Morgunblaðið - 07.06.2019, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 07.06.2019, Blaðsíða 8
8 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 7. JÚNÍ 2019 Bláu húsin Faxafeni ◊ S. 588 4499 ◊ Opið mán.-fös. 11-18, lau. 11-16 ◊ www.mostc.is Gerið verðsamanburð Verð 5.990 Verð 6.990 Tunika Kjóll Stútfull búð af Nýjum vörum Gunnar Rögnvaldsson dregursaman og niðurstaða hans: „Eftir stendur að engin rök nema „bara“ standa með ríkisstjórn- inni í orkupakka- málinu. Bara hef- ur þó líka náð að breytast í fyrir- vara sem eru varabarafarsi. Og umræður í eldhúsi urðu að umræð- um í slökkvihúsi, þar sem enginn þorði að taka til máls, enda um ekk- ert að tala af hálfu ráðherraliðsins, nema bara.“    Og hann bætir við:„Eftir stendur aðför ríkis- stjórnarflokkanna að íslensku þjóð- inni, eigum hennar og réttindum, sem ríkisstjórn þeirra reynir að gera að utanþingsmáli, með því að umbylta orkusúrefni þjóðarinnar í vörupakka handa óligörkum til að braska með, á hinum svo kallaða „innri-markaði“ Evrópusambands- ins, sem eftir 25 ára aðild Íslands að – gegnum EES – leggur enn tolla á íslenskar sjávarafurðir. Þar með liggja jafnvel sjálfar forsendur EES-samningsins í rúst.    Hve lengi menn halda að þeirgeti setið á háum launum og skvett „bara“ framan í íslensku þjóðina fer eftir birgðum heimsk- unnar á baravaralager Sjálfstæð- isflokks, Framsóknarflokks og Vinstri grænna. Bara-flokkanna þriggja sem allir sem einn voru á móti sjálfum sér eins og þeir eru orðnir núna; sem ókjörnir embætt- ismenn ESB á Íslandi.“    Vandinn er að „bara“ stangast ávið yfirlýsingar formanns Sjálfstæðisflokksins, samþykkt Landsfundar og samþykkt mið- stjórnar Framsóknar! Hver stjórn- ar þessu? Gunnar Rögnvaldsson Engin rök. Þeir rabba-bara STAKSTEINAR Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://mbl.is/mogginn/leidarar/ Bæjarstjórn Seltjarnarness hefur oft komist í fréttirnar á undanförnum ár- um fyrir stutta og snaggaralega fundi. Á fundi sem haldinn var miðviku- daginn 22. maí sl. jafnaði bæjarstjórn- in ársgamalt met. Fundurinn hófst klukkan 17 og honum var slitið klukk- an 17:03. Á þessum þremur mínútum tókst að afgreiða fjórar fundargerðir og taka síðari umræðu um breytingu á samþykkt um stjórn Seltjarnarnes- bæjar. Á fundi sem haldinn var miðviku- daginn 25. apríl 2018 tókst sömuleiðis að afgreiða málin á þremur mínútum. Á þeim mínútum afgreiddi bæjar- stjórnin níu fundargerðir sem inni- héldu meðal annars aðalskipulag Reykjavíkur 2010-2030 og gjaldskrá skipulags- og byggingarfulltrúa bæj- arins. Gamla metið var sett 26. febrúar 2014 en sá bæjarstjórnarfundur stóð yfir í fjórar mínútur. Á þeim fundi tókst bæjarstjórninni að afgreiða fjór- ar fundargerðir og að auki að sam- þykkja samhljóða forsendur og lýs- ingu við gerð deiliskipulags Melhúsa- túns. Vegna þess hve fundir bæjarstjórn- arinnar eru oft stuttir hefur komið til tals að fækka þeim úr tveimur á mán- uði í einn. Ekkert hefur þó verið ákveðið í þeim efnum. sisi@mbl.is Metið var jafnað á Seltjarnarnesi  Bæjarstjórnin afgreiddi fjórar fund- argerðir og umræðu á þremur mínútum Morgunblaðið/Hari Seltjarnarnes Nú er rætt um að fækka þar bæjarstjórnarfundum. Ómar Friðriksson omfr@mbl.is Samkomulag náðist í fyrrakvöld milli PCC BakkiSilicon og stéttarfélag- anna Framsýnar og Þingiðnar um nýjan sérkjarasamning fyrir nálægt 100 iðnaðarmenn og starfsmenn við framleiðslu í kísilmálmverksmiðj- unni á Bakka við Húsavík. ,,Við erum ánægðir með samning- inn. Hann byggir á Lífskjarasamn- ingnum en í honum eru líka ákvæði um að menn ætla að fara af stað með mikla vinnu til að auka starfs- menntun innan verksmiðjunnar, sem verður starfsmönnum til fram- dráttar í verksmiðjunni og þróa framleiðslu og gæðakerfi. Það er margt sem menn ætla að gera sem á að leiða til þess að reksturinn gangi vel og starfsmenn fái notið þess ávinnings,“ segir Aðalsteinn Á. Bald- ursson, formaður Framsýnar. Ár liðið frá gangsetningu Um eitt ár er liðið frá því að verk- smiðjan var gangsett. Gengið var frá bráðabirgðasamningi í fyrra um kaup og kjör starfsmanna en nú ligg- ur fyrir fullfrágenginn samningur sem borinn verður undir félags- menn. Í tilkynningu um samninginn segir að tekið verði upp nýtt launakerfi sem byggist á starfsaldri, hæfni í starfi og skiptingu ávinnings vegna bættrar framleiðslu, aukinna gæða og annarra þátta sem áhrif geti haft á rekstur fyrirtækisins og vinnuum- hverfi starfsmanna. Þá verður einnig lögð áhersla á frekari starfsþjálfun á vinnustað og að starfsmenn geti stöðugt aukið færni sína og þekk- ingu. Samið fyrir starfs- menn á Bakka  Auka starfsþjálfun og starfsmenn fái notið ávinningsins Morgunblaðið/Hari PCC á Bakka Nýr kjarasamningur var undirritaður í fyrrakvöld.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.