Morgunblaðið - 13.06.2019, Blaðsíða 24
24 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 13. JÚNÍ 2019
Opið mánudaga til fimmtudaga kl. 7.45-17.00, föstudaga kl. 7.45-16.00
Flatahrauni 7 | 220 Hafnarfirði | Sími 565 1090 | www.bjb.is
Komdu til okkar og þú
færð þjónustu
fyrir bílinn þinn
SAMEINUÐ GÆÐI
Óseyrarbraut 12, 220 Hafnarfirði | Klettagörðum 5, 104 Reykjavík | stolpigamar@stolpigamar.is
Gámaleiga
Er gámur lausnin fyrir þig?
Við getum líka geymt gáminn fyrir þig
568 0100
stolpigamar.is
HAFÐU
SAMBAND
Búslóðageymsla ❚ Árstíðabundinn lager ❚ Lager ❚ Sumar-/vetrarvörur
Frystigeymsla ❚ Kæligeymsla ❚ Leiga til skemmri eða lengri tíma
Magnús Heimir Jónasson
mhj@mbl.is
Aldís Hafsteinsdóttir, bæjarstjóri
Hveragerðisbæjar, segir að orlof hús-
mæðra í Árnes- og Rangárvallasýslu
sé „algjör tímaskekkja“ en bærinn
greiddi um þrjú hundruð þúsund kr.
fyrir orlof hús-
mæðra í fyrra.
Samkvæmt lög-
um um orlof hús-
mæðra eiga þær
konur rétt á að
sækja um orlof
sem veita eða hafa
veitt heimili for-
stöðu, án launa-
greiðslu fyrir það
starf. Í lögunum
segir að til þess að
standa straum af kostnaði við orlof
húsmæðra skuli sveitarsjóður leggja
árlega fram ákveðna fjárhæð.
„Það er óeðlilegt að það skuli vera
nefskattur á alla íbúa þessa lands svo
ákveðinn íbúahópur komist í sumarfrí
og það eru engin spurningarmerki
sett við hvort viðkomandi hafi efni á
sumarfríi eða ekki,“ segir Aldís.
„Þetta eru bara lög frá Alþingi og við
höfum á hverju einasta ári gert at-
hugasemdir við þetta hér í Hvera-
gerði. Það er ekki það að viljum ekki
að þessar konur fari í sumarfrí og ég
skil alveg að fyrir tugum ára hafi ver-
ið þörf fyrir orlof húsmæðra þegar
konur unnu ólaunaða erfiðisvinnu í
sveitum landsins og komust aldrei í
frí. Nú er árið 2019 og það eru allt
aðrar aðstæður uppi,“ segir Aldís sem
telur það tímaskekkju að vera með
niðurgreitt ferðalag fyrir ákveðinn
hóp án tillits til efnahags viðkomandi
og þess hvort viðkomandi getur borg-
að sín frí sjálfur. Slíkar greiðslur séu
yfirleitt tekjutengdar. „Ég myndi
mögulega skilja þetta ef þetta væri
sumarfrí fyrir tekjulægstu íbúa þessa
lands en ekki bara sumarfrí fyrir alla
sem hafa forstöðu fyrir heimili sem
eru velflestir fullorðnir Íslendingar í
dag.“ Aldís bætir við að hún efast ekki
um að þetta séu góðar ferðir, þær séu
vel skipulagðar og skemmtilegar.
Haustferð á Hótel Borgarnes
Í fyrra fóru 66 konur í orlofsferð, 45
konur úr Árnessýslu og 21 úr Rang-
árvallasýslu. Gist var á Hótel Borg-
arnesi dagana 7. til 12. október 2018.
Orlofsnefndum er skylt að senda ár-
lega skýrslu um starfsemi sína ásamt
reikningum. Samkvæmt skýrslu or-
lofsnefndar húsmæðra í Árnes- og
Rangársvallarsýslu kemur fram að
fengin var spákona/miðill eitt kvöldið,
farið var í dagsferð til Hvanneyrar á
landbúnaðarsafnið á sýninguna „Kon-
ur í landbúnaði í 100 ár.“ Drukkið var
miðdegiskaffi í Húsafelli og síðan var
hátíðarkvöldverður með skemmtiat-
riði þar sem fenginn var ungur ten-
órsöngvari ásamt undirleikara áður
en trúbador hélt uppi stemmingu
fram eftir kvöldi.
„Það er í raun fullkomin linkind af
Alþingi að hafa ekki viðurkennt það
fyrir lifandi löngu að þetta fyrirkomu-
lag er bara ekki við hæfi árið 2019. Ef
við erum að borga um 296 þúsund þá
er þetta 113 kr. á íbúa. Þá er landið í
heild að borga um 40 til 50 milljónir,“
segir Aldís að lokum.
