Morgunblaðið - 07.06.2019, Blaðsíða 4
4 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 7. JÚNÍ 2019
olympium 350Nú bjóðum við til sölu hestakerrur frá reyndum framleiðenda
Fautrax sem eru nú að bjóða upp á nýja línu af kerrum sem
eru sérhannaðar fyrir íslenska hestinn.
8 ára ábyrgð á grind og lífstíðarábyrgð á gólfplötu.
Einnig mikið úrval aukabúnaða.
Leitið tilboða hjá sölumönnum okkar í síma 480 0400
Austurvegur 69 - 800 Selfoss
Lónsbakk i - 601 Akureyr i
Sólvangi 5 - 700 Egilsstaðir
Sími 480 0400 // jotunn@jotunn.is // www.jotunn.is
maxipodium 500
Hestakerrur frá Fautras
maxipodium 500
Rósa Margrét Tryggvadóttir
rosa@mbl.is
Krabbameinsfélagið hefur miklar
áhyggjur af vaxandi notkun ung-
linga og ungs fólks á rafrettum.
Þetta segir Sigrún Elva Einars-
dóttir, sérfræðingur í forvörnum
hjá Krabbameinsfélagi Íslands, í
samtali við Morgunblaðið.
Vísbending um neikvæð áhrif
Hún segir algengt að fólk telji
rafrettur meinlausar og skýli sér
bak við þá fullyrðingu að þær séu
skárri kostur en sígarettur. Sigrún
bendir á að nýlegar fréttir af því að
fimm einstaklingar hafi þurft að
leita á Landspítalann á árinu með
gat á lunga eftir rafrettureykingar
gefi aldeilis vísbendingu um hversu
verulega neikvæð áhrif varan geti
haft á heilsuna.
„Við erum ansi hrædd um að
þetta séu bara fyrstu punktarnir
sem séu að fara beina ljósi að því
hversu mikil heilsufarsvá þetta er,“
segir Sigrún. Hún segir mikið
áhyggjuefni hversu margt ungt
fólk, sem hefði líklega aldrei reykt
án tilkomu rafrettna, sé byrjað að
„veipa“.
Langtímaáhrif óþekkt
Segir hún að fólk sem tali máli
rafrettna hengi sig oft á það að raf-
retturnar séu ekki krabbameins-
valdandi en bendir á að lítið sé vitað
um langtímaáhrif rafrettureykinga
og því ekkert hægt að fullyrða um
skaðleysi þeirra.
„Það getur alveg verið að það séu
einhverjar krabbameinslíkur sem
fylgi þessu. Við erum dauðhrædd
við þau neikvæðu áhrif á heilsuna
sem þessi vara getur haft og er lík-
leg til að hafa,“ segir Sigrún og
bætir við að sú staðreynd að í raf-
rettunum sé nikótín ætti að vera
nægileg viðvörun.
„Notkun þessara vara ætti að ein-
skorðast við það fólk sem vill hætta
að reykja sígarettur og vill nýta sér
þær sem hjálpartæki til þess.“
Algengt að fólk
telji rafrettur
meinlausar
Göt á lungu bara fyrstu vísbend-
ingar um heilsufarsvá rafrettna
Morgunblaðið/Hari
Veip Algengt er orðið að sjá fólk
með rafrettur hér á landi og víðar.
Félagar úr Eyjafjarðardeild ferða-
klúbbsins 4x4 hafa lagað tjónið sem
rússneski ferðamaðurinn Alexander
Tikhomirov olli á svæðinu í ná-
grenni við jarðböðin við Mývatn með
því að aka utan vegar.
Þetta kemur fram á vefsíðu
klúbbsins. Þar segir ennfremur að
lagfæringarnar hafi verið unnar í
samráði við landeigendur í fyrra-
kvöld.
Ferðaklúbbur lag-
færði skemmdirnar
4x4 Félagar í klúbbnum löguðu tjónið sem
ferðamaðurinn olli með akstri sínum.
