Morgunblaðið - 07.06.2019, Blaðsíða 22
22 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 7. JÚNÍ 2019
✝ Anna KatrínEyfjörð Þórs-
dóttir fæddist 4.
apríl 1958 á Akur-
eyri. Hún lést á
heimili sínu 28.
maí 2019.
Foreldrar henn-
ar voru Jóna
Sigurlína Alfreðs-
dóttir og Þór
Sigursveinn Árna-
son. Systkini Önnu
Katrínar eru Þröstur Sigurð-
arson, Örn Þórsson, Alfreð
Þórsson, Helgi Þór Þórsson,
Sveinar Þórsson og Helga
Stefanía Þórsdóttir.
Anna Katrín giftist Halldóri
G. Baldurssyni. Dætur þeirra
eru: 1) Sandra Halldórsdóttir,
maki Jóhann
Kristján Hjalta-
son. Börn þeirra:
Hjalti og Halldór.
2) Karen Halldórs-
dóttir, sambýlis-
maður Guð-
mundur Ómars-
son. Barn þeirra:
Katrín Tanja.
Fyrir átti Guð-
mundur dótturina
Arnrúnu. Fyrir
átti Halldór dótturina Láru,
maki Valdimar S. Þórisson.
Synir þeirra: Brynjar og Hall-
dór.
Útför Önnu Katrínar fer
fram frá Akureyrarkirkju
föstudaginn 7. júní og hefst
athöfnin klukkan 13.30.
Orð fá því ekki lýst hversu erf-
itt er að kveðja þig, elsku amma
Katý. Það er vegna þess að þú
varst svo einstakur persónuleiki
með stærsta hjarta sem nokkur
manneskja getur haft.
Ég er svo lánsamur að hafa
fengið að kynnast þér og allt frá
fyrsta degi sem ég þekkti þig
varst þú sú manneskja sem ég ber
mesta virðingu fyrir.
Þú kenndir mér svo margt um
lífsins reglur og listina að lifa.
Alltaf varst þú með rétta svarið
við öllu og orðið „vandamál“ var
ekki til í þinni orðabók . Með þinni
einstöku hlýju og jákvæðni laðað-
ist fólk að þér úr öllum áttum. Þú
hjálpaðir öllum og leystir vanda-
mál þeirra sem til þín leituðu
sama hvað það var. Við kölluðum
þig oft Ofurbangsann en það orð
lýsir þér vel. Þú slakaðir sjaldan á
og varst alltaf að gera eitthvað al-
veg sama hvað klukkan sló. Ef það
voru verkefni skyldu þau klárast
og að gefast upp eða leggja árar í
bát var ekki til hjá þér. Eljan og
dugnaðurinn var einstakur og
skildi maður aldrei hvaðan þessi
orka kom þrátt fyrir veikindi þín.
Þú lést ekkert stoppa þig, sama
hvað það var. Þú gast allt sama
hvað það var.
Þinn einstaki persónuleiki
endurspeglaðist sérstaklega í góð-
mennsku og væntumþykju.
Því fengu sko strákarnir okkar
Söndru að kynnast og njóta. Þar
duttu þeir í lukkupottinn.
Betri ömmu er ekki hægt að
hugsa sér og geymum við allar
góðu minningarnar um þig alla
ævi.
Afi Dóri var sko heppinn að
hafa náð í þig. Ykkar samband var
einstakt og einkenndist af mikilli
samvinnu og ást. Þið voruð oft
eins og ungt kærustupar sem var
nýbyrjað að búa. Kossaflens með
fullt af húmor, mikið af verkefnum
og mörg járn í eldinum.
Unnuð vel saman og vóguð
hvort annað upp af einstakri list.
Síðustu mánuðirnir í lífi þínu
voru erfiðir. Þú háðir hetjulega
baráttu við illvígan sjúkdóm sem
hafði sigur að lokum.
Við munum sakna þín enda-
laust en hlýjum okkur við allar
góðu minningarnar um þig sem
eru svo óteljandi margar.
Elsku amma Katý, guð geymi
þig og varðveiti.
Jóhann, Sandra
og strákarnir.
