Morgunblaðið - 07.06.2019, Blaðsíða 6
6 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 7. JÚNÍ 2019
FORNUBÚÐUM 12, 220 HAFNARFJÖRÐUR | S: 555 0800 | SIGN@SIGN.IS
SVIÐSLJÓS
Rósa Margrét Tryggvadóttir
rosa@mbl.is
Ætla má að um 2.000 manns hljóti
höfuðáverka árlega á Íslandi og um
300 þeirra glíma við langvarandi af-
leiðingar og jafnvel fötlun í kjölfarið.
Verulegur skortur er á úrræðum fyrir
fólk sem hefur orðið fyrir heilaskaða,
miklir vankantar eru á greiningarferli
fólks sem hlýtur slíkan skaða og tölu-
verður fjöldi fólks er án greiningar.
Þetta segir Guðrún Harpa Heimis-
dóttir, formaður Hugarfars, félags
fólks með ákominn heilaskaða. Guð-
rún er hluti af starfshópi sem birti til-
lögur um bætta þjónustu, við einstak-
linga með ákominn heilaskaða og
fjölskyldur þeirra, í skýrslu heilbrigð-
isráðuneytisins. Var starfshópurinn
settur á fót sem viðbragð við ábend-
ingum Hugarfars til heilbrigðisráð-
herra. Leggur skýrslan áherslu á svo-
kallaðan ákominn heilaskaða, skaða á
heila sem einstaklingur verður fyrir
eftir fæðingu vegna áverka.
Vilja efla fræðslu og forvarnir
Leggur hópurinn meðal annars til
að sett verði á fót tveggja ára til-
raunaverkefni til að meta umfang
vandans t.d. með ráðningu sérhæfðs
starfsmanns til að sjá um greining-
arferli á heilaskaða á Landspítalanum
ásamt því að auka eftirfylgni og efla
hópmeðferð fyrir fólk með heilaskaða
sem sækir þjónustu í endurhæfingar-
miðstöðinni Reykjalundi. Einnig er
lagt til að fræðsla og forvarnir verði
efldar og að komið verði á sérstöku
„Höfuðhúsi“, stofnun sem veiti fyrsta
stigs þjónustu fyrir heilaskaddaða.
Börn oft rangt greind
Guðrún segir að almennt sé mikil
vanþekking meðal almennings um
heilaskaða en hún vonar að skýrslan
muni leiða til vitundarvakningar.
Skýrslan ber yfirskriftina „Hinn þögli
faraldur“ en þar kemur fram að oft
sjáist ákominn heilaskaði ekki utan á
fólki. Þrátt fyrir það geti hann haft
töluverð áhrif á lífsgæði fólks en hann
getur m.a. haft áhrif á einbeitingu,
minni, mál, persónuleika, tilfinningar,
hegðun, hæfni til samskipta, skynjun
og samhæfingu. Fram kemur í skýrsl-
unni að töluverður fjöldi fólks sé án
greiningar. Guðrún segir börn í sér-
stökum áhættuhóp hvað þetta varðar,
þau séu oft vangreind, til dæmis með
einhverfu eða athyglisbrest enda geti
einkennin verið keimlík.
Fékk ekki viðeigandi aðstoð
Hún bendir á að engin endurhæfing
sé í boði fyrir börn með ákominn
heilaskaða og að þau vaxi oft inn í
vandann sem komi stundum ekki
fram fyrr en á unglingsárum eða á
fullorðinsaldri.
Sjálf hlaut Guðrún dreifðan heila-
skaða eftir alvarlegt umferðarslys við
bílaumboðið Heklu árið 2012. Hún
þekkir því af eigin reynslu allt end-
urhæfingarferlið. Segir hún heila-
skaðann hafa haft mikil áhrif á líf sitt
en heilaskaðinn hafi haft áhrif á minn-
ið, einbeitinguna, framkvæmdarsemi
og valdið innsæisskorti og ákveðinni
persónuleikatruflun. Þetta hafði mikil
áhrif á tilfinningasvæði heilans en
einnig missti Guðrún lyktarskyn,
sjónsvið hennar breyttist og hreyfi-
geta skertist. „En það sem hafði mest
áhrif á mig var í raun úrræðaleysið
eftir að ég lenti í þessu. Ég fékk ekki
strax viðeigandi aðstoð,“ segir Guð-
rún sem segir að erfiðleikarnir hafi
fyrst byrjað eftir að hún útskrifaðist
af Reykjalundi. Hún segir að fjöl-
skylda hennar, dóttir og eiginmaður,
hafi litla sem enga upplýsingagjöf
fengið um „þennan breytta einstak-
ling“ sem hafi komið heim. „Þetta er
náttúrulega ekki sýnilegt. Þú lítur í
spegil og þú sérð ekki að það sé neitt
að þér nema kannski að þú ert með ör
eftir glerbrot,“ segir Guðrún. Hún
segir að mikið hafi farið úrskeiðis í
samskiptum fjölskyldunnar og hana
hafi skort innsæi um eigin getu eftir
slysið. Hún hafi endað á geðdeild með
kvíða og þunglyndi.
