Morgunblaðið - 13.06.2019, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 13.06.2019, Blaðsíða 44
Magnús Karvel Guðnason var Dýrfirð- ingur að uppruna, fæddur í Alviðru 23.12. 1893, og voru foreldrar hans hjónin Guðni Jónsson og Kristín Pálsdóttir. Magnús hóf nám í bátasmíði á Þingeyri en varð frá að hverfa vegna heilsubrests. Frá 1918 bjó hann að mestu í Reykjavík. Hann vann þó við báta- smíði framan af. Stefán Hall- dórsson útgerðarmaður sagði í við- tali: „Fengum við nýjan bát 1925, sem vinur okkar, Magnús Guðna- son, Dýrfirðingur, smíðaði; það var listasmíð.“ (Þjóðviljinn 12.6. 1963, bls. 5) Síðar á ævinni fékkst Magn- ús við ýmiss konar smíðar sér til framfæris, smíðaði meðal annars fiðlur og gítara sem eftirspurn var eftir. En uppfinningar áttu hug hans allan frá unga aldri. Ekki verður sagt að hann hafi borist mikið á. Hann var alla tíð einhleypur og lifði við fátæklegar aðstæður. Nokkra mánuði á kreppuárunum hélt hann til um borð í strönduðu skipsflaki inni hjá Kleppi og var það ömurleg vist. Hann bjó lengi á verk- stæði sínu í kjallara Uppsala við Aðalstræti og í kjallara að Tjarn- argötu 10. Frá 1961 bjó hann í Blesugróf við þokkalegar aðstæður. Hann lést 13. ágúst 1974. * Magnús var dulur maður og hlé- drægur, íhugull og leitandi, áhuga- samur um heimspeki og trúmál. Uppfinningar hans bera með sér frjótt hugmyndaflug, hagleik og eljusemi. Hins vegar var hann ekki veraldarinnar maður, hafði tak- markaðan áhuga á fjármálum og var ekki sýnt um að koma hug- myndum sínum á framfæri. Þar komu honum til aðstoðar margir velunnarar, en mörg ljón voru á veginum. Sannfæra þurfti fjár- sterka aðila um hagkvæmni upp- finninganna, kostnaðarsamt yrði að útfæra þær, fá einkaleyfi og koma þeim á markað. Í blaðaviðtali (Tíminn 4.9. 1977) rifjaði Guðmundur Einarsson upp þegar hann vann við smíðar á verk- stæði Magnúsar árið 1941: [Magnús] hafði verkstæði í Upp- salakjallaranum, smíðaði gítara og svaf á verkstæðinu. Magnús var blásnauður gáfumaður sem fáir eða engir mátu að verðleikum. […] Einu sinni fann ég hjá honum í rusli líkan af bát. Það var á að giska eitt fet á lengd, þilfar var og borðstokkur. Skuturinn var með gafli, í gaflinum var ferningslagað op eða skarð og þar hallaði þil- farinu niður að sjólínu. […] Ég hef oft spurt sjálfan mig síðan: Var hún ekki þarna í ruslinu hjá Magnúsi Guðnasyni í Uppsalakjallaranum fyrsta hugmyndin að skuttog- aranum? […] Magnús eldaði sjálfur mat sinn á verkstæðinu, sendi mig í innkaupaferðir og matseðillinn var hinn sami alla daga: Fiskur, mjólk, brauð og kaffi. Í Morgunblaðinu 30.3. 1939 skrif- ar Pétur Sigurðsson erindreki: Fyrir átta árum rakst jeg af til- viljun á Magnús Guðnason, en þann mann les maður ekki niður í kjölinn við fyrstu kynningu, því hann er maður dulur í skapi. Þá var hann tekinn að glíma við uppfinningu, sem hann hefir nú lokið við að nokkru leyti. Þetta er strokharpa – hljóðfæri, sem leikið er á eins og slaghörpu, en er þó strokhljóðfæri. […] Hefir Magnús Guðnason unnið hjer glæsilegan sigur og sýnt mikla uppfinningamannshæfileika. Einn af stuðningsmönnum Magn- úsar var dr. Páll Ísólfsson tónskáld. Árið 1938 spjallaði Páll í útvarpið um Magnús og leikin voru lög sem Páll hafði leikið á strokhörpuna inn á hljómplötur. Magnús hafði lengi unnið við að þróa hugmyndina að því hljóðfæri og hélt því áfram í áratugi. Líklega var strokharpan sú uppfinning sem Magnús gat sér mest orð fyrir og var stoltastur af. Magnús vann lengi að gerð nudd- tækis og gerði sér vonir um árang- ur þess. Í Vísi 22.2. 1947 er greint frá þessu nýstárlega heilsutæki. Það er rafknúið, fest á skáp og þeg- ar sett er í samband ganga burstar upp og niður eftir þeim sem stend- ur við skápinn, nuddar og bankar. * Auk strokhörpunnar og nudd- tækisins vann Magnús að ótal öðr- um hugmyndum og ýmist teiknaði, skrifaði lýsingar eða smíðaði líkön. Í maí 1951 var haldin sýning á upp- finningum hans í Þjóðminjasafninu og var um hana fjallað í dagblöðum. „Alls eru þarna líkön af um 30 hlut- um, allt frá landbúnaðarvélum til skipa og veiðarfæra, að ógleymdum hljóðfærum, sem Magnús hefur bú- ið til,“ segir í Alþýðublaðinu 11.5. 1951. Pétur Sigurðsson skrifar aftur Hugvitsmaður sem fékk ekki notið sín Eftir Pál Bjarnason » Vonandi hillir nú undir að uppfinn- ingar Magnúsar hljóti verðugan sess, 45 árum eftir andlát hans. Páll Bjarnason Hliðgrindur Hugsuð sem sjálfvirk hlið þar sem grindunum er lyft án þess að farið sé úr bíl og þær lokast síðan sjálfkrafa. Magnús K. Guðnason Strokharpa Hljóðfærinu svipar til flygils. Hliðarskip með uggum „Skipið á og að vera stöðugra og fara betur í sjó.“ 44 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 13. JÚNÍ 2019
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.