Nýverið lá leið okkar norður yf-
ir heiðar og ekki áttum við von á
að þetta væri lokabarátta elsku
Katý okkar en hún var búin að
berjast við krabbamein undan-
farna mánuði. Katý var sannköll-
uð baráttukona sem kvartaði ekki
og barðist af hörku en þurfti að
láta í minni pokann og kveðja
þennan heim.
Við viljum minnast góðrar konu
sem hugsaði vel um sína og lá ekki
á liði sínu með að hjálpa öðrum.
Stórt skarð er komið í stóran hóp
systkina. Við vorum svo lánsöm að
eiga með henni góðar stundir und-
anfarið sem gott er að hafa í minn-
ingabankanum í framtíðinni.
Við trúum því að kraftar henn-
ar fái að njóta sín þar sem hún er
núna og að henni líði vel í faðmi
fjölskyldu sinnar á himnum. Hvíl í
friði, elsku systir.
Elsku Dóri, Sandra, Karen,
Lára og fjölskyldur, Guð gefi ykk-
ur styrk til að halda áfram með líf-
ið og allar góðu minningarnar sem
þið eigið og engin getur tekið frá
ykkur.
Nú ertu leidd, mín ljúfa,
lystigarð Drottins í,
þar áttu hvíld að hafa
hörmunga og rauna frí,
við Guð þú mátt nú mæla,
miklu fegri en sól
unan og eilíf sæla
er þín hjá lambsins stól.
Dóttir, í dýrðar hendi
Drottins, mín, sofðu vært,
hann, sem þér huggun sendi,
hann elskar þig svo kært.
Þú lifðir góðum Guði,
í Guði sofnaðir þú,
í eilífum andarfriði
ætíð sæl lifðu nú.
(Hallgrímur Pétursson)
Örn, Mattý og fjölskylda.
Elsku systir og mágkona, ekki
áttum við von á því þegar við fór-
um norður um þar síðustu helgi til
að ganga frá íbúðinni hans pabba
að sú ferð yrði líka kveðjuför.
Okkur var reyndar ljóst að veik-
indi þín voru alvarleg og í raun
kannski ekki mikil batavon, en
við vonuðumst öll eftir krafta-
verki og fannst einhvern veginn
að þú ættir að minnsta kosti eitt
slíkt skilið. En ósk okkar um
kraftaverkið rættist ekki og við
sátum hjá þér síðustu daga þína í
þessu lífi.
Fyrstu árin ólst þú upp með
okkur bræðrum á æskuheimili
okkar í Höfðaborg og eftir að
mamma veiktist varst þú æ oftar
í fóstri hjá Helgu móðursystur og
Stebba í Kringlumýrinni og al-
farið frá 7 eða 8 ára aldri og til
unglingsára. Samvera okkar sem
barna var því minni en annars
hefði orðið. En eftir að við full-
orðnuðumst og stofnuðum fjöl-
skyldur þá urðu samverustund-
irnar fleiri og var það ekki síst
þér að þakka. Í Lundskógi þar
sem þið Dóri áttuð bústað og síð-
ar tveir bræður okkar líka kom-
um við systkinin gjarnan saman
með fjölskyldum okkar og nutum
samverustunda. Þér var mikið í
mun að við héldum hópinn og að
börnin okkar kynntust og varst
duglegust okkar að skipuleggja
hitting.
Marga páskana var farið norð-
ur og flest okkar mættu í fjallið,
systkini og börn, og hóaðir þú þá
öllum saman eftir góðan dag á
skíðum í Fosslandið og slóst upp
veislu. Við og okkar börn og fjöl-
skyldur vorum alltaf velkomin til
ykkar Dóra og höfðu börnin oft á
orði að þau væru varla komin inn
fyrir bæjarmörkin á Akureyri
þegar Katý væri búin að bjóða til
veislu.
Mjög kært var með þér og
Helgu systur og studdir þú hana
dyggilega alla tíð. Helga endur-
galt þann kærleika sem meðal
annars birtist í því að hún flutti
til þín og aðstoðaði Dóra, Söndru
og Karen við að annast þig síð-
ustu vikurnar.
Þú hélst vel utan um fjölskyld-
una þína, manninn, dæturnar og
barnabörnin. Leitt er að þú
fékkst bara ár með nöfnu þinni.
Hlýleiki, ósérhlífni og jákvæðni
einkenndu þig. Þegar þú greind-
ist í vetur tókst þú tíðindunum
með æðruleysi og sagðir þetta
bara verkefni sem þú ætlaðir að
klára. Allt fram í andlátið neit-
aðir þú að gefast upp.
