Morgunblaðið - 13.06.2019, Blaðsíða 47
MINNINGAR 47
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 13. JÚNÍ 2019
Nú er Silla
frænka dáin – ég
mun ekki hitta
hana meira nema
bara þegar ég kveð
þessa jörð eins og hún. Þá verða
örugglega fagnaðarfundir.
Hún var mér góð frænka,
systir pabba míns. Við vorum
líka nöfnur. Ég man fyrst eftir
Sillu þegar mamma og pabbi
með allan barnahópinn sinn
keyrðu Hvalfjörðinn og fóru í
mat til Sillu frænku á Háaleitis-
brautinni. Einhverjum fannst
þetta ólíkleg minning – en þegar
þetta gerðist þá var ég bara 4
ára. Minning mín um matarboð-
ið er enn ljóslifandi – meira að
segja man ég að ég var í hvítum
háum sokkum og fínum kjól.
Nokkrum árum seinna missti ég
heyrnina alveg og þá kom sér
Sigurlín Margrét
Gunnarsdóttir
✝ Sigurlín Mar-grét Gunnars-
dóttir fæddist 16.
febrúar 1927. Hún
lést 25. maí 2019.
Útförin fór fram 7.
júní 2019.
vel að eiga Sillu að
– svo var hún líka
hjúkrunarfræðing-
ur og forstöðukona
á stórum spítala,
það mátti segja í
fljótu bragði að hún
hefði öll svörin. Ég
man líka eftir sam-
tali okkar, ég var
nýorðin heyrnar-
laus og hafði króað
hana af til eintals,
maður var búin að safna tölverð-
um kjarki til að eiga þetta sam-
tal við hana – spurning var hvort
hún þekkti ekki bara einhvern
lækni á spítalanum sínum sem
gæti lagað heyrnina mína. Hún
vandaði sig við að svara, hún
þekkti engan lækni sem gæti
það. Það var mögulega svarið
sem ég bjóst líka við – nokkurs-
konar staðfesting að ég yrði allt-
af heyrnarlaus og yrði bara að
„hafa þetta svona“. Ég var samt
ekki alveg að kaupa þetta svar á
þeim tíma, hún hlyti að geta
gert eitthvað og ég benti henni á
að ég yrði að geta hlustað á út-
varpið. Hún sagði við mig 8 ára
stelpuna að það væri svo leið-
inlegt að hlusta á útvarpið. Eftir
þetta samtal voru tárin í aug-
unum bara þurrkuð og málið var
útrætt á góðan hátt.
Hún studdi mig í öllu sem ég
gerði og var bara stolt af mér og
því sem ég hafði gert. Mér
fannst gaman að segja henni frá
öllu sem hafði á daga mína drifið
þegar ég hitti hana og ég veit að
henni fannst það líka. Hún var
börnum mínum góð frænka. Við
hittumst ekki mikið síðustu
misserin en ég frétti alltaf af
henni og hennar líðan. Ég veit
hún spurði líka um mig.
Hún gerði mikið á sinni ævi
og var trú sjálfri sér. Fyrir mér
var hún ein af mínum fyrir-
myndum. Maður sér svo margt
eftir á.
Ég þakka af heilum hug fyrir
að hafa kynnst henni vel og átt
hana að þegar ég þetta ung fór
„að heiman 10 ára“ í skóla
fjarrri fjölskyldunni.
Með broti úr ljóði kveð ég
hana Sillu frænku.
Ég þakka allt
er enginn sér.
Og þúsundfalt
alla lífsins leið með þér.
(Stefán Finnsson, 1947)
Þín frænka,
Sigurlín Margrét
Sigurðardóttir.
kynntist tengdamóður minni
Fríðu árið 1991. Ekki fór á milli
mála að þar var kominn mætur
maður í fjölskylduna. Ró og yfir-
vegun einkenndi allt fas hans og
okkur var tekið fagnandi. Hann
tók þátt í áhugamálum okkar og
barnabörnum Fríðu var hann afi
af lífi og sál.
Hann var með síungan huga
þó hann héldi mikið upp á hefðir
og væri nýtinn með eindæmum.
Segja má að hann hafi ekki tekið
þátt í því feilspori mannkyns að
fylla jörðina af drasli og hann
vildi nýta hvern hlut í botn.
