Morgunblaðið - 07.06.2019, Blaðsíða 10
10 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 7. JÚNÍ 2019
BAKSVIÐ
Helgi Bjarnason
helgi@mbl.is
Tilgangurinn með því að setja milli-
landaflugvellina fjóra undir sömu
stjórn og á fjárhagslega ábyrgð
Isavia er að stuðla að uppbyggingu
aðstöðu á varaflugvöllunum og þar
með auknu flugöryggi. Nefnd um efl-
ingu innanlandsflugs og rekstur
flugvalla lagði þetta til og hefur Al-
þingi lýst yfir stuðningi við að það
verði gert um áramót og samgöngu-
ráðherra vill koma tillögunum í
framkvæmd.
Reykjavíkurflugvöllur, Akur-
eyrarflugvöllur og Egilsstaðaflug-
völlur eru skilgreindir sem milli-
landaflugvellir og varaflugvellir fyrir
Keflavíkurflugvöll. Með margföldun
flugs til og frá Keflavík á síðustu ár-
um hefur þörf fyrir góða aðstöðu á
varaflugvöllum aukist. Auk þess er
áhugi fyrir því að hafa fleiri gáttir
ferðafólks inn í landið og hefur verið
unnið að því að markaðssetja Akur-
eyrarflugvöll sem áfangastað í beinu
flugi frá Evrópu. Tvær erlendar
ferðaskrifstofur standa nú fyrir
beinu leiguflugi þangað frá Bret-
landi og Hollandi.
Snýst um flugöryggi
Þær aðstæður geta komið upp, ef
Keflavíkurflugvöllur lokast skyndi-
lega vegna veðurs eða af öðrum
ástæðum, að fjöldi flugvéla verði í
lausu lofti, ef svo má að orði komast.
Sumar gætu snúið til sama lands,
aðrar hugsanlega lent í Skotlandi en
ekki er víst að allar geti það og þurfi
að nota varaflugvöll á Íslandi. Slíkir
dagar hafa komið upp og þotur þurft
að nýta alla varaflugvellina.
Aðstaðan á Akureyri og Egilsstöð-
um býður ekki upp á að hægt sé að
taka við mörgum þotum í einu. Ís-
lensku flugfélögin og öryggisnefndir
flugmanna hafa varað við þessari
stöðu, meðal annars í umsögnum
þegar nýjasta samgönguáætlun var
kynnt. Í umsögn Icelandair kom
fram það mat félagsins að smæð
flughlaða og skortur á flugstæðum á
flugvöllunum á Akureyri og Egils-
stöðum væri stærsta ógn við öryggi
flugs til og frá Íslandi.
Aðstaða á varaflugvöllunum hefur
ekki verið byggð upp samhliða þeirri
miklu aukningu sem orðið hefur á
flugumferð til landsins. Í skýrslu
starfshóps um innanlandsflug og
flugvelli, flugvallanefndarinnar,
kemur fram að gera þurfi aksturs-
brautir meðfram flugbrautum og
fjölga flugvélastæðum á Akureyri og
Egilsstöðum. Einnig sé nauðsynlegt
að byggja upp nýjar flugstöðvar í
Reykjavík og á Akureyri.
Þjónustugjöld hafa áhrif
Ljóst er að framkvæmdakostnað-
ur hleypur á milljörðum. Ekki er
fyllilega ljóst hvernig eigi að fjár-
magna verkefnin. Flugvallanefndin
lagði til að þjónustugjöld á milli-
landaflugvöllum yrðu samræmd og
hóflegt þjónustugjald lagt á hvern
fluglegg til að standa straum af upp-
byggingu og rekstri flugvallanna.
Njáll Trausti Friðbertsson alþingis-
maður sem var formaður flugvalla-
nefndarinnar segir að þjónustugjöld
sem lögð yrðu á alla flugfarþega, 100
til 300 krónur á hvern farþega,
myndu fara langt með að fjármagna
kostnað við varaflugvellina. Það þýð-
ir að millilandaflugið myndi greiða
megnið af kostnaðinum því þar eru
flestir farþegarnir. Samkvæmt út-
reikningum sem nefndin lét gera má
gera ráð fyrir að farþegum til og frá
Íslandi fækki við hækkun gjalda.
Erfitt er að áætla hversu mikið.
Ljóst má vera að hækkun fargjalda í
innanlandsflugi vegna samræmingar
þjónustugjalda í flugingu myndi
sömuleiðis grafa undan þeim sam-
göngumáta.