Elsku Katý takk fyrir allar
góðu samverustundirnar og
minningarnar sem munu ylja
okkur nú og um alla framtíð. Við
vitum að það verður vel tekið á
móti þér og nú færð þú að kynn-
ast mömmu okkar sem er í raun
bæði of seint og of snemmt.
Elsku Dóri, dætur og fjöl-
skyldur, mikill er missir ykkar og
megi englar himins umvefja ykk-
ur og hugga.
Þitt hjarta geymdi gullið dýra og sanna,
að gleðja og hjálpa stærst þín unun var.
Því hlaust þú hylli Guðs og góðra manna
og göfugt líf þitt fagran ávöxt bar.
Ég blessa nafn þitt blítt í sál mér geymi,
og bæn til Guðs mín hjartans kveðja er.
Hann leiði þig í ljóssins friðarheimi,
svo lífið eilíft brosi móti þér.
(Ingibjörg Sigurðardóttir)
Guð veri með þér, Katý mín.
Alfreð og Aðalheiður.
Sú besta gjöf er gafst þú mér,
var gleðisólin bjarta,
sem skína skal til heiðurs þér,
skært í mínu hjarta.
(BH)
Elsku Katý mín, ég kveð þig með
sorg og söknuði í hjarta. Við erum
mörg sem höfum misst mikið við
fráfall þitt. Þú varst mér miklu
meira en lítil frænka sem ég pass-
aði frá tveggja ára aldri. Við urð-
um góðar vinkonur og vorum það
alla tíð. Níu ára gömul misstir þú
móður þína og ég man að þegar
þér var sagt að mamma þín væri
dáin þá tókst þú utan um yngri
systkini þín tvö, Sveinar og Helgu,
og sagðir „Hvað verður þá um
okkur?“ Þetta var svo sárt. Þá
strax 9 ára gömul kom þitt ábyrga
eðli í ljós. Þú hugsaðir um þín
systkini fyrst og fremst, bæði
eldri og yngri, og gerðir það alla
tíð. Þú fórst í gegnum erfiða tíma
með mörgum. Þinn viljastyrkur
og dugnaður var meiri en nokkur
maður skilur og aldrei var kvart-
að, það var ekki til í þínum huga.
„Systa, til hvers að kvarta, þetta
er pakki sem ég fékk og verð að
klára.“
Það var svo gaman að gleðjast
með Katý. Hún var svo kát og
réttsýn og fljót að sjá það besta í
öllum málum. Katý var alveg ein-
stök kona, kletturinn sem allir
gátu leitað skjóls hjá. Æðruleysi
þitt og þol í þínum veikindum var
aðdáunarvert. Þú varst umvafin
þínum nánustu.
Elsku Dóri, Sandra, Karen,
Helga Stefanía og fjölskyldur.
Guð gefi ykkur og okkur öllum
styrk í þessari sorg.
Elsku Katý mín. Ég sakna þín
nú þegar og á eftir að sakna þess
að heyra ekki kallað, „Áttu tíu?“
Við tökum upp kaffibollahjalið
þegar við hittumst aftur.
Hvíldu í friði, elsku vina.
Þín Systa,
Fjóla Stefánsdóttir.
Það er mikil sorg að sitja og
skrifa minningarorð um Katý,
eins og hún var alltaf kölluð. Hún
lést í faðmi fjölskyldunnar 28. maí.
Þú fékkst alveg þinn skammt af
veikindum, en svo greindist þú
með illvígan sjúkdóm sem þú
tókst á við af æðruleysi og eftir
stutt en erfið veikindi varð ekki
við neitt ráðið.
Katý kynntist ég þegar ég fór
að vera með bróður hennar og þá
eignaðist ég líka eina af mínum
bestu vinkonum. Hennar er sárt
saknað af fjölskyldunni en það er
gott að eiga góðar minningar. Við
fórum saman til Spánar, vorum
mikið saman í sumarbústað og
áttum þar ljúfar stundir sem við
nutum með mökum okkar og
dætrum, sem eru á sama aldri.
Einnig eru okkar menn miklir vin-
ir og systkinin öll.
