Morgunblaðið - 07.06.2019, Blaðsíða 35
ÍÞRÓTTIR 35
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 7. JÚNÍ 2019
HANDBOLTI
Umspil HM kvenna
Seinni leikir:
Pólland – Serbía.................................... 30:27
Serbía á HM, 60:49 samanlagt.
Slóvakía – Svíþjóð................................. 24:45
Svíþjóð á HM, 78:42 samanlagt.
Slóvenía – Norður-Makedónía ............ 38:27
Slóvenía á HM, 71:57 samanlagt.
Ísland – Spánn ...................................... 32:31
Spánn á HM, 66:58 samanlagt.
Danmörk
Annar úrslitaleikur:
GOG – Aalborg .................................... 31:32
Óðinn Þór Ríkharðsson skoraði eitt
mark fyrir GOG.
Janus Daði Smárason skoraði eitt mark
fyrir Aalborg en Ómar Ingi Magnússon var
ekki með vegna meiðsla. Arnór Atlason er
aðstoðarþjálfari liðsins.
Staðan er 1:1 og oddaleikur á sunnudag.
Frakkland
París SG – Cesson-Rennes.................. 29:20
Geir Guðmundsson lék ekki með Cesson-
Rennes sem endaði í 13. sæti af 14 liðum og
féll úr efstu deild.
Argentína
8-liða úrslit oddaleikur:
Instituto de Córdoba – Regatas......... 78:73
Ægir Þór Steinarsson skoraði 8 stig og
tók eitt frákast fyrir Regatas en hann lék í
20 mínútur.
Córdoba áfram, 3:2.
Úrslitakeppni NBA
Þriðji úrslitaleikur:
Golden State – Toronto.................... 109:123
Staðan er 2:1 fyrir Toronto en liðin mæt-
ast aftur í Oakland í nótt.
KÖRFUBOLTI
Í HÖLLINNI
Guðmundur Hilmarsson
gummih@mbl.is
Ísland verður ekki með í úrslita-
keppni HM kvenna í handknattleik í
Japan í lok þessa árs en það varð
ljóst eftir síðari viðureign Íslendinga
og Spánverja um laust sæti á HM í
Laugardalshöllinni í gærkvöld. Ís-
lenska liðið kvaddi HM-drauminn á
góðu nótunum en það hafði betur,
32:31, eftir að hafa tapað fyrri leikn-
um á Spáni með níu marka mun,
35:26. Þetta einvígi kláraðist í fyrri
hálfleiknum á Spáni fyrir viku en eft-
ir hann höfðu Spánverjar 14 marka
forystu og lögðu þar með grunninn
að farseðli sínum á HM. Það var vit-
að að íslenska liðið þyrfti á krafta-
verki að halda til að vinna upp mun-
inn frá fyrri leiknum en snemma
leiks varð ljóst að það var ekkert
slíkt á leiðinni. Það var hins vegar
ánægjulegt að stelpunum okkar
tókst að landa sigri og vonandi gefur
hann liðinu byr í seglin fyrir næsta
verkefni liðsins sem fer af stað í
haust.
„Markmiðið fyrir leikinn var að
vinna hann og sjá til hvort við gæt-
um unnið hann stórt. Það gekk því
miður ekki. Við spiluðum seinni hálf-
leikinn úti á Spáni virkilega vel og
hefðum þurft tvo þannig hálfleiki til
viðbótar til að eiga einhvern mögu-
leika á að vinna þennan mun upp,“
sagði vinstri hornamaðurinn Sigríð-
ur Hauksdóttir í samtali við
Morgunblaðið eftir leikinn en hún
átti mjög góðan leik í gær, skoraði
sjö mörk úr níu skotum. Sigríður á
hæfileikana ekki langt að sækja en
móðir hennar er Guðríður Guðjóns-
dóttir, sem á sínum tíma var ein allra
besta handboltakona landsins, og
amma hennar og nafna, Sigríður
Sigurðardóttir, var frábær hand-
boltakona sem hlaut sæmdarheitið
íþróttamaður ársins árið 1964, fyrst
íslenskra kvenna.
Slys af okkar hálfu
„Fyrri hálfleikurinn á Spáni fór
með þetta einvígi en við getum tekið
það með okkur út úr þessu að okkur
tókst að vinna seinni leikinn. Við lít-
um svo á að þessi hræðilegi fyrri
hálfleikur á Spáni hafi verið slys af
okkar hálfu. Við komum reynslunni
ríkari til leiks í undankeppni EM í
haust og gerum vonandi góða hluti
þar,“ sagði Sigríður. Spurð út í eigin
frammistöðu sagði hún: „Ég var
ánægð með sóknarleikinn hjá mér en
ég hefði viljað gera betur í vörninni.“
Spánverjar voru skrefinu á undan
í fyrri hálfleik og í byrjun þess síðari
en eftir sjö mínútna leik jafnaði Rut
Jónsdóttir í 18:18 og sextán mín-
útum fyrir leikslok kom Arna Sif
Pálsdóttir íslenska liðinu yfir, 22:21,
í fyrsta sinn í leiknum. Liðin skiptust
á um að hafa forystuna það sem eftir
lifði leiks en það mátti vel greina að
íslensku leikmennina langaði meira í
sigurinn og þeim tókst að landa sára-
bótarsigri.
