Morgunblaðið - 07.06.2019, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 07.06.2019, Blaðsíða 13
FRÉTTIR 13Erlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 7. JÚNÍ 2019 Talið var líklegt að Mette Freder- iksen, formaður danskra jafnaðar- manna, yrði næsti forsætisráðherra eftir að vinstriflokkarnir fengu meirihluta þingsæta á danska þinginu, eða 91 af 179 sætum. Frederiksen hafði áður gefið út að hún vildi mynda minnihlutastjórn jafnaðarmanna, en þeir fengu 25,9% atkvæða í kosningunum og 48 þing- menn. Lars Løkke Rasmussen forsætis- ráðherra baðst í gær lausnar fyrir hönd ríkisstjórnar sinnar, en stuðn- ingsflokkar hennar töpuðu flestir fylgi á kjördag. Venstre, miðhægri- flokkur Rasmussens, fékk hins veg- ar meira en spáð hafði verið í könn- unum, og hlaut hann 43 þingsæti og 23,4% atkvæða. Rasmussen lýsti því yfir daginn fyrir kosningar að hann vildi mynda samstjórn Venstre og jafnaðarmanna, en ekki þótti líklegt að það yrði að veruleika nema við- ræður Frederiksen við aðra flokka um stuðning við minnihlutastjórn færu illa, en hún hefur sagst vilja leita eftir samstarfi til bæði hægri og vinstri um ýmsa málaflokka. Segir af sér eftir afhroð Anders Samuelsen, formaður Frjálslynda bandalagsins, sagði af sér í gær, en flokkur hans missti níu þingsæti og endaði með einungis fjóra þingmenn. Sagðist Samuelsen bera alla ábyrgð á hörmulegu gengi flokksins og lýsti yfir að hann væri hættur í stjórnmálum. sgs@mbl.is Vill mynda minnihlutastjórn  Rasmussen vill samstarf við Frederiksen  Samuelsen hættir sem formaður AFP Gleði Mette Frederiksen fagnaði úrslitunum vel á kosninganótt. Forsetahjón Bandaríkjanna og Frakklands horfa hér saman á flugsýningu yfir ströndum Normandí, en þess var minnst í gær að 75 ár voru liðin frá innrásinni miklu, sem var upphafið að endalokum síðari heimsstyrjaldar. Mikið var um dýrðir í tilefni dagsins og voru hermenn sem lifðu orr- ustuna sérstaklega hylltir fyrir hugprýði sína. Rúmlega 150.000 hermenn frá Bandaríkjunum, Bretlandi og Kanada tóku þátt í innrásinni. AFP Minntust D-dags Ríkisstjórn Antt- is Rinnes, for- manns finnskra jafnaðarmanna, tók formlega við stjórnartaum- unum í Finnlandi í gær, en stjórn- arsáttmáli jafn- aðarmanna, Mið- flokksins, Græn- ingja, Vinstra bandalagsins og Sænska þjóðar- flokksins var samþykktur fyrr í vik- unni. Þetta er fyrsta vinstristjórnin í Finnlandi í 16 ár, en hún nýtur stuðnings 117 þingmanna af 200 á finnska þinginu. Þá er þetta fyrsta ríkisstjórnin þar sem konur eru í meirihluta embætta, en ellefu af ráðherrunum 19 eru kvenkyns. Kosið var í Finnlandi 14. apríl síðastliðinn og fengu jafnaðarmenn þar 17,73% fylgi og 40 þingmenn. Finnaflokkurinn, sem áður hét Sannir Finnar, fékk næstflest at- kvæði, en aðrir flokkar lýstu því yf- ir að þeir vildu ekki mynda stjórn með honum. Konur í meirihluta ráðherraembætta Antti Rinne FINNLAND Friðar- og ör- yggisráð Afríku- sambandsins ákvað á fundi sínum í gær að vísa Súdan tíma- bundið úr sam- bandinu, eða þar til borgaralegri bráðabirgða- stjórn hefði verið komið á. Væri það eina lausnin á þeirri stöðu sem komin væri upp eftir að herinn leysti upp mótmæli í höfuðborginni Khartoum á mánudaginn með þeim afleiðingum að meira en hundrað manns létust. Patrick Kapuwa, formaður ráðs- ins, sagði að ráðið myndi refsa þeim einstaklingum og stofnunum sem stæðu í veginum fyrir að borgara- leg öfl fengju aftur völd í Súdan. Vísað úr Afríku- sambandinu Patrick Kapuwa SÚDAN Vladimír Pútín Rússlandsforseti sagði í gær að Rússland og Bretland ættu að leita sátta eftir að eitrað var fyrir rússneska gagnnjósnarann Sergei Skrípal á síðasta ári, en sam- skipti ríkjanna sködduðust mjög eft- ir að eiturvopnaárás var gerð á heim- ili Skrípals í bænum Salisbury í suðurhluta Englands. „Við þurfum að snúa þessu blaði endanlega við,“ sagði Pútín við fjöl- miðla, sem saman voru komnir í St. Pétursborg vegna ráðstefnu um efnahagsmál sem þar var haldin. Sagði Pútín að heimsbúskapurinn og öryggismál skiptu meira máli en „leyniþjónustuleikir“. Sagðist Pútín einnig vonast til að samskipti ríkjanna gætu batnað með nýjum forsætisráðherra Bretlands. „Ég myndi gjarnan vilja fá leiðtoga ríkisstjórnar sem hugsar um hags- muni þeirra 600 bresku fyrirtækja sem starfa í Rússlandi,“ sagði Pútín. Talskona Theresu May, forsætis- ráðherra Bretlands, sagði hins vegar að bætt samskipti við Rússa gætu eingöngu orðið að veruleika ef rúss- nesk stjórnvöld skiptu um kúrs. Sagði hún að árásin á Skrípal hefði verið „viðurstyggileg aðgerð“. Skrípal starfaði fyrir rússnesku leyniþjónustuna en seldi Bretum þjóðarleyndarmál. Fékk hann að flytja til Bretlands árið 2010 í skipt- um fyrir rússneska njósnara sem starfað höfðu í Bretlandi. Eitrað var fyrir Skrípal og dóttur hans í fyrra með taugaeitri, og var það fyrsta notkun efnavopna í Evr- ópu frá lokum síðari heimsstyrjald- ar. Bretar hafa sagt að árásin hljóti að hafa verið framin með vitund og vilja rússneskra stjórnvalda, sem aftur hafa þvertekið fyrir þátttöku sína í ódæðinu. Tveir Rússar hafa verið sakaðir um aðild að málinu af Evrópusambandinu. Vill bæta sam- skiptin við Breta  Segja Rússa þurfa að breyta hegðun sinni AFP Rússland Pútín sat fyrir svörum fjölmiðla í St. Pétursborg í gær.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.