Morgunblaðið - 07.06.2019, Síða 18
18 UMRÆÐAN
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 7. JÚNÍ 2019
Mér finnst með ólík-
indum hve margt full-
orðið kristið fólk, jafn-
vel hámenntað og
háskólagengið fólk,
virðist hafa litla þekk-
ingu á múhameðstrú,
(islam), og heldur jafn-
vel að Allah sé sami
guðinn og Guð okkar
kristinna manna. Ég
hef lengi haft ímugust á
þessum „trúarbrögð-
um“; ekki síst eftir 11. september
2001. Þess vegna hef ég reynt að afla
mér þekkingar á þessu málefni, m.a.
með því að lesa nokkrar bækur, t.d.
„Þjóðaplágan islam“ eftir norska
blaðakonu og „Islam and terrorism“
eftir egypskan fv. prófessor í íslömsk-
um fræðum við merkan háskóla í
Kaíró, sem snerist til kristinnar trúar,
og býr nú í Bandaríkjunum. Til stað-
festingar á því sem ég lærði af þeim
lestri fór ég á „netið“, og fann á „Wiki-
pedia frjálsa alfræðiritinu“ miklar og
góðar upplýsingar um Múhameð spá-
mann, hadíðurnar og Kóraninn. Leyfi
ég mér hér með að endurrita umsögn
Wikipedia um Múhameð töluvert
stytt:
„Múhameð er skv. íslam síðasti
spámaður Guðs á jörðinni. Hann var
uppi frá 570 til 632. Markar fæðing
hans einskonar nýja tíma í Miðaust-
urlöndum. Múhameð er sá spámaður
sem Allah sendi síðastan, en áður
hafði hann sent Adam, Nóa, Móse og
Jesú. Múhameð taldi sig kominn til að
fullkomna verk eldri spámanna og
taldi sig upphaflega til kristinna og
Gyðinga … Dauða Múhameðs bar
brátt að og því hafði hann ekki valið
eftirmann sinn og síðan hafa staðið
deilur á milli hópa múslima um hver
eftirmaðurinn sé“ …
Múhameð spámaður fæddist 20.
apríl 570 í Mekka … Hann var af
Hasjimætt, sem er hliðarætt Kúreisj-
ættbálks, sem var voldugasta ættin í
Mekka. Hún var voldug í krafti versl-
unar og réð yfir helgidóminum Kaba.
Arabía byggðist sterklega á ætt-
artengslum á þessum tíma … Árið
610 fékk Múhameð vitrun frá erki-
englinum Gabríel sem
sagði honum að hann
væri spámaður Guðs og
bæri að breiða út boð-
skap hans. Þrem árum
seinna byrjaði Múham-
eð að predika op-
inberlega í Mekka.
Flestir sem á hann
hlustuðu virtu hann
ekki viðlits, en nokkrir
hlustuðu á hann og
hann byrjaði að safna
um sig litlum hóp fylgj-
enda. Þegar fylgj-
endum Múhameðs
fjölgaði fóru ættbálkaleiðtogarnir í
Mekka að óttast að hann gæti ógnað
stjórn þeirra yfir Mekka …
Árið 622 eftir fjölda hótana og of-
sókna flúðu Múhameð og fylgjendur
hans frá Mekka til Medína, þar sem
hann aflaði sér margra fylgismanna.
Óvinsemd milli Mekka og Medína óx
stöðugt; árið 624 réðst Múhameð með
hóp 300 múslima á úlfaldalest frá
Mekka. Árásin mistókst og íbúar í
Mekka ákváðu að senda lítinn her til
Medína til að útrýma múslimum.