Uppsafnaður vandi
„Þetta er eins og þú færir út einn
morguninn, vitandi að þú kannt að
keyra . Þú kveiktir á bílnum en gætir
allt í einu ekki keyrt af stað. Þú skilur
ekki af hverju þú getur það ekki því
þú hefur alltaf getað þetta,“ útskýrir
Guðrún. „Það eru rosalega margir
sem eru í þessum sporum. Þetta er
uppsafnaður vandi og fólk vex inn í
þetta. Ef það er gripið inn í með góðri
greiningu strax er kannski hægt að
koma í veg fyrir svona,“ segir Guðrún
sem segir skort á góðu greiningarferli
kostnaðarsaman fyrir samfélagið.
„Fangelsin okkar eru full af fólki með
heilaskaða. Þetta er allstaðar í kerf-
inu. Fólk lendir þarna af því það fær
ekki viðeigandi langtíma endurhæf-
ingu.“
Heilaskaði þögull faraldur
Vilja efla greiningu höfuðáverka og bæta úrræði fyrir einstaklinga með ákominn heilaskaða
Heilaskaði hjá börnum er oft vangreindur Einkenni geta verið keimlík ADHD og einhverfu
Spítali Ráðning sérhæfðs starfs-
manns á LSH er ein tillagan.
Morgunblaðið/Arnþór Birkisson
Viðtal Guðrún Harpa Heimisdóttir, formaður Hugarfars, hefur lengi barist fyrir vitundavakningu stjórnvalda og
almennings um málefni fólks með ákominn heilaskaða og aðstandendur þeirra. Almennt er lítil þekking á málinu.
Ákominn heilaskaði
» Ákominn heilaskaði er skaði
á heilavef eða taugaensímum
og taugabrautum heilans sem
kemur til eftir fæðingu vegna
áverka.
» Starfshópurinn leggur sér-
staka áherslu á áverkatengdan
heilaskaða þar sem talið er að
sá hópur sé verr settur hér á
landi en þeir sem fá heilaskaða
af völdum heilablóðfalls eða
annarra sjúkdóma.
» Fall er algengasta orsök
heilaskaða, sérstaklega í
yngstu og elstu aldurshóp-
unum en alvarlegir áverkar
tengjast oft umferðarslysum.
» Önnur algeng orsök heila-
skaða er ofbeldi og heilablóð-
fall.
» Þeir sem fá heilaskaða
vegna heilablóðfalls fá oftar
greiningu og eftirfylgni en þeir
sem fá heilaskaða eftir áverka.
Aðalmeðferð í máli karls og konu sem
ákærð eru vegna eldsvoða í íbúðar-
húsi við Kirkjuveg á Selfossi í fyrra
fór fram í Héraðsdómi Suðurlands í
gær.
Maðurinn er ákærður fyrir brennu
og manndráp, grunaður um að hafa
lagt eld að pappakassa og gardínum á
neðri hæð hússins og valdið eldsvoða
sem hafði í för með sér almanna-
hættu, vitandi af karlmanni og konu á
efri hæð hússins. Hefur hann setið í
gæsluvarðhaldi síðan hann var hand-
tekinn. Konan er ákærð fyrir að hafa
látið líða hjá að gera það sem í hennar
valdi stóð til að vara við eldsvoða.
Hafi ekki munað eftir fólkinu
Í skýrslutökum yfir manninum
kom fram að hann hefði ekki munað
eftir fólkinu á efri hæðinni. Hefði
hann gert það hefði hann varað það
við. Einnig kom fram að fólkið, sem
var gestkomandi í húsinu, hefði stolið
frá ákærða. Þá sagðist maðurinn hafa
neytt fíknefna, rítalíns, í sprautuformi
kvöldið áður en bruninn varð. Mað-
urinn sem lést mun hafa aðstoðað
hann við það. Maðurinn sagðist hafa
fiktað með eld og kveikt í bjór- eða
pítsukassa í kjöltu sinni sem hann
hefði síðan ýtt frá sér. Glóð í kass-
anum hefði í kjölfarið valdið brunan-
um.
Í framburði konunnar kom fram að
maðurinn hefði fyrr um daginn spurt
konuna hvort hann ætti að kveikja í.
Þá kom fram að maðurinn hefði farið
inn í húsið og reynt að bjarga þeim
sem inni voru.
Í skýrslu sjúkraflutninga- og lög-
reglumanna kom m.a. fram að öskur
frá fólkinu hefðu heyrst innan úr hús-
inu og ákærðu hefðu staðið fyrir utan
að rífast. Konan hefði hrópað að
manninum að hann væri morðingi.
Þegar viðbragðsaðilar komu á vett-
vang var svo mikill eldur og reykur í
húsinu að ómögulegt var að bjarga
þeim er létust.
Ákærði hafi rætt
um að kveikja í
Aðalmeðferð vegna bruna á Selfossi
Kirkjuvegur Húsið sem ákærði átti
gjöreyðilagðist í brunanum á Selfossi.