Þarna átti hann samleið með
nýrri hugsun um sjálfbærni.
Jakob var einstakt góðmenni
sem hlúði að öllu smáu sem
stóru. Það fannst vart það smá-
barn sem slakaði ekki á í fangi
hans og sóttist í manngæsku
hans og hreinan huga. Hann
hafði líka einstakt lag á dýrum
og hændi þau að sér, allt frá
hundum til villtra fugla, s.s.
tjaldi sem settist að við sum-
arbústaðinn hans ár eftir ár.
Jafnvel köngulærnar fengu grið
hjá honum og fylgst var með
þeim við spuna og veiðilist.
Jakob var náttúrubarn og
veiðimaður sem naut þess jafn
mikið að vinna úr veiðinni og lifa
af því sem náttúran gefur. Hann
ræktaði alltaf kartöflur og oft
grænmeti við sumarbústaðinn.
Þrátt fyrir að hann vissi í vor að
stutt væri eftir hafði hann áhuga
á að grasflötin yrði slegin og
settar niður kartöflur.
Hefðir voru í hávegum hafðar
og Þorláksmessa var alltaf stór
dagur. Þá buðu Jakob og Fríða í
skötuveislu í hádeginu og heitt
hangikjöt um kvöldið. Jakob
hafði sterkar skoðanir á því
hvernig skatan væri best en
helst vildi hann vel kæsta tinda-
bikkju. Á þorranum var líka
haldið þorrablót með öllu til-
heyrandi. Veitingarnar voru
margar hverjar heimalagaðar,
svo sem sviðasultan, súrmatur-
inn og rúgbrauðið. Svo mikil var
gleðin yfir þessum þjóðlegu rétt-
um að hann náði að hrífa flesta
með sér, bæði unga og aldna.
Jakob var mikill verkmaður
og einkar hagur. Hann naut sín
við smíðar og að dytta að ýmsum
hlutum. Þegar heilsunni hrakaði
sat hann við að fúaverja grind-
verkið og ekkert var gefið eftir.
Hann naut þess líka að planta
trjám og sjá þau vaxa. Honum
þótti það vænt um hríslurnar
sínar að svolítið tók á að þurfa
að grisja reitinn sinn við sum-
arbústaðinn þegar trén voru far-
in að taka helst til mikið pláss.
Síðast en ekki síst var Jakob
ákaflega góður vinur. Alltaf var
gott að leita ráða hjá honum og
hann stóð með sínum í gegnum
þykkt og þunnt, traustur, áreið-
anlegur og úrræðagóður.
Jakob var lengst af mjög
heilsuhraustur en síðustu árin
einkenndust af veikindum og
betri tímum inn á milli. Við
sögðum að hann væri eins og
kötturinn með níu líf. Hann naut
þess að hafa góða lækna sem
önnuðust hann og Fríða stóð
með honum eins og klettur og
hjúkraði honum heima af lífi og
sál.
Þannig gerði hún honum
kleift að búa heima allt þar til
hann lagðist inn á líknardeildina
sex vikum fyrir andlátið.
Það var falleg stund að verða
vitni að friðlátum viðskilnaði
hans við þetta jarðlíf á fögrum
sumardegi.
Út um gluggann sást iðandi
lífið í fjöruborðinu. Báran kyssti
ljúflega fjörugrjótið og æðar-
fuglinn barðist fyrir lífi unga
sinna smáu. Hringrás lífsins þar
sem sjór, land og himinn mæt-
ast. Við þessar aðstæður gekk
náttúrubarnið Jakob á vit feðra
sinna.
Ég og fjölskylda mín þökkum
Jakobi fyrir samfylgdina. Við
vottum Fríðu, sonum hans og
fjölskyldum okkar dýpstu sam-
úð.
Elín Erna Steinarsdóttir.
Hún Arndís
Magnúsdóttir, eða
Dísa eins og hún var
alltaf kölluð, kom
inn í líf okkar fyrir
10 árum þegar hún kynntist föður
okkar.
Þá voru þau bæði búin að
missa maka sína. Saman eyddu
þau ævikvöldinu og var það mikið
gæfuspor fyrir pabba að hitta
hana Arndísi sína, hún var honum
góður lífsförunautur þessi efri ár.