Boðskapur Múhameðs féll vel að hug-
myndum Gyðinga sem bjuggu í Med-
ína. Það var litið alvarlegum augum
hjá Aröbum að Múhameð skyldi
flytja til Medína, því með því varð
bræðralag trúarinnar æðra ættar-
tengslum. Í þessum nýju heimkynn-
um Múhameðs fóru stjórnmálahæfi-
leikar hans að segja til sín og náði
hann á skömmum tíma nær öllum
völdum í sínar hendur. Hann kom því
þannig fyrir að öllum málum skyldi
skotið til Allah og spámanns hans. 15.
mars 624 börðust múslimar og íbúar
Mekka nálægt Badr. Þó að herlið
Mekka væri tvöfalt fjölmennara tókst
múslimum að vinna sigur. Þeir álitu
að sigurinn hefði unnist fyrir tilskipan
Allah. Eftir sigurinn rak Múhameð
alla Gyðinga út úr borginni og eftir
það voru nánast allir íbúar Medína
múslimar. Árið 625 réðst Abu Sufyan
hershöfðingi frá Mekka á Medína
með 3.000 menn; þó að hann hefðli
unnið bardagann missti hann of
marga menn til að elta múslimana inn
í Medína. 627 réðst hann aftur á Med-
ína; hann fékk hjálp frá gyðingaætt-
bálknum Banu Qurayza sem Múham-
eð hafði rekið út úr Medína.
Múhameð sigraði og nú voru allir
karlmenn og táningsdrengir úr Banu
Qurayza drepnir og konur og börn
seld sem þrælar.
Allah bauð að brjóta ætti alla til
hlýðni við sig og söfnuð sinn: „Berjist
við þá uns lokið er áþján og trúin á Al-
lah ríkir öllum ofar …“ Árið 628 þorði
Múhameð að snúa aftur til Mekka.
Eftir nokkrar samningaviðræður var
samningur undirritaður, sem gaf
múslimum leyfi til að ferðast til
Mekka í pílagrímsferðir. Samning-
urinn var rofinn 630 og Múhameð
réðst á Mekka með yfir 10.000 menn.
Þá gáfust íbúar Mekka upp án mót-
spyrnu.
Múhameð dó 8. júní 632 63 ára
gamall eftir skammvinn veikindi.
Rúmum 100 árum eftir dauða hans
höfðu múslimar lagt undir sig stór
landsvæði allt frá Miðausturlöndum
til Spánar og Norður-Afríku. Er
múslimar lögðu undir sig lönd fóru
þeir fram undir svörtum fána líkt og
liðsmenn ISIS gera í dag, enda telja
þeir sig vera réttkjörna arftaka Mú-
hameðs.“
Nú gætu einhverjir haldið, eftir að
hafa lesið þessi skrif mín, að ég hat-
aðist við múslima; það er öðru nær.
Ég hef ríka samúð með þeim; að þeir
skuli aðhyllast þessi hræðilegu trúar-
brögð, sem eru ekki einungis trúar-
brögð heldur líka pólitík, sem stefnir
að heimsyfirráðum. Þess vegna hef ég
líka miklar áhyggjur af fjölgun músl-
ima á Vesturlöndum. En ég bið fyrir
múslimum að Guð okkar kristnu líti til
þeirra í miskunn sinni og leiði þá frá
villu síns vegar. Það ættu kirkjur okk-
ar líka að gera. Seinna kemur kannski
pistill frá mér um Kóraninn.
Hver var Múhameð spámaður?
Eftir Knút
Haukstein Ólafsson »Mér finnst með ólík-
indum hve margt
fullorðið, kristið fólk,
jafnvel hámenntað og
háskólagengið fólk virð-
ist hafa litla þekkingu á
múhemeðstrú.
Knútur Haukstein
Ólafsson
Höfundur er eldri borgari.
Við lýðveldisstofn-
unina (1944) og við lok
heimsstyrjaldarinnar
ári síðar tóku þeir Ís-
lendingar sem gleggst
sáu að óttast það að
erlendar þjóðir kynnu
með einum eða öðrum
hætti að seilast til
áhrifa hér á landi. Sá
ótti fékk byr undir
báða vængi þegar
meiri hluti alþingismanna sam-
þykkti inngönguna í NATO 1949, að
vísu með loforði um það að hér yrði
aldrei erlendur her á friðartímum.
Samt kom hingað á Keflavíkurflug-
völl amerískur her tveimur árum
síðar, í tengslum við svokallaðan
varnarsamning við Bandaríkin.