Kjaraviðræður Starfsgreinasam-
bands Íslands (SGS) og Eflingar við
samninganefnd Sambands íslenskra
sveitarfélaga (SNS) um nýjan kjara-
samning eru í hörðum hnút. Ekkert
þokast í kjaradeilunni vegna alvar-
legs ágreinings sem kominn er upp
um jöfnun lífeyrisréttinda milli al-
menna og opinbera markaðarins.
Stéttarfélögin krefjast þess að sveit-
arfélögin standi við samkomulag um
jöfnun lífeyrisréttinda, sem feli í sér
að bæta lífeyriskjör félagsmanna sem
vinna hjá sveitarfélögunum um sem
svarar 1,5% iðgjaldahækkun. Sveit-
arfélögin kannast ekki við að það
standi upp á þau að greiða hærri ið-
gjöld í lífeyrissjóði þessara starfs-
manna.
Í fyrradag var haldinn sáttafundur
sem var árangurslaus vegna tog-
streitu um þetta mál. Flosi Eiríksson,
framkvæmdastjóri SGS, staðfesti í
gær að viðræðurnar við sveitarfélög-
in væru í hnút. „Þetta var fyrsti fund-
urinn hjá ríkissáttasemjara í gær og
það verður haldinn annar fundur 19.
júní, þar sem menn ætla að gera bet-
ur grein fyrir kröfum sínum en
fulltrúar sveitarfélaganna neituðu á
þessum fundi að ræða þessi lífeyris-
mál sem útaf standa. Við erum því
ekki bjartsýn,“ segir Flosi. Að hans
sögn munu verkalýðsfélögin ekki
halda viðræðum um launamálin
áfram fyrr en staðið hefur verið við
loforðin um jöfnun lífeyrisréttinda.
„Við munum ekki ræða kaup og kjör
nema þetta sé leyst,“ segir Flosi. „Við
viljum klára þetta mál. Það er alger-
lega ófrávíkjanlegt af okkar hálfu.“
Inga Rún Ólafsdóttir, sem er í for-
svari fyrir SNS, vill ekki tjá sig efn-
islega um málið á meðan kjaradeilan
er til sáttameðferðar en í yfirlýsingu
sem SNS sendi frá sér er bent á að fé-
lagsmenn stéttarfélaga í ASÍ greiði
flestir í almenna lífeyrissjóði. Þau
hafi á sínum tíma hafnað boði um að-
ild að opinberu sjóðunum. Þó lífeyr-
isréttindi geti verið lakari en í opin-
beru sjóðunum þá beri stéttarfélögin
sjálf ábyrgð á eigin vali. Ekki standi
upp á sveitarfélögin að bæta eða bera
ábyrgð á afleiðingum þess.
omfr@mbl.is
Kjaradeila í hörðum hnút
Alvarlegur ágreiningur milli SGS og Sambands ísl. sveitarfélaga um jöfnun lífeyris-
réttinda Sáttafundur árangurslaus Neita að ræða launin nema leyst sé úr þessu
Jón Birgir Eiríksson
jbe@mbl.is
Alls bárust Strætó bs. 2.778 ábend-
ingar frá farþegum á síðasta ári,
flestar varðandi aksturslag, fram-
komu vagnstjóra
og tímasetningar.
2.536 ábendingar
bárust árið 2017
og 3.654 árið
2016. Þetta kem-
ur fram í svari
Strætó við fyrir-
spurn Kolbrúnar
Baldursdóttur,
borgarfulltrúa
Flokks fólksins.
„Flestar ábend-
ingarnar eru um framkomu og akst-
urslag. Það finnst mér alveg ótrú-
legt,“ segir hún.
„Það þarf að skoða þetta betur,
en engu að síður eru þarna 3.654
ábendingar á einu ári. Það hlýtur að
vera eitthvað að, mér finnst þetta
alveg ótrúlega mikið. Það virðist þó
sem vel sé tekið á þessu, en hve
margir ætli séu í starfi við það?“
segir Kolbrún.