Njáll segir eðlilegt að millilanda-
flugið greiði þetta gjald enda séu
varaflugvellirnir nauðsynlegt örygg-
isatriði fyrir alþjóðaflugið. Hann
bendir á að þannig hafi fyrirkomu-
lagið verið til ársins 2011 þegar
farþegasköttum var breytt í þjón-
ustugjöld. Þá hafi tekjur varaflug-
vallanna hrunið en Keflavíkurflug-
völlur fljótlega orðið sjálfbær
fjárhagslega. Þótt Njáll Trausti
svari því ekki beint er ljóst að horft
er til þess að hluti af tekjum Isavia af
Keflavíkurflugvelli verði færður til
baka og notaður til að efla varaflug-
vellina.
Þarf að semja
Ekki er alveg einfalt að koma
þessum breytingum í framkvæmd.
Meirihluti umhverfis- og samgöngu-
nefndar Alþingis tók undir niður-
stöður flugvallanefndarinnar og
gerðar voru breytingar á tillögu að
samgönguáætlun í samræmi við þá
stefnumörkun. Þingið styður því
breytinguna. Sigurður Ingi Jó-
hannsson samgönguráðherra segist
vinna að framgangi málsins í sam-
ræmi við það. Hann segist jafnframt
vinna að endurskipulagningu á notk-
un þess fjármagns sem ríkið hafi
veitt til flugvallanna þannig að
stuðningurinn verði til að efla innan-
landsflugið. Samgönguráðherra þarf
væntanlega að gera samning við
Isavia um þessar breytingar og fjár-
mögnun þeirra.
Isvia er opinbert hlutafélag og fer
fjármálaráðherra með hluthafavald-
ið. Í gildandi fjármálaáætlun er hug-
myndin um sameiningu flugvallanna
tekin upp. Stefnt er að því að fastar
verði kveðið að orði um það í breyt-
ingum á fjármálaáætlun sem nú er
unnið að.
Isavia taki yfir rekstur flugvalla
Varaflugvellirnir hafa ekki verið byggðir upp í takt við alþjóðaflugið Aðstaðan talin alvarleg ógn við
flugið Lagt er til að hækkun þjónustugjalda á flugfarþega standi undir milljarða fjárfestingu
Morgunblaðið/ÞÖK
Keflavíkurflugvöllur Alþjóðaflugvöllurinn í Keflavík lokast sjaldan.
Sigurður Ingi
Jóhannsson
Njáll Trausti
Friðbertsson
Flugvellirnir í Reykjavík, á Akur-
eyri og Egilsstöðum eru skil-
greindir sem varaflugvellir fyrir
Keflavíkurflugvöll. Vellirnir á Ak-
ureyri og Egilsstöðum hafa þann
meginkost að vera á öðru veður-
svæði en Keflavík. Aftur á móti er
helsti ókostur Akureyrarflugvallar
erfitt aðflug fyrir þá sem ekki
þekkja til aðstæðna þar.
Í Sögu flugvalla og flugleiðsögu
á Íslandi sem Arnþór Gunnarsson
skrifaði og Isavia gaf út á síðasta
ári segir að þótt slæm veðurskil-
yrði séu aðalástæðan fyrir því að
millilandaflugvélar þurfi að lenda
á varaflugvöllum hér á landi sé þó
tiltölulega sjaldgæft að ólendandi
sé á Keflavíkurflugvelli vegna veð-
urs og yfirleitt aðeins hluta úr
degi. Flugvélar Icelandair hafi
þurft að lenda á varaflugvelli utan
Keflavíkur í 29 skipti á tíu ára
tímabili frá 2005 til 2014, eða um
það bil þrisvar á ári að meðaltali.
Þrettán sinnum urðu Egilsstaðir
fyrir valinu en í átta skipti var
lent í Reykjavík og jafnoft á Akur-
eyri. Tekið er fram að með ört
vaxandi flugumferð á síðustu ár-
um reyni meira á getu vara-
flugvalla hér á landi en aðeins eru
stæði fyrir fjórar farþegaþotur á
Akureyri og Egilsstöðum. Þá er
þess getið að flugbrautirnar á
Akureyri, Egilsstöðum og Reykja-
vík séu of stuttar fyrir farþega-
þotur af stærstu gerð og er
Prestwick í Skotlandi því vara-
flugvöllur fyrir þær.