Til að gera lengra mál styttra, þá
fylktu liði andstæðingar erlends
hers og um 1960 voru stofnuð „Sam-
tök hernámsandstæðinga“. Burt séð
frá hinum ólíku stjórnmálalegu hug-
sjónum þessara manna, þá voru
þetta þjóðernissinnaðir og þjóðholl-
ir menn, sannir ættjarðarvinir, sem
voru uppfullir af anda sjálfstæðis-
baráttunnar og mátu hag Íslands of-
ar öllu öðru.
Hinu ber ekki að neita að vera er-
lends hers á Íslandi leiddi til þess að
margt þessara manna fór að kjósa
Sósíalistaflokkinn og síðar Alþýðu-
bandalagið og sumir stigu skrefið til
fulls og gerðust þar flokksbundnir.
Innganga Íslands í EFTA (1970)
var skref í þá átt að skerða fullveldi
Íslands. Inngangan í EES (Evr-
ópska efnahagssvæðið) sem tók
gildi í ársbyrjun 1994 var mikið áfall
– ósigur – reiðarslag fyrir þjóðholla
menn. Sá gjörningur fór ekki í þjóð-
aratkvæði, því þjóðin var svo ólán-
söm að eiga þá forseta, sem lét
stjórnmálamenn segja sér að leggja
nafn sitt við þann landráðagjörning.
Þjóðræknir menn töldu sig eiga
„hauk í horni,“ þar sem Alþýðu-
bandalagið var, því þingmenn þess
flokks stóðu einhuga gegn inngöng-
unni. En það gerðu fleiri og hlýtur
eindregin og ósvikin afstaða Eyjólfs
Konráðs Jónssonar (þingmanns
Sjálfstæðisflokksins) að verða skráð
í fullveldissögu þjóðarinnar.
Afleiðingar þessa landráðagjörn-
ings hafa orðið margþættar; upp-
kaup útlendinga á íslenskum jörð-
um og nú síðast væntanlegur
innflutningur á hráu erlendu kjöti,
með tilheyrandi smithættu pesta í
íslensk húsdýr. Stundum fáum við
fréttir, með fárra daga millibili, af
erlendum tilskipunum um að Ís-
lendingar skuli … „þetta og hitt.“
Ég fæ ekki annað séð en að slíkur
evrópskur úrskurður hafi „sett af“
einn íslensku ráðherranna, Sigríði
Á. Andersen dómsmálaráðherra.
Þótt sumir deili um gjörðir hennar,
þá er það algjörlega fráleitt að er-
lend öfl úrskurði um íslensk mál-
efni. (Þetta minnir á Sturlungaöld, í
aðdraganda þess að við glötuðum
fullveldinu, þegar erlendur kon-
ungur fór að fella úrskurði um ís-
lensk málefni).
Árið 1998 var stjórnmálaaflið
Samfylkingin stofnuð, með samruna
þriggja flokka. Fáeinir menn úr Al-
þýðubandalaginu gátu ekki sætt sig
við að ganga í þessi nýju stjórn-
málasamtök og stofnuðu, ásamt
ýmsum náttúruverndarsinnum,
stjórnmálaflokkinn „Vinstrihreyf-
inguna – grænt framboð“ (VG).
Margir báru þá von í brjósti að VG
yrði flokkur sem gætti fullveldis
lands og sjálfstæðis þjóðar.
Hver varð reyndin? Allir skulu
njóta sannmælis og því segi ég
fyrst, að þrátt fyrir mistök hafi
ríkisstjórn Steingríms J. Sigfússon-
ar og Jóhönnu Sigurðardóttur unnið
kraftaverk við að reisa okkur upp
frá hruni og þeir sem
ekki viðurkenna það
eru pólitískir ódrengir.
En VG tók þátt í því
glæpsamlega athæfi að
leggja inn umsókn að
Evrópusambandinu
(ES). Í orði kveðnu létu
þeir svo sem þeir gerðu
þetta að kröfu Samfylk-
ingarinnar, en eftir á að
hyggja verður ekki
annað séð en það hafi
verið lygi. Og svo þegar
einn ráðherra þeirra – Jón Bjarna-
son – stendur á rétti Íslands, þá losa
þeir sig einfaldlega við hann úr
ríkisstjórninni.