Segir húsmæðra-
orlof tímaskekkju
Hveragerðisbær greiðir um 300 þús. kr.
Aldís
Hafsteinsdóttir
Rósa Margrét Tryggvadóttir
rosa@mbl.is
Daðey Albertsdóttir sálfræðinemi
hélt umhverfisvæna afmælisveislu
fyrir tveggja ára son sinn, Benjamín
Tuma, síðustu helgi, þar sem hún og
eiginmaður hennar, Tómas Guð-
mundsson, lögðu til við veislugesti að
gefa honum notaðar gjafir af heimili
sínu eða úr nytjamörkuðum í stað
þess að kaupa nýjar gjafir. Daðey
segir að ákvörðunin hafi verið tekin
af umhverfissjónarmiðum og sem til-
raun til að minnka sóun. Hún segir
umræðuna um notaðar gjafir hafa
sprottið upp í vinahópi hennar eftir
tilkomu Barnaloppunar, verslunar
sem selur vel með farnar, end-
urnýttar barnavörur.
Útgjöld fyrir umhverfið
„Margir eru á þeirri skoðun að það
sé ekkert mál að fá eitthvað sem er
notað en finnst dálítið óþægilegt að
gefa eitthvað sem er notað, því þá líð-
ur fólki stundum eins og það sé
nískt,“ segir Daðey. „Við förum í
mörg barnaafmæli á hverju ári og
þetta eru alltaf einhver útgjöld, ekki
endilega bara vegna peningalega
þáttarins heldur eru þetta útgjöld
fyrir umhverfið. Það eru til svo ótrú-
lega mikið af leikföngum, flest barna-
heimili eru yfirfull af dóti og börnin
leika sér ekki með helminginn af
þessu,“ segir Daðey. Hún segist hafa
tekið eftir því að fólk sé farið að
hugsa meira um að minnka sóun í
kringum hana. Til að mynda margir
vinir hennar séu mjög meðvitaðir um
umhverfið og að svokallaður „zero
waste“-lífstíll, sem snýst um að henda
sem minnstu í almennt rusl, sé áber-
andi í umræðum á vinnustaðnum
hennar.
Daðey segir afmælið hafa gengið
frábærlega og að fólk hafi almennt
tekið þátt í að gefa endurnýttar gjaf-
ir. „Í vinahópnum okkar höfðu marg-
ir orð á því hvað þetta væri frábær
hugmynd. Þetta var líka frábært fyr-
ir börnin þeirra að fá að fara inn í
herbergi og æfa sig í að gefa eitthvað
áfram sem þau ættu. Það er góð æf-
ing í að deila með öðrum. Svo fóru
sumir í Barnaloppuna og keyptu eitt-
hvað þar og sumir gáfu bara pening,“
segir Daðey.
Munur milli kynslóða
„Svo tókum við eftir því, þegar við
vorum að ganga frá eftir afmælið að
það var nánast enginn gjafapappír
eða kassar utan af dóti af því að þetta
var náttúrulega ekki úr búðinni. Fólk
var frekar að gefa í gjafapokum sem
við getum síðan notað áfram.“
Daðey bætir við hún hafi tekið eftir
augljósum kynslóðamun milli fólks.
„Það voru kannski helst ömmur og
afar sem gáfu eitthvað nýtt úr búð.
Ég reyndi samt að ýja að þessu við
þau. Ég sagði ömmunni að okkur
langaði í dúkku fyrir Benjamín og að
það væru fullt af dúkkum til í Barna-
loppunni,“ segir Daðey. „Svo kom
náttúrulega bara ný dúkka úr kass-
anum. Ég held að þetta sé líka það að
foreldrar okkar upplifðu kannski
meiri skort í þeirra æsku. Þá var
kannski önnur meining í því að gefa
eitthvað notað. Manni fannst kannski
leiðinlegt að vera alltaf í notuðum föt-
um á þeim tíma þegar fólk átti minni
pening. Það var einhver stimpill á því.
En það væri frábært ef við gætum
tekið þann stimpil í burtu og gert það
að samfélagslegu „normi“ að allir
deili hlutunum bara áfram.“
Ljósmynd/Daðey Albertsdóttir
Hamingja Benjamín Tumi kippti sér ekki upp við að afmælisgjafirnar sem hann fékk voru ekki í umbúðum.
Hvatti afmælisgesti
til að gefa notaðar gjafir
Nýjar gjafir útgjöld fyrir umhverfið Góðar viðtökur
Sumar Gestir í afmælisveislunni gátu notið sumarblíðunnar úti í garði.