Morgunblaðið - 13.06.2019, Blaðsíða 62

Morgunblaðið - 13.06.2019, Blaðsíða 62
62 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 13. JÚNÍ 2019 OCUTEARS AUGNDROPAR - VIÐ ÞURRUM AUGUM STUNDUM VANTAR BARA NOKKRA DROPA... Eiginleikar Ocutears: - rakagefandi, ver og smyr yfirborð augans - líkist náttúrulegum tárum - án rotvarnarefna - má nota með linsum 40% afsláttur SA N 19 0 60 1 www.apotekarinn.is - lægra ver Ragnheiður Birgisdóttir ragnheidurb@mbl.is „Ég byrjaði sem barn í Ballettskóla Þjóðleikhússins og rétt eftir að ég hóf nám þar var ég farin að taka þátt í sýningum í leikhúsinu sem ég gerði svo í þónokkur ár, þar til ég fór út til náms,“ segir Þórhildur Þorleifsdóttir leikstjóri sem hlaut heiðursverðlaun Grímunnar í ár. „Það var í raun og veru byrjunin, að vera valin til að taka þátt í þessum sýningum. Mér er afskaplega minnisstætt að hafa dansað í hinu stórkostlega verki Ferðin til tunglsins árið 1956. Ég man vel eftir Bessa Bjarnasyni í hlutverki aldinborans. Hann var ógleymanlegur. Þetta var mín fyrsta þátttaka í leikhúsi og það er auðvitað mjög sterkt í minninu. Svo fylgdu margar sýningar í kjölfarið.“ Þórhildur hefur sinnt ýmsum störfum tengdum leikhúsi; leikið og leikstýrt, stýrt Borgarleikhúsinu og starfað við kennslu. „Leikstjórnin hefur verið mitt ævistarf. Ég hef lítið sem ekkert dansað frá því ég var tví- tug. Ég hætti líka fljótt að leika enda fann ég að það var ekki mín hilla. Ég hef stundum sagt í gríni að ég hafi hætt á hátindi, ég hætti þegar mér stóðu til boða tvö eða þrjú verkefni,“ segir Þórhildur. „Það er leikstjórnin sem hefur skipt mig öllu máli, ég hef leikstýrt í um 40 ár. Það er erfitt að segja hvað drífur mann áfram. Leik- húsið náði einfaldlega tökum á mér. Ég fékk þá bakteríu mjög ung. Þetta er bara eins og að fá einhverja veiru sem maður losnar aldrei við.“ Sköpunarferlið er heillandi Um starf leikstjórans segir Þór- hildur: „Þetta er mjög skapandi starf. Eins og myndhöggvari fær leir í hendurnar eða málari fær striga, þá fær leikstjórinn í hendurnar ómótað hráefni og reynir að búa til úr því listaverk, með hjálp annarra auðvit- að. Þetta sköpunarferli er heillandi. Ég held ég geti fullyrt að sköpunar- gáfan sé mesta náðargáfa sem mann- inum er gefin. Hún nýtist auðvitað til annarra starfa en í listum en það að fá að rækta þessa gáfu eru forrétt- indi. Ég held það fylgi því óskapleg fullnæging að skapa og sjá listaverk verða til og þar að auki fylgir líka oft sú ánægja að finnast það sem maður er að segja skipta máli. Listirnar skipta miklu máli og þær eiga erindi við manninn og mannsandann. Mað- urinn hlustar að vísu ekki alltaf nógu vel en það breytir því ekki að erindi listamanna er, og hefur alltaf verið, brýnt.“ Þórhildur er þekkt fyrir kvenna- baráttu í stjórnmálum og femíníska sýn í listum. „Það er bara minn eðli- legi máti að horfa á lífið. Ég horfi með augum femínista, með kvengler- augum, á lífið og listina. Það hafa ein- hverjir lýst því yfir að þetta þrengi sjónarhorn mitt en það er auðvitað karlmaður sem talar og dettur ekki í hug að karlgleraugu hans séu alveg jafn þröng, og jafnvel þrengri. Mér finnst mikilvægt að konur horfi sín- um augum á verk, til dæmis klassísk verk, og oftast finna þær annan vink- il ef þær nota þessi gleraugu,“ segir Þórhildur. Staða kvenna í leikhúsi skánað „Við skulum segja að staða kvenna innan