Það var alveg sama hvaða verk-
efni þú tókst að þér, það var allt
svo flott og fínt og þú varst svo
lausnamiðuð. Þú varst líka algjör
fagurkeri og sést það best á heim-
ili ykkar hjóna, sem ber vott um
það. Ef eitthvað vantaði var gott
að leita til þín, ekkert verkefni var
of stórt.
Þú varst fyrirmynd dætra
þinna sem leituðu mikið til þín og
það sást vel hvað þær umvöfðu þig
í veikindunum og Dóri stóð þétt
við bakið á fjölskyldunni. Missir
þeirra er mikill.
En það sem eftir lifir er minn-
ing um yndislegu Katý sem allir
elska svo mikið, megi hún hvíla í
draumalandinu. Elsku Dóri,
Sandra, Karen, Lára, tengda-
synir og ömmubörnin, megi
minning um Katý lifa í hjörtum
okkar um ókomna tíð. Hvíl þú í
friði.
Kveðja frá
Jónu, Helga, Hörpu
og Hildi.
Það er aldrei góður tími til að
fá slæmar fréttir. Að heyra af
andláti Katýjar var okkur mikið
áfall. Við vorum á leið heim af
ráðstefnu á Spáni, ráðstefnu sem
hún hafði svo sannarlega ætlað
að vera með okkur á. Mikið
óskaplega var erfitt að meðtaka
það að hún væri farin fyrir fullt
og allt.
20 ára samstarf er ekkert smá-
ræði og margs er að minnast og
fjölmargt sem þakka þarf fyrir.
Við munum aldrei eftir Katý
öðruvísi en jákvæðri, hún fór oft
langt út fyrir sín þægindamörk
og tók viðskiptaþjálfun á ensku
þegar það þurfti. Þó það hafi ver-
ið henni erfiðara en á íslensku þá
lét hún það ekki stoppa sig, ekki
frekar en aðra hluti sem hún tók
sér fyrir hendur. Fólk sem hefur
ekki séð hana í eigin persónu,
heldur einungis í gegnum netið,
er fullt söknuðar yfir að hafa
misst svona yndislegan „hauk í
horni“.
Fjölskyldan var Katý þó alltaf
númer 1, 2 og 3! Hún var óend-
anlega stolt af flottu stelpunum
sínum og barnabörnum. Hún var
mikill fagurkeri og smekkmann-
eskja, alltaf eins og klippt út úr
tískublaði og heimili hennar og
Dóra svo fallega innréttað að það
myndi sóma sér vel í hvaða hönn-
unarblaði sem er. Það var alltaf
svo þægilegt og vingjarnlegt að
koma í heimsókn og jafnvel fá að
gista og skrafa um alla heima og
geima við þau hjón.
Katý hefur ekki einungis verið
einstakur samstarfsaðili heldur
einstakur vinur þeirra sem unnu
með henni þar sem aðrir en hún
voru alltaf í fyrsta sæti. Okkur
finnst þessi texti lýsa henni ein-
staklega vel: „Það sem við gerum
fyrir okkur sjálf, deyr með okkur.
Það sem við gerum fyrir aðra og
heiminn verður ódauðlegt.“ Hún
Katý setti svo sannarlega sitt
mark á heiminn í kringum sig.
Elsku Dóri, Sandra, Jói, Kar-
en og öll ykkar fjölskylda, þið
hafið misst svo mikið. Okkar inni-
legustu samúðarkveðjur!
Guðrún og Benedikt.
Þar tignartindi á
ég tjald vil gera,
þar góðum Guði hjá
er gott að vera
og ummyndast
og búast björtum klæðum
og öðlast eilíft skart,
með andlit sólarbjart,
á helgum hæðum.
(Sálmur 119)
Katý var persóna sem snerti
okkur meira en aðrir. Það var ef-
laust vegna þess að hún var svo
jákvæð, dugleg og yndisleg
manneskja sem við öll munum
eftir og hún hafði ótrúlega góða
nærveru líka. Aldrei fundum við
fyrir öðru en skilyrðislausri ást
og umhyggju frá henni gagnvart
okkur og okkar börnum. Katý
var ráðagóð og fordómalaus og
hjálpaði okkur að sjá hlutina í
öðru ljósi en við höfðum áður séð.
