Morgunblaðið - 13.06.2019, Blaðsíða 52

Morgunblaðið - 13.06.2019, Blaðsíða 52
Þóra Kolbrá Sigurðardóttir thora@mbl.is En hver er maðurinn á bak við nafn- ið? Nicolas Vahé er franskur mat- reiðslumaður, súkkulaðiséní og eft- irréttameistari sem starfaði lengi í bæði heimalandinu sem og Dan- mörku sem matreiðslumaður. Hann fæddist í Amiens í frakklandi og hlaut alla sína þjálfun hjá færustu meist- urum Frakklands en meðal þeirra má nefna Daniel Giraud Valence sem oft er kallaður færasti súkkulaðimeistari Frakklands. Árið 2007 ákvað hann að venda kvæði sínu í kross og nýta þekkingu sína og áhuga til að stofna sitt eigið fyrirtæki sem sérhæfði sig í framleiðslu sælkeravara. Vahé bjó til allar uppskriftirnar en reynsla hans úr eldhúsinu gaf honum góða hug- mynd um hverju neytendur væru að leita að. Smám saman stækkaði vöru- línan og nú sérhæfir fyrirtækið sig einnig í framleiðslu á eldhúsvörum og gjafavöru. Vörurnar hafa notið mik- illa vinsælda um heim allan og eru nú fáanlegar hér á landi í versluninni Fakó. Nicolas sjálfur hefur ekki verið mikið fyrir sviðsljósið en er engu að síður orðinn heimsþekktur í heimi sælkeravara enda leggur hann mikið kapp á að vinna aðeins með þekktum framleiðendum sem skilar sér í góðri vöru. Nicolas Vahé-vörurnar hafa notið mikilla vin- sælda hér á landi enda þykja þær í senn afar fallegar og vandaðar. Um er að ræða bæði sælkeravörur sem og eldhús- og gjafavörur. Glæsileg hönnun Vörurnar þykja mikil eldhúsprýði og má reglulega sjá myndir af þeim í hönnunartímaritum. Gott úrval Vörulínan er fjölbreytt og skemmtileg. Sælkeravörur sem hafa slegið í gegn MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 13. JÚNÍ 2019 Hólshraun 3 · 220Hafnarfjörður · Símar: 555-1810, 565-1810 · Netfang: veislulist@veislulist.is · www.veislulist.is Skútan Sjá verð og verðdæmi á heimasíðu okkar www.veislulist.is Fagnaðir Næst þegar þið þurfið pinnamat, smurt brauð eða tertur fyrir útskriftina eða annan mannfagnað, hafðu þá samband og fáðu tilboð í sal okkar og veitingarnar þínar. Veislur eru okkar list! Bjóðum uppá fjölda tegundapinnamats og tapasrétta Pinna- og tapasréttir eru afgreiddir á einnota fötum, klárt fyrir veisluborðið. Árshátíðir Það er ekkert lát á spennandi nýj- ungum í verslunum og Ali lætur ekki sitt eftir liggja og kynnir til leiks tvær splunkunýjar bragðteg- undir beint á grillið en þær eru hic- kory honey og jalapeno suðrænir ávextir. Báðar bragðsamsetning- arnar steinliggja og má búast við að þær renni úr hillum verslana á næstunni enda elska allir góðan kjúkling á grillið. Jafnframt kynnir Ali til leiks tvær nýjar bragðtegundir af sous vide- lærlegg en sous vide-bringurnar hafa notið mikilla vinsælda enda til- búnar í pakkningunum og ákaflega meyrar og bragðgóðar – svo ekki sé talað um þægilegar. Sous vide- kjúklinginn þarf einungis að hita á grillinu sem kemur sér oftar en ekki afar vel. Nýju bragðtegundirnar eru piri piri og hvítlauks-kryddjurtir. Nýjungar á grillið frá Ali Þóra Kolbrá Sigurðardóttir thora@mbl.is Hummusinn er framleiddur með papriku, smurosturinn með papriku og sveppum hins vegar. Að sögn Kristínar Lindu Sveinsdóttur, mark- aðsstjóra Sölufélags garðyrkju- manna, er verið að fullnýta uppskeru frá bændum eins vel og kostur er og koma um leið í veg fyrir matarsóun. Paprikan er skorin niður og soðin í sértækum pokum í eigin safa. Henni sé síðan hellt saman við á lokastigum framleiðslunnar. Sama aðferð sé notuðu fyrir sveppina. „Þetta er eini smurosturinn og hummusinn sem seldur er hér á landi sem inniheldur ferskt grænmeti með þessum hætti,“ segir Kristín Linda. „Hummusinn er jafnframt framleiddur úr lífrænt ræktuðum kjúklingabaunum þannig að við gætum ekki verið ánægðari með þessar vörur.“ Vörur með alvörubragði Hvað verður um ljótu paprikurnar sem komast ekki í búðir? Það þarf enginn að örvænta því Sölufélag garðyrkjumanna mismunar engum og nýtir nú paprikur og sveppi – sem ekki uppfylla útlitskröfur í verslanir, til að búa til úrvalshummus og smurost. Það sem sætir tíðindum er að einungis grænmetið er notað til að bragðbæta vöruna og því er varan án allra auka bragðefna eins og oft tíðkast.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.