Þau höfðu bæði fest kaup á
íbúð í Jónshúsi í Garðabæ sem þá
var nýbyggt.
Kynnin hófust þegar þau tóku
tal saman á göngustíg við húsið
og hafa líklega einnig rekist hvort
á annað í félagsmiðstöðinni við
bridsspil en Dísa var mikill brids-
spilari og átti sitt pláss við spila-
borðið alveg fram í andlátið. Dísa
reyndist okkur systkinum af-
skaplega vel, varð góð vinkona
okkar allra. Hún var börnum og
barnabörnum okkar eins og
amma en hún var mjög barngóð
og nutu þess einnig börn henni
ótengd.
Eftir að hún vistaðist á hjúkr-
unarheimilinu Ísafold var hún
beðin að taka að sér að aðstoða
börn innflytjenda við lestur og ís-
lenskunám. Dísa var greind kona
og víðsýn og börnunum hefur
ekki verið í kot vísað hjá henni.
Dísa var fastur punktur í sam-
verustundum fjölskyldunnar, fór
Arndís Kr.
Magnúsdóttir
✝ Arndís Kr.Magnúsdóttir
fæddist 20. júlí
1927. Hún lést 30.
maí 2019. Útförin
fór fram 7. júní
2019.
m.a. með okkur til
Danmerkur í ferm-
ingu Önnu, sonar-
dóttur pabba, og
minnumst við syst-
ur alltaf náttfata-
partís okkar
kvennanna eitt
kvöldið í sumarhús-
inu þegar við sátum
langt fram á nótt og
drukkum hvítvín og
Dísa var í sínum föl-
bleiku silkináttfötum og í gull-
skónum, alltaf eins og drottning,
einnig í náttfötunum. Það voru
sagðar sögur bæði úr nútíð og
fortíð og við hlógum allt kvöldið
og hlógum okkur stundum alveg
máttlausar, allt var skemmtilegt.
Og það kom auðvitað í hlut Dísu
að hjálpa fermingarbarninu að
klæðast íslenska búningnum fyr-
ir athöfn.
Dísa sagði okkur oft frá upp-
vaxtarárunum í sveitinni sinni í
Reykhólahreppi og lífsbaráttunni
gegnum tíðina. Ljóst er að hún
byrjaði snemma að axla ábyrgð
fullorðinnar konu. Hún hefur ver-
ið hörkudugleg og samviskusöm
og á vinnumarkaði voru henni fal-
in ábyrgðarstörf.
Frásagnir hennar báru vott
um að þar fór sjálfstæð, stolt
kona sem bar höfuðið hátt, naut
virðingar, bar hag fjölskyldunnar
mjög fyrir brjósti og var sátt við
sitt hlutskipti. Og hún sofnaði
sátt.
Við systkin og fjölskyldur vilj-
um að leiðarlokum þakka Dísu
fyrir ómetanleg kynni og góðsemi
í okkar garð og fyrir hve hún
reyndist föður okkar góður sam-
fylgdarmaður þessi síðustu ár.
Einnig þökkum við fjölskyldu
hennar ágæta viðkynningu og
sendum þeim samúðarkveðjur.
Dísa var farin að heilsu þetta
síðasta ár og þráði hvíldina enda
með reisn búin að skila sínu ævi-
starfi og gott betur. Góðrar konu
verður sárt saknað.
Ragnhildur Þorgeirsdóttir.
Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og
vinarhug við andlát og útför eiginmanns
míns, föður, tengdaföður, afa og langafa
TRAUSTA SIGURÐSSONAR
frá Hæli í Vestmannaeyjum,
Kirkjusandi 5, Reykjavík,
sem lést 22. maí.
Herborg Sigurðsson
Soffía Traustadóttir Skúli Bergmann
Bára Traustadóttir Björn Elíson
Sóley Traustadóttir
barnabörn og barnabarnabörn
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma
og langamma,
ÁSDÍS HANSEN LÚÐVÍKSDÓTTIR
frá Skálum á Langanesi,
til heimilis að Ljósheimum 22,
lést á Landspítalanum þriðjudaginn 11. júní.
Jarðarförin verður auglýst síðar.