Það voru heldur engin vandamál
í hennar augum, þetta voru verk-
efni sem þurfti að leysa. Það hef-
ur alla tíð verið gott og gaman að
koma í heimsókn til Dóra og
Katýjar þar sem hláturinn fyllti
húsið og meira en tvisvar sinnum
magafylli var borðuð því setan
við eldhúsborðið varð oft svo
löng. Elsku Katý, takk fyrir öll
ráðin og árin sem við fengum
saman. Takk fyrir að hafa verið
þú og takk fyrir að hafa alltaf ver-
ið til staðar.
Elsku fjölskylda, Guð geymi
ykkur og þið vitið hvar við erum.
Ykkar vinir
Eydís og Hjalti.
Anna Katrín
Eyfjörð Þórsdóttir
Elsku yndislega
Ásta mín. Ekki
grunaði mig að símtalið okkar á
skírdag yrði það síðasta. Við töl-
uðum um lífið, dauðann og fram-
tíðina og þú vissir þá þegar að
það væri stutt eftir en „stutt“
gæti verið tvær vikur, tveir mán-
uðir eða jafnvel allt árið. Ég
spurði þig hvort þú værir hrædd
við dauðann en það varstu ekki
og þú vissir líka að pabbi þinn og
mamma myndu taka á móti þér
þegar þar að kæmi.
Við ákváðum að hittast sem
allra fyrst en því miður náðum
við því ekki.
Vinátta okkar hefur varað í
Ástríður K.
Kristjánsdóttir
✝ Ástríður K.Kristjáns-
dóttir, eða Ásta
eins og hún vildi
láta kalla sig, fædd-
ist 17. júní 1965.
Hún lést 29. apríl
2019.
Útför Ástu fór
fram 11. maí 2019.
langan tíma og þótt
stundum hafi tölu-
verður tími liðið á
milli þess sem við
heyrðumst eða
sáumst þá var alltaf
eins og við hefðum
heyrst deginum
áður. Hugurinn
reikar til baka til
allra góðu stund-
anna sem við höfum
átt saman í gegnum
tíðina. Þú varst svo brosmild, hlý
og skemmtileg og hafðir yndis-
lega nærveru. Þú varst líka fljót
að sjá það fyndna og skemmti-
lega í hlutunum og varst svo mik-
ill grallari á stundum.
Þegar veikindin dundu yfir
varst þú frá upphafi svo sterk og
tókst við þau af æðruleysi og
styrk. Ég mun sakna þín, elsku
yndislega vinkona mín.
Elsku Sunneva og fjölskylda,
ég sendi ykkur mínar innilegustu
samúðarkveðjur og Guð gefi ykk-
ur öllum styrk í sorg ykkar.
Viglín.
Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi
og langafi,
HÖRÐUR SIGURÐSSON
vélstjóri og svæðanuddari,
lést 19. maí á hjúkrunarheimilinu Mörkinni,
Suðurlandsbraut 66, Reykjavík.
Útför hans fer fram í Fossvogskirkju þriðjudaginn 11. júní
klukkan 15.
Ásta Harðardóttir Björn Helgason
Ingólfur Harðarson Berglind Líney Hafsteinsdóttir
barnabörn og barnabarnabörn
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma,
langamma og langalangamma,
ARNDÍS KR. MAGNÚSDÓTTIR,
hjúkrunarheimilinu Ísafold,
áður Strikinu 8, Garðabæ,
lést fimmtudaginn 30. maí.
Útförin fer fram frá Vídalínskirkju, Garðabæ,
föstudaginn 7. júní og hefst athöfnin klukkan 13.
Jóhanna Kr. Hauksdóttir Örlygur Örn Oddgeirsson
Magnús I. Stefánsson
Guðlaugur Stefánsson Kristjana Guðjónsdóttir
börn, barnabörn og barnabarnabarn
Elsku hjartans mamma, tengdamamma,
amma og langamma,
SÓLVEIG GUÐJÓNSDÓTTIR BLÖNDAL
frá Kjörvogi,
Maríubakka 2,
sem lést á gjörgæsludeild Landspítala að
morgni sunnudagsins 26. maí, verður
jarðsungin frá Fossvogskirkju þriðjudaginn
11. júní klukkan 11.
Helgi Þorbjörn Blöndal
Guðmundur Blöndal
Dagný Blöndal Bjarni R. Kristjánsson
barnabörn og barnabarnabarn