvort að um rétta ákvörðun hafi verið að ræða. En eins og við mátti búast voru Skagamenn betri manni fleiri í seinni hálfleik en skipulagður og agaður varnarleikur heimamanna sigldi fyrsta sigri sum- arsins í deildinni í höfn. Helgi Valur markahrókur Fylkismenn höfðu ekki unnið deildarleik frá því í fyrstu umferðinni og virtist engin breyting ætla að verða á því í Kórnum í gærkvöldi þar sem HK hafði forystu lengst af leik, þökk sé marki Ásgeirs Barkar Ás- geirssonar, sem lék auðvitað í fjölda mörg ár með Árbæingum. HK-ingar urðu þó að lokum að horfast í augu við sitt fyrsta tap á heimavelli á tíma- bilinu er gamla kempan Helgi Valur Daníelsson skoraði tvö mörk á síð- asta stundarfjórðungnum til að hirða stigin fyrir Fylkismenn. Helgi sneri aftur í Árbæinn úr at- vinnumennsku í fyrra en þótti af Stjarnan sendi Val á botninn  Breiðablik efst eftir frábæran sigur  ÍBV fyrst til að vinna ÍA í sumar Ójafn stórleikur Viktor Örn Margeirsson og Jónatan Ingi Jónsson í baráttu um boltann. Pepsi Max-deild karla Grindavík – Víkingur R ........................... 0:0 ÍBV – ÍA .................................................... 3:2 KR – KA.................................................... 1:0 Breiðablik – FH........................................ 4:1 HK – Fylkir............................................... 1:2 Stjarnan – Valur ....................................... 2:1 Staðan: Breiðablik 7 5 1 1 13:5 16 ÍA 7 5 1 1 14:7 16 KR 7 4 2 1 11:6 14 FH 7 3 2 2 12:13 11 Stjarnan 7 3 2 2 9:10 11 Grindavík 7 2 4 1 6:6 10 Fylkir 7 2 3 2 10:8 9 KA 7 3 0 4 8:8 9 HK 7 1 2 4 7:10 5 ÍBV 7 1 2 4 6:15 5 Víkingur R. 7 0 4 3 9:13 4 Valur 7 1 1 5 8:12 4 Inkasso-deild karla Fjölnir – Njarðvík.................................... 1:0 Hans Viktor Guðmundsson 85. Þór – Þróttur R ........................................ 2:0 Álvaro Montejo 31., Sigurður Marinó Kristjánsson 90. Staðan: Fjölnir 5 4 0 1 12:6 12 Keflavík 5 3 1 1 11:4 10 Víkingur Ó. 5 3 1 1 6:3 10 Leiknir R. 5 3 0 2 11:7 9 Þór 5 3 0 2 9:6 9 Fram 5 2 2 1 9:7 8 Grótta 5 2 1 2 9:10 7 Njarðvík 5 2 1 2 5:6 7 Þróttur R. 5 1 1 3 9:11 4 Haukar 5 0 3 2 5:8 3 Afturelding 5 1 0 4 5:15 3 Magni 5 0 2 3 5:13 2 2. deild karla Fjarðabyggð – Vestri.............................. 2:1 Jose Luis Vidal 5., Nikola Kristinn Stoj- anovic 90. – Zoran Plazonic 63. KFG – Tindastóll ..................................... 4:2 Daníel Andri Baldursson 17., Magnús Björgvinsson 25., Sverrir Hrafn Friðriks- son 68. (sjálfsmark), Guðjón Viðarsson Scheving 81. – Benjamín Jóhannes Gunn- laugsson 30. (víti), Arnar Ólafsson 58. Víðir – Völsungur.................................... 3:1 Helgi Þór Jónsson 21., Atli Freyr Ottesen Pálsson 27., 83. – Guðmundur Óli Stein- grímsson 23. (víti). Leiknir F. – Þróttur V............................. 1:0 Daniel Blanco 4. (víti) Staðan: Selfoss 5 3 1 1 12:4 10 Víðir 5 3 1 1 11:9 10 Leiknir F. 5 2 3 0 10:5 9 Fjarðabyggð 5 3 0 2 9:6 9 KFG 5 3 0 2 9:8 9 Völsungur 5 3 0 2 7:8 9 Dalvík/Reynir 5 1 3 1 6:6 6 Vestri 5 2 0 3 7:9 6 Kári 5 1 2 2 8:9 5 ÍR 5 1 2 2 5:7 5 Þróttur V. 5 1 2 2 5:7 5 Tindastóll 5 0 0 5 3:14 0 KNATTSPYRNA 1:0 Sjálfsmark 67. I Gul spjöldAtli Sigurjónsson, Kennie Chopart og Tobias Thomsen (KR.) Ýmir Már Geirsson og Steinþór Freyr Þorsteinsson (KA.) I Rauð spjöldKennie Chopart (KR.) KR – KA 1:0 M Kennie Chopart (KR) Arnór Sveinn Aðalsteinsson (KR) Finnur Tómas Pálmason (KR) Kristinn Jónsson (KR) Arnþór Ingi Kristinsson (KR) Óskar Örn Hauksson (KR) Aron Dagur Birnuson (KA) Hallgrímur Jónasson (KA) Ýmir Már Geirsson (KA) Hallgrímur Mar Steingríms. (KA) Dómari: Ívar Orri Kristjánsson, 4. Áhorfendur: 1.362.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.