leikhúsanna hafi skánað. Það var ekki tekið út með sældinni að vera kona í íslensku leikhúsi. Ég ætla ekki að draga fjöður yfir það. Maður barðist fyrir lífi sínu nánast hvern einasta dag en það er kannski ekkert óhollt. Ég var ekkert ein um það en við vorum alveg afskaplega fáar að leikstýra,“ segir hún. „Staða kvenna í leikstjórn hefur í gegnum árin verið miklu, miklu bág- ari en staða karla og þeim var lengi vel ekki treyst fyrir verkefnum nema þeim sem þóttu hæfa konum betur, eins og til dæmis barnaleikrit. En ég sigldi einhvern veginn alltaf utan þeirrar öldu og María Kristjáns- dóttir var alltaf nokkuð samsíða mér í því. Við lentum ekki í því að vera kvenleikstjórar sem leikstýrðu þægi- legu, geðþekku efni fyrir börn. María var að vísu oft fjarri góðu gamni meðal annars þar sem hún bjó lengi úti á landi,“ segir Þórhildur og skýrir áfram frá reynslu sinni af leikstjórn- arstarfinu. „Ég var eini sjálfstætt starfandi leikstjórinn í áratugi, að minnsta kosti sá eini sem hafði það að aðal- starfi. Ég var sá eini því strákarnir höfðu allir fasta vinnu. Þeir voru allir á einhvers konar samningum við leikhúsið eða útvarpið. Ég var al- gjörlega ein á báti í 20 eða 30 ár. Það var ekkert alltaf auðvelt en ég var mestan part heppin þó ég hafi sjálf- sagt misst af ýmsu vegna þess að ég var ekki innan borðs. Ég fékk þó mörg alveg afskaplega skemmtileg og verðug verkefni sem ég hafði un- un af. Þannig að ég kvarta ekki.“ Skollaleikur þótti brjóta blað Þórhildur telur upp nokkra há- punkta á ferlinum: „Eftirminnilegust eru auðvitað mín byrjunarspor í upp- hafi leikstjórnarferilsins. Sýning- arnar hjá Alþýðuleikhúsinu eru mér minnisstæðar, sérstaklega Skolla- leikur eftir Böðvar Guðmundsson, sem, eins og það var gjarnan orðað í krítík, þótti brjóta blað í íslenskri leiklistarsögu. Það var minn stökk- pallur inn í að vera tekin alvarlega sem leikstjóri. Önnur sýningin mín í Þjóðleikhúsinu, Gustur, er mér líka ákaflega minnisstæð. Það var af- skaplega falleg sýning en hún er ekki síst minnisstæð vegna þess að þar vann ég með Bessa Bjarnasyni. Það var algjörlega stórkostlegt að vinna með honum rullu sem var eins og hún hafi bókstaflega verið skrifuð fyrir hann. Það að vinna með svoleið- is manni er ógleymanlegt,“ segir leikstjórinn og nefnir einnig sýn- inguna Yermu frá 1987. „Þá fór ég, ásamt samstarfsmönnum mínum Sigurjóni Jóhannssyni og Hjálmari Ragnarssyni, nýjar leiðir í útliti sýn- ingarinnar. Það urðu allir mjög hissa þegar ég lýsti því yfir að lýsingin ætti ekki að lýsa nóttu eða degi held- ur hugarástandi persónanna. Á þeim tíma var það alveg nýtt. Svo verð ég að nefna Þrettándu krossferðina eft- ir Odd Björnsson sem er líklega glæsilegasta verk sem hefur verið skrifað á íslenska tungu.“ Þórhildur rifjar áfram upp leik- stjórnarferilinn: „Svo tók óperu- ævintýrið við. Það var auðvitað alveg ótrúlegt að lenda um borð í því skipi. Þar leikstýrði ég rosalega mörgum sýningum. Það er alveg heimur út af fyrir sig sem ég er afskaplega þakk- lát fyrir að hafa kynnst og hafði mikla unun og nautn af. Ég naut þess að taka þátt í þessu ævintýri sem stofnun íslensku óperunnar var. Það er fljótt að gleymast en þetta var náttúrulega alveg með ólíkindum hvernig Garðar Cortes kom þessu áfram þrátt fyrir allt. Það er eigin- lega óskiljanlegt ævintýri en það ríkti baráttu- og brautryðjenda- stemning og það er