Morgunblaðið - 13.06.2019, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 13.06.2019, Blaðsíða 45
grein um hann í Vísi 22.12. 1952 og gerir kröpp kjör hans að umræðu- efni: Magnús er óþægilega hlédrægur. Hann bannar okkur, kunningjum sínum, að skrifa um sig eða segja frá verkum sínum, en það bann brjótum við auðvitað. […] Hann er haldinn einni ástríðu, sem hefur ekki leitt hann á braut hagsældar. […] Ástríða Magnúsar er uppfinn- ingahneigðin. Hann unir helzt ekki öðru, en slíkt gefur lítið í aðra hönd. Hann svelti sig meira og minna í 10 ár við að búa til nýtt hljóðfæri. Með grein Péturs fylgja myndir af nokkrum líkönum ásamt útskýr- ingum Magnúsar, þar á meðal á til- brigði við strokhörpuna: „Tveggja áttunda strokhljóðfæri með nótna- borði, strengur fyrir hvern tón sem myndast þannig, að þegar stutt er á nótuna færist strengurinn til og nemur við reim. Vélgengur útbún- aður framleiðir tónkvik (vibration). Það verður afbrigðilegt (varierandi) að dýpt og hraða með því að styðja á pedala.“ * Í Lesbók Morgunblaðsins 8.9. 1957 ritaði Árni Óla ítarlega grein um Magnús undir fyrirsögninni Ís- lenzkur hugvitsmaður, sem hefir ekki fengið að njóta sín. Meginefni greinarinnar eru lýsingar á nokkr- um uppfinningum Magnúsar og fylgja myndir af flestum þeirra. Skal þar gripið niður, ýmist end- ursagt eða orðrétt: Strokharpa Hljóðfærinu svipar til flygils, en í því eru fiðlutónar, sem koma fram við það, að reim dregst yfir lárétta stengina líkt og fiðlubogi. Á hljóðfærinu er nótna- borð og má bæði stíga hljóðfærið og láta það ganga fyrir rafmagni. Styrkleika tónanna má breyta eftir vild. Tvívegis var leikið á hljóðfæri þetta í útvarp, 1938 og veturinn 1956-57. Páll Ísólfsson lét m.a. svo um mælt: „Hljóðfærið er að mínum dómi hin mesta Völundarsmíð og mjög snjöll uppgötvun.“ Kliðharpa er með nótnaborði eins og orgel. Tóninum svipar til man- dólíns eða balalaika, og má leika allar raddir í senn, svo að nokkuð líkist því að hljómsveit væri. Lækningaáhöld Vitnað er í um- sögn tveggja lækna um gagnsemi húðbursta og ‚vibratora‘ sem örva blóðrás. Þeir álíta þá geta komið að notum við að lækna gigt og tauga- slappleika og við íþróttaiðkanir. Þeir segja sér ókunnugt um að tæki sem þessi séu til erlendis. Hliðgrindur Magnús hugsar sér sjálfvirk hlið þar sem grindunum er lyft án þess að farið sé úr bíl og þær lokast síðan sjálfkrafa. Heyþurrkun í hlöðu Í hlöðuna má setja grasþurrt hey. Tvöfaldar vír- netsgrindur eru reistar á rönd eftir endilangri hlöðunni og á göflum hennar eru göt sem má opna og loka að utan. Heita loftið sem myndast í heyinu streymir upp um loftrúmin í grindunum og út um götin að ofan, en kalt loft streymir inn að neðan. Broddavals Þetta er gaddavalt- ari, gaddarnir gera göt á gras- svörðinn svo að raki, loft og áburð- arefni berast til rótanna og örva grasvöxtinn. Vélhrífa Færiband er fest við heyvagn og nemur við jörð. Á því eru tindar líkt og kambi sem kemb- ir heyið upp í vagninn. Þannig má raka hvort sem heyið er blautt eða þurrt. Fiskveiðiháfur Net er fest á sex arma eða fleiri sem liggja út frá miðju eins og í regnhlíf. Armarnir eru fjaðurmagnaðir svo að netið leggst slétt á sjávarbotn. Beitu eða ljósi er komið fyrir í miðju netsins til að lokka fiskinn. Þvermál netsins getur verið 10-20 m. Í armaendana eru fest dráttarbönd og herpilína. Þegar tekið er í böndin lyftast arm- arnir upp og