Arna Sif Pálsdóttir, Sigríður
Hauksdóttir og fyrirliðinn Karen
Knútsdóttir voru bestu leikmenn ís-
lenska liðsins, sem sýndi á köflum
flott tilþrif þar sem sóknarleikurinn
var hraður og ógnandi. Varnarleik-
urinn var hins vegar gloppóttur og
sérstaklega gekk illa að loka horn-
unum en Spánverjar skoruðu flest
sín mörk eftir hornspil. Markvarsla
íslenska liðsins var heldur ekki góð,
aðeins tíu skot varin.
Í undankeppni EM, sem hefst í
september, leikur Ísland í riðli með
Frakklandi, Króatíu og Tyrklandi og
verða Króatar fyrstu andstæðingar
Íslands á útivelli. Þá hefst atlaga Ís-
lands að því að reyna að komast á
stórmót, sem það hefur ekki verið
með á síðan í EM í Serbíu 2012.
Kraftaverkið leit því
miður ekki dagsins ljós
Eins marks sigur dugði skammt Einvígið tapaðist í fyrri hálfleik á Spáni
Morgunblaðið/Eggert
Höllin Rut Jónsdóttir reynir skot að marki Spánverja, ákveðin á svip, og þær Karen Knútsdóttir og Almudena
Rodríguez fylgjast vel með. Rut kom á ný inn í landsliðið í umspilsleikjunum eftir langa fjarveru.
Laugardalshöll, umspil HM, seinni
leikur, fimmtudag 6. júní 2019.
Gangur leiksins: 1:2, 2:5, 7:7, 8:11,
11:14, 13:15, 16:18, 19:20, 23:21,
24:24, 28:28, 29:30, 32:30, 32:31.
Mörk Íslands: Arna Sif Pálsdóttir
8/3, Sigríður Hauksdóttir 7, Karen
Knútsdóttir 6/1, Þórey Rósa Stef-
ánsdóttir 3, Rut Jónsdóttir 3, Eva
Björk Davíðsdóttir 2, Helena Rut
Örvarsdóttir 1, Díana Dögg Magn-
úsdóttir 1, Steinunn Björnsdóttir 1.
Varin skot: Hafdís Renötudóttir 7,
Elín Jóna Þorsteinsdóttir 3.
ÍSLAND – SPÁNN 32:31
Utan vallar: 8 mínútur.
Mörk Spánar: Maitane Etxeberria 8,
Nerea Pena 7/7, Jennifer Gutierrez
4, Soledad Lopez 3, Mireya Gonzalez
2, Alicia Fernandez 2, Ana Isabel
Martínez 2, Almudena Rodríguez 2,
Maria Nunez 1.
Varin skot: Darly Zoqbi 12, Silvia
Navarro 3.
Utan vallar: 8 mínútur.
Dómarar: Karina Christiansen og
Line Hansen, Danmörku.
Áhorfendur: Um 600.
Spánn á HM, 66:58 samanlagt.
RÚLLUPLASTIÐ ÞITT FÆRÐU
HJÁ FÓÐURBLÖNDUNNI !
FÆST Í VERSLUNUM OKKAR OG Í NETVERSLUN
SKOÐAÐU NÁNAR Á WWW.FODUR.IS
Hentar fyrir
allar gerðir
pökkunarvéla
Vernd gegn
útfjólubláu
ljósi
100 %
Endurvinnanlegt
Hafðu
samband og
fáðu tilboð !
Rúlluplastið
sem bændur
TREYSTA
Inkasso-deild karla
Njarðvík – Fram....................................... 0:1
Staðan:
Fjölnir 5 4 0 1 12:6 12
Fram 6 3 2 1 10:7 11
Keflavík 5 3 1 1 11:4 10
Víkingur Ó. 5 3 1 1 6:3 10
Leiknir R. 5 3 0 2 11:7 9
Þór 5 3 0 2 9:6 9
Grótta 5 2 1 2 9:10 7
Njarðvík 6 2 1 3 5:7 7
Þróttur R. 5 1 1 3 9:11 4
Haukar 5 0 3 2 5:8 3
Afturelding 5 1 0 4 5:15 3
Magni 5 0 2 3 5:13 2
Þjóðadeild UEFA
Undanúrslit í Guimaraes:
Holland – England........................... (frl.) 3:1