Átti von á 100-200 ábendingum
Fram kemur í svari Strætó að
ábendingarnar berist ýmist með
tölvupósti, í gengum ábendingaform
á heimasíðu, í gegnum facebooksíðu
Strætó, með símtali eða með gæða-
úttekt eftirlitsmanna. Alla jafna fái
viðskiptavinur svar við ábendingu
sinni innan þriggja daga, en krefjist
hún frekari úrlausnar sé málinu
jafnan lokið innan tveggja vikna.
„Það er nú líklega einfalt að setja
inn ábendingar inni á vefnum, en
fólk hefur samt fyrir því. Ef það er
satt að flestar ábendingar séu um
framkomu og aksturslag, þá myndi
ég heldur betur fara í saumana á
því ef ég væri í stjórn í þessu fyrir-
tæki eða stýra því og sjá til þess að
næsta ár verði aldeilis ekki svona.
Þetta þarf að vera nánast ekki neitt.
Ég átti von á 100-200 ábendingum á
ári en þetta er miklu meira,“ segir
Kolbrún.
200 milljónir á ári
Einnig beindi hún til Strætó fyr-
irspurn um hvað það myndi kosta ef
öll grunnskólabörn í Reykjavík
fengju frítt í Strætó. Svarið hljóðaði
upp á a.m.k. 200 milljónir króna
miðað við hlut Reykjavíkur í heild-
arfargjaldatekjum af afsláttar-
fargjöldum til barna og ungmenna á
árinu 2018.
„Margir foreldrar grunnskóla-
barna þurfa að hugsa um það að
eiga fyrir strætókortum, kannski
fyrir tvö grunnskólabörn. Mér
finnst þetta ekki svo mikill pening-
ur,“ segir Kolbrún, en Strætó nefn-
ir að ómögulegt væri fyrir vagn-
stjóra að gera greinarmun á því
hvort barn og/eða ungmenni ættu
að fá að ferðast frítt eða ekki miðað
við núverandi greiðslufyrirkomulag.
„Þau bera fyrir sig að þetta sé
eitthvað flókið í framkvæmd. Mér
finnst þetta bara ekkert flókið. Öll
grunnskólabörn í Reykjavík gætu
einfaldlega fengið kort. Það væri
vel hægt að gera þetta,“ segir Kol-
brún og bendir á að upphæðina
megi setja í samhengi við við fram-
úrkeyrslur borgarinnar í öðrum
verkefnum sem fjallað hefur verið
um undanfarin misseri.
26 börn þurftu að hætta
Kolbrún beindi einnig sjónum að
frístundastarfi barna og biðlistum
eldri borgara eftir plássi á hjúkr-
unarheimilum. Spurði hún hve
mörg börn hefðu þurft að hætta á
frístundaheimili vegna þess að for-
eldri hefði ekki aðhafst vegna van-
greiddrar vistunarskuldar við borg-
ina. Í svarinu kom fram að árin
2017-2019 hefðu 26 börn verið í
þessari aðstöðu.
„Ég átti von á því að þetta væru
eitt til tvö börn á ári og helst ekki
neitt. Ég veit það geta verið ein-
hverjar aðstæður að baki, t.d. að
það sé komið vor og fáir dagar eftir
af skólanum, en mér fannst þetta of
mörg börn. Þetta er meira en helm-
ingur af einum bekk,“ segir Kol-
brún og bætir því við að börn eigi
aldrei að líða fyrir það að foreldrar
þeirra séu fátækir eða ef ekki er
gengið frá samningi við borgina af
einhverjum ástæðum. „Þetta er
ekki risastór hópur, en þetta sló
mig. Eitt barn er einu barni of mik-
ið. Ég vil að barni sé aldrei sagt upp
í frístund vegna skulda foreldris.
Hagsmunir barnsins eiga alltaf að
ráða,“ segir hún.
Morgunblaðið/Eggert
Strætó 200 milljónir króna kostar að grunnskólabörn fái frítt í strætó. Framkvæmdin gæti reynst þrautin þyngri.
Þúsundir ábendinga
berast Strætó árlega
200 milljónir kostar að grunnskólabörn í borginni fái frítt
Kolbrún
Baldursdóttir