Fáar lendingar á varaflugvöllum
ÖRT VAXANDI FLUG KALLAR Á BETRI AÐSTÖÐU
Höskuldur Daði Magnússon
hdm@mbl.is
„Þetta áttu upphaflega bara að vera
nokkur brugghús en hátíðin hefur
stækkað og stækkað. Að undanförnu
höfum við þurft að segja nei við
nokkra veitingastaði og matarvagna
sem vildu koma og vera með. Við
stefnum á að hafa hátíðina enn
stærri á næsta ári,“ segir Jóhann
Guðmundsson, bruggari og einn eig-
enda The Brothers Brewery í Vest-
mannaeyjum.
Bræðurnir halda mikla bjór- og
götumatarhátíð í Eyjum á morgun,
laugardag. Kallast hún Street Food
and Beer Festival og verður á bíla-
stæði gegnt ölstofu The Brothers
Brewery við Bárustíg.
20 brugghús í heimsókn
„Við hertökum þetta bílastæði
með 200 fermetra tjaldi en inni í því
verða 20 brugghús að kynna bjór
sinn. Fyrir utan tjaldið verða svo
sölubásar fyrir veitingastaði og borð
og bekkir fyrir gesti,“ segir Jóhann.
Hann segir að allt í allt verði um 300
manns á hátíðinni en miðar seldust
upp fyrir nokkru.
„Okkur hefur lengi langað til að
vera með viðburð í Eyjum sem sam-
einar þessa frábæru matar- og bjór-
menningu sem er á Íslandi. Það eru
örbrugghús að spretta upp um allt
land sem er frábær þróun og færir
okkur meira úrval af góðum bjór í
stað þess að vera alltaf með sama
bjórinn. Við fengum svo þrjá frá-
bæra veitingastaði, Einsa kalda,
Slippinn og Gott, til að útbúa street-
food-mat sem passar við.“
Gestir frá Bandaríkjunum
Eins og áður segir mæta 20
brugghús á hátíðina. Þar á meðal
eru Malbygg, Gæðingur, Kaldi, Öl-
verk og Jón ríki. Þá mæta fjögur er-
lend brugghús til leiks; Lone Pine
Brewing frá Maine í Bandaríkj-
unum, Mondo frá London, Braw frá
Kaupmannahöfn og Oslo Brewing.
Félagarnir í Brothers Brewery hafa
kynnst aðstandendum þessara
brugghúsa á ýmsum bjórhátíðum og
með þeim tekist góð kynni og sam-
starf. „Það er gaman að hitta fólk
sem er á svipaðri línu og maður
sjálfur, vill hafa gaman af þessu og
læra hvað af öðru,“ segir Jóhann.
Halda veglega matar- og
bjórhátíð í Vestmannaeyjum
200 fermetra tjald og sölubásar 300 gestir væntanlegir
Ljósmynd/Óskar Pétur Friðrikson
Hátíð Jóhann Guðmundsson og Hlynur Vídó Ólafsson hjá The Brothers
Brewery unnu að því að setja upp 200 fermetra tjaldið í Eyjum í vikunni.
Álfabakka 12, 109 Reykjavík • S. 557 2400 • Netverslun elbm.is
Opið virka daga kl. 8-18
Sængurverasett, dúkar,
servíettur, viskustykki,
dýnuhlífar & lök, sloppar & inniskór,
handklæði & þvottapokar.
Vörurnar fást í
Efnalauginni Björg í Mjódd
LÍN fyrir hótel, veitingahús, gistiheimili,
sjúkrastofnanir og heimili
Norðurlandamót í brids hefst í dag
í norska bænum Kristiansand.
Keppt er bæði í opnum flokki og
kvennaflokki og tekur Ísland þátt í
þeim báðum.
Í íslenska liðinu í opnum flokki
spila Aðalsteinn Jörgensen, Bjarni
H. Einarsson, Jón Baldursson, Sig-
urbjörn Haraldsson, Gunnlaugur
Sævarsson og Kristján Már Gunn-
arsson. Í kvennaflokki spila Anna
Ívarsdóttir, Guðrún Óskarsdóttir,
Anna Guðrún Nielsen og Helga
H. Sturlaugsdóttir.
Í opnum flokki spila lið frá Ís-
landi, Noregi, Danmörku, Finn-
landi, Svíþjóð og Færeyjum. Fær-
eyingar eru ekki með í kvenna-
flokki en þar spila tvö norsk lið.
Spiluð er tvöföld umferð í báðum
flokkum og hægt er að fylgjast með
mótinu á heimasíðu Bridge-
sambands Íslands, bridge.is, og á
vefnum bridgebase.com.
Norðurlandamót í brids hefst í dag