ómetanlegt að hafa fengið að taka þátt í því,“ segir leikstjórinn. „Ég hef setið í öllum stjórnum sem fyrirfinnast, held ég,“ segir Þórhild- ur og nefnir sem dæmi að hún hafi verið fyrsti formaður fjórðu deildar leikarafélagsins, þ.e. deildar lausráð- inna leikara, verið formaður Leik- stjórafélagsins um árabil og formað- ur Leiklistarsambandsins auk þess að hafa setið í nefndum sem setja fram tillögur bæði í leikhús- og óp- erumálum og samið frumvörp fyrir ráðuneyti. „Ég var ekkert ein um það að sitja í þessum nefndum og ráðum, svo sannarlega ekki. Við eyddum í þetta talsverðri vinnu en það var lítið farið eftir þessu. Menn virðast halda að ráðuneytisfólk hafi miklu meira vit á leiklist heldur en leiklistarfólk.“ Eina kvikmyndin vinsælust Þórhildur hefur að mestu leyti ein- beitt sér að leikhúsinu en hún hefur einnig starfað í sjónvarpi auk þess að hafa leikstýrt kvikmyndinni Stella í orlofi. „Það er auðvitað spaugilegt að hafa bara leikstýrt einni kvikmynd og það skuli vera vinsælasta kvik- mynd á Íslandi, en það er nú bara svona,“ segir hún og hlær og skýrir hvers vegna hún hafi ekki haldið áfram að vinna við kvikmyndir: „Það var svo sem engum sem datt í hug að kalla mig aftur til verka. Það ríktu náttúrulega afskaplega miklir fordómar um að það væri ekki hægt að fara milli þessara heima, leikhúss og kvikmynda, og þar að auki kom- um við enn og aftur að því að ég er kona. Konur eru sem betur fer að hasla sér völl í íslenskri kvikmynda- gerð og mér sýnist þær ekki vera eft- irbátar karlanna nema síður sé,“ seg- ir Þórhildur og heldur áfram: „Við skulum ekki gleyma því að í árþús- undir hefur ríkt vantrú á konum, þeim var ekki treyst til eins né neins og því verður ekki breytt hvorki í hugum karla né kvenna bara á nokkrum árum. Það er miklu rót- grónara í menningunni en svo að það sé hægt að smella fingrum og segja að nú eigum við að treysta konum og nú eigi konur að treysta sér. Þetta gerist ekki svo auðveldlega,“ segir hún. Komist af án viðurkenningar Þórhildur er enn starfandi við ým- is verkefni. „Það er þó ekki eins og tilboðunum rigni inn,“ segir hún og hlær. „Ég bý í æskudýrkunarsam- félagi, og það er ekkert auðvelt að fá verkefni, ekki síst fyrir konur. Þó er ýmislegt á döfinni en ekkert sem tímabært er að tala um. Maður verð- ur alltaf að vera leyndardómsfullur. Ég er ekkert búin að leggja upp laupana en ég vildi gjarnan vinna meira.“ Um heiðursverðlaunin segir Þór- hildur: „Við skulum segja að mér þyki þetta notalegt. Ég hef alveg komist af allt mitt líf án viðurkenn- ingar, nema frá almenningi og sam- starfsmönnum. Ég hef ekki notið neinnar sérstakrar velgengni í kerf- inu nema síður sé en ég hef alveg komist af án þess. Ég kvarta svo sem ekkert. Ef kona kýs að vera utangarðs þá er kona utangarðs með öllu því sem því fylgir og þá verður kona að reyna að sjá það sem er jákvætt við það, sem er margt, í stað þess að dvelja við það neikvæða.“ „Erindi listamanna alltaf brýnt“  Þórhildur Þorleifsdóttir hlaut heiðursverðlaun Grímunnar í gærkvöldi  Hefur leikstýrt í um 40 ár  „Það var ekki tekið út með sældinni að vera kona í íslensku leikhúsi,“ segir verðlaunahafinn Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Heiðruð Þórhildur Þorleifsdóttir tók við heiðursverðlaunum Grímunnar í Þjóðleikhúsinu í gær. Gríman 2019
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.