Morgunblaðið - 07.06.2019, Blaðsíða 40
Í morgunsárið
nefnist fyrsta
einkasýning Evu
Bjarnardóttur
sem opnuð verð-
ur í dag kl. 17 í
galleríinu Mid-
punkt í Hamra-
borg í Kópavogi
og er hún sögð bæði yfirlitssýning
og upphaf. Hvað gerist þegar lík-
aminn kemst í þá rútínu að vakna á
sama stað? spyr Eva m.a. Fyrir
nokkrum árum settist hún að á Fag-
urhólsmýri í Öræfum og hefur not-
að undanfarin ár í rótun og ígrund-
un, ásamt því að opna stúdíó í
yfirgefnu sláturhúsi og taka þátt í
vinnustofum á Íslandi. Verk sín
vinnur hún upp úr munum frá
gamla sláturhúsinu á Fagurhóls-
mýri.
Fyrsta einkasýning Evu
FÖSTUDAGUR 7. JÚNÍ 158. DAGUR ÁRSINS 2019
Sími: 569 1100
Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is
Áskrift: askrift@mbl.is mbl.is: netfrett@mbl.is
Í lausasölu 670 kr.
Áskrift 7.240 kr. Helgaráskrift 4.520 kr.
PDF á mbl.is 6.420 kr. iPad-áskrift 6.420 kr.
Albanska karlalandsliðið í knatt-
spyrnu sem leikur í undankeppni
Evrópumótsins á Laugardalsvell-
inum á morgun er samansett á
mjög svipaðan hátt og landslið Ís-
lands. Fáir leikmannanna spila með
stórliðum en flestir með miðlungs-
liðum víða um Evrópu. Þó eru í lið-
inu leikmenn frá félögum á borð við
Napoli og Atalanta. »32
Svipuð samsetning
Albaníu og Íslands
ÍÞRÓTTIR FÓLK Í FRÉTTUM
Textíllistamaðurinn Randa Mulford
opnar sýninguna Teppi á veggnum í
dag kl. 16 í Listasal Mosfellsbæjar.
Mulford er bandarísk en með sterk
tengsl við Ísland og Mosfellsbæ.
Hún sérhæfir sig í bútasaumslist
og blandar saman í verkum sínum
ýmsum aðferðum og þenur út list-
formið. Verk Mulford
hafa hlotið víð-
tæka viðurkenn-
ingu á búta-
saumssýn-
ingum
víðsvegar um
Bandaríkin og
unnið til virtra
verðlauna.
Sýningunni
lýkur 5.
júlí.
Teppi á veggnum
í Mosfellsbæ
Samsung TabA 10.5 er þunn, létt
og búin vönduðum skjá. Áskrift að
Sjónvarpi Símans Premium fylgir
með í 30 daga*.
Þú geturmeira með Símanum
Sumartilboð!
Spjaldtölva
frá Samsung
Premiumí 30 dagafylgir
24.99
0 kr.
44.99
0 kr.
Verð f
rá
siminn.is*T
ilb
oð
ið
gi
ld
ir
á
m
eð
an
bi
rg
ði
re
nd
as
t.
Steinþór Guðbjartsson
steinthor@mbl.is
Bára Grímsdóttir og Chris Foster
flytja þjóðlagatónlist í Hallgríms-
kirkju í Saurbæ á hvítasunnudag.
Tónleikarnir eru liður í tónleikaröð,
sem hófst í maí til styrktar viðhaldi
á kirkjunni og
uppbyggingu á
staðnum.
Tónleikaröðin
er hugarfóstur
Jóseps Gísla-
sonar, sem er
ættaður frá Graf-
ardal og Drag-
hálsi. Eitt sinn í
fyrrasumar, þeg-
ar hann vitjaði
leiða ættingja og
þreif legsteina í kirkjugarði Hall-
grímskirkju, segist hann hafa tekið
eftir því hvað kirkjan hafði látið á
sjá. „Fyrir skömmu setti Gunnsteinn
Ólafsson tónlistarmaður inn mynd af
kirkjunni og hafði orð á hinu sama,“
segir Jósep. „Þá kviknaði þessi hug-
mynd hjá mér að setja eitthvað
svona í gang til þess að lífga upp á
staðinn og gera eitthvað fyrir hann.“
Jósep fékk þrjá úr sóknarnefnd-
inni, Ástu Jenný Magnúsdóttur,
Valdísi Ingu Valgarðsdóttur og Jón
Valgarðsson, ásamt Alexöndru
Chernyshovu sópransöngkonu með
sér til að skipuleggja tónleikaröðina
og segir að árangurinn sé framar
öllum vonum. Guðmundur Sigurðs-
son orgelleikari og kór Saurbæjar-
prestakalls hafi riðið á vaðið 12.
maí, kór Akraneskirkju hafi verið
með tónleika 30. maí og fram undan
séu tvennir tónleikar á mánuði út
ágúst. Ragnheiður Ólafsdóttir verð-
ur með tónleika 23. júní, Ásgeir Ás-
geirsson og Skuggamyndir flytja
balkantónlist 14. júlí og Agnar Már
og Andrés Þór leika djass 28. júlí.
Verið er að vinna í að Alexandra
Chernyshova ásamt tveimur öðrum
söngkonum og Kjartani Valdimars-
syni píanóleikara verði með dag-
skrá í ágúst auk þess sem vænt-
anlega verða tónleikar með
Kvenröddum seinni hluta ágúst.
Fólkið gæfa fyrir kirkjuna
„Það er frábært að sjá og finna
hvað íslenskir listamenn eru til-
búnir að leggja á sig til þess að
koma fram launalaust og gera eitt-
hvað fyrir samfélagið í leiðinni,“
segir Jósep.
Sr. Þráinn Haraldsson, settur
sóknarprestur í Garða- og Hval-
fjarðarstrandarprestakalli, segir
erfitt verkefni fyrir minni söfnuði
að viðhalda kirkjum sínum, svo
sómi sé að. Aðeins séu um 130
manns í söfnuðinum og sóknargjöld
hrökkvi rétt fyrir hita, rafmagni og
kostnaði við helgihald og stundum
nægi þau hreinlega ekki einu sinni
til þess. „Það er mikil gæfa fyrir
okkur að fólk eins og Jósep og allir
listamennirnir er tilbúið til að
leggja á sig mikla vinnu til styrktar
kirkjunni og sýnir þann góða hug
sem margir bera til hennar,“ segir
hann.
Þráinn leggur áherslu á að sókn-
arnefndin leggi líka á sig mikla
sjálfboðavinnu fyrir kirkjuna, sem
hafi verið skilgreind sem ein af höf-
uðkirkjum þjóðkirkjunnar ásamt
dómkirkjum landsins og Hallgríms-
kirkju í Reykjavík. „Allt viðhald og
allar framkvæmdir hafa verið háðar
styrkjum og við höfum fengið góða
styrki úr jöfnunarsjóði kirkna en
þurfum að safna meira fé og tón-
leikaröðin er sem himnasending.“
Í Saurbæ Frá hægri: Valdís Inga Valgarðsdóttir, Þráinn Haraldsson, Ásta Jenný Magnúsdóttir og Jón Valgarðsson
sóknarnefndarformaður. Gluggann prýðir listaverk eftir Gerði Helgadóttur og verður skipt um hann í sumar.
Himnasending í
Hallgrímskirkju
Tónleikaröð til styrktar endurbótum á kirkjunni í Saurbæ
Jósep
Gíslason