mynda körfu og síðan herpist fyrir opið. Sérfróðir menn rituðu álitsgerð og skoruðu á stjórnvöld að hrinda hugmyndinni í framkvæmd. Sem fyrr var talað fyrir daufum eyrum. * Varðveist hafa ljósmyndir og út- skýringar Magnúsar á fleiri upp- finningum en þeim sem að framan var lýst, einkum tilbrigðum við hljóðfæri, nuddtæki og fisk- veiðibúnað, mislangt á veg komn- um, sumt eru lauslegar hugmyndir. Nokkur dæmi skulu nefnd: Hafskip með uggum var Magnúsi lengi hugðarefni: „Langbretti eru fest á skipssíðurnar, hvert upp af öðru, frá botni þess og upp fyrir sjólok. Þau liggja skáhallt aftur með síðunum. […] Langbretti þessi eða uggar eiga að verka eins og skíði og lyfta skipinu nokkuð upp þegar það er á ferð og auka hraða þess meira en ella. Veldur miklu að þessir burðarfletir (skíðin) séu svo breiðir sem má. Ætla má að hraði skipsins aukist meir hlutfallslega með aukinni vélaorku. […] Skipið á og að vera stöðugra og fara betur í sjó.“ Garðsláttuvél Hugmyndin er byggð á rafmagnshárklippu, hugs- ast notuð í stað orfs. Göturyksuga „Þegar gata er sóp- uð þyrlast mikill hluti ryksins upp, líkt og þegar sópað er gólf. - - - Vélknúin göturyksuga mundi auka heinlæti og bæta andrúmsloftið, auk þess margfalt ódýrari í notkun en mannsaflið.“ Skurðgrafa Tvö sagartannhjól hvort sínum megin saga svörðinn sundur, skóflur á færibandi flytja svörðinn upp á vagninn og þaðan í skárennu út fyrir skurðinn. Tæki til að berja harðfisk Í Þjóð- viljanum 23.2. 1965 bregður svo við að sagt er frá uppfinningu sem hef- ur verið hagnýtt. Jóhann J. E. Kúld fjallar um framleiðslu Hjallafisks: „Þetta er harðfiskur vélþurrkaður sem síðan er látinn ganga gegnum ‚valsa‘ sem gera hann mjúkan undir tönn. […] Vil ég geta þess að hinn mikli hugvitsmaður Magnús Guðna- son á uppfinninguna að þeim ‚völs- um‘ sem ég gat um.“ * Magnús hafði engin tök á að geyma öll líkön, hvað þá stóra smíðisgripi, og ýmislegt hefur farið í súginn. Eftir lát Magnúsar árið 1974 tók einn af vinum hans að sér að geyma megnið af því sem hann lét eftir sig þó að þröngt væri búið. Ekki tókst þá að vekja áhuga safna á uppfinningunum. En fyrir skömmu var haft samband við Hljóð- og myndsafn Lands- bókasafns sem sýndi verkum Magnúsar áhuga og tók til varð- veislu ýmis gögn úr fórum hans, m.a. hljómpötur með leik Páls Ís- ólfssonar á strokörpuna. Hljóðfæri Magnúsar hafa varðveist í bág- bornu ástandi, en vonir standa til að Hljóð- og myndsafnið taki þau upp á arma sína. Árna Óla rann til rifja fálætið sem Magnús bjó við um sína daga og lauk grein sinni í Lesbókinni 1957 með þessum orðum: Hugvitið hefir aldrei verið í ask- ana látið hér á Íslandi. […] Ekki verða nema sárafáir menn aðnjót- andi þess innblásturs, er gerir þá að uppfinningamönnum. Þess vegna er það sorglegt, ef þeir fá ekki notið sín. Og mér finnst það ís- lenzku þjóðinni ekki samboðið að þessi hugvitsmaður skuli vera lif- andi grafinn í dimmum og fúlum kjallara með uppgötvanir sínar. Vonandi hillir nú undir að upp- finningar Magnúsar hljóti verðugan sess, 45 árum eftir andlát hans. Höfundur er eftirlaunaþegi en starfaði áður sem kennari í Menntaskólanum við Sund. Hjálpartæki Tæki sem ristir túnþökur. Hlauparar: Arnar Pétursson, Elín Edda Sigurðardóttir og Hulda Guðný Kjartansdóttir. UMRÆÐAN 45 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 13. JÚNÍ 2019
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.