Elías Pétursson
Jóhanna Soffía Hansen
Svava Þóra Bell
Lúðvík Pétursson
Sölvi Leví Pétursson
tengdabörn, barnabörn og barnabarnabörn
Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir,
afi og langafi,
HILMAR PÁLSSON,
fv. forstjóri Brunabótafélags Íslands,
lést miðvikudaginn 5. júní.
Útför hans verður föstudaginn 14. júní
klukkan 15 frá Vídalínskirkju í Garðabæ.
Hannes Hilmarsson Dóra Berglind Torfadóttir
Páll Hilmarsson Kolbrún Jónsdóttir
Björn Hilmarsson Guðrún Björk Gunnarsdóttir
barnabörn og barnabarnabarn
Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi
og langafi,
HEIMIR BJÖRN INGIMARSSON
Hjallalundi 22
Akureyri
lést föstudaginn 7. júní.
Útförin fer fram frá Akureyrarkirkju
þriðjudaginn 18. júní klukkan 13.30.
Sigríður Benjamínsdóttir
Sigþór Heimisson Hildur Óladóttir
Lára Ósk Heimisdóttir Björn Kristinn Björnsson
Hafþór Ingi Heimisson Jenný Valdimarsdóttir
barnabörn og barnabarnabörn
Eiginmaður minn og faðir okkar,
HAUKUR EGGERTSSON,
Kirkjulundi 6, Garðabæ,
áður Ísafirði,
lést mánudaginn 3. júní.
Útförin hefur farið fram.
Þökkum samúð og hlýhug. Sérstakar þakkir fær starfsfólk
hjartadeildar Landspítala við Hringbraut og heimahjúkrun
heilsugæslunnar.
Herdís Þorsteinsdóttir
Sigurlaug, Vala Dröfn, Þorbjörg Elfa Hauksdætur
og fjölskyldur
Innilegar þakkir færum við öllum fyrir
auðsýnda samúð við andlát og útför
hjartkærs eiginmanns, föður og afa,
SVANS ELÍSSONAR
lögreglufulltrúa,
Frostaskjóli 69.
Sérstakar þakkir viljum við færa starfsfólki
Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu,
Jakobi Jóhannssyni krabbameinslækni, starfsfólki Heru og
líknardeildarinnar fyrir frábæra umönnun.
Anna Margrét Jóhannsdóttir
Einar Orri Svansson Fríða Jónsdóttir
Páll Örvar Svansson Erla Guðrún Ingimundardóttir
Markús Orri Pálsson
Móðir okkar, tengdamóðir og amma,
BIRNA SOFFÍA KARLSDÓTTIR,
lést á Droplaugarstöðum sunnudaginn
9. júní. Útför hennar fer fram frá Neskirkju
fimmtudaginn 20. júní klukkan 13.
Kolbrún Anna Jónsdóttir Ólafur William Hand
Hjördís Unnur Jónsdóttir Eiríkur Magnússon
Karl Pétur Jónsson Guðrún Tinna Ólafsdóttir
og barnabörn
Elskuleg móðir okkar, amma og langamma,
GEIRÞRÚÐUR FINNBOGADÓTTIR
HJÖRVAR
sjúkraliði,
Furugrund 52,
sem lést fimmtudaginn 6. júní, verður
jarðsungin frá Dómkirkjunni í Reykjavík
föstudaginn 14. júní klukkan 11.
Finnbogi Rútur Þormóðsson Sigrún Lára Shanko
Tryggvi Þormóðsson Anna Sigríður Sigurðardóttir
Jóhanna Þormóðsdóttir Karl Ragnarsson
Þormóður Þormóðsson
barnabörn og barnabarnabörn
Formáli | Minningargreinum
fylgir formáli sem nánustu að-
standendur senda inn. Þar koma
fram upplýsingar um hvar og
hvenær sá sem fjallað er um
fæddist, hvar og hvenær hann
lést og loks hvaðan og klukkan
hvað útförin fer fram. Þar mega
einnig koma fram upplýsingar
um foreldra, systkini, maka og
börn. Ætlast er til að þetta komi
aðeins fram í formálanum, sem
er feitletraður, en ekki í minning-
argreinunum.
Minningargreinar