Morgunblaðið - 13.06.2019, Blaðsíða 59

Morgunblaðið - 13.06.2019, Blaðsíða 59
mark Dana á síðustu sekúndum í síðari framleng- ingu í 8-liða úrslitum gerði út um þær vonir. Óskar Gumma alls hins besta Á þessum árum var Alfreð að þjálfa Gummers- bach samhliða og sagði á þeim tíma að það væri ekki áskjósanleg staða. Spurður um hvort til greina komi að taka einhvern tíma aftur við ís- lenska landsliðinu tekur Alfreð skýrt fram að slík umræða eigi ekki við um þessar mundir. „Auðvitað kæmi það til greina en það er umræða sem ég blanda mér ekki í því Gummi [Guðmundur Guðmundsson landsliðsþjálfari] og strákarnir hafa staðið sig vel. Í fyrsta lagi er nú aftur orðið til mjög efnilegt lið heima á Íslandi sem á mikla framtíð fyrir sér. Mér fannst Gummi gera frábæra hluti með það á síðasta HM. Ég óska þess að hann haldi þeirri stefnu áfram og liðinu gangi vel. Ég er fyrst og fremst Íslendingur og þar af leiðandi myndi ég aldrei segja að ekki kæmi til greina að stýra ís- lenska landsliðinu einhvern tíma síðar en ég vil frekar óska Gumma alls hins besta með landsliðið og að hann haldi áfram á sömu braut.“ Alfreð fékk hlýjar kveðjur frá stuðningsmönnum, leikmönnum og starfsólki THW Kiel þegar Kiel tók á móti Hannover Burgdorf í lokaumferð deildarinnar. Hann nýtur augljóslega gífurlega mikillar virð- ingar enda hefur árangurinn verið ævintýralegur. Alfreð tók við THW Kiel árið 2008 og undir hans stjórn varð liðið sex sinnum þýskur meistari, sex sinnum bikarmeistari, sigraði tvívegis í Meist- aradeild Evrópu og einu sinni í EHF-bikarnum. Á nýloknu tímabili vann liðið EHF-bikarinn og þýsku bikarkeppnina og hafnaði í 2. sæti í deild- inni, tveimur stigum á eftir Flensburg. Liðið er á góðum stað þegar Alfreð sleppir af því hendinni. „Að fara í gegnum deildina með aðeins sex töp- uð stig er í sjálfu sér frábær árangur en það nægði því miður ekki. Ég skil eftir lið sem er tiltölulega ungt og mjög vel spilandi núna. Lið sem á framtíð- ina fyrir sér“ benti Alfreð á. Úr mörgum sigrum að velja Alfreð hefur náð árangri á fleiri stöðum en hjá KA og Kiel því Magdeburg varð þýskur meistari undir hans stjórn og sigraði einnig í Meist- aradeildinni. Eftir svo glæsilegan feril er ef til vill ekki einfalt að svara því hvaða afrek standa upp úr. „Hápunktarnir eru margir. Bikararnir eru yfir þrjátíu og því úr nægu að velja. Fyrsti þýski meist- aratitilinn í Magdeburg er eftirminnilegur en þá var hreinn úrslitaleikur gegn Flensburg. Árið eftir unnum við Meistaradeildina eftir úrslitaleik á móti Veszprém. Svo nefni ég keppnistímabilið í Kiel 2012 þegar við unnum þrefalt og deildina með fullu húsi stiga. Einu sinni unnum við deildina á síðustu sekúndunum gegn Rhein-Neckar Löwen,“ sagði Alfreð og jafnframt er erfitt að tína til eftir- minnilega leikmenn umfram aðra. „Ég er búinn að þjálfa svo ótrúlega marga af bestu leikmönnum í heiminum að það er eiginlega ekki hægt að velja örfáa. Ég hef þjálfað bestu Frakkana, Þjóðverjana, Svíana, Íslendinga og ein- hverja af bestu Dönunum. Marga góða af Balk- anskaganum einnig og því af mörgu að taka. Margir af þessum mönnum munu koma á kveðju- leikinn minn. Menn sem ég þjálfaði fyrst hjá Ha- meln og Magdeburg og síðar hjá Gummarsbach og Kiel. Það koma um sextíu leikmenn en því miður þurfti Gaui [Guðjón Valur Sigurðsson] að hætta við vegna þess að PSG færði undirbúning sinn fyr- ir næsta tímabil aðeins fram. Af Íslendingum að telja þá verða þar Óli [Ólafur Stefánsson], Aron Pálmars, Robbi Gunn [Róbert Gunnarsson] og meira að segja Patti [Patrekur Jóhannesson] frá KA-tímanum. Varaforsetinn,“ sagði Alfreð Gísla- son og glotti en kveðjuleikurinn verður í Kiel seint í júlí. síðara loforðið Ljósmynd/Sascha Klahn ÍÞRÓTTIR 59 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 13. JÚNÍ 2019 Gísli Þorgeir Kristjánsson var að ljúka sínu fyrsta tímabili hjá THW Kiel en verður án samlanda síns, Alfreðs Gíslasonar, á næsta keppn- istímabili. „Þegar ég var í handboltanum í yngri flokkum FH þá tengdi maður Alfreð alltaf bara við THW Kiel. Ég bara þekki ekkert annað og því verður skrítið að sjá á eftir honum. Mér fannst einnig skrítið þegar Ar- on Pálmarsson fór frá Kiel á sínum tíma því hann hafði verið þar frá því ég var gutti. En Alfreð var áfram en það er skrítið að hugsa til þess að hann sé að fara. Mér líst hins vegar vel á Filip Jicka [sem tekur við liðinu af Alfreð] og hlakka til að vinna með honum á næsta keppnistímabili,“ sagði Gísli þegar Morgunblaðið spjallaði við hann í Kiel. Telur Gísli að Íslendingar geri sér almennt grein fyrir því hversu mikillar virðingar Alfreð nýtur í Kiel? „Nei, en ég áttaði mig heldur ekki almennilega á því sjálfur. Hann er kóngurinn hérna. Ekki bara í Kiel heldur er hann kóng- urinn í handboltaheiminum í Þýskalandi. Tímabilið 2015-2016 fór ég til Kiel að skoða aðstæður og þá var þetta allt miklu stærra en ég hafði gert mér grein fyrir. Þegar ég kom hingað út í fyrra og gekk til liðs við Kiel þá áttaði ég mig á því að Alfreð á „pleisið“. Þetta er bara eins og á Akureyri. Það er í raun ótrúlegt að sjá hversu mikillar virð- ingar hann nýtur hérna. Alfreð er lifandi goðsögn og í raun magnað hvað hann hefur afrekað hjá þessu félagi. Ég óska honum alls hins besta í framtíðinni,“ sagði Gísli við Morgunblaðið. kris@mbl.is Kóngurinn í þýska handboltaheiminum Ljósmynd/Sascha Klahn Stemning Gísli Þorgeir á ráðhús- torginu í Kiel að leiktíðinni lokinni. Það sýndi sig enn og aftur í fyrrakvöld hve mikið vígi Laug- ardalsvöllur er orðinn. Karla- landslið Íslands í fótbolta hefur ekki tapað þar í undankeppni stórmóts síðan í júní 2013, í 15 leikjum. Síðan þá hafa Tyrkir til að mynda mætt þrisvar í heim- sókn og alltaf tapað. Engu að síður verður bar- áttan um sæti á EM hörð, við Frakkland og Tyrkland sem líkt og Ísland eru með 9 stig. Tyrkir hafa til að mynda unnið útisigur á Albönum og heimasigur á Frökkum. Þar komu sex stig sem afar snúið verður fyrir Ísland að jafna. Draumurinn er auðvitað að Ísland nái öðru af tveimur efstu sætum riðilsins og fari beint á EM næsta sumar. Takist það ekki má fullyrða að liðið fari í umspil í mars á næsta ári. Röðunin í það umspil fer ekki eftir stöðu í und- anriðlum EM (3. sæti gefur sem sagt ekkert meira en 4., 5. eða 6. sæti) heldur fer hún eftir stöðu í Þjóðadeildinni síðasta haust. Þar var Ísland eitt af 12 liðum í efstu deild, A-deild. Já, já, þetta er voða flókið en það sem ég vildi benda á er að ef að Ísland kemst ekki beint á EM og þarf að fara í umspilið, þá er hryggilegt til þess að vita að Laugardalsvöllur geti ekki nýst liðinu í því umspili. Ef Ísland verður til dæmis annað af tveimur liðum úr A- deild sem þurfa að fara í umspil þá mun Ísland eiga rétt á að spila á heimavelli í undanúrslitunum, undir lok mars, en ég sé bara ekki að við getum nýtt þann rétt. Það er ástæða fyrir því að ekki er spilað á grasvöllum á Íslandi í mars. Hvaða leið væri þá best að fara? Fá leyfi til þess að spila á Þórsvelli í Færeyjum? Vonandi reynast þessar vangaveltur óþarfar. BAKVÖRÐUR Sindri Sverrisson sindris@mbl.is SMÁRALIND GOLA | Barna regnbuxur Kr. 4.990.-Barna regnjakki Kr. 5.990.-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.