Ekki verður séð að við myndun
núverandi ríkisstjórnar hafi VG
samið um neitt varðandi hindrun á
endurbótum á geymslurými fyrir
stríðsvélar USA á Keflavíkurflug-
velli og enn er viðhaldið árlegu „loft-
rýmiseftirliti,“ sem er í reynd ekk-
ert annað en æfingar fyrir flugmenn
árásarflugvéla.
Hitt er þó miklu alvarlegra fyrir
fullveldi lands og þjóðar, hvernig
Evrópusambandið er sífellt að
teygja loppurnar lengra og lengra
til áhrifa og stjórnunar á íslenskum
málefnum. Nú síðast er það orku-
pakki nr. 3. Þar eigum við að láta
fullveldið og stjórnarskrána njóta
vafans og hafna þessum orkupakka.
Hér breytir engu þótt einhverjir
sendimenn frá Evrópu, birti núna
yfirlýsingar í gagnstæða átt. Hvaða
stoð verður síðar í yfirlýsingum
„einhverra“ manna fyrir þeim evr-
ópsku dómstólum, sem kunna að
fjalla um slíkt í framtíðinni? (Dóm-
stólum sem Íslendingar virðast sí-
fellt háðari.) Þriðji orkupakkinn er
liður í lengra ferli – áfangi til af-
náms fullveldis Íslendinga.
Nú er einmitt lag fyrir þjóð sem
vill sýna fullveldi sitt, að spyrna við
fótum með því að hafna Orkupakka
3.
Nú vil ég beina orðum mínum til
fv. baráttumanna í Samtökum her-
námsandstæðinga. Hér áður fyrr
stóðuð þið í baráttunni fyrir brottför
erlends hers frá Íslandi og fyrir full-
veldi landsins. Þar stóðuð þið með
fullri reisn og létuð engan bilbug á
ykkur finna, þrátt fyrir sterkan
mótbyr, þar sem ykkur voru gerð
upp orð sem þið höfðuð aldrei sagt
og ykkur voru gerðar upp skoðanir
sem þið höfðuð aldrei haft. Mér þyk-
ir líklegt að mörg ykkar hafi gengið
í VG og það í þeirri trú, að sá flokk-
ur vildi helst gæta fullveldis lands-
ins. Ég vil skora á ykkur að tala
máli íslensks fullveldis í flokki ykk-
ar, ef það mætti verða til þess að
koma vitinu fyrir núverandi forystu-
sveit og alþingismenn flokksins.
Ekki verður annað merkt en VG
sé leiðandi afl í þeim ógæfuverknaði
sem orkupakki nr. 3 kann að reyn-
ast. Skv. skrifum fjölmargra sjálf-
stæðismanna í Morgunblaðinu, þá
er ljóst að þeir hafa notað eigin
dómgreind, í stað þess að láta
flokksforystuna heilaþvo sig. Af al-
mennum Framsóknarmönnum
heyri ég fátt í þessum efnum – þeir
sem enn eru eftir í þeim flokki eru
kannske orðnir svo vanir því að láta
aðra hugsa fyrir sig? Um Samfylk-
ingu og Viðreisn þarf ekki að ræða,
því vitað var fyrirfram að slík lands-
öluöfl meta einskis þjóðleg gildi.
Orð til fv. baráttu-
manna í Samtökum
hernámsandstæðinga
Eftir Gunnar
Guðmundsson
Gunnar Guðmundsson
»Ekki verður annað
merkt en VG sé leið-
andi afl í þeim ógæfu-
verknaði sem orkupakki
númer þrjú kann að
reynast.
Höfundur er frá Heiðarbrún.
Í umræðunni um
þriðja orkupakkann
hafa þingmenn Mið-
flokksins og ýmsir eldri
karlar í öðrum flokkum
talað um ógn af mögu-
legri lagningu rafork-
ustrengjar milli Íslands
og Bretlands. Það er
furðulegt hversu miklu
púðri hefur verið varið í
að hræða fólk við þess-
um streng.
Það væri mikill kostur fyrir íslenskt
þjóðarbú ef strengur sem þessi yrði
lagður. Við það mætti nýta betur þá
umframorku sem íslensk raforkuver
búa yfir í dag til þess að geta mætt
toppum í raforkuþörf landsins. Þannig
mætti auka tekjur og hagnað raforku-
framleiðanda með tiltölulega litlum
viðbótar-fjárfestingum. Slíkur streng-
ur kæmi sér líka vel ef náttúruhamfar-
ir myndu stöðva rekstur stórs inn-
lends orkuvers í fjölda ára og þannig
koma í veg fyrir, eða a.m.k. draga úr,
mögulegum raforkuskorti í landinu við
þær aðstæður. Þá kæmi sér ekki síður
vel að geta selt umframorku úr landi
ef t.d. eitt álveranna þriggja hætti
rekstri. Það að nýta auðlindir og fjár-
muni vel er nokkuð sem allir ættu að
geta sameinast um að teljist eftirsókn-
arvert, óháð stjórnmálaskoðun eða
aldri.
Þrátt fyrir alla kosti
þess fyrir íslenskt þjóð-
arbú að leggja raforku-
streng milli Íslands og
Bretlands, þá er afar
ólíklegt að af slíkri fram-
kvæmd verði. Lagning
slíks strengjar er afar
fjárfrekt verkefni og þar
að auki tæknilega mjög
áhættusamt. Það mun
því ólíklega fást fjár-
magn til þessarar fjár-
festingar nema að líkleg
arðsemi verði nokkuð há
og það getur tæplega orðið. Fyrir því
eru nokkrar ástæður:
1. Það þyrfti að auka raforkufram-
leiðslu á Íslandi og bæta flutningskerfi
raforku samhliða lagningu strengja-
rins. Slíkt kallar á samþykki fjöl-
margra yfirvalda, séstaklega á sviði
skipulagsmála, og reynsla síðustu ára
sýnir að þar er ekki á vísan að róa.
Óvissuþættir sem þessir draga áhuga
úr fjárfestum.
2. Þó svo að menn séu tilbúnir að
greiða eitthvað hærra verð fyrir um-
hverfisvæna raforku í löndum Evrópu,
þá eru því efnahagsleg takmörk sett.
Það er því ólíklegt að raforka fram-
leidd á Íslandi verði nógu hagkvæm til
að keppa við aðra raforku, þegar búið
verður að bæta háum flutningskostn-
aði við hana. Þar að auki verður hún
aðeins dropi í hafið í raforkuþörf ná-
granna okkar.
3. Kostnaður við framleiðslu raforku
með öðrum vistvænum aðferðum, svo
sem beislun vindorku og vinnslu sól-
arorku hefur farið hratt lækkandi á
síðustu árum og áratugum. Þá má bú-
ast við framförum í geymslu raforku,
svo og öðrum aðferðum við vistvæna
raforkuframleiðslu í framtíðinni. Mið-
að við til hve langs tíma fjárfestar
þyrftu að binda fjármagn í verkefni
eins og raforkustreng milli Íslands og
Bretlands, þá eru litlar sem engar lík-
ur á að menn hafi áhuga á slíku þegar
þeir horfa upp á áhrif líklegra fram-
fara í framleiðslu og geymslu raforku
á raforkuverð innan Bretlands og
sunnar í Evrópu í náinni framtíð.
Á sama hátt eins og traustar sigl-
ingar og flugsamgöngur við útlönd
eiga drjúgan þátt í þeirri efnahagslegu
uppbyggingu sem orðið hefur á Íslandi
á síðustu 100 árum, þá myndi tenging
Íslands við raforkukerfi annarra landa
verða landsmönnum til ávinnings. Það
er hins vegar ólíklegt að af lagningu
slíks strengjar geti orðið.
Kostir raforkustrengjar milli
Íslands og Bretlands
Eftir Erlend
Magnússon » Tenging Íslands við
raforkukerfi ann-
arra landa yrði lands-
mönnum til ávinnings,
líkt og siglingar og flug-
samgöngur hafa verið.
Erlendur Magnússon
Höfundur er sjálfstæðismaður og
fyrrverandi stjórnarmaður í Heimssýn.