Morgunblaðið - 13.06.2019, Blaðsíða 68
68 MENNING
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 13. JÚNÍ 2019
Verslun - Snorrabraut 56
Vefverslun - feldur.is
+354 588 0488
Sinfóníuhljómsveit Íslands (SÍ) til-
kynnti í gær ráðningu finnska
hljómsveitarstjórans Evu Ollikainen
í stöðu aðalhljómsveitarstjóra og
listræns stjórnanda hljómsveit-
arinnar. Ollikainen er ráðin til fjög-
urra ára og mun hún stjórna hljóm-
sveitinni að jafnaði í átta vikur á
hverju starfsári og einnig mun hún
stýra hljómsveitinni á fyrirhuguðum
tónleikaferðum innanlands sem ut-
an. Hún er fyrsta konan sem gegnir
þessari stöðu hjá hljómsveitinni.
Ollikainen tekur við stöðunni í
byrjun starfsársins 2020/21 og mun
stjórna tvennum tónleikum með
hljómsveitinni á næsta starfsári, þ. á
m. 70 ára afmælistónleikum SÍ í
mars 2020.
Innblásin hljómsveitarstjórn
„Eva Ollikainen hefur vakið verð-
skuldaða athygli víða um heim fyrir
innblásna hljómsveitarstjórn. Hún
nam hljómsveitarstjórn hjá Jorma
Panula og Leif Segerstam í Sibelius-
ar-akademíunni. Hún hreppti fyrstu
verðlaun í Panula-keppninni fyrir
unga hljómsveitarstjóra árið 2003
og var um skeið aðstoðarstjórnandi
hjá Kurt Masur og Christoph von
Dohnányi,“ segir í tilkynningu frá
SÍ og að Ollikainen hafi m.a. stjórn-
að útvarpshljómsveitunum í Finn-
landi og Svíþjóð, Fílharmóníusveit-
unum í Stokkhólmi og Turku,
Tapiola-sinfóníettunni og Sinfón-
íuhljómsveitunum í Helsingborg,
Lahti og Þrándheimi. Hún hefur
einnig stjórnað Sinfóníuhljómsveit-
inni í Vínarborg og Þýsku sinfón-
íuhljómsveitinni í Berlín og fyrir
skömmu stjórnaði hún í fyrsta sinn
Fílharmóníusveitinni í Helsinki, í
flutningi á Níundu sinfóníu Beetho-
vens og nýrri uppfærslu á óperunni
Turandot eftir Puccini í Dönsku óp-
erunni. Þá stjórnar hún Beethoven-
hring með Jönköping Sinfonietta og
ballettunum Hnotubrjótnum og
Svanavatninu við Semperoper í
Dresden.
Ollikainen kom fyrst til Íslands
haustið 2005 og stjórnaði framhalds-
skólatónleikum Sinfóníuhljómsveit-
arinnar með nær engum fyrirvara,
að því er fram kemur í tilkynning-
unni. Hún stjórnaði hljómsveitinni
þrisvar á áskriftartónleikum á ár-
unum 2007–10 og síðast tvennum
tónleikum í Hörpu á þessu ári.
„Ég hef fundið til djúprar teng-
ingar við meðlimi Sinfóníuhljóm-
sveitar Íslands frá því ég stjórnaði
henni í fyrsta sinn. Þeir eru ekki að-
eins hljóðfæraleikarar á hæsta al-
þjóðlega plani, heldur er skilningur
þeirra og miðlun á tónlistinni ein-
stök. Ég hlakka mjög til samstarfs
okkar í nýrri og gamalli tónlist, og
er viss um að við munum eiga eft-
irminnilegar stundir með hinum frá-
bæru íslensku áheyrendum. Mig
langar að halda áfram hinu lofs-
verða starfi hljómsveitarinnar hvað
varðar fjölbreytni í verkefnavali og
mun ganga enn lengra í þá átt, til
dæmis með því að láta verk tón-
skálda með ólíkan bakgrunn hljóma.
Ég hlakka einnig mjög til að starfa
með faglegu starfsliði hljómsveit-
arinnar, en ég varð strax mjög hrifin
af orku þeirra og þeirri ákefð sem
þau sýna við það að gera Sinfón-
íuhljómsveit Íslands enn betri,“ er
haft eftir Ollikainen.
Nýr og spennandi kafli
Lára Sóley Jóhannsdóttir, fram-
kvæmdastjóri SÍ, segir að með
ráðningu Ollikainen hefjist nýr og
spennandi kafli með óteljandi tæki-
færum. „Eva hefur í gegnum starf
sitt með hljómsveitinni á liðnum ár-
um náð góðu sambandi bæði við
hljóðfæraleikara og áheyrendur
með sinni hrífandi orku og eldmóði.
Hún skilur hversu mikilvæg hljóm-
sveitin er okkar samfélagi og hvern-
ig samtalið við þjóðina getur eflst
enn frekar. Hún hefur allt sem þarf
til þess að halda áfram að þróa list-
ræn gæði og gera okkur mögulegt
að flytja hágæða tónlist hérlendis
sem erlendis. Við erum full eft-
irvæntingar og tilhlökkunar fyrir
samstarfinu og framtíðinni með
Evu,“ er haft eftur Láru í tilkynn-
ingu.
Morgunblaði/Arnþór Birkisson
Ráðning Lára Sóley Jóhannsdóttir, framkvæmdastjóri SÍ, og hljómsveitarstjórinn Eva Ollikainen rituðu í gær und-
ir samning um ráðningu Ollikainen í stöðu aðalhljómsveitarstjóra og listræns stjórnanda sinfóníuhljómsveitarinnar.
Eva Ollikainen ráðin í stöðu
aðalhljómsveitarstjóra SÍ
Tekur við í byrjun starfsársins 2020/21 Fyrsta konan sem gegnir stöðunni
Þungarokkshátíðin Ascension
MMXIX hefst í Hlégarði í Mos-
fellsbæ í dag og stendur yfir í þrjá
daga. Fram koma 30 hljómsveitir
frá 13 löndum og af íslenskum má
nefna Sólstafi, Kæluna miklu,
Svartadauða og Misþyrmingu og af
erlendum Wolvennest, Gost, King
Dude, Drab Majesty, Antaeus, Böl-
zer og Tribulation. Miðasala á há-
tíðina fer fram á tix.is.
Þungarokk í Hlégarði í þrjá daga
Málmsveit Svartidauði kemur fram í
Hlégarði á Ascension MMXIX.
Kristín Geirs-
dóttir opnaði á
hvítasunnudag
sýningu í Galleríi
göngum í Há-
teigskirkju sem
hún nefnir Óður
til jarðar, blá
jörð, græn jörð.
Þar sýnir hún
málverk máluð á
striga, pappír og MDF-plötur.
Ragna Sigurðardóttir, rithöf-
undur og myndlistarmaður, skrifar
í sýningarskrá og segir m.a. að
Kristín hafi um árabil markað sér
sérstöðu í íslensku málverki þar
sem hún bregði sér í ýmis hlutverk í
rannsóknum sínum og sköpun.
„Það má að einhverju leyti líkja
málverkum Kristínar við nátt-
úrufyrirbæri sem gjarnan kalla
fram innri íhugun eins og streym-
andi vatnsyfirborð, logandi eld,“
segir þar m.a. Kristín hefur tekið
þátt í fjölmörgum sýningum bæði á
Íslandi og erlendis og er virkur
þátttakandi í bæði alþjóðlegum og
innlendum listahópum.
Óður til jarðar
Kristín Geirsdóttir
Tónleikaröðin
Freyjujazz hefst
í dag og verður
alla fimmtudaga
út sumarið í
Listasafni Ís-
lands. Íslenskar
djasskonur eru
þar að vanda í
fararbroddi og
nokkrar erlend-
ar taka einnig
þátt. Á opnunartónleikunum koma
fram fjórar þýskar djasskonur og
tvær íslenskar og eru tónleikarnir
haldnir til heiðurs þeim 240 þýsku
konum sem fluttu til Íslands eftir
seinna stríð. Fulltrúar Íslands eru
söngkonan Stína Ágústsdóttir og
píanistinn og skipuleggjandi tón-
leikaraðarinnar, Sunna Gunnlaugs-
dóttir, og frá Þýskalandi eru það
Theresia Philipp sem leikur á saxó-
fón, Julia Hülsmann á píanó, Clara
Däubler á bassa og Lizzy Schar-
nofske á trommur. Á efnisskrá
verða verk eftur Sunnu, Hülsmann
og standardar með textum Stínu af
plötunni Jazz á íslensku.
Fjórar þýskar og
tvær íslenskar
Sunna
Gunnlaugsdóttir
Listafólk frá Austurlandi mun
frumflytja óperu, The Raven’s
Kiss eftir Evan Fein og Þorvald
Davíð Kristjánsson, í Herðubreið
á Seyðisfirði 23. ágúst næstkom-
andi. Berta Dröfn Ómarsdóttir
söngkona og Þorvaldur Davíð
Kristjánsson áttu hugmyndina að
því að setja upp óperu fyrir aust-
an en þau eru bæði ættuð þaðan
og hafa látið sig dreyma um að
fara austur með metnaðarfullt
verkefni, eins og segir í tilkynn-
ingu, og er markmiðið að gefa
þeim fjölmörgu listamönnum sem
eiga rætur að rekja til Austur-
lands vettvang til að vinna saman
og mynda tengslanet sem vonandi
leiðir af sér blómlegt samstarf.
The Raven’s Kiss er ópera í
tveimur þáttum og samdi Fein
tónlistina en Þorvaldur samdi
sögu og líbrettó. Þeir kynntust í
listaskólanum Julliard í New
York þegar þeir voru þar í námi
og sameiginlegur áhugi þeirra á
norrænum þjóðsögum varð
kveikjan að samstarfinu. Óperan
er skrifuð fyrir fimm einsöngvara
og litla hljómsveit og sögusviðið
er lítið sjávarþorp þar sem dul-
arfull kona, framandi og fögur,
birtist og við það breytist líf,
hegðun og hugsun heimamanna.
Söngvarar verða Bergþór Páls-
son, Berta Dröfn Ómarsdóttir,
Egill Árni Pálsson, Hildur Evlalía
Unnarsdóttir og Ólafur Freyr
Birkisson.
Ópera frumflutt á Seyðisfirði í ágúst
Samstarf Þorvaldur